Færslur

..::Heimtur úr Helju::.. Skrapp til Begga í morgun og var hann fljótur að rétta úr hryggnum á mér, nú snéri þetta víst allt út og suður en því var fljótreddað. á eftir var ég eins og nýhreinsaður hundur og til í hvað sem er, eða svona næstum það ;). Það er búið að vera svo heitt undanfarið að mig grunaði að nú væri orðið fært upp á Heljardalsheiði, svo að ég renndi hjólinu í gang og burraði af stað áleiðis inn Svarfaðardalinn, þegar innar dró sá ég að allur snjór var á bak og burt og sóttist ferðin upp heiðina þokkalega, en mikið hrikalega er þetta gróft, þetta er nánast eins og skáldið orðaði það “urð og grjót upp í mót” mest alla leiðina, snarbratt og grjótið mjög laust. Það er runnið burt allt fínna efnið úr veginum og eftir situr stórgrýti og hnullungar. Ekki hjálpaði mér ekki að afturdekkið er að verða búið ;). Á endanum hafði ég mig samt upp á heiðina rennsveittur móður og másandi, ég gaf mér góðan tíma til að kasta mæðinni í skúrræflinum þarna uppi og dundaði mér við að kvitt...
..::Þorramatur framtíðarinnar::.. Það er búið að rigna á okkur í allan dag, ekkert úrhelli en rigning samt og rigningarspá næstu daga sem er ögn fúlt að mínu mati :( ég þoli ekki rigningu og finnst hún ekki góð :(. En hvað getur maður svo sem gert við rigningu? Ekkert annað en að hanga inni og vafra um óravíddir netsins í tölvunni, drekka kaffi borða og láta sér líða vel meðan rigningin lemur þakið með taktföstu dripi drop dripi drop dripi drop :). Einar Már lét sig hafa það og þrusaði út í rigninguna á golfæfingu, en í bílnum á heimleiðinni kvartaði hann sáran við Ninnu yfir matarræðinu heima, “það er búin að vera ÞORRAMATUR í fleiri daga!” ég hló þegar ég heyrði þetta enda hefur reykt folaldakjöt ekki flokkast undir þorramat í mínum orðabókum hingað til, og svo var folaldakjötið bara í gær en ekki í fleiri daga, daginn áður var steiktur fiskur í raspi sem ég flokka enn síður undir þorramat ;);), en ungdómurinn leggur allt aðra skoðun á þetta en við gamla fólkið :). Ég hlakka til þ...
..::Jurtagarðurinn :)::.. Eyddi morgninum að bera pallaolíu í tréverk jurtagarðsins(sandkassinn sem breyttist í kartöflugarð)og tréverkið utan um blómabeðin. Skrapp svo niður á Trésmíðaverkstæði og fékk þá til að saga fyrir mig gluggaáfellu sem svo fékk hlutverk hillu í eldhúsglugganum :), bara nokkuð gott að mínu mati og enn betra að mati frúarinnar :):) en hún var búin að suða um þetta þó nokkurn tíma, en ég var seinþreyttur í verkið og frúin sjálfsagt búin að gefa þetta upp á bátinn :). Þegar ég var búin að koma hillunni upp fór ég aftur að huga að jurtagarðinum, þar var eitthvert kattarkvikindi búin að gera stykkin sín, fínu radísurnar sem ég setti niður reindust maðkaðar :(, mig sem var farið að hlakka svo til að borða þessar radísur, því í huganum á ég svo góðar minningar um radísurnar sem ég stal frá Valdísi sem krakki, en kannski smakkast stolnar radísur betur! :). Hvað um það ég plokkaði þessi möðkuðu radísuræfla upp úr jurtagarðinum og renndi þeim beinustu leið í tunn...
..::Sláttur á mér::.. Dreif mig í að slá lóðina í morgun og var að gaufa í því fram undir hádegi, svo þvoði ég bílinn og reyndi að aðstoða frúna við þrif á kofanum. Ég er eitthvað skakkur og skældur eftir útileguna um helgina en það hlýtur að lagast áður en ég fer í koffortið :). Heiða Jóns datt inn úr dyrunum hjá okkur um hádegisbilið, ég hef ekki séð Heiðu í mörg ár, hún var brún og sælleg nýkomin frá Majorka, alltaf gaman þegar fólk gefur sér tíma til að kíkja inn. Einar fór á golfæfingu og ég renndi yfir lóðina með hrífunni, á bara eftir að koma sátunni niður í gám :):). Vélin fór niður í Otto á laugardag samkvæmt upplýsingum frá Ragnari rækju og var verið að loka millidekksgatinu í dag, mér skilst að tímaplanið með tuttugasta sé enn í fullu gildi svo að þetta styttist óðfluga. Og þá er það komið í dag. Megi fiðruðu fylgismenn heilags himnaföðurins sveima yfir ykkur ;)........................
..::Helgarsportið::.. Föstudagskvöld. Á föstudagskvöldið fórum við Guðný með Ragnheiði á kanó niður svarfaðardalsána, var það hin besta skemmtun, ég mæli eindregið með að fólk prufi þetta :). Laugardagur. Græjuðum útilegugræjurnar í bílinn og brunuðum ásamt Pétri og fjölskyldu austur í Vaglaskóg, Brynja og Bjarki voru einnig með ásamt Jóni vini Einars. Því sem eftir var af laugardeginum var svo eitt í grillveislu og annað útilegustúss. Veðrið var alveg frábært svo að það var ekki upp á neitt að klaga í þeim efnum. Sunnudagur. Sól og blíða í skóginum og morruðum við í góða veðrinu fram eftir degi, Einar fór með Jóni og hans fjölskyldu austur í Mývatn til að prufa nýja baðstaðinn þar en við tókum saman dótið og lulluðum heim á leið. Einhvernvegin svona hljómaði helgin. En hérna eru einhverjar myndir frá helginni.
..::Sólarlanda hvað?::.. Ekki veit ég hvað fólk er að æða til sólarlanda þegar veðrið leikur svona við okkur, en líklega er það með það eins og önnur plön, ef maður ætlaði að vera heima í sólinni þá myndi rigna nokkuð víst :). Maggi hringdi í mig í morgun og er allt á áætlun í Otto, vélin átti að fara niður í skipið í dag svo að næsta vika fer í endanlegan frágang og prófanir, ef tímaplanið gengur eftir þá ætti allt að verða klárt í kring um tuttugasta. Ég hefði sennilega ekki fengið háa einkunn á IQ prófi ef ég hefði tekið það í morgun, ætlaði í sund en ég fann ekki sundskýluna mína svo að ég ákvað að fara bara í gufuna og mýkja mig aðeins upp fyrir raksturinn, þegar ég var svo komin á svæðið þá áttaði ég mig á því að ég kæmist náttúrulega ekkert frekar í gufuna en laugina svona skýlulaus hehe, að vísu hefði ég getað farið í gufuna með handklæðið vafið um mig en ég sleppti því og lét duga að fara í sturtu og raka mig ;). Eftir hádegið þegar sólin ætlaði allt að bræða lölluðum við...
..::Tíndi sonurinn komin heim :)::.. Einar Már kom heim klukkan fjögur í nótt, mikið var gott að sjá hann aftur þótt þetta hafi bara verið vikurispa. Eftir hádegið fór ég með hreindýrinu að þrífa og vorum við að basla við það til hálf þrjú. Ég fór svo í að bera í handriðið á pallinum og var að bisa við það fram undi kvöldmat. Gasgrillið var svo glóðarkynt og galdraði húsfrúin fram þessa fínu grillsteik með bökuðum jarðeplum og grænfóðri. Júlli mætti með bíómiðana sem við unnum í getrauninni í vor, nú verð ég bara að vona að ég verði heima þegar Shrek 2 verður frumsýnd á Íslandi því ég hef hug á að eyða vinningnum í þá mynd. Einar og Jón fóru í göngu upp á dal og voru ekki komnir til baka úr þeirri ferð fyrr en hálf tíu í kvöld, ég var farin að óttast um grislingana svo að ég sparkaði hjólinu í gang og renndi mér uppeftir til að huga að þeim, það var náttúrulega allt í lagi með þá félaga og voru þeir á heimleið þegar ég mætti þeim, ég smellti þeim fyrir aftan mig og svo þrímenn...
..::Enn fjölgar á Ægisgötu 6::.. Blíðuveður í allan dag þó hafgolan hafi komið í vitjun eftir hádegið, ég kláraði að mála gluggana og fór aðra umferð á gluggana sunnan á húsinu. Á morgun er á stefnuskránni að bera í handriðið en veðrið ræður sjálfsagt mestu um hvort ég kem einhverju í verk á morgun :). Einar kemur heim í kvöld eða nótt úr viku útilegu með afa sínum, hann verður sjálfsagt hissa þegar hann mætir heim því að það fjölgaði í herberginu hjá honum í gærkvöldi, þangað inn er fluttur pínulítill dverghamstur, en greyinu vantaði húsnæði og foreldra svo að við ákváðum að taka hann að okkur þar sem hér voru allar græjur til (búr og alles). Annað er ekki fréttnæmt af mér eða mínum. Ég vona að þið hafið átt góðan dag, og bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
..::Skottast út og suður::.. Seinnipartinn á föstudag lögðum við land undir fór og brunuðum suður til Reykjavíkur, þrátt fyrir mikla umferð sóttist ferðin ágætlega og vorum við búin að skila af okkur krökkunum klukkan hálf ellefu, þá brenndum við yfir í Kópavog til Thelmu systur þar sem við gistum. Laugardagur. Morruðum heima fram undir hádegi en fórum þá út, hittum Haddó í Smáralindinni. Skruppum aðeins á M.D, skutluðum svo Haddó heim og renndum í framhaldinu yfir í Garð til mömmu og pabba en þar var fyrirhugað míní fjölskyldusamkoma með grill og alles.Í Garðinum dvöldum við svo í góðu yfirlæti fram á nótt, en þá sigum við aftur yfir í Kópavog. Sunnudagur. Fórum til Haddó og Gunna, litum aðeins í Ikea en fengum okkur svo rúnt í á Laugavegin sem endaði með göngutúr og hamborgara :). Um kvöldmat vorum við svo mætt í Kópavoginn í grill þar sem systir sýndi snilldar takta á grillinu :), eftir hreint frábært grill renndum við yfir í Garð að sækja úlpuna sem Guðný gleymdi í g...
..::Sjaldnan launar kálfur ofeldið::.. Eða var þetta ekki einhvern vegin svona sem þetta er orðað? Nei mér datt þetta í hug þegar mér var hugsað til þeirra viðskiptahátta sem viðhafðir eru á sorglega mörgum vinnustöðum í dag, mér finnst að víða sé allt mannlegt sé horfið út í buskann og mannskepnan ryðjist áfram með græðgi og yfirgangi. Ég hef samt orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá báðar hliðarnar, og sem betur fer hefur þetta ekki alltaf verið svona, þótt mér finnist að sigið hafi á ógæfuhliðina í seinni tíð þar sem arðsemiskrafa hluthafana neyðir stjórnendur fyrirtækja út í hluti sem hefðu þótt siðlausir fyrir 20árum en þykja sjálfsagðir í dag. Já það má kannski til sannsvegar segja að “margur verður af aurum api!”. Ég hef verið að lesa ansi athyglisverða bók sem á ensku heitir Beyond the Horizon , í þessari bók segir t.d: Ef það væri nægilega brýnt fyrir mönnunum, að með breytni sinni, hugsunum og notkun þeirra hæfileika, sem guð hefur gefið þeim, eru þeir í öllu lífi sínu ...
..::Hvað ætti maður svo sem að segja?::.. Ósköp lítið að frétta, renndi út í Ólafsfjörð á hjólinu í gær og hitti Svan aðeins, ég hafði ætlað mér að fara lengra en í Ólafsfjörð en veðrið var eitthvað svo leiðinlegt að ég gaf það upp á bátinn og renndi heim aftur, ég þrumaði Múlann báðar leiði og er þá búin að fara þar um 3sinnum í sumar, það er nokkuð grjóthrun á veginum og nokkuð svig þarf til að komast um en allt kemur það með kalda vatninu. Á morgun er stefnan sett á höfuðborgarsvæðið en Hjördís og Óli eru að fara á tónleika og við ætlum nota tækifærið og renna í borgina.
..::Hana nú::.. Jæja ætli ég poti ekki inn nokkrum línum :). Í dag hefði Helga tengdamamma orðið 60ára svo að ég nota tækifærið og óska henni til hamingju með afmælið, ég vona bara að þeir þarna hinumegin geri henni glaðan dag. Einar Már lagði af stað suður á hestaLandsmótið í morgun með Kalla Ingunni Ninnu Kalla Soffíu Bjarka Brynju og Siggu. Ég er búin að hjóla aðeins undanfarið fór t.d á Sigló á sunnudagskvöld og yfir að Goðafossi í gær, en það var leiðinlega hvasst svo ferðin var ekki eins skemmtileg og hún hefði geta orðið. Það er unnið á fullu við viðgerðina á Otto og fór vélin upp í gær, gert er ráð fyrir að allt verði klárt til brottfarar um 20 júlí og þá reyni ég að klára það sem ég var byrjaður á :). Ég var eitthvað að surfa á netinu í morgun og rakst á þetta fína lag sem ég hafði gaman af að hlusta og horfa á. Læt þetta nægja í bili það má ekki fara með neinu offorsi af stað eftir pásuna :).
Þjóðhátíðardagurinn 17Júní Afmæli ömmu Dóru og Júlla. Mamma og Pabbi sóttu mig niður í Otto og við brunuðum beint í vitatorgið til að heilsa upp á afmælisbarnið, Amma var úti í sólinni með Ragnheiði frænku en fljótlega fór frænkan og við skruppum aðeins upp með afmælisbarninu. Eftir frekar stutt afmælisstopp hjá ömmu keyrðum við yfir í Kópavog til Telmu og Júlla, þar var annað afmælisbarn og nóg að borða hjá stóru systir. Ég átti svo flug norður klukkan 13:45 svo stoppið hjá Telmu var stutt í annan endann. Guðný og Hjördís náðu í mig á völlinn og brunuðum við beina leið heim. Hvað nú gerist í mínum atvinnumálum er óljóst, það má segja að ég svífi í lausu lofti þar sem framtíðin er ansi óljós. Ég veit ekki hvað verður úr þessu bloggi mínu núna, ég er mikið að velta því fyrir mér að hætta eða taka mér frí um óákveðin tíma, mér finnst athyglin sem þetta blogg fær full mikil. En hver veit svo sem hvað verður og “engin veit fyrr en allt í einu!” eins og karlinn orðaði það um...
Þriðjudagur 15 Júní ..::Birting án samþykkis::.. Ekki var ég nú par hrifin yfir birtingu skip.is á blogginu mínu. Upphaflega var þessi ritvöllur minn hugsaður fyrir fjölskylduna vini og kunningja og er það enn, en "shit happens!" eins og einhver orðaði það. Þessi birting var framkvæmd í óþökk minni á míns samþykkis, ég kæri mig ekki um að það sé verið að klippa og líma mínar persónulegu hugleiðingar hingað og þangað, og ég vona að þetta endurtaki sig ekki!... En það þýðir víst ekkert að fjasa yfir því sem orðið er. Þriðjudagur 15 Júní ..::Hitt og þetta::.. Í gærkvöldi hreiðruðum við Íslendingarnir um okkur í setustofunni, horfðum á vídeo borðuðum flögur, súkkulaði og drukkum epladjús, hvað er hægt að hafa það betra?. Klukkan var langt gengin í fjögur þegar ég staulaðist upp í káetuna mína og skreið í kojuna, það tók mig djúga stund að komast í gleymskuástandið vegna braks og smella í innréttingunum. Stundum hef ég það á tilfinningunni að ég sé komin í gamla trés...
Mánudagur 14 júní 2004 ..::329sml í Garðskaga::.. Klukkan 19:30 vorum við staddir á 59°52N 30°13W 329sml suðvestur úr Garðskaga, enn eru eftir 101sml að 200sml landhelgislínunni. Við erum aðeins farnir að heyra urgið í úthafskarfaskipunum á vhf 67 en ekki til að greina neitt um fiskirí. Það hefur verið suðvestan golukaldi á okkur í dag, 9°C hiti, þungskýjað og ekkert sést til sólar. En ferðin sækist þokkalega aftan í dollunni og vonandi verðum við komnir heim fyrir sautjánda júní :). Karlangarnir voru eitthvað að basla við að þrífa innanskips í dag, en þetta er frekar andlaust ferðalag og fátt við að vera. That´s it for to day. Vonast til að þið hafið öll átt góða helgi og góðan dag.
..::Óþarfa áhyggjur af hraðanum::.. Ég var farin að hafa áhyggjur af því að ferðahraðinn myndi minka all verulega þegar Dollan færi að toga okkur, hún er jú mun aflminni en Eyborgin. En það er oft þegar maður er búin að gera sér upp einhverjar hugmyndir um hitt eða þetta að þá stenst það ekki, þegar dollan var komin á fullan skrið þá fórum við 1.5 til 2 sjómílum hraðar yfir en aftan í Eyborginni. Ég grunað þá Eyborgar menn um græsku frá upphafi en átti ekki von á að þeir hefðu verið svona grófir, sjálfsagt hafa þeir fengið borgað eftir tíma og ákveðið að vera eins lengi að dútla við þetta og þeir framast gátu, ansans bófarnir. Já lífið er sífellt að koma manni á óvart og ekki alltaf hægt að treista þeim sem maður hélt að hægt væri að treista, t.d voru pjakkarnir á Eyborg búnir að segja að þeir væru að keyra fulla ferð, svo rekur maður sig á að það var langur vegur frá sannleikanum :(. Dollan olli mér ekki vonbrigðum, og stemmir þessi ferðahraði mjög við þann hraða sem við náðum ...
..::Skipti á dráttarvélum::.. Blíðuveður á okkur í allan dag, sunnan andvari og þokkalegasti gangur á þessu. Um kvöldmatarleitið slepptlum við Eyborginni og húkkuðum vírunum á Erlunni í trýnið á prammanum. Svo var ferðalaginu haldið áfram og gengur bara ágætlega hjá dollunni að pjakka með okkur í áttina til Íslands. Ef veður verður svipað áfram þá er smá von um að við náum á klakann að kvöldi 16 júní en það er lang þangað til og margt gæti breist á þeim tíma. Annað markvert gerðist ekki hjá okkur í dag. Munið eftir að vera þæg, góð og koma fram við aðra eins og þið viljið að þeir komi fram við ykkur..................................
..::53°07N 038°40W::.. Akkurat ekkert að gerast hjá okkur annað en að horfa á rassgatið á Eyborginni, ekki er sú sjón uppörvandi eða mikil næring fyrir sálina. En til lukku þá skildi Skúli eftir eitthvað af bókmentum svo að maður hefur sökkt sér niður í bókalestur, fátt annað er við að vera í lömuðum prammanum. Ragnar hefur einnig náð að fanga athygli mína með mergjuðum lífsreynslusögum úr eigin lífi, það er ekki farið að bera á vöruskorti í sögulagernum hjá Ragga svo það er bjart framundan á þeim vettfangi :). Ég hef ekki náð sambandi við Dolluna í dag en ég er að vonast til að engilfríð ásjóna hennar birtist okkur ekki seinna en annað kvöld, en það skýrist frekar í kvöld þegar við verðum búnir að rotta okkur saman á einhverri leynibylgjunni :). Þá verður það ekki fleira í dag. Bið Guð almáttugan að gefa ykkur góða helgi...............
..::Mjakast::.. Lítið að segja í dag, komin sunnan golukaldi og þetta gengur þokkalega hjá okkur. Það er ósköp lítið við að vera og tíminn er lengi að líða, þó voru karlarnir eitthvað að reina að þrífa uppi á dekki í dag. Náði sambandi við Hrafn í talstöðinni í dag og það gengur fínt hjá honum, hann átti von á að vera í nálægð við okkur seinnipart á laugardag. Annað er ekki að segja héðan. Gangið á Guðsvegum..................................
..::Sumarblíða::.. Klukkan 23:10 í gærkvöldi mætti Eyborgin til að draga okkur, það gekk alveg rosalega vel að tengja vírana enda gerði Geiri þetta eins og best verður á kosið, 23:35 var hann byrjaður að toga okkur af stað á 5.5sml hraða. Eyborgin er helst fræg fyrir að vera það skip sem hlutfallslega hefur verið lengst mest í íslenska flotanum, þótt nú tilheyri hún flota Litháen, mig minnir að það hafi staðið í sjómannaalmanakinu: lengt 199? Íslandsmet!. En þótt Eyborgin sé fjandanum ljótari þá er hún víst ágætis sjóskip og dregur þokkalega, hennar þáttur í þessum drætti er að draga okkur til móts við Erlu(Dolluna) sem átti að leggja upp frá Hafnarfirði í dag, þar er búið að ráða til fararinnar Hrafn nokkurn Heimisson sem var áður skipstjóri á Eyborgu. Strákarnir af Eyborgu notuðu blíðuna til að renna á tuðrunni yfir til okkar, þeir mynduðu fyrir okkur skemdirnar á höfuðmótornum svo að hægt væri að koma því myndrænt á undan okkur til hafnar. Annars hefur þessi dagur verið með ei...