Færslur

Mynd
..::Hvað breyttist???::.. Það er svo sem ekki mikið að segja, maður nýtur þess bara að vera komin með annan fótinn í land, núna er helgarfrí hjá okkur á snuddupungnum en það var lítið hjá okkur í gær, bara ræfill eins o einhver hefði orðað það. En þetta er kannski ekki beint tíminn fyrir snudduna svo maður vonar að þetta fari batnandi þegar nær dregur vorinu, annars er búið að ákveða að fara yfir í Skagafjörð og vera þar í næstu viku, bara útlegð hehe. En það er víst skárri Ýsa þar og svo hefur verið meiri veiði þar svo við förum með brjóstið fullt af vonum ;). Það er ágætt að skanna ný svæði með gömlu druslunni sem vonandi verður slegin af í vikulok afleyst af nýrri Snuddu sem verður byrjað að setja upp fyrir okkur eftir helgina :). Vonandi fæst samt eitthvað í gamla draslið meðan við bíðum eftir þeirri nýju. Mér líkar þetta ágætlega og það er alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt og krefjandi, það er gaman að dudda í þessu inni á firði í slettum sjó þegar sólin kemur upp og fja...
..::Þar fann ég að það kom::.. Tveggja daga törn í blogginu hehe, en það var ekki mikið að segja þótt gærdaginn hafi vantað, í gær við fórum út klukkan átta og reyndum fyrir okkur á nýjum slóðum, það var full langt að heiman og fulllangt frá öllum fiski líka. Þessu fylgdi bullandi veltingur, rifin og slitin snurvoð í tvígang og sjóveikur kokkur :(, kokkurinn var svo veikur karlgreyið að hann hrökk í frígír um hádegi og komst ekki aftur í gírinn þann daginn. En það breytti ekki miklu því að það var ekki mikið að gera smá bætning annars ekkert. Ég var ekki langt frá sjóveikinni þótt ég hafi sloppið og ekki hefði mátt velta mikið meira svo að ég hefði farið að hvítna :). Við vorum komnir í land klukkan fimm í gær og þurftum ekkert að hafa fyrir því að landa, ákváðum að geima þessa ræfla og bæta þeim bara við morgundaginn. Í morgun fórum við svo út upp úr átta, það var búið að ákveða það í gær að ekki væri hollt að fara úr sjónlínu við heimabyggðina svo við vorum að snuddast milli Hríseyja...
..::Nánast skrifstofuvinnutími::.. Fórum út klukkan 0800 í morgun og vorum aðallega að snuddast austan við Hrísey, aflinn var frekar tregur en þetta var ágætis æfing, tókum fimm köst í dag svo að þetta er allt að koma hjá okkur hehe. Er ekki einhverstaðar sagt að sígandi lukka sé best? Ef svo er þá erum við vonandi á réttri leið í þessu. Það er fínt að snuddast á þessu meðan við getum verið hérna í firðinum og landað á Dalvík, hvað sem það svo endist, en er á meðan er. Ég var komin heim klukkan 1800 svona passlega til að sturta sig fyrir kvöldmatinn :). Annars er ekki mikið að frétta héðan. Vona að Guðs englar vaki yfir ykkur og geri lífið bærilegra......
..::Generalprufa á pungnum::.. Fórum út í hádeginu í dag undir leiðsögn fyrrverandi eiganda sem var mættur til að kenna okkur á snudduna, fórum hérna rétt útfyrir og tókum tvö æfingarköst, það gekk ágætlega þótt aflaafraksturinn hafi ekki verið mikill, smá sýnishorn af ýsu og þorski, en það var ekki tilgangurinn að kaffiska í fyrsta róðri, enda þykir það víst fiskilegt að fá lítið fyrst, svo merkilegt sem sú speki er. Var komin heim klukkan 1800 svo að þetta var ekki erfitt þennan daginn. Á morgun byrjar svo slagurinn fyrir alvöru en þá á að rífa sig á stað fyrir allar aldir(0800) og þeysa á vit ýsunnar, verð vonandi komin heim fyrir kvöldmat hehe. Fleira verður það ekki í dag.
..::Hjólið bilað::.. Gærdagurinn fór allur í að gera snuddupunginn kláran á veiðar, það var svona sitt lítið af hverju sem þurfti að lappa upp á en það hafðist allt og var að mestu leiti orðið klárt um sexleitið í gærkvöldi. Í dag eru svo bara rólegheit og ætlaði ég að nota tækifærið og hjóla aðeins á hjarninu enda virtist vera besta færið sem ég hef komist í, í vetur. En svo virðist sem ég sé ekki fæddur í paradís, þegar ég var búin að setja bensín á hjólið og fór að reyna að sparka í gang þá gaf sig eitthvað í gangsetningarbúnaðinum, það fór þó í gang en það skrallaði svo mikið í þessu dóti að ég þorði ekki að taka sénsinn á að keyra hjólið svona. Það er kannski ekki undarlegt að eitthvað gefi sig í þessum mótor því hann er komin til ára sinna ;), en mesta svekkelsið var náttúrulega að þetta skyldi gerast núna en svona er þetta víst alltaf. Ég þarf eitthvað að reyna að finna út úr þessu en mér sýnist að þetta kalli á eitthvað rifrildi og kannski þarf að rífa mótorinn úr og senda hann...
Mynd
..::Snuddupungurinn mættur til Dalvíkur::... Jæja þá er maður komin heim eftir ferðalagið vestur í Ólafsvík, en við vorum mættir þangað um miðjan dag á þriðjudag og slepptum klukkan níu um kvöldið, þá var byrjað að pjakka af stað heim til Dalvíkur. Báturinn kom mér á óvart, hann var hreinn og fínn, og vel umgenginn, vissulega er þetta mun minna en það sem maður hefur verið að hossast á undanfarin ár og fann maður vel fyrir því á leiðinni, ég var hálfsjóveikur í þessu horni í mesta skakstrinum :):). En þessu fylgja líka kostir, og þær ættu varla að drepa mann útiverurnar því gert er ráð fyrir dagróðrum, út á morgnanna og heim á kvöldin :). Við komum til Dalvíkur klukkan 03 síðastliðna nótt og þá labbaði maður heim að sofa. Við byrjuðum svo að græja bátinn í morgunn, það var ýmislegt dót sem fylgdi með sem þurfti í land, t.d netaborð netaspil kör og fl, þetta vorum við að dudda við í dag ásamt því sem að við breiddum úr snuddunum og fórum yfir þær. Það fylgdu tvær snuddur með og ja þær m...
Mynd
..::Frestað vegna veðurs::.. Þær léku við mig heilladísirnar í dag þegar kapteinninn á snuddupungnum hringdi og sagðist ætla að fresta um sólarhring vegna veðurs. En það var ekkert að veðrinu hérna á víkinni og nánast vor í lofti þótt það sé byrjun jan, ég labbaði eina ferð á sandinn í góða veðrinu í morgun til hressingar og mörbræðslu. Eftir hádegið fór ég svo á hjólið en ég var búin að lofa svila mínum prufutúr og þótti ekkert leiðinlegt að þurfa að standa við það. Ég byrjaði á að fara á ísinn á Hrísatjörninni þar sem ég tók smáskrens, Gummi var mættur þangað á grænu þrumunni og fór á kostum á ísnum, ég tók þetta fína vídeoclip þar sem þruman snérist eins og skapparakringla á ísnum. Eftir smá iceracing var svo farið á sandinn þar sem Gummi fékk smá útrás og jú litli frændi líka. Eftir sandspyrnuna reyndi ég aðeins við hjarnið en það hafði greinilega ekki þolað góða veðrið og var full meyrt fyrir okkar smekk. Ég setti inn nokkrar myndir af atburðum dagsins ;);). Já þetta er meira og m...
..::Og þá er tvöþúsundogfimm farið::.. Jamm farið og kemur aldrei aftur, þarf ekki að velta sér meira upp úr því, það var samt að mörgu leiti ágætisár en ég vona samt að Guð gefi okkur betra ár í ár ;). Á þessum tímamótum þakka ég fjölskyldu vinum og kunningjum fyrir allt gamalt og gott og vona að Guð færi okkur öllum gæfu og gott gengi á hinu nýbyrjaða ári. Á morgun ætla ég svo að leggja land undir fót og skreppa vestur á Snæfellsnes og sækja pínulítinn snurvoðarbát sem er að koma hingað til Dallas, hvort ég verð eitthvað meira þar en þessa siglingu norður verður svo tíminn að leiða í ljós. En þetta er sem sagt staðan í augnablikinu. Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur....... PS: Mokaði inn nokkrum myndum af gamlárs á myndasíðuna................
..::Til umhugsunar við flugeldanotkun::.. Þessar hagnýtu flugeldaleiðbeiningar fann ég á Portal.fo, það er ekki annað að sjá en þetta ætti líka að ganga yfir flugeldanotkun á klakanum, gangi ykkur svo vel og farið varlega með flugeldana ;). Um handfaring av fýrverki. Fýrverk er vandamikið leikutoy, og rakettir eru spreingievni. Brúka fýrverk við skili og eftir hesum ráðum. Les brúkaravegleiðingina gjølla. 1.Brúka altíð verndarbrillur, vaksin sum børn. 2.Fýrverk skal brúkast uttandura og burtur frá fókatrunka. 3.Kasta ikki fýrverk eftir fólki ella djórum. 4.Fest bara í eitt skotevni ísenn. 5.Set rakettir í ein tryggan haldara, gjørdir til endamálið. 6.Ansa eftir, at rakettir fara beint uppeftir. 7.Hav ikki fýrverk í lummanum, men í plastikkposa. 8.Fest í fjúsið við strektum armi – bend teg ikki inn yvir fýrverk. 9.Far ikki aftur til fýrverk, rakett, sum ikki vildi ganga av. 10.Bið um vegleiðing á útsølustaðnum um verndarbrillur, raketthaldarar og trygdina annars. 11.Ansið eftir smábørnu...
..::Er ekki komin tími á eitthvað krafs??.::.. Síðustu dagar hafa verið alveg magnaðir, maður hefur troðið sig út af kræsingum hægri vinstri. Þetta átkast hefur staðið nánast linnulaust frá Skötuveislunni miklu. Á Aðfangadag var hamborgarahryggur og fugl, á jóladag var árlegt jólaboð hjá Ninnu og Gumma þar sem eldhúsborðið svignaði undan tertunum, á annan í jólum var svo jólahlaðborð(jólasjálftökuborð) í boði Péturs og Jónínu ekkert smá flott veisla!!. Já maður hefur lítið annað gert en að sofa og éta öll jólin hehe, en hvað er svo sem annað að gera en að troða belginn og láta sér líða vel? Maður tekur bara á þessu eftir áramótin :). Annars er lítið annað í fréttum, hryggurinn í mér lagast rólega en allar mínar vonir eru samt á þá leið að þetta fari að koma, það sama er um atvinnumálin en þar gerist eitthvað lítið sem er ekki beint gott fyrir Egóið :(, en enn vonar maður að eitthvað detti inn milli hátíða, ekki beint spennandi að leggja upp í nýtt á með allt á hælunum, þokkaleg byrjun ...
Mynd
Mynd
..::Skötuveisla ALA Gunni og Dísa::.. Vaknaði snemma og hélt uppi uppteknum hætti í lækningarmeðferðinni, staulaðist eina ferð að heiman og niður á sand, var eitthvað betri í morgun því ég náði sjálfur að reima á mig skóna hehe, en ég var eiginlega ekkert betri á bakaleiðinni svo að ég hef sett spurningarmerki við þessa sandtherapy sem ég er í :). Í dag var Þorláksmessa! = Skökuveisla hjá Gunna og Dísu og vorum við öll mætt þar í hádeginu, ilmurinn mætti okkur út á hlað en húsbóndinn stóð sveittur við suðugræjurnar í bílskúrnum og sauð Skötu, ég leit aðeins við í skúrnum og fékk útlistun á vestfirskri Skötu ala Gunni. Skatan var fín og þetta var hin besta skemmtun eins og alltaf á Þorlák, þetta er eiginlega matarboð með magaæfingum því það er yfirleitt svo mikið hlegið að magavöðvarnir fá alveg sinn skammt. Skötuveislan er eiginlega sá viðburður sem heldur deginum uppi, svo er náttúrulega skreytingin á trénu ilmurinn af hangikjötinu og allt það en ég held það myndi vanta mikið ef sköt...
Mynd
..::Örugglega gott að vera hryggleysingi::.. O doh, ekkert markvert í dag annað en að ég vaknaði allur skakkur og skældur í morgun, eitthvað hafði aflagast í hrygglengjunni á mér svo að allir tilburðir mínir til gangs bentu til þess að ég væri nær áttræðu heldur en fjörutíu sem er víst nær sannleikanum. Að mínu viti var ekkert annað í stöðunni að gera en að reyna að ganga þessa slæmsku úr sér, og ákvað ég að ganga heiman frá okkur og niður á sand. Það var ógeðslega hált í bænum og var ég komin að því að snúa við niður við fjölrita og fara bara heim og leggjast fyrir, það var eins og hníf hefði verið stungið í bakið á mér og væri svo honum snúið í hverju skrefi. En ég hélt áfram ákveðin í að holl og góð hreyfing væri allra meina bót. Ferðin eftir sandinum sóttist hægt og bítandi og var tíðindalítil niður að ósnum, ég var það snemma á ferðinni að enn var svartamyrkur en tunglbjart og meðan ég staulaðist áfram náði ég tveim stjörnuhröpum, hvort ég óskaði mér man ég ekki en þetta var nokku...
Mynd
..::Prufurúntur á harðfenninu::.. Ekki mikið að frétta héðan, litlujólin voru í skólanum hjá Einar Má í morgun og þar með er hann komin í jólafrí. Ég sparkaði hjólinu í gang í dag og fékk mér smá hressingarrúnt í góða veðrinu, fór nokkuð víða en hjarnið var ekki alveg nógu gott, það var frekar lint og víða nokkur snjór ofan á því svo gripið var gloppótt, ég hafði mig samt upp á dal og sá þar spor eftir Jólasveininn, hann var semsagt á ferðinni í nótt þótt hann hafi ekki komið við hjá mér :(. Ísinn á Hrísatjörninni var heldur ekki góður, það lá snjóþekja yfir öllum ísnum og svo var drullublaut vatnssósa ofan á ísnum, þetta var misskellótt sem gerði ísreið óskemmtilega. En maður setti allavega í gang :). Þetta verður að duga í dag ;).
..::Leti leti leti, leti leti ley::.. Nuddaðist fram úr fyrir átta og skutlaði grislingnum í skólann, fór svo heim og gapti á NFS til níu. Þá fór frúin í vinnuna og ég veslingurinn einn heima, stóri grislingurinn okkar er að vinna og maður sér hana lítið þessa dagana. Fór í gegn um rútínuverkin, búa um rúmin fara í tölvuna o.s.f.v, nennti ekki að hanga í tölvunni svo að ég fór niður í bílskúr og smíðaði eitt gluggahús, var að brasa í því fram að hádegi. Eftir hádegi afgreiddi ég nokkur símtöl milli þess sem ég hékk í tölvunni í tilgangslausu flettiríi um hinar og þessar síður meira og minna rammvilltur í þessu blessaða neti, já það er ekki mikil kúnst að flækja sig í þessum VeraldarKóngulóarVef. Seinnipartinn ákvað ég svo að kíkja aðeins undir mælaborðið á bílnum í leit að rofa sem ku gera fjarstartið á bílnum virkt, en við vorum að frétta það fyrir nokkrum dögum að bifreiðin væri útbúin með fjarstarti. Og þar með kom skýring á START takkanum á fjarstýringunni, en með þessu fylgdi líka...
..::Guðný keypti ekki kápu en við fórum bæði í klippingu:)::.. Einhvertímann í fyrndinni var forsíðufrétt í DV, “Regína kaupir kápu og Kalli fer í klippingu” ekki man ég hvort þetta var jólaklippingin á Kalla en fyrirsögnin að greininni situr allaf í minningunni. Í gær fórum við hjónin í klippingu sem er svo sem ekki til frásögu færandi nema ef vera skyldi fyrir hármagnið sem var komið á okkur, það var byrjað á að klippa mig og tók það dágóða stund að hafa sig niður á fast, en að lokum hafðist þetta og varð dillandi fínt. Svo var hafist handa að klippa frúna en klipparinn var orðin svo þrekuð af viðureigninni við lubbann á mér að hún ákvað að klippa Guðnýu í tveim áföngum, seinni og fyrri hálfleik ;);). Já þetta var nú það helsta sem á daginn dreif hjá okkur, ég eyddi svo kvöldinu í sjónvarpsgláp meðan frúin fór á seinnihálfleik í klippingu. Fleira var það ekki þennan daginn. Munið svo að vera þæg og góð svo þið fáið ekki kartöflu í skóinn :):).
Mynd
..::Sambands hangikjöt::.. Það er ekki mikið að segja annað en að maður hefur það dillandi gott, frúin og grislingarnir voru búin að öllu nema skreyta jólatréð þegar ég mætti heim af sjónum, það er fastur liður að skreyta tréð á þorláksmessukvöld og það stendur ekki til að breyta þeim sið. Ég kom sem sagt heim af sjó í frið og ró eins og þeir syngja á Kleifaberginu. En það er ekki mikið að segja ég tjöruþvoði bílinn í gærmorgun en eftir tvær bæjarferðir í gær var hann aftur orðin eins og svínastía að utan :(, svo það liggur fyrir að þvo aftur ef maður hefur sig í það upp úr öllum rólegheitunum. Sambands hangikjöt! Hvað segir þetta ykkur? Hehe mér fannst þetta bara fyndið þegar ég fór að velta merkingunni fyrir mér. Annað var það ekki í dag ;);).
Mynd
..::Tveir túrar á Kolmunna::.. Jæja þá er maður komin heim í Jólafrí, en ég lenti austur á Eskifjörð og fór tvo túra á Jón Kjartansson á Kolmunnann, það var gaman að kynnast þessum veiðiskap og rifja upp kynnin við gömlu félagana fyrir austan. Fyrri túrinn gekk mjög vel og settum við í dolluna í fjórum holum 1525tonn eða rúmlega 380tonn í holi. Seinni túrinn var svo frekar lélegur og höfðum við ekki nema ca 6-700tonn. En þetta er gangur lífsins og það eru víst ekki alltaf Jólin þó þau séu á næsta leiti :). Við komum inn um hádegisbil í gær og notaði ég daginn til að heimsækja ættingjana áður en ég brunaði norður, stoppaði aðeins og fékk mér kaffisopa í Mývatnssveitinni hjá frænkum mínum. En brunaði svo áfram og var komin heim um ½ ellefu. That´s it for to now.
Mynd
..::Murphy's Law::.. Ég held stundum að það sem er á ensku kallað “Murphy´s Law” eigi samheiti á Íslensku “Hólms Lög”, en það vanalega er meint með þessu er: Það sem hugsanlega getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis!. Nei svona er þetta bara og maður verður að lifa með þessu lagasafni :):). Lögmál Murphy´s 1. Ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá gerir það. 2. Ekkert er eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. 3. Allt tekur lengri tíma en þú bjóst við. 4. Ef sá möguleiki er fyrir hendi að eitthvað fari úrskeiðis, þá fer það úrskeiðis sem mestu tjóni veldur. 5. Sérhver lausn hefur ný vandamál í för með sér. 6. Brostu í dag, morgundagurinn verður verri. 7. Hlutirnir skemmast í réttu hlutfalli við verðmæti þeirra. 8. Ef þér sýnist hlutirnir ganga vel þá hefur þér yfirsést eitthvað. 9. Hafðu engar áhyggjur þótt þér líði vel, þú kemst yfir það. 10. Það er sama hvað þú leitar lengi að einhverjum hlut, þegar þú ert búin að kaupa hann finnur þú hann á útsölu einhverstaðar annarsstaðar. 11....
..::Brostnar vonir::.. Ekki eru allar ferðir til fjár, en að því komst ég hressilega í gær þegar ég mætti til skips í þennan bát sem ég ætlaði að ráða mig á. Greinilegt er að við mannfólkið lítum stundum ekki umhverfið sömu augum, það sem einhverjum sýnist fagurt og ómótstæðilegt er í augum annarra ljótt og fráhrindandi. En svona er lífið og til Guðslukku erum við ekki öll steypt í sama mótinu. Eftir stutt stopp í þessum svokallaða bát fór ég með skipstjóranum í mat, fiskibollur á Múlakaffi í boði útgerðarinnar, en eftir matinn afþakkaði ég plássið og bað hann að keyra mig upp á flugvöll. Þannig fór nú sjóferð sú. Ég tók myndavélina með suður en einhverra hluta þá var ég svo kjaftstopp að ég tók enga mynd í bátnum, kannski er bara best að eiga engar myndir hehe. Þegar ég var mættur á flugvöllinn var síðasta vél norður að fara í loftið og ég of seinn, ég hringdi í litlu systur sem sótti mig upp á völl, og gisti ég hjá henni Gunna og litla frænda í nótt, alltaf gott að koma í Stangarhol...