..::Sjúkrasaga GráMávsins::..
Í gærkvöldi þegar ég átti leið um efradekkið utan við brúna rakst ég á Grámáv sem bar sig illa og var greinilega mikið slasaður, við nánari skoðun kom í ljós að greyið var illa fótbrotin. Ekki gat ég fengið af mér að lóga fuglsgreyinu og þaðan af síður að láta þetta afskiptalaust. Ég náði mér í hanska og fangaði greyið og fór með hann inn í brú. Þeir félagar og frændur Anton og Valgarður voru að reina að aðstoða mig en voru frekar hræddir við að fuglinn biti þá svo goggurinn var teipaður aftur til öryggis. Svo var sjúklingurinn lagður á bakið á kortaborðið og farið að kíkja á áverkann. Aðstoðarmaður númer eitt hélt við fuglinn og ég skoðaði fótbrotið eftir kúnstarinnar reglum, þetta var ljótt opið brot og sá ég enga leið til að bjarga fætinum :(. Eftir dálitla umhugsun þá ákvað ég að aflimun væri það eina sem hægt væri að gera í stöðunni, þegar þessi ákvörðun lá fyrir varð aðstoðarmaður númer eitt gráfölur í framan og krafðist tafarlausrar lausn frá starf...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
23.jan 2004
..::Bóndagur er það víst!::..
Það er víst bóndadagur svo vel er við hæfi að óska öllum karlmönnum til hamingju með daginn. Ekki hefði ég haft hugmynd um bóndadaginn ef mín ektakvinna hefði ekki óskað mér til hamingju með daginn í rafpósti, og í staðin fyrir blóm fékk fréttir af baggalút sem redduðu deginum og nýttust mér betur en blóm :). Annars var varla hægt að redda þessum degi og óttalega er nú innkoman rýr hjá bústjóranum á Erlu þennan blíðviðrisdaginn, já þetta er rétt lesið það er blíða á hattinum í dag. Ég ákvað að njóta dagsins og eiðileggja hann ekki með hífoppi fyrr en seinnipartinn, svo ég dró lengi lengi og fékk svo öngulinn á kaf í rassgatið ,). Ekki það að við séum ekki á miðunum fjarri því, við erum búnir að vera að hringla með stóru skipunum í dag og sannarlega hringlaði í trollpokanum þegar hífað var.
En maður verður bara að sætta sig við þetta og taka þessu að æðruleysi, þetta var bara það sem búast mátti við af þeim búnaði sem beitt var. Líklega he...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kóngulóarmaðurinn::..
Það var bræla á okkur í nótt og skriðu menn á veggjum, maður þyrfti að vera eins og kóngulóarmaðurinn til að geta borið sig þokkalega um þegar dósin fær æðisköstin. Við þær aðstæður duga engan vegin þeir útlimir sem manni voru úthlutaðir og þyrfti ef vel ætti að vera nokkrar hendur og fætur til viðbótar ;).
Veiðin er afspyrnuléleg í dag en veðrið er að skána og það er ekki svo galið veðurkortið fyrir morgundaginn.
Þetta verður að duga í dag.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og fylla á hjörtu ykkar með hamingju hlýju og kærleika :).
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
21 jan 2004
..::Hann á afmæli í dag!!!::..
Elsku Einar minn til hamingju með daginn!
Tíminn hendist áfram og í dag er Einar Már orðin ellefu ára, mér finnst vera svo stutt síðan hann var bara pínupons með fjólubláa blettinn á nefinu :), bletturinn hvarf og drengurinn minn er ekki lengur pínupons heldur stór og stæðilegur drengur :) ellefu ára. Í dag væri gaman að vera heima og geta fagnað þessum tímamótum með honum.
Ég ætla að vona að litli drengurinn minn eigi skemmtilegan afmælisdag og lífið haldi áfram að leika við hann. Það er löng leið fyrir höndum og margar freistingar sem verða á leiðinni, því vil ég biðja Guð og hans vermdarengla um að passa litla guttann minn fyrir mig og leiða hann rétta leið um vandrataða stíga lífsins.
það er margt sem við sjómennirnir missum af og margar ómetanlegar stundirnar sem glatast, en alltaf slangur af fólki sem í sinni vanþekkingu heldur að við séum ofaldir gullgrísir sem engan rétt eigum á sjómannaafslætti eða þeim launum sem við höfu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Löður::..
Í dag var komið að skuldadögum í þvottaveseninu og þvottapokinn minn troðfullur svo ekki komst einn sokkur meir í hann. Úff fatagarmar í kjaftfulla þvottavél, já maður er heimilislegur í sér ;). Sjálfsagt þætti það ekki fagmannslegt að demba öllu saman óflokkuðu í vél, en þetta hefur lukkast þokkalega hjá mér í seinnitíð. Það er oft þannig með það sem byrjar illa það endar vel, og maður er smátt og smátt að ná tökum á þessu eftir nokkur strönd og smá mislitun :).
Annars er lítið að frétta héðan annað en væll og aftur væll, eftir að vera búin að hlusta á hina skipstjórana á hattinum gráta í talstöðina í allan dag þá er maður niðurbrotin maður. Það þyrfti helst áfallahjálp eftir allar sorgarfréttirnar og aflaleysið, en björtu punktarnir í þessu eru að þetta getur varla versnað ,). Nema þá helst gráturinn í stöðinni sem fer dag versnandi og ekki sérð fyrir enda á því hvar það endar ;).
Í dag er vika eftir af túrnum ;) þetta er alveg að hafast hjá okkur..............se...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::TogleðursÖndin Bláa::..
Vindurinn sem hvarf svo skyndilega gaf sig fram eftir hádegi í dag og lætur móðan mása yfir okkur, Erlan skoppar á öldutoppunum eins og blá togleðursönd í baðkari. Og ábúendurnir eru andarinnar eru sælir og pattaralegir eftir blíðuna í gær, inni í dýpstu sálarkytrunum lifir sú von að kannski eigi blíða gærdagsins eftir að endurtaka sig ,).
Smátt og smátt fjölgar skipunum eins og farfuglum á Íslensku vori, en það eru bara nokkrir undanvillingar komnir. Ég á ekki von á að það fjölgi að ráði fyrr en í lok febrúar, þangað til verða þessir undanfarar vorsins að tínast á bleyðuna einn og einn.
Megi Vermdarenglar himnaföðurins færa ykkur alla þá hamingju kærleik og hlýju sem þið getið tekið á móti ,). Munið að vera jákvæð og kát og þakkið fyrir það sem þið hafið því það er alls ekki sjálfsagður hlutur. Það sakar ekki að reina að láta eitthvað gott af sér leiða, hrós klapp á bakið eða bara bros getur gert ótrúlega hluti fyrir aðra............
Lengra verður...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Mistök::..
Ég held að það hafi átt vel við heilaleysis titilinn í gær, allavega var reiknisdæmið um trollaldurinn ekki upp á marga fiska, en hvað er helmingsskekkja milli vina?. Hjá sumum verður að deila með tveim í allt sem sagt er til að komast nálægt sannleikanum, þá náunga þekkja flestir og ef maður hefur stuðulinn þá kemst maður nálægt sannleika þeirra ;). Mamma reyndi að berja inn í hausinn á mér að sannleikurinn væri sagna bestur og hef ég reynt að halda mig við það að fremsta megni ,).
Það hafa sennilega orðið hroðaleg mistök hjá veðurguðunum seinnipartinn í gær því það var allur vindur úr þeim og um miðnætti var komið LOGN! Já ég sagði logn og var ekki að grínast. Það læddist að manni grunur um að þetta væri eitthvert svikalogn, en er á meðan er og þetta er eins og þegar barni (og sumum fullorðnum) er rétt sælgæti, maður ræður sér varla fyrir kæti og veit ekkert hvernig á að taka þessari óvæntu hamingju ;).
Fyrir hádegi tók ég Tona vin minn og klippti hann, þetta er...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Heilalaus::..
Það er lítið að segja í dag og ég er alveg Heilalaus fyrir blogginu, kem ekki staf á blað, sennilega er sú litla glóra sem til var fokin veg allrar veraldar ;).
Það var þokkalegasta veður fram að hádegi í dag en þá fauk blíðan burt í særokinu. Trolldruslan andvarpaði og var hvíldinni á dekkinu fegin. Rækjutroll verða yfirleitt ekki eldri en tveggja ára, svo að ef maðurinn lifir að jafnaði áttatíu ár þá ætti trolldruslan okkar að vera um það bil fjögurhundruð og áttatíu ára umreiknað yfir í mannsár ,) og miðað við þá staðreynd þá þarf engin að vera hissa á að druslan andvarpi að loknu dagsverki ;).
Annars er ekkert í fréttum héðan, túrinn styttist smá saman og er maður farin að sjá fyrir endann á að fyrri hálfleik úthaldsins, en það eru eitthvað um níu dagar eftir af þessum túr.
Þetta verður að duga ykkur í dag.
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur. Munið eftir að vera þæg og góð við allt og alla, líka ljótu og leiðinlegu hrekkjusvínin ;). Öll erum við jö...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þvottavél hvað?::..
Frummaðurinn skreið um á fjórum samkvæmt kenningu fræðinganna, svo fór skepnan smátt og smátt að rétta úr sér og endaði með því að ganga upprétt með afturfæturna á jörðinni. Mannskepnunni virðist orðið eðlislægt að hafa fæturna á jörðinni hvort sem hún er Gul Rauð Svört eða Hvít, og í flestum löndum snýr fótabúnaðurinn niður þegar mannskepnan ber sig um. Svo koma skordýrin og einhver skriðdýr sem gengið geta á veggjum og neðan í loftum. Ekki veit ég hvort um einhverja stökkbreytingu er að ræða hér um borð en svo virðist sem þeir einstaklingar sem búa í þessari skútu séu búnir að tileinka sér veggjagöngu eins og maður hélt að skordýrum væri einum lagið, þetta gengur það bara býsna vel hjá sumum ;). Þróunin gengur hratt fyrir sig hérna og hver veit nema við getum gengið neðan í loftum áður en þessum túr líkur ,). Þetta eins og við séum fastir í tromlunni á þvottavél sem aldrei ætlar að verða búin að þvo ;).......allt hyskið veltist um innan í tromlunni hundblaut...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..:Andveltigeymir og fl::..
Andveltigeymir er efstur á óskalistanum hjá mér í dag, sumir kalla þetta veltitank sem er náttúrulega öfugmæli. Engu að síður er þetta komið í mjög mörg skip og báta og reynist frábærlega. Þetta er búnaður sem við félagarnir teljum að myndi breyta þessari dollu í lystisnekkju eða eitthvað nálægt því ,). Trolldruslan var hysjuð hálftóm upp í gærkvöldi og hefur legið útflött á trolldekkinu síðan, ekki er nokkurt veður til að reyna veiðar og ekki fyrirsjáanlegt að það gefi sig veður þennan daginn. En það verður að taka þessu af karlmennsku, berja sér og brjóst og tauta "þetta hlýtur að lagast!" þótt farið sé að gæta örlitlu vonleysi hjá sumum íbúum dollunnar.
Síðastliðin nótt var erilsöm í kojunni, en ekki var nokkur leið að skorða sig svo vel færi og iðaði maður út um allt ósofinn og ergilegur, klukkan sjö í morgun datt svo einhverjum spekúlantinum í hug að slökkva á loftræstingunni svo að ólíft varð í klefakytrunni minni fyrir hita og loftleysi....
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
14. jan 2004
..::Snjóleysi á hattinum::..
Mér að óvörum þá var blíðuveður á okkur þegar ég vaknaði í morgun. Og allur skíðasnjórinn minn horfinn.
Annars hefur þetta gengið rólega hjá okkur síðustu daga og ekkert að hafa nema handónýta smárækju með tilheyrandi vonleysi og örvæntingu. En veturinn styttist með hverjum deginum og það gerir túrinn líka svo maður getur alltaf látið sig hakka til einhvers og það þýðir lítið að væla yfir því sem maður getur ekki breytt ;).
Í rannsóknarferð minni um eldhús dollunnar áðan sá ég að kokkurinn var búin að draga enn eitt lambalærið fram og það verður væntanlega á boðstólnum í kvöld. Strákgreyið heldur að okkur þyki lambalæri svo gott að það henti okkur i öll mál, en ef heldur fram sem horfir verður maður farin að jarma þegar líður á túrinn. Er ekki sagt að maður sé það sem maður étur ;).
Einhver vandamál eru með brennarann á suðupottinum og kyndinguna, en háttvirtur yfirvéltamningarmaður heldur að vandinn liggi í eldsneytinu sem fæði ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kafaldsbylur og fannfergi::..
Það er búin að vera kafaldsbylur á okkur í dag og þessi fíni skíðasnjór komin á bakkann framan við brúnna, nú vantar bara gömlu bláu tréskíðin mín með gormabindinginum, þá gæti ég brunað fram og til baka í skíðasnjónum. En það væri kannski fullmikil bjartsýni að reyna þá íþrótt hérna þótt skíðin væru til staðar, en hugmyndin varð engu að síður til í huganum þegar ég sá allan snjóinn ;).
Það hefur fjölgað aðeins á bleyðunni en Borgin mætti í nótt. Þeir geta þakkað fyrir að vera komnir hingað Borgarmenn því þetta er akkúrat staður og stund til að bræða af sér jólamörinn þ.e.a.s Flæmski hatturinn í Janúar. Það er ekki hægt að komast hjá því að hreifa sig, maður hossast á alla kanta meðan dollan dillast eftir holóttum haffletinum.
Í gær fékk ég svolítinn fréttapakka frá litlu systur minni svo nú er ég uppfræddur um gang mála í fjölskyldunni, og fær litla systir hér með ástarþakkir fyrir póstinn ;).
Annað er ekki í fréttum héðan í dag.
Munið ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Letidýr::..
Ég ætla að vera letidýr í dag og skrifa lítið, það er einhver værð yfir mér og ég hef bara ekkert skriftþrek til að vera með einhverja langloku núna ,).
Það er vestnorðvestan kaldaskítur þungur sjór og létt frost á okkur í dag en okkur finnst það vera nokkuð gott veður eftir brælur undanfarinna daga, og þökkum Guði hvern dag sem hægt er að vera að.
Bið Guð almáttugan og alla hans vermdarengla að líta til með ykkur, bægja frá ykkur allri vonsku og leiða til ykkar hamingju og ljósið bjarta.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bleksvartasta::..
Undur og stórmerki gerast enn, það var komið þokkalegt veður í gærkvöldi og var veiðin bara í lagi hjá okkur svo allir brostu hringinn og gleymdu velting og vosbúð undanfarinna vikna ;). En Adam var ekki lengi í paradís, bandið í lausfrystinum stoppaði og við nánari athugun kom í ljós að drifhjólin voru orðin eins og tennurnar í gamalli Inuíta kellingu, kellingu sem er búin að tyggja skinnfatnað á þrjár kynslóðir. Ykkur til fróðleiks þá tuggðu Inuíta kerlingarnar öll skinn sem notuð voru i fatnað til að mýkja þau áður en saumað var úr þeim, þetta var nokkurskonar sútun þess tíma, þóttu gamlar kerlingar með uppslitnar tennur bestar í þessháttar sútun. Það er náttúrulega ekki vinnandi vegur að ná þessu í sundur og eru þeir frændur kófsveittir í að reina að ná þessu í sundur svo koma megi nýjum drifhjólum á og byrja að frysta þessi kvikindi sem bíða í vinnslunni. En þetta hefur ekki verið tekið í sundur síðan sautjánhundruð og súrkál og það er eins og sá gamli sva...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
10. jan. 2004
..::Ekki orð um það meir::..
Um miðjan dag í gær var orðið spænuvitlaust veður, druslan hvíldi sig inni á dekki til klukkan tvö í dag en þá var orðið slarkfært. Og þar fauk einn sólarhringurinn frá veiðum í viðbót, þetta ætlar að verða ansi ódrjúg veiðiferð, en það þarf ekki að fjölyrða meir um það.
Kokkræfillinn stóð í ströngu í gærkvöldi en hinir ýmsu hlutir fengu vængi og flugu stefnulaust um borðsalinn og eldhúsið, yfirleitt enduðu þessar flugferðir með brotlendingu viðkomandi hlutar. Það sem var úr brothættum efnum þoldi yfirleitt ekki árekstra við veggi eða gólf, það fór í mask og innihaldið slettist á vígvöllinn. Þar blönduðust saman sultutau sykur sojasósa tómatsósa krydd glermulningur djús mjólk ostur egg og hver veit hvað. Kokkræfillinn átti í fullu fangi við að halda aftur af þeim búnaði sem sveikst um að fá loftferðarleyfi og geystist um flugumferðarsvæði kokksins í trássi við þau flugumferðarlög sem hann setti. En á endanum náði hann stjórn á hlut...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Viltu vinna milljón? ::..
Það er alltaf það sama sem er á þessu blessaða bloggi mínu, veður og veiði! Ég var samt að hugsa um að minnast ekkert á það í dag til tilbreytingar ;).
Í gærkvöldi féll ég út úr viltu vilja milljón keppninni sem Valgarður og Toni voru með á mig, Toni var salurinn og Valgarður spyrjandinn. Það var búið að ganga skítsæmilega ég fékk eina til tvær spurningar á dag og var komin upp í 250.000 og átti einn kost ónotaðan þegar ég var felldur úr á skítaspurningu að mínu mati ;). Hvar var fyrsta yfirbyggða sundlaugin á Íslandi? A:Hafnafjörður B:Reykjavík C:Eskifjörður D:Fáskrúðsfjörður Og samkvæmt þáttarstjórnanda var D rétt svar en ég hélt í fávisku minni að það væri A ;). Já það er með ýmsu móti sem menn stytta sér stundir á þessum skútum ;).
Svo hef ég verið að kroppa upp úr blaðapokanum sem foreldrar mínir færðu mér upp að Leifsstöð þegar ég yfirgaf klakann, í einu blaðinu rakst ég á brandara sem ég var að vísu búin að sjá áður en finnst alltaf jafn góðu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lengi má manninn reina::..
Það á að láta reina á mann í þessum túr þykir mér. Ég ákvað að kippa í gærkvöldi eftir að vera búin að fá öngulinn á kaf í rassgatið eina ferðina enn í þessum túr, það má eiginlega segja að öngullinn sé pikkfastur og vilji ekki losna hvaða vitleysu sem manni dettur í hug til að snúa dæminu við. Það var vestanfíla í gærkvöldi og gekk lítið en mjakaðist samt í rétta átt, auðvitað þurfti að gera snarvitlaust veður í nótt svo að dósin stóð á endum og komst ekkert áfram. Klukkan sjö í morgun lagaðist samt veðrið til muna svo að enn á ný vorum við komnir á ásættanlegan ferðahraða. Veðrið hélst skaplegt til tvö í dag en þá var byrjað að blása aftur, og klukkan þrjú í dag þegar trolldruslan var loksins komin í botn aftur þá var varla orðið veiðiveður. Auðvitað er engin dráttur á þessu og druslan flaksar aftan í dollunni eins og flagg í vindi og árangurinn er eftir því ;(. Já það er ekki tekið út með sældinni að reina að fá rækju hérna þessa síðustu og verstu tím...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Orgaðu ef þú þarft þess!::..
Þetta er að verða argandi snilld hjá manni þessi túr sem þó varla er byrjaður, ef það er ekki kolvitlaust veður þá er svo mikill straumur að maður ræður ekki neitt við neitt. Meira að segja nýja fína stýrið á í erfiðleikum með að halda okkur á valdri stefnu. Ofan á þetta allt saman bætist lélegur afli sem ég hélt að gæti ekki versnað en það er líka á niðurleið. Nú hefði ég haldið að botninum væri náð í þessu pöddufiskiríi hérna á hattinum. Manni sárlangar til að orga af lífs og sálarkröftum yfir þessu ástandi, ég er að hugsa um að láta það eftir mér, fara út á brúarvæng og orga eins og stungin Grís upp í veðrið. Maður ætti að verða nokkuð góður eftir það ;).
Annars er sjálfsagt ekkert við þessu að gera annað en að mæða þetta áfram og vona það besta, sjálfsagt gæti þetta verið miklu verra. Og ekki þurfum við að kvarta yfir hungri eða vosbúð svo að þetta hlýtur að koma.
Það er sól á hattinum í dag og vestan fimm sex eftir gamla Beufort skalanum og...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lægðarhlussa::..
Það er lítið að segja í dag, við erum búnir að snúna nefinu upp í veður og vind í tæpan sólarhring og það hægir rólega, að vísu hefur vindinn lægt það mikið að sá kjarkmesti á stóru skipunum lét drusluna gossa um miðjan daginn, en kveinaði svo og kvartaði um að það ætlaði allt sundur að ganga hjá sér. En ég ætla að fara eftir heilræði fyrrverandi Trabant eigenda "Skynsemin
ræður" og doka örlítið við enda komið kvöld í þetta og lítil veiðivon í
myrkrinu ásamt því að enn er ekkert veiðiveður fyrir okkur.
En það hefur svo sem verið nóg að gera í því að halda sér, það var fljótlega búið að ná upp miklum sjó og var hann illa grafinn eins og við orðum það.
Það er meiri ógnarvíðáttan á þessari lægðarpussu, við Toni vorum að skoða veðurkortið eins og það á að vera í fyrramálið klukkan sex og þá liggur 990mb þrýstilínan steinsnar austan við okkur suðuraustur í stórum boga og upp með Bretlandi og sneiðir svo austur Ísland áður en hún sveigir vestur og suðv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Læti::..
Þetta eru hálfgerð læti hjá okkur núna og litill vinnufriður á svona skóhorni eins og Erlunni, en það verður að bíta á jaxlinn setja hausinn undir sig og fara aðeins lengra en maður hefur kjark í ef það á að ná einhverjum árangri í þessum látum;). Þetta myndi flokkast undir fínasta þurrk hérna núna en ég er ekki viss um að dulurnar héngu á snúrunum en það tækist að hengja þær á strenginn, já það gustar hressilega á okkur þennan daginn og útlit fyrir svipuðum gusti á morgun. Þetta verður ansi ódrjúgt þegar ekki er hægt að vera að nema öðru hvoru, en maður mátti svo sem búast við þessu á þessum árstíma, þetta hafsvæði hefur svo sem ekki verið kennt við lognpoll eða heiðatjörn hingað til.
En það er við þessa dollu hérna að hún virðist aldrei betri í sjó en þegar það er orðið spænuvitlaust veður, en í logninu eftir brælurnar þá veltur hún eins og tvinnakefli. Svo þetta er hreint ekki svo snargalið, vantar bara 1000hp í viðbót og 3m skrúfu þá værum við nokkuð góðir i brælun...