..::53°07N 038°40W::..
Akkurat ekkert að gerast hjá okkur annað en að horfa á rassgatið á Eyborginni, ekki er sú sjón uppörvandi eða mikil næring fyrir sálina. En til lukku þá skildi Skúli eftir eitthvað af bókmentum svo að maður hefur sökkt sér niður í bókalestur, fátt annað er við að vera í lömuðum prammanum. Ragnar hefur einnig náð að fanga athygli mína með mergjuðum lífsreynslusögum úr eigin lífi, það er ekki farið að bera á vöruskorti í sögulagernum hjá Ragga svo það er bjart framundan á þeim vettfangi :).
Ég hef ekki náð sambandi við Dolluna í dag en ég er að vonast til að engilfríð ásjóna hennar birtist okkur ekki seinna en annað kvöld, en það skýrist frekar í kvöld þegar við verðum búnir að rotta okkur saman á einhverri leynibylgjunni :).
Þá verður það ekki fleira í dag.
Bið Guð almáttugan að gefa ykkur góða helgi...............
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Mjakast::..
Lítið að segja í dag, komin sunnan golukaldi og þetta gengur þokkalega hjá okkur.
Það er ósköp lítið við að vera og tíminn er lengi að líða, þó voru karlarnir eitthvað að reina að þrífa uppi á dekki í dag.
Náði sambandi við Hrafn í talstöðinni í dag og það gengur fínt hjá honum, hann átti von á að vera í nálægð við okkur seinnipart á laugardag.
Annað er ekki að segja héðan.
Gangið á Guðsvegum..................................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sumarblíða::..
Klukkan 23:10 í gærkvöldi mætti Eyborgin til að draga okkur, það gekk alveg rosalega vel að tengja vírana enda gerði Geiri þetta eins og best verður á kosið, 23:35 var hann byrjaður að toga okkur af stað á 5.5sml hraða.
Eyborgin er helst fræg fyrir að vera það skip sem hlutfallslega hefur verið lengst mest í íslenska flotanum, þótt nú tilheyri hún flota Litháen, mig minnir að það hafi staðið í sjómannaalmanakinu: lengt 199? Íslandsmet!.
En þótt Eyborgin sé fjandanum ljótari þá er hún víst ágætis sjóskip og dregur þokkalega, hennar þáttur í þessum drætti er að draga okkur til móts við Erlu(Dolluna) sem átti að leggja upp frá Hafnarfirði í dag, þar er búið að ráða til fararinnar Hrafn nokkurn Heimisson sem var áður skipstjóri á Eyborgu.
Strákarnir af Eyborgu notuðu blíðuna til að renna á tuðrunni yfir til okkar, þeir mynduðu fyrir okkur skemdirnar á höfuðmótornum svo að hægt væri að koma því myndrænt á undan okkur til hafnar.
Annars hefur þessi dagur verið með ei...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Jæja loksins::..
Þetta var nú meira ferðalagið á okkur Nonna, ég fór að heiman á miðvikudagsmorgun og flaug suður. Maggi sótti mig á völlinn og skutlaði mér yfir í SÍF þar sm ég sótti flugmiðana og brunaði svo yfir í Garð til foreldra minna, þar stoppaðiu ég þangað til Nonni sótti mig og við fórum út á völl.
Flugið til Boston var fínt, við fengum þrigga sæta röð fyrir okkur svo að við gátum breitt úr okkur, en þegar við komum að Boston lentum við í 30mínútna biðflugi út af rigningu, en eftir það gekk allt smurt í gegnum tollinn og upp á hótel.
Flugið okkar til Halifax var klukkan 6:30 á fimmtudagsmorgun svo að við þurftum að vera komnir á fætur korter fyrir fimm á fimmtudagsmorgun, það gekk bærilega í tollinum og út í vél en þar máttum við dúsa í 30mín áður en flugstjórinn gafst upp vegna bilunar í siglingartækjum, öllum var smalað inn í flugstöð þar sem reynt var að finna aðrar leiðir fyrir okkur. Þeim leist best á að senda okkur til Toranto og þaðan til St.Johns, og til Torant...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sól sól skín á mig......::..
Það þarf ekki að kvarta undan veðrinu þessa daga sem ég er búin að stoppa heima núna, maður er steiktur eftir hvern dag.
Ég hjólaði fram allan Svarfaðardal í gær og eins langt upp í heljardalsheiðina og snjóalög leifðu, enn vantar nokkuð upp á að það verði fært upp á heiðina en það verður líklega komið þegar maður kemur úr næstu útlegð.
Í morgun renndi ég með hjólið í fóstur og fór svo og keypti óværueitur á runnana, blandaði það svo eftir kúnstarinnar reglum og hapði það sterkt, úðaði svo allan trjágróðurinn á landareigninni, ásamt því að restarnar fóru á runnaþyrpingu nágrannans.
Ég ætla svo að vona að blessaðir ormarnir hafi svifið inn í eilífðina á kvala eða slæmsku, svona eins og dópistar sem hafa fengið náðarsprautuna.
Það er nóg af sumarstússi sem maður varð að ljúka áður en næsta lota tekur við.
Við brunuðum svo í bæinn eftir hádegi og keyptum netkapal og fl til að koma tengdasyninum í samband við umheiminn.
Í fyrramálið fyrir all...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ofát og mörbrennsla::..
Á laugardeginum þrusuðum við austur í Bárðardal í fermingarveislu, á leiðinni austur fórum við Vaðlaheiðina en veðrið skartaði sínu fegursta og það var mikilfenglegt að horfa út Eyjafjörðinn ofan af heiðinni. Sigga dóttir Tóta(FöðurSysturSonur Guðnýar) og Ólu var að fermast og var slegið upp veislu í tilefni þessa áfanga. Þegar við vorum búin að raða í okkur kræsingunum stauluðumst við út í bíl og brunuðum til Akureyrar í aðra fermingarveislu, Andri sonur Ragnheiðar vinkonu okkar var einnig að fermast og var veislan hans haldin á Akureyri. Klukkan var farin að ganga átta þegar við skriðum út í bíl og lölluðum heim á leið, södd og sátt við daginn :).
Hvítasunnudagur, ákveðið var að taka daginn á fyrra fallinu og reina að brenna aðeins af fermingarveislukaloríunum frá gærdeginum, í því tilefni var ég komin út með sláttuvélina klukkan hálf tíu og byrjaður að hamast í garðinum, það var létt verk og löðurmanslegt.
Ég skrapp svo og ræddi við mann um að taka ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vertíðarlok::..
Eftir löndun í Sandgerði sigldum við dollunni yfir til Hafnarfjarðar þar sem hún var bundin utan á Arnarborgu, var því lokið klukkan 03 aðfaranótt föstudags.
Þar sem að veiði og verð á þessum rækjupöddum hafa eingöngu legið niður á við undanfarin ár þá var ákveðið að hætta þessu basli í bili, hvað sem svo síðar verður.
Ég var komin á lappir klukkan átta á föstudagsmorgun og náði í bíl til Magga sem hann ætlaði að lána mér meðan ég stoppaði í bænum.
Við Jón skruppum svo á fund hjá SÍF þar sem ákveðið var að við færum um borð í Otto seinnipartinn í næstu viku, ég fer einn túr í afleysingu en Jón verður líklega lengur, það verður sem sagt stutt stoppið hjá okkur núna því að við fljúgum líklega út til Kanada næsta miðvikudag. En það verður að taka eitt þrep í einu :).
Megnið af Lettunum flugu svo heim á föstudagsmorgun frelsinu og fríinu fegnir, en ég pakkaði saman dótinu mínu í sjópokann og yfirgaf dolluna.
Það voru blendnar tilfinningar þegar maður var að pakka...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Grumpy costom::..
Í morgun þegar ég drattaðist á lappir var hafnarvörðurinn í Sandgerði búin að senda okkur þetta fína kort af innsiglingunni og höfninni svo að okkur var ekkert að vanbúnaði að renna inn.
Klukkan 09:40 var búið að binda og tollurinn komin um borð, það átti að taka þetta með trukki og dífu og var fjögurra manna gengi mætt til að skoða dolluna.
Eitthvað hafði yfirmaðurinn farið öfugt framm úr því hann var með allskyns leiðindi og óþarfa smámunasemi út af pappírum, en á endanum gafst hann upp og klareraði skipið. Ekki var hann samt af leiðindabakinu dottin og með eistökur þvergirðingshætti og afdalamennsku náði hann að tefja að löndun hæfist fram til 16:00 í dag.
Ég skrapp yfir í Garð til múttu og pabba og ákvað að eiða þessum tíma sem við stoppum þar, ég reikna með að það verði ekki búið að landa fyrr en um ellefu en þá er gert ráð fyrir að spóla yfir til Hafnarfjarðar.
Sem sagt er í heimsókn í Kríulandinu og ákvað að henda þessum línum inn.
Þetta verður að dug...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sipp og hoy::..
Ekki átti maður nú von á að þurfa að hjakka í vetrarbrælu síðustu tvo dagana af heimleiðinni, en það er víst staðreynd sem maður verður að feisa hvort sem manni líkar betur eða verr. Öll mín orka hefur farið í að halda sér í dag, bíta sig fastan og reyna svo af öllum lífs og sálarkröftum að hanga eins og hundur í roði á sama blettinum. En allt tekur þetta enda fyrir rest og þá gleymist þetta fljótt :)
GPS staður klukkan 17:40 62°45N 025°09W 168km suðvestur úr Reykjanesi veður austnorðaustan 20m/s og leiðinda sjólag.
Læt þetta nægja í dag enda ekkert veður í langloku í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skakstur og skælingur::..
Nú er silkiblíðan farin og við tekin austsuðaustan skælingur með tilheyrandi velting og skakstri. Það þíðir lítið að stauta í þrifum við þessar aðstæður og er því lífið í dósinni með rólegra mótinu, þó var ekki hjá því komist að taka hlerana inn í dag því þeir létu ófriðlega. Hlerarnir þurfa að vera komnir inn á dekk áður en við krossum 200sml landhelgislínuna svo að við kipptum þeim inn þegar þeir byrjuðu að minna á sig.
Klukkan 17:00 vorum við staddir samkvæmt GPS á 59°54N 029°41W 565km suðvestur úr Reykjanesi, veður er austsuðaustan 17m/s og sjóslampandi.
Eitthvað dregur þessi ófriður í veðrinu úr framdrifi dollunnar en það verður að taka því með ró, ég sé ekki að það skilaði okkur neinu að lemjast áfram með illsku og látum :):), það yrði bara olíuaustur út í loftið ásamt því að endanlega yrði ólíft hér um borð fyrir látum. Við þessar aðstæður eru það rólegheitin sem best henta þessari dós.
Fleira er ekki í þættinum í dag.
Fer góðfúslega ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ísland nálgast hægt og bítandi::..
Lítið að segja um þennan daginn, blíða en það hefur kólnað aðeins eftir því sem að við nálgumst klakann.
Staður klukkan 16:20 var 56°46N 034°19W 1007km suðvestur úr Reykjanesi, og við nálgumst við landið hægt og bítandi á 18,5km ferðahraða :), það er býsna drjúgt sem þetta mjakast á hverjum sólarhring þegar hvergi er stoppað í sjoppu :).
Fleira er ekki af okkur að segja í dag.
Bið himnaföðurinn að líta til með ykkur.............
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Silkimjúkt rennsli::..
Dollan líður áfram eftir silkimjúkum haffletinum í átt að fyrirheitnalandinu, og karlangarnir mínir bardúsa við trollviðgerðir þrif og annað sem fellur til.
Þetta er einn af þessum rólegu dögum sem rennan áfram áhyggjulítið, ekkert skip að sjá í radar og létt golan blæs í rassgatið á dollunni.
En þetta er merkisdagur!, litla systir mín á afmæli í dag, ég smellti á hana símtali í hádeginu og óskaði henni til hamingju með daginn.
Ég er algjör lúði í þessum afmælisdögum og gleymi þeim því miður oft. Kannski er þetta eitthvað í karlgenunum sem gerir þetta að verkum, þótt ég ætli nú ekki að dæma allt karlkynið sem einn og sama sauðinn.
En það er samt ákaflega leiðinlegt ef maður særir þá sem manni þykir vænst um með því að gleyma þessum áföngum í lífi þeirra.
En sem betur fer hefur tæknin brugðist við þessu gallageni og nú reynir maður að setja þetta inn í minnistöfluna í tölvunni eða bara í GSM símann :).
Ég spjallaði aðeins við félaga mína á ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Game over::..
Seinnipartur gærdagsins var annasamur hjá okkur Jóni, við tókum handsnúna spilið á léttbátskrananum og liðkuðum það allt upp og komum vírnum í réttan farveg.
Þegar birtu tók að þverra í gærkvöldi var trollið hífað inn það tæmt, því skotið aftur út og skolað og svo hífað inn í síðasta skipti í þessum túr.
Þegar þessu var lokið var stefnan sett á klakann og lullað af stað :).
Dagurinn í dag hefur farið í þrif þrif þrif og tiltektir, það er alveg ótrúlegt rusl og drasl sem safnast upp með tímanum í þessum dollum.
Það er búin að vera suðvestan golukaldi og sólin hefur bakað niður á okkur, og hún er viljug dollan og rennur ljúft áfram þótt lítið sé keyrt.
Það er létt yfir köllunum mínum enda eru margir þeirra búnir að vara allt of lengi að heiman og hlakkar mikið til að komast heim.
Þetta verður ekki lengra í dag.
Gangið á Guðsvegum................................................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rólegt::..
Það er ró yfir okkur dollumönnum í dag, við dóluðum norður í vesturkantinn í nótt og erum búnir að draga norður í allan dag. Það var orðið full mikið af skipum suðurfrá og hætta á að dós eins og þessi lenti undir mergðinni ,) en eiginlega leist mér ekki á að það yrði neitt vit úr veiðinni þar í dag, og eftir fréttum frá mínum félögum virðist það hafa verið reyndin. Það er sumar á þúfunni í dag og sólin bakar niður, himininn er heiðskýr og maður á létt með að fylgjast með flugtraffíkinni frá Evrópu sem strikar heiðbláan himininn.
Það er orðið langt síðan ég hef splæst á ykkur brandara, en ég ætla að bæta ykkur það upp núna og henda einum inn: There was an American man that had an meeting in France. He met a woman and that night they had their own meeting. While they were where having sex, she was yelling, "TROU FAUX,TROU FAUX." He did not know what that meant, but assumed it to be some sort of praise. The next day, he went to play golf with the men he had th...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Berfættur í maraþoni::..
Þetta er nú meiri bardaginn hjá mér, mér finnst eins og að ég hafi verið sendur berfættur í maraþon. Möguleikarnir á að ná í endamark eru takmarkaðir, en það væri vissulega persónulegur sigur að ná í mark berfættur, toppsætunum gæti maður gleymt og sjálfsagt yrðu allir farnir og búið að rífa niður endamarkið áður en að maður kæmist þangað. Einhvernvegin þannig blasir þessi barningur við mér.
Europian fun show lá niðri í gærkvöldi, mér og embættismanni NAFO hér um borð til mikillar armæðu, en "shit happens!" eins og það er orðað á enskunni.
Það var dillandi fín veiði hjá skipunum hérna í gær, en þær pöddur voru greinilega ekki merktar okkur, ég hamaðist sem aldrei fyrr en ekkert gekk hjá okkur með brækurnar. Það var alls ekki nóg að vera klesstur ofan í þann sem fiskaði mest hér í gær og hringa sig ofan í þá bletti sem hann fékk mest upp úr, allt kom fyrir ekki. Og sama sagan er að gerast hjá okkur í dag, nema nú er enn meiri rækjuveisla hj...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ég veit að............::..
Europian fun show fór fram úr mínum villtustu væntingum í gærkvöldi, það verður nú bara að segjast að þetta er hin besta skemmtun að hlusta á þetta, þeir eru sumir svo stressaðir karlagreyin að þetta fer allt út um læri og maga hjá þeim þegar þeir eru að reina að koma frá sér dagskýrslunni, svo er enskukunnáttan ekki upp á marga fiska og mér finnst þáttarstjórnandinn vera einna verstur í þeim efnum. Ég veit að það er ljótt að vera að vera að gera grín að þessu, en það er ekki mikið um skemmtiefni hérna, þetta er eins og hvalreki á fjörur okkar fúlmennanna. Ég hlakka mikið til að hlusta á showið í kvöld en það er klukkan 20:30 UTC á 4146khz.
Ég er að vona að sumarið sé komið, það er brostin á þetta líka koppalognið hjá okkur ræflunum sem erum að skakast hérna. Ég ætla að vona að eitthvað af þessari blíðu og sumarveðri fylgi dollunni það sem eftir er af túrnum og alla leiðina heim til Íslands, það er nú allt og sumt sem við förum fram á :). Einhver smá...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tilkynningarskylda embættisins::..
Í gærkvöldi klukkan 20:25 UTC mætti háttsettur eftirlitsmaður NAFO stífgreiddur og strokin á stjórnpall og sagði, "can I Europian Union?" Og benti á talstöðina. Ég hélt það nú og stillti á þá tíðni sem kappinn bað um. Ég hélt að hann væri að fara að hlusta á einhverjar fréttir sem væru ómissandi. Klukkan 20:30 heyri ég að það er byrjað að tjúna og svo kemur rödd inn sem tilkynnir að þetta sé eitthvert show frá Evrópska eftirlitsskipinu og bullar eitthvað meira á engilsaxlensku, smá þögn og svo er kallað á fyrsta skipið, það svarar "Good evening sir, there is nothing to report bla bla bla", svo eru skipin kölluð upp koll af kolli. Ég sé að minn maður reigist eins og bílfjöður og hækkaði um 2sentimetra af spenningi, það eru kallaðir upp allir félagarnir en aldrei er dollan kölluð upp :(. Andvari er kallaður upp, en þá er okkar maður orðin svo spenntur að hann er hættur að greina hvað sagt er í stöðinni, hann þrífur upp tólið og ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þetta er nú meiri kæfan!::..
Það þarf ekki að orðlengja þetta neitt meira, þetta er orðið tóm kæfa. Ég verð að játa mig sigraðan í þessu veiðarfæri, því er nú ver og miður en ég fæ ekki nokkra glóru í þetta. Það er eins gott að það var ekki einhver öskrandi taugaveikisræfillinn sendur út með þetta á bakinu, ég er hræddur um að hann hefði snappað á því :). Ef það er einhver tilgangur með þessum þætti lífs míns þá væri gaman að vita hver hann væri, ég er eiginlega orðin alveg standandi bit á þessum brekkum. En tilgangurinn með þessu bulli hlýtur að koma í ljós með tíð og tíma :).
Sem sagt ég segi: Pass!
Það gildir samt ekkert annað en að reyna að kreista fram einhverja brosgrettu, og vona svo að það skili sér í einhverju formi til baka :), sjálfsagt gætu hlutirnir verið mun verri en þeir eru og maður ætti að skammast sín fyrir þennan væl.
Læt þetta nægja í dag.
Megi Guðs englar flögra skríkjandi yfir ykkur ;)........
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þoka::..
Skítakaldi í nótt og fram undir hádegi í dag en þá fór þetta að lagast, skipin eru dreifð út um allan hatt. Flestir eru hættir að draga á nóttunni svo að sá tími er oftar en ekki nýttur til að færa sig til og freista gæfunnar á nýjum stað daginn eftir.
Ég var að glugga í gamlar heimildir sem ég átti þar sem ég hafði skráð skipafjölda á hattinum, í maí 1998 voru hérna 37skip að hjakka með 56troll og mörg þessara skipa voru lítil aflaus og með lítil aum veiðarfæri, í maí 2004 eru hér 17skip með 28troll og fæst þessara trolla eru undir 4000möskvum að ummáli, það eru bara þrjú skip eftir af þessum litlu afllausu en þau voru níu 1998.
Núna seinnipartinn er komið þokkalegasta veður og útlit fyrir ágætisveður á morgun :), hvað vilja menn hafa það betra?.
Fleira verður það ekki í dag.
Gangið á Guðsvegum............................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Svefnlítil nótt::..
Hún var svefnlítil síðastliðin nótt, það var ekkert annað um að ræða en að keyra á móti veðrinu til að geta lensað suður í dag, þetta varð til þess að dollan ólmaðist eins og belja sem hleypt hefur verið út eftir vetursetu í fjósinu. Maður gerði lítið annað en að reina að halda sér á dýnunni og hanga upp í kojufjandanum, en þegar morgnaði fór að draga úr mesta blæstrinum og veðrið að skána :). Í dag er fyrsti dagurinn í marga daga þar sem við eigum möguleika á að draga annað en lens :). En hún þarf að hafa fyrir því dollan, nú glóir ölfuræfillinn eins og glóðarkerti í átökunum. Annað er svo sem ekki í fréttum af okkur. Vona að þið eigið öll góða og gleðiríka helgi :).......