Færslur

Mynd
..::Gleðileg Jól::.. Kæra fjölskylda ættingjar og vinir. Mig langar til að óska ykkur gleðilegra Jóla, stútfullum af gleði hamingju og kærleika. Með þökk fyrir allt gamalt og gott á liðnum árum og megi nýja árið veita ykkur lífsgleði og kátínu í áður óþekktu magni . Þessum jólum eyði ég á hafinu sem er í sjálfu sér ekki svo slæmt, við vitum þetta með löngum fyrirvara og þetta er eitthvað sem þarf að gera. Það er samt ekki hægt að segja að þetta sé auðvelt, hvorki fyrir mig né mína nánustu, en við reynum að sigla í gegn um þetta eins og annað, það koma önnur Jól og þá verður bara meira gaman. Aðfangadagurinn hjá mér er ekki ósvipaður öðrum dögum hér um borð, ég vakna og mæti á mína vakt, borða svo hádegismat sem er ekkert frábrugðin öðrum máltíðum. Við reynum að hlusta eitthvað á útvarpið ef það er hægt og hringjum í fólkið heima. Um kvöldið eldum við Hangikjöt með uppstúf Ora grænum baunum rauðkáli og þess háttar dúlleríi, ekkert laufabrauð.Við borðum saman þessir fjórir Íslendingar og...
Mynd
..::Jólatúrinn hafinn::.. Þá er maður komin á hafið aftur og svo sem ekki mikið um það að segja. Ég átt gott frí heima og það var frekar erfitt að slíta frá því og rífa sig af stað aftur, sérstaklega á þessum tíma. Heima var allt komið á fullt í jólaundirbúning búið að skreyta hús pakka inn gjöfum og skrifa jólakortin, maður er rétt að komast í jólagírinn þá er kippt úr sambandi. En svona er þetta bara og það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vinna um jólin ;). Annars var fínt að koma um borð, skipið nýlega komið úr slipp nýmálað og fínt, komið í jólalitina rautt með hvítum röndum, en sumir vilja meina að það sé Coca Cola look á skipinu. Það var margt nýtt sem þurfti að læra á, einhvern tíma tekur sjálfsagt að koma sé inn í það allt en ég hef trú á því að það hafist á endanum. Annars er ekki mikið að segja ég kom um borð í skipið á miðunum og vorum við nokkra daga á veiðum áður en við fórum inn á ytri höfnina í Nouakchott í löndun, nú liggjum við á legunni og hífum fiskinn yfir í frak...
Mynd
..::Nokkurskonar Hugbúnaðarstólpípa!::.. Jæja það er komin tími á smáupplýsingar. Ég hef haft það alveg dillandi fínt undanfarið, og lítill tími verið fyrir bloggskrif ;). Við Rúnar tókum einn næturenduro túr um daginn, fórum af stað í -5°C og var stefnan sett upp að kofa í Böggvisstaðardal. Gekk sú ferð vonum framar þótt það væri svolítið um basl og brölt, það var þó nokkur laus snjór ofan á hjarninu sem sumstaðar hafði skafið í illfæra skafla. Við höfðum okkur samt upp að kofanum og þá ákvað himnaföðurinn að verðlauna okkur fyrir dugnaðinn. Vinningurinn var sá að hann felldi samstundis allt frost niður og var komin +6°C hiti með de samme. Ferðin til baka gekk stóráfallalaust og tókum við góðan aukarúnt í fjallinu á heimleiðinni, klukkan var að verða ellefu þegar ég loksins skreið heim sæll og glaður eftir velheppnaðan túr :). Á miðvikudagsmorgun, ákvað gamla heimilistölvan að hætta að sinna starfi sínu. Hún var orðin sársjúk af eitruðum vírusum sem gerðu henni lífið nær óbærilegt, ég...
Mynd
..::Næturenduro::.. Í byrjun vikunnar fékk ég loksins sendinguna í hjólið sem ég var búin að bíða eftir síðan í Ágúst, en sú pöntun hafði farið eitthvað forgörðum hjá Íslenska umboðsaðilanum og þurfti ég því að hnykkja á pöntuninni þegar ég kom til landsins. Í pakkanum var ný HID (senon) ljóskúpa með tveim ljósum í 30W púnktljósi og 40W dreifiljósi, breytingarsett sem breytir kerfinu úr AC (riðstraum) yfir í DC (jafnstraum), það innihélt nýjan stator sem framleiðir mun meira rafmagn en forverinn og regulator til að vinna úr pakkanum. Ljósið sem upprunalega kom með hjólinu lýsti ákaflega illa og innihélt 35W glóðarperu, ljósmagnið frá því ljósi réðst mikið af snúningshraða mótorsins og var aldrei gott. Þetta á hvorki að vera flókið verk eða taka langan tíma að koma þessu fyrir, en ég var lengur að bisa við þetta en ég hafði gert ráð fyrir, en allt gott gerist hægt og á endanum kom ég þessu saman og sá ljósið :). En mikill vill meira og því fannst mér gráupplagt að setja aukarofa svo ég ...
Mynd
..::Heimsók á Mývatn::.. Aðeins að láta vita af mér og mínum, um síðustu helgi skruppum við Guðný austur í Mývatn og hittum Valda og Unni. Við vorum tvær nætur á hóteli og nutum náttúrunnar og Jarðbaðanna. Þetta var fín helgi á Mývatni, veðrið lék við okkur og við gerðum margt skemmtilegt, t.d löbbuðum við hring í Höfðanum en það hef ég aldrei gert áður en á eftir að gera aftur, svo skoðuðum við Grjótagjá og Bensakofa. Ég er eiginlega ekki í skifgírnum svo ég læt þetta duga í bili. Mynd dagsins er tekin um síðustu helgi þegar við löbbuðum hring í Höfðanum einni af náttúruperlum Mývatns. Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.
Mynd
..::Obama meikaði það :)::.. Ég ætlaði að vera búin að blogga fyrir löngu síðan en einhvern vegin hefur það farið út um læri og maga og ég ekki komið stafkrók frá mér. Fjármálakrísuumræðan, þar finnst mér allt einkennast af bulli og ráðaleysi, kúkurinn er farin að fljóta upp á yfirborðið og ekki er annað að heyra en íslenskt efnahagskerfi hafi verið orðið gegnsýrt af spillingu græðgi og siðleysi. Það voru góðar fréttir sem ég fékk í gærmorgun, Guðný færði mér í rúmið fréttir af því að Obama hefði sigrað forsetakosningarnar í BNA, einhverjar bestu fréttir sem ég hef fengið lengi og tel ég þetta hafi verið gæfuspor fyrir heimsbyggðina alla. Ég hef aldrei skilið hvernig stóð á því að jafn illa gefinn maður og Bush komst til valda, en Guði sé lof þá er því tímabili lokið. Samkvæmt skoðunarkönnunum eru 40% Bandaríkjamanna sem geta ekki bent á hvar Bandaríkin eru á heimskorti ef þeir eru spurðir, þarna er meira að segja til fólk sem heldur að í gamla daga hafi allt verið í SVARTHVÍTU! ég flo...
..::Obama meikaði það:)::.. Ég ætlaði að vera búin að blogga fyrir löngu síðan en einhvern vegin hefur það farið út um læri og maga og ég ekki komið stafkrók frá mér. Fjármálakrísuumræðan, þar finnst mér allt einkennast af bulli og ráðaleysi, kúkurinn er farin að fljóta upp á yfirborðið og ekki er annað að heyra en íslenskt efnahagskerfi hafi verið orðið gegnsýrt af spillingu græðgi og siðleysi. Það voru góðar fréttir sem ég fékk í gærmorgun, Guðný færði mér í rúmið fréttir af því að Obama hefði sigrað forsetakosningarnar í BNA, einhverjar bestu fréttir sem ég hef fengið lengi og tel ég þetta hafi verið gæfuspor fyrir heimsbyggðina alla. Ég hef aldrei skilið hvernig stóð á því að jafn illa gefinn maður og Bush komst til valda, en Guði sé lof þá er því tímabili lokið. Samkvæmt skoðunarkönnunum eru 40% Bandaríkjamanna sem geta ekki bent á hvar Bandaríkin eru á heimskorti ef þeir eru spurðir, þarna er meira að segja til fólk sem heldur að í gamla daga hafi allt verið í SVARTHVÍTU! ég se...
Mynd
..::Gapastokk aftur?::.. Þrælaði mér á sleðann í gær og spændi upp um allt fjall í mjög skemmtilegu færi, það versta við annars fína ferð var að ég var bara einn að skemmta mér, en þetta var fín keyrsluæfing og ágætis líkamsrækt. Í morgun var svo komin sunnanfræsingur og asahláka, hlákan þyrfti eiginlega að vara nokkra daga, svo mætti frysta og gera gott hjarn. Miðað við allt bullið og vitleysuna á Íslandi undanfarið þá finnst mér þarft inlegg í umræðuna hvort ekki eigi að taka gapastokkinn upp aftur. Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu Gapastokkur er refsitól sem var notað til að niðurlægja afbrotamenn og var oft gert úr klofnum og götuðum stokk eða viðarborðum. Refsiþoli hafði hendur og háls í götum gapastokksins og stundum jafnvel fætur eða aðeins fætur. Gapastokkur gat þó einnig verið aðeins staur með hálshring, en þeir gengu undir nafninu stjaki. Á Íslandi var gapastokkur refsitæki um tíma, sérstaklega við minniháttar afbrotum og óhlýðni. Fyrst er lagt til að hann verði tekinn í n...
Mynd
..::Helgarferð::.. Við frúin skruppum í langa helga ferð til Dublin á Írlandi, keyrðum suður á miðvikudaginn gistum í nýja húsinu hjá Haddó Gunna og grislingunum of flugum svo út seinnipart á fimmtudag. Við voru ekki komin á hótelið fyrr en seint á fimmtudagskvöld svo maður skolaði ekki niður mörgum Guiness á fimmtudagskvöldinu, ferðin var ágæt og það er ekki hægt að segja að Íslendingarnir hafi verið að flækjast fyrir okkur því það er varla hægt að segja að við höfum séð Mörlanda um helgina. Veðrið var þokkalegt þótt aðeins hafi rignt og ekki var verra að vera í þykkri peisu því veðurfarið var ekki ósvipað Íslensku haustveðri, við eyddum helginni í ráp milli verslana veitingarstaða og kaffihúsa, ásamt því að við skelltum okkur í bíó og sáum myndina The Boy in the Striped pyjamas. Bíóferðin var kannski ekki til frásagnar nema fyrir það að Írarnir voru búnir að breyta klukkunni og það hafði alveg farið fram hjá okkur, við vorum mætt að við héldum korter fyrir sýningu en þar sem við miss...
Mynd
..::Þæfingsfærð::.. Það var kafaldssnjór hérna á Dalvík í morgun, ég þurfti að moka tröppurnar, svo bjargaði ég garðhúsgögnunum inn því þau voru bókstaflega að snjóa í kaf. Ætli veturinn sé mættur til að vera, eða er hann bara að sína klærnar? Þær voru frekar vetrarlegar fréttirnar í morgun, ófært á Víkurskarði og snjóflóð á veginum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, fussum svei. Og enn og aftur af kreppunni, ég heyrði einn ágætan kreppubrandara í morgun. Jón og Siggi voru að ræða saman. Jón: Þessi helvítis kreppa er verri en skilnaður! Siggi: Nú hvað áttu við? Jón: Ég er búin að tapa helmingnum af öllu og sit enn uppi með kerlinguna! Myndin er tekin í morgun....... Þetta verður að duga í bili. Þegar ástandið er orðið svo slæmt að maður heldur að það geti ekki orðið verra, þá er það líklega að byrja að skána. Munið eftir brosinu, það kostar ekki neitt.............
Mynd
..::Á ferð og flugi::.. Ferðalagið heim gekk vonum framar, við fórum systurskipi Síriusar upp til Dakhla, þar vorum við ferjaðir á gúmmíbát yfir í Oríon sem er lítið fraktskip í eigu fyrirtækisins. Oríon er lítill og afllítill en hefur sinnt sínum verkefnum stórslysalaust. Ég tel að litla greyið henti frekar til siglinga á litlum innhöfum eða á vötnum frekar en til úthafsflutninga í Norður Atlandshafi en greinilega voru fyrri eigendur fyrirtækisins ekki á sömu skoðun og ég. Orion skilaði okkur upp að bryggju í Dakhla athugasemdalaust og satt best að segja hreifst ég af aflinu í bógskrúfunni á honum þegar Eiríkur kapteinn var að möndla greyinu upp að. Það gekk fljótt og vel að koma okkur í upp á flugvöll og þaðan flugum við í einum hlandspreng yfir til Cran Canary, í ferðinni með okkur yfir var fjölskylda frá Marocco, þrjár kerlingar og einn karl. Segir nú ekki frekar af ferðum okkar fyrr en við komum í flugvallarrútuna, við vorum flestir komnir inn í rútuna þegar Marocco maðurinn mætti...
Mynd
..::Hvalreki::.. Morgunstund gefur gull í mund segir einhver staðar, ég veit samt ekki hvort það átti við þennan morguninn. Ég vaknaði við það að stýrimaðurinn var komin inn í klefa til mín og sagði, “Hordur we catch Whale, ég var ekki að átta mig á því hvað félaginn var að meina og sagði ha!, yes we catch Whale but he is dead, maybe we cut some rope in trawl?. Þetta var alveg nóg til þess að ég drattaðist á fætur og skottaðist á brókinni upp í brú til að berja þessa uppákomu augum. Það fór ekki á milli mála að það var hvalshræ í trollinu, útblásið hvalshræ sem einhvernvegin hafði flækst í trollinu, sem betur fer slitnaði þessi ódráttur úr áður en dekkliðið féll í öngvit af pestinni sem steig upp að hræinu. þegar útbelgt hvalshræið flaut í burt var það ekki ólíkt því sem hvalfriðunarsinnarnir blása upp og eru með til áherslu þegar þeir básúna hvalfriðun, kannski ögn verr lyktandi en svipað samt. Á eftir fór ég að kanna hvort ekki hefðu verið teknar einhverjar myndir af þessari uppákomu...
Mynd
..::Dakhla Road::.. Dallurinn fullur og við enn og aftur komnir inn á Dakhla road til löndunar, komum hingað um miðjan dag í dag í skítaveðri. Eitthvað fer þetta nú rólega af stað, og ég gat ekki annað séð en að Kristján væri orðin frekar pirraður á því hvernig þetta væri allt. Ég er aftur á móti löngu hættur að gera mér einhverjar væntingar um að þetta löndunarbull geti einhvertímann gengið upp eins og við myndum vilja, maður les þetta orðið nokkuð strax í mooringunni , í dag tók 40mín að taka á móti tveim endum frá okkur, fraktjaxlarnir náðu að glutra endunum tvisvar í sjóinn og fannst mér á þessum fyrstu kynnum að þetta yrði eitthvað sögulegt, svo er bara að sjá hvað verður. Við erum tveir að riðlast á þessum fraktara, Heineste er á hinni síðunni og mér skildist á Páli í dag að fraktdósin hafi verið full ágeng í nótt, hún bæði beit og kyssti , það þarf greinilega tvo til að hemja hana þessa. Annars eru flestir sem ég hef heyrt í í dag í hálfgerðu losti yfir því hvernig fjármálakrísa...
Mynd
..::Það gefur auga leið!::.. Þegar ég staulaðist á stjórnpall í morgun benti stýrimaðurinn mér á að það væri eitthvað athugavert við annað augað í mér, þetta hafði alveg farið fram hjá mér þegar ég burstaði tennurnar í morgun, enda þarf ekki mikið að spegla sig við þá iðju. En þar sem það var greinilega eitthvað athugavert við ásjónu mína þá var ekki undan því skorast að kíkja á hvað mönnum þætti svona merkilegt, þegar ég leit í spegilinn þá sá ég að það hafði sprungið æð í öðru auganu og var það aðeins rauðleitt, ekki merkilegur skaði að mínu mati og fannst ekki ástæða til að fjasa meira yfir þessu. Vaktfélagi minn linnti samt ekki látum fyrr en hann hafði þvingað mig til heimsóknar til læknisins, þessi heimsókn var hvalreki á annars rekalitlar fjörur doksa, nú fann karl til sín og dró fram augndropa sem hann tjáði mér að ég yrði að pumpa í augað á klukkustundar fresti það sem eftir væri dags. Ég þakkaði lækninum fyrir og kvaddi sæll og glaður með dropana fínu í vasanum. Þegar ég mæt...
Mynd
..::Grásleppan að hverfa::.. Það er ekki annað að heyra en það sé allt að fara til fjandans heima á klakanum, kóngurinn farin að kalla á þjóðstjórn og gjaldmiðilinn okkar í frjálsu falli. Læt þetta nægja núna, og já ég veit að þetta var ódýrt, ekki grásleppu virði. Bið þann sem öllu stjórnar að líta til með þeim sem sigla hriplekri þjóðarskútunni í átt til glötunar, það væri kannski ekki úr vegi að biðja himnaföðurinn um að leiðbeina þeim til hafnar þar sem þeir virðast vera komnir í tómar ógöngur og hafvillur......
Mynd
..::Nokkrir stafir::.. Vladimir annar stýrimaður sagði mér að Brezhnev heitinn hefði sagt „Það sem er met í dag er NORMAL á morgun“ nokkuð til í því hjá karlinum ;). En þá að okkur: Dagurinn hjá okkur einkenndist af fiskileysi, en svona er þetta bara í þessari baráttu, þetta gengur upp og niður. Við notum máltækið WILL BE á svona aðstæður, ef ekki í dag þá kannski á morgun „WILL BE! :). That’s it for today. Bið himnaföðurinn og alla hans hirð að vera með ykkur í brauðstritinu......
Mynd
..::Hvar liggur hundurinn grafinn?::.. Ég ætlaði að reyna að koma frá mér einhverjum línum en fæðingin er með þeim erfiðari sem ég hef tekið þátt í, tveir í útvíkkun og allt steinstopp á þessum bænum hehe, og endar sjálfsagt í fæðingarþunglindi ef þetta skánar ekki fljótlega. Ég held að ritstólpípa dugi ekki á þessa stíflu, og satt best að segja þá held ég að Póllandsferð myndi ekki heldur hjálpa mér út úr þeim ógöngum sem ég virðist komin í á ritvellinum. En það verður að taka verkið fyrir viljann, ég heyrði einhvertíma sagt að maður fengi einn fyrir að skrifa nafnið sitt rétt ;), samkvæmt þeim góða mælikvarða þá ætti ég að vera komin upp í tvo. Þetta verður bara að duga ykkur í dag.................... Bið Guðs engla að flögra í námunda við ykkur, bæði dag og nótt.
Mynd
..::Það er nú það::.. Það var þokkalega djúpt á þessu bloggi og ég eiginlega dauðsá eftir því að hafa lofast til að skrifa einhverjar línur, já letin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn, Það er með letina eins og öfundina, hún er þeim verst sem hana ber! Annars er ekki mikið að segja annað en að við erum enn á veiðum í Morocco og búnir að landa tvisvar það sem af er þessu úthaldi, veiðar og vinnsla hafa verið upp og niður eins og gengur. Af Vírusi er það helst að frétta að hann dafnar vel. Honum þykir best að kúra og tekur í það 16-18 klst á dag, og það er engin bilbugur á honum í ketátinu enda eru þurrfóðurbyrgðir nú í sögulegu lámarki um borð í skútunni. Í hans huga er lífið alls ekki saltfiskur eða fiskur yfir höfuð, það er hrátt nautaket og hana nú. Annars lenti félaginn í smá hrakningum í dag, hann hafði troðið sér undir segl sem notað er til að breiða yfir tóg rúllur, þar virðist hann hafa lent í sjálfheldu og var tíndur fram eftir degi, vorum við félagar hans orðnir ve...
Mynd
..::Lífsmark::.. Ég fékk mér frí frá tölvunni í sumar og setti ekki staf inn, sé svo sem að það hafi skipt neinu, allavega kvartaði enginn. En hvað sem því líður þá átti ég alveg rosalega gott frí heima á Islandi, mér fannst ég hafa náð að gera meira en oft áður þótt það liggi ekki mikið eftir mig í sýnilegum verkum. Ég er enn þjakaður af skriftleti en vonandi næ ég að hrista hana af mér fljótlega. Það eru nokkrir dagar síðan ég kom um borð aftur og erum við núna að byrja löndun utan við Dakhla (West Sahara), þetta er allt sama sniði og áður hér um borð, eiginlega allt eins, kötturinn á sínum stað og allir ánægðir ;). Læt þetta duga í bili. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur......................
Mynd
..::Ég fer í fríið ;)::.. Höfum legið hérna inni á legunni rembst við að landa, það er best að fara ekki mörgum orðum um það verk, en það er morgunljóst að hér falla engin Afríkumet í löndunarhraða :). En veðrið hefur verið eins og best er á kosið, brakandi blíða með logni og tilheyrandi skemmtilegheitum, ég notaði tækifærið og smellti léttbátnum út, svo flengdist ég á honum fram og aftur um spegilsléttan hafflötinn dágóða stund. Skrapp aðeins yfir í Geysi sem var hérna inni að landa fiskiméli, aumingja Júlíus var ekki mikið fyrir kött að sjá og greinilegt að hann hafði ekki átt sjö dagana sæla, mér fanst eins og ræfillinn væri bara að drepast en þeir vilja meina að stólpípurnar hafi gert honum gott og hann sé allur að braggast, hann er líka komin í einhverja lyfjameðferð svo það er ennþá von. Eftir Geysisheimsóknina brunaði ég heim á leið en stoppaði örstutta stund hjá Máritönskum fiskimönnum sem voru að draga net hérna á legunni, tæknin var ekki að flækjast fyrir þeim blessuðum, allt...