Færslur

Mynd
..::Lífið heldur áfram :)::.. Ha jú ég lifi enn hehe, en hef ekki verið í neinu stuði til að sitja yfir tölvunni og blogga svo hún hefur mestmegnis rykfallið það sem af er fríi. Við héldum upp á fertugsafmælið mitt á pallinum um daginn og varð hið ánægjulegasta kvöld, það mætti fullt af fólki og komu allir færandi hendi svo þetta var eins og á jólunum hjá mér, mikið af pökkum að opna og agalegt stuð. Um síðustu helgi var svo starfsmannagleði hjá vinnustað Guðnýar "Dalverk", en það brunaði allur hópurinn í Vaglaskóg þar sem helgin var tekin með trompi, við vorum með fellihýsi frá Sigga í Ásvídeó svo það væsti ekki um okkur. Á laugardeginum hjóluðum við Rúnar inn Hjaltadal eins langt og vegslóðinn leifði og var það mjög skemmtilegur túr, þarna á enda slóðans er þetta líka fína gangnamannahús sem var reist 2004 og er það bara eins og fínasti sumarbústaður. Á laugardagskvöld var svo grillað í skóginum og chillað fram á rauða nótt ;). Við rúlluðum heim um miðjan sunnudaginn og var...
Mynd
..::Tilkynningarskyldan::.. Kom heim á klakann 1júní og sótti Hjördís mig út á Kef og við keyrðum beina leið norður á Dalvík. Fyrir norðan voru foreldrar mínir, Hanna Dóra systir og hennar fjölskylda mætt til að vera í fermingarveislunni á Sjómannadeginum. Fermingarveislan var haldin í hátíðarsal Dalvíkurskóla og tókst virkilega vel, vil ég þakka öllum sem hjálpuðu okkur að gera þetta að veruleika fyrir. Einnig vil ég þakka fyrir, öllum sem sáu sér fært að koma og vera með okkur á þessum tímamótum í lífi Einars Más. “Fjótlega moka ég inn einhverjum myndum úr veislunni!” Annars er bara lítið að frétta, veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur síðan ég kom heim og náði ég að bera í veggina á pallinum, klára ;), en á eftir að bera á dekkið. Við Rúnar fengum okkur þennan fína túr á miðvikudaginn og keyrðum 240km mikið á slóðum og troðningum. Alveg dillandi ferð í dillandi veðri. Ferðin er merkt inn á kortamyndirnar en ég náði ekki að hafa þær í einu korti svo þetta verður bara að vera í f...
Mynd
..::Tilkynningarskyldan::.. Sjálfsagt væri farið að leita að mér ef þetta blogg mitt ætti að vera tilkynningarskylda mín við umheiminn hehe en þið veðið bara að láta ykkur þetta nægja. Af okkur hérna er það að frétta að við erum nýkomnir úr löndun, enn einni slattalönduninni og núna settum við einhverja skítaslatta í tvo fraktdalla, þetta var fimmta slattalöndunin í þessu úthaldi og erum við Vírus búnir að fá upp í kok af löndunum, en því miður hangir yfir okkur enn ein löndun sem verður líklega 25-27 maí. Ég er búin að fá heimferðaplanið í hendurnar og flýg ég frá Nouakchott til París 31maí, þ.e.a.s fer frá Nouakchott 31 en lendi í París 1 júní, svo verður flogið samdægurs París Keflavík og lent í Keflavík 1545 1 júní. Mynd dagsins er tekin úr afturgálganum, í lönduninni gerði ég víðreist um skipið og klifraði upp á alla gálga og möstur og tók myndir, sjálfsagt kemur það þeim sem mig þekkja ekki á óvart að ég hafi prílað þetta mér til gamans ;);). Undanfarna daga hef ég verið að fylgj...
Mynd
..::Skjótt skipast veður í lofti::. Í gærmorgun þegar ég opnaði augun vann ég hjá Sjólaskipum en um miðjan dag var ég farin að vinna fyrir Samherja ;), já engin veit sína æfina fyrr en öll er hehe. Lífið um borð gengur sinn vanagang og alltaf eru einhverjar uppákomur, t.d tókst mér að slíta frá mér trollið í fyrrakvöld. Það var ekkert annað í stöðunni en að henda króknum út og húkka druslurnar upp aftur, það gekk ótrúlega vel og kræktum við í draslið í fyrstu ferð. Við nánari samtöl við skip á bleyðunni reyndist þetta vera þekktur óþverrablettur en einhverra hluta vegna hafði vitneskja um hann ekki ratað til okkar :(. Annars er ekki mikið að segja annað en að við erum að dunda við að kítta í síðustu holurnar í frystilestunum en fáum ekki löndun fyrr en á mánudag svo þetta er allt á rólegu nótunum núna. Mynd dagsins er af Vírusi, ekki er annað að sjá en að hann sé nokkuð slakur yfir eigendaskiptunum. Svo eru nokkrar fleiri nýjar myndir á myndasíðunni . Fleira verður það ekki í bili.
Mynd
..::Ætli þetta sé hálfnað????::.. Jæja þá er víst komið að því, X ár síðan ég kom organdi í heiminn. Eftir minni bestu vitneskju þá fæddist ég í Sjóborg á Eskifirði 14mai 1967 og vó 18merkur. Meira veit ég ekki um þennan merkisatburð, en ég geri fastlega ráð fyrir að það verði flaggað um allt land í tilefni dagsins. Og svo við snúum okkur að því sem máli skiptir, við erum staddir suður í rassgati ásamt bróður Janusi, bróður Geysir var hérna líka fram á miðjan dag í dag en þá yfirgaf hann okkur blindfullur og stefndi fullum seglum í norður til Nouakchott í löndun. Við komum hingað suður í gær og afrekaði ég það að splúndra tveim veiðarfærum þannig að Guðmundur trollgúrú skríkti eins og kát heimasæta eftir velheppnaðar mjaltir, förum ekki nánar út í mjaltirnar. Ég taldi vissara að vera ekkert að nálgast netaspekúlantinn meðan mestu fagnaðarlætin yfir afrekum mínum gengu yfir. Seint í gærkvöldi múruðum við svo saman við Geysi og hífðum nokkur bretti af umbúðum yfir til þeirra svo þeir gæt...
Mynd
..::Þetta er ekki Selur::.. Það er búið að vera tómt bras hjá okkur með þennan blessaða fraktara, og ég held barasta að vélstjórarnir á þessu Guðsvolaða fleyi hafi fundið réttindapappírana sína með morgunkorni, veslings mennirnir eru algjörlega ósjálfbjarga. Klukkan fjögur í gærdag fór hjá þeim tengi milli rafmagnsmótor og vökvadælu, þar með voru bómuspilin á einni lúku stopp, við gátum bara landað á einni lúku sem hægir á okkur um helming í löndunarhraða. Alltaf þegar spurt var hvort þetta væri ekki að komast í lag þá var svarið 2-3klst í viðbót, um ellefu í gærkvöldi var svo þolinmæði okkar þrotin og Halli vélstjóri fór yfir ásamt tveim vélstjórum frá okkur. Þegar þeir komu yfir kom í ljós að skáeygðu vélstjórarnir á fraktdósinni vissu ekkert hvað var að, það tók okkar menn augnablik að sjá að tengi var brotið, auðvitað var ekki til varatengi í fraktaranum. Við áttum aftur á móti tengi en það þurfti að renna til svo það passaði við dælukerfið þeirra. Einhvertímann seint í nótt var sv...
Mynd
..::Skruppum á ströndina::.. Þá erum við enn og aftur komnir á leguna í Nouakchott að landa, komum hingað inn um tvöleitið síðastliðna nótt. Um sexleitið í gærmorgun byrjuðum við að vinna með Oríon og vorum að vinna við hann megnið af deginum. Fraktarinn sem átti að vera mættur hingað í gærmorgun sveik okkur og mætti ekki fyrr en sjö í morgun svo við héngum og biðum eftir honum í fjórtán tíma, en það er nokkuð algengt hérna að klukkan gangi örlítið hægar en annarstaðar í veröldinni. Í morgun var austan gola og sandmistur yfir svo skyggni var afar takmarkað, þessum sandmekki fylgdi óþægilega mikill hiti. Það er ríkjandi norðanátt hérna og mjög sjalgæft að það séu aðrar áttir, austanátt er eiginlega sú sísta því þá kemur sanddrullan og hitinn beint ú Sahara. Í dag var svo kompanískipið Heineste mættur og múraði á hina hliðina á fraktaranum svo nú erum við með fraktdósina á milli okkar. Seinnipartinn í dag skruppum við Gummi svo á léttbátnum til hafnar að sækja pappíra og senda einn máran...
Mynd
..::Fjölgaði um einn í dag::.. Ok þá er komið að framhaldssögunni. Vírus ákvað að taka daginn snemma og sóla sig enda er veðrið með eindæmum gott í dag, tilvalið veður til afslöppunar. Um miðjan dag var ég farin að sakna kisa og prílaði upp á brú til að athuga hvort hann væri nokkuð staddur þar. Ég sá Vírus hvergi en í staðinn mætti ég einstaklega geðvondri eineygðri Súlu sem sat þarna uppi í eigin skít. Hún orgaði og æpti þegar ég reyndi að nálgast hana svo ég sá mér ekki fært annað en að halda mig í öruggri fjarlægð. Ekki veit ég hvort það er þessi tími mánaðarins sem gerir þessa Súlu svona geðvonda eða hvort hún er svona alla daga. Það var ekki á stefnuskránni hjá okkur að bæta við gæludýri svo að ég setti nefnd í að fjarlægja geðvonskupúkann og henda henni fyrir borð. Vírus er einstaklega góður og prúður og við tökum ekki áhættuna á því að hann læri einhverja ósiði af þessari útskitnu gargmaskínu sem er upp í brúarþaki í athugunaraugnabliki. Í dag fékk ég svar við fyrirspurn minni ...
Mynd
..::Kisi fer það sem hann ætlar sér::.. Jæja þá erum við búnir að ná myndum af sjókettinum okkar á leið upp á brúna. Það er eitthvað ólag á myndasíðunni svo ég kemst ekki inn á hana :(, en ég set myndirnar af Vírusi bara hérna inn á bloggið. Fyrir þá sem hafa gaman af því sem er að gerast hérna niðurfrá þá vil ég benda ykkur á síðu sem þeir á Janusi halda úti af miklum myndugleika, http://janusbru.wordpress.com/ Janus er systurskip Síriusar og Geysis ásamt nokkurra annarra af sömu gerð, ég veit ekki hvað þau voru mörg í upphafi þessi skip en því miður hafa þrjú þeirra orðið eldi að bráð. Annars er ekki mikið að frétta af okkur hér er allt við það sama.
Mynd
..::SeaCat::.. Í lönduninni núna síðast þá héldum við að kisi væri tíndur, hann fór út um morgunninn og var úti allan daginn, um kvöldið gerðum við Mörlandarnir allsherjarleit og skriðum á alla þá staði sem okkur datt í hug að hann hefði kannski troðið sér á en hvergi var Vírus. Rétt upp úr miðnætti skilaði svo félaginn sér, engin vissi hvar hann hafði verið og það var þangað til í morgun óráðin gáta. Þegar ég var búin að bjóða góðan daginn í morgun spurði ég stýrimennina hvar sá fjórfætti væri, þeir sögðu að hann væri uppi á brú og hefði líklegast verið það í lönduninni líka, ég átti nú bágt með að trúa því. Þangað upp er lóðréttur stigi og langt á milli þrepa. Jú hann fer þarna upp sögðu þeir og Alex lýsti því fyrir mér hvernig kisi hífði sig upp þrep fyrir þrep, ég átti enn bágt með að trúa þessu og sagði við stýrimennina að þeir væru að plata mig, þá segir Slava “no no this is right, this is SeaCat!!!!”. Ekki dugði þetta til þess að ég tæki trúna svo ég ákvað að fara upp á brú og s...
Mynd
..::Enn ein löndunin í Nouakchott::.. Liggjum á ankeri á legunni í Nouakchott og löndum, við komum hingað seinnipartinn í gær og byrjuðum að kroppa upp úr dallinum fljótlega. Við Gummi skutluðumst á tuðrunni í land með vegabréfin okkar en við vorum að fá nýjar vísa áritanir í þau ;), svo brunuðum við um borð í Geysi og pikkuðum upp þrjá hermenn sem ætla að hafa eftirlit með lönduninni, þetta þarf allt að vera undir control hehe. Um hádegisbilið í dag mætti tankskip með svartolíu handa okkur, hann klárar væntanlega að pumpa sopanum yfir seint í kvöld. Í framhaldinu mætir Sjóli og afgreiðir okkur með smá sopa af gasolíu. Þegar búið verður að afgreiða fraktdósina þá kemur Orion með pakkningar og vistir, vonandi náum við að klára hann seinnipartinn í nótt og þá verður okkur ekkert að vanbúnaði að halda til veiða. Í dag notuðum við tækifærið og skruppum aðeins í heimsókn í Geysi og svo í Sjóla, við erum engu betri en flækingar fyrri tíma sem þvældust bæ af bæ, en það er nauðsynlegt að brjót...
Mynd
..::Jörð kallar Sírius via orange box::.. Það hefur orðið býsna mikil þróun í fjarskiptum undanfarna áratugi, að því komumst við Halli í gær þegar Loftur(loftskeytamaðurinn) kom með einhvern appelsínugulan kassa og spurði hvort hann mætti ekki henda þessu. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var neyðartalstöð úr bjargbát sem var fjarlægður í síðasta slipp, auðvitað kom ekki annað til en að opna kassann og kynna sér græjuna. Í ljós kom þessi líka fína fjarskiptamiðstöð með hand/fótstignum orkugjafa og pilot hedsetti. Það þarf ekkert að virkja nema þann sem nota stöðina, og mengunin fer eftir því hvað viðkomandi er ákveðin í að snúa rafalanum, auðvitað væri hægt að fá sér þræl til að snúa en ég mæli frekar með að menn sjái um þetta sjálfir. Það mætti athuga þessa orkulausn fyrir hið almenna símkerfi, þá þyrftu sumir aldrei að fara í ræktina hehe . Alveg tilvalið fyrir vinstri aða hægri græna, 100% umhverfisvænt . En eftir að við höfðum prófað græjuna þá kom ekki til greina að henda he...
Mynd
..::Það þarf að klippa líka::.. Það eru ýmis aukaverkefni sem maður tekur að sér til hliðar við skipstjórastöðuna, ekki á ég þá við nefndarstörf eða fundarsetur. Í gær var það t.d klipping á yfirvélstjórann og trollmeistarann, ég var ekki lengi að snoða af þeim lubbann enda ekki í fyrsta skipti sem ég tek svona hreinsunarstaf að mér, létt verk og löðurmannslegt hefði einhver sagt. Að öðru leiti var lítil tilbreyting í þessum degi. Svo eru hérna þrír brandarar, bannaðir innan 18: Einu sinni voru fjórar nunnur að fara til Himnaríkis. Þar hittu þær Lykla-Pétur og spurðu hann hvernig þær kæmust inn. Hann sagði að þær verði að svara einni spurningu og spurði svo fyrstu nunnuna. „Hefurðu einhveratímann komist í snertingu við karlmann." Hún svaraði, „ég hef bara snert einn með puttanum." Þá sagði Lykla-Pétur: „þvoðu þér þá um puttann og gakktu inn." Hún gerði það. Svo spurði hann næstu nunnu sömu spurningar og hún svaraði: „Ég hef bara faðmað einn." Lykla-Pétur sagði þá: ...
Mynd
..::Hjá sumum er þetta áhyggjulaust::.. Það er misjafnt hvað við erum að hafa miklar áhyggjur af líðandi stund, sumir eru alltaf að farast úr áhyggjum á meðan aðrir gefa skít í allt og alla og þjösnast sínar eigin leiðir. Kisinn okkar er einn af þeim sem er ekki að gera sér mikla rellu yfir hlutunum, fyrir hann er nóg að hafa vatn og eitthvað að éta, það skemmir svo ekki fyrir ef einhver nennir að kjassa hann og klóra við og við og þá er þetta komið og lífið fullkomið. Annars er það nú einhvernvegin þannig að það er sama hvort menn hafa áhyggjur eða ekki, hlutirnir fara einhvernvegin á endanum og oft allt öðruvísi en maður hefði ætlað að þeir yrðu. En aftur að þeim áhyggjulausa, krílið fer út þegar sólin kemur upp og liggur svo og lætur sólina baka sig fram undir fimm sex, þá kemur hann inn og fær sér eitthvað í svanginn og vill svo láta stússa eitthvað við sig, það felst þá aðallega í klóri og klappi. Af flísalögn er það að frétta að hún gengur bara fínt, Reynir er búin að leggja á vi...
Mynd
..::Hraðakstur bannaður::.. Guðmundur Sævarson trollgúrú er hérna á nýja fína rústbankaranum, myndin segir nánast allt sem þarf hehe. Á þessari græju er félaginn búin að hamast nótt sem nýtan dag undanfarið. Gummi sagði mér í trúnaði að hann hefði verið að fikta eitthvað í mælaborðinu og þá fundið út að tækið væri einnig útbúið bónvél og parketslípara, nú þurfum við bara trédekk eins og á Moonsund svo maður geti prófað parketslíparann,og ég verð fljótur að bóna borðsalinn sagði félaginn skælbrosandi ;), hann mátti ekkert vera að því að tala meira við mig og brunaði af stað..
Mynd
..::Þetta er nú meiri steypan!::.. Jæja þá er tími á nokkrar línur. Líf okkar hérna er kannski ekki svo mikið frábrugðið því sem flestir eru að bardúsa við svona allmennt, við eyðum drjúgum tíma í að laga og betrumbæta skipið. Kannski er þetta eitthvað svipað því sem allir kannast við sem reynt hafa að koma sér upp húskofa, það er endless story og alltaf hægt að betrumbæta eða fegra umhverfið eitthvað. Oft er það nú betri helmingurinn sem ýtir okkur í framkvæmdir þó það sé ekki einhlýtt, en hér um borð eru engar eiginkonur, sambýliskonur eða kærustur til að ýta okkur áfram svo við verðum bara að finna þetta hjá okkur sjálfum, það gengur bara býsna vel hehe. Ég var agalega montin yfir því að vera búin að taka bílskúrinn heima hjá mér og mála í hólf og gólf í fríinu, en það eru bara smámunir í samanburði við það sem Gummi er búin að vera að gera í bílskúrnum(netaverkstæðinu) sínu hérna um borð, hann er búin að rúnta á rústbankaranum fram og aftur um bílskúrsgólfið í viku og nú er kappinn...
Mynd
..::Loðdýrafréttir::.. Jæja þá er komin tími á að hripa niður nokkrar línur, sjálfsagt þykir flestum ég vera latur bloggari en það verður þá bara að hafa það hehe. Þessi bloggáhugi kemur og fer hjá mér, stundum er ég í stuði til að skrifa upp á hvern dag en svo koma tímabil sem ég nenni ekki að sinna þessu sem skildi. En hvað sem því líður þá er og verður þetta svona ;). Vírus hefur verið hinn kátasti síðan við komum um borð, að vísu virtist hann vera aðeins hvekktur fyrst þegar við komum en það rjátlaði fljótt af honum, það var búið að ganga ýmislegt á hjá litla greyinu síðustu tvo mánuði, hann hafði strokið(tínst) tvisvar, annað skiptið í sólarhring en hitt skiptið í fjóra daga. Eftir seinna strokið var hann illa til reika skítugur og soltin, en Pavel loftskeytamaður þreif hann og huggaði svo hann var fljótur að jafna sig. Núna er hann farin að fara stutta rannsóknartúra fram á bakka og í næsta umhverfi brúarinnar en er mjög var um sig á þessum ferðalögum og fer ekki langt, eitt skr...
Mynd
..::Eins og flís í r...::.. Hef verið ultra latur við að blogga enda ekki mikið að segja, hér gengur allt sinn vanagang og hitinn er mátulegur hehe, það er allt búið að vera á fullu í flísalögninni og það var gaman að koma um borð og sjá hvað hafði gerst í þeim málum meðan við vorum í fríinu. Þetta kemur alveg dillandi vel út. Að öðru leiti er svo sem ekki mikið að frétta. Mokaði einhverjum flísamyndum inn á myndasíðuna.......... Bið og vona að sá sem öllu ræður og stjórnar verði sálum okkar náðugur um ókomna framtíð ;).
Mynd
..::Gleðilega Páska::.. Nú þarf maður ekki lengur að láta sér hlakka til að éta páskaeggið því það er komið ofan í maga á okkur félögunum ;), annars kom það skemmtilega á óvart að Kristján kom færandi hendi í hádeginu og færði okkur öllum páskaegg svo engin fór í páskaköttinn. Annars finnst mér nú alltaf málshættirnir það skemmtilegasta við þessa súkkulaðihefð. Ég fékk tvo málshætti í dag en utan um þá voru súkkulaðiegg sem eru nú uppétin hehe. Barnið vex en brókin ekki Að ósi skal á stemma Reynir Sig fékk Engin man öll sín orð sjálfur Gummi Sævars fékk Sá skal friðinn ei brjóta, sem friðarins vill njóta Halli vélstjóri fékk Holdið er torvelt að temja Og Kristján Jak fékk Sinn brest láir hver öðrum mest Þannig leit þetta út.......... Mynd dagsins er af stærra egginu mínu 3mínútum eftir að það var byrjað á því :). Látum þetta duga í dag. Bið páskagyðjuna að vera ykkur innan handa í eggjaátinu........og munið að það má alltaf taka sig á seinna hehe.
Mynd
..::Inmobil gyðingar::.. Jæja þá erum við búnir að afgreiða fyrri fraktdolluna, Sjóla og erum að múra við seinni fraktdolluna, þetta gengur allt sinn vanagang hérna í suðurhöfum, sipp og hoy eins og sungið er í laginu góða hehe. Í dag sá ég rukkun fyrir Inmobil reikninginn minn og ákvað í framhaldinu að leggja hann af, djö.... rán sem þetta er en við því er víst lítið að gera, en þetta er alveg í takt við annað sem R....miðun kemur nálægt, þeir hafa alltaf verið duglegir við að skrifa reikninga og því best að eiga sem minnst viðskipti við þá. Ég opnaði mér nýtt tölvupóstfang sem er hordurholm@gmail.com og kem til með að nota það á sjónum, ég er búin að loka inmobil netfanginu svo það þíðir ekkert að senda á það. Þá er þetta komið í bili. Bið heilladísirnar að líta við hjá ykkur.....