Færslur

Mynd
..::Lífsmark::.. Ég fékk mér frí frá tölvunni í sumar og setti ekki staf inn, sé svo sem að það hafi skipt neinu, allavega kvartaði enginn. En hvað sem því líður þá átti ég alveg rosalega gott frí heima á Islandi, mér fannst ég hafa náð að gera meira en oft áður þótt það liggi ekki mikið eftir mig í sýnilegum verkum. Ég er enn þjakaður af skriftleti en vonandi næ ég að hrista hana af mér fljótlega. Það eru nokkrir dagar síðan ég kom um borð aftur og erum við núna að byrja löndun utan við Dakhla (West Sahara), þetta er allt sama sniði og áður hér um borð, eiginlega allt eins, kötturinn á sínum stað og allir ánægðir ;). Læt þetta duga í bili. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur......................
Mynd
..::Ég fer í fríið ;)::.. Höfum legið hérna inni á legunni rembst við að landa, það er best að fara ekki mörgum orðum um það verk, en það er morgunljóst að hér falla engin Afríkumet í löndunarhraða :). En veðrið hefur verið eins og best er á kosið, brakandi blíða með logni og tilheyrandi skemmtilegheitum, ég notaði tækifærið og smellti léttbátnum út, svo flengdist ég á honum fram og aftur um spegilsléttan hafflötinn dágóða stund. Skrapp aðeins yfir í Geysi sem var hérna inni að landa fiskiméli, aumingja Júlíus var ekki mikið fyrir kött að sjá og greinilegt að hann hafði ekki átt sjö dagana sæla, mér fanst eins og ræfillinn væri bara að drepast en þeir vilja meina að stólpípurnar hafi gert honum gott og hann sé allur að braggast, hann er líka komin í einhverja lyfjameðferð svo það er ennþá von. Eftir Geysisheimsóknina brunaði ég heim á leið en stoppaði örstutta stund hjá Máritönskum fiskimönnum sem voru að draga net hérna á legunni, tæknin var ekki að flækjast fyrir þeim blessuðum, allt...
Mynd
..::Stutt gaman::. Það stóð ekki lengi yfir góða veðrið og var lognið komið á fulla ferð í morgun, helv.. vindsperra endalaust. Í morgun hættum við veiðum og héldum áleiðis inn á tvö bauju þar sem landað verður úr skipinu, teknar umbúðir, vistir og skipt um Íslendinga. Hér um borð eru tveir altmulig menn sem sinna trésmíðum flísalögn og fleiri viðgerðum sem gera þarf innanskips, þessir karlar minna okkur stundum á klaufabárðana Pat & Mat sem einu sinni voru sýndir í sjónvarpinu heima, þetta er ekki illa meint en fyndið hvað þeir eru líkir þessum skemmtilegu sjónvarpshetjum. Auðvitað fór ég að reyna að gramsa eitthvað um þetta upp á netinu og fann fyrir rest heimasíðu Pat & Mat , þar voru þessir þættir til sölu á DVD eða Videospólum. Flottir þættir sem gaman væri að eignast, ég hélt áfram að leita og fann nokkra þætti á YouTube þar geta þeir sem gaman hafa af þessum skemmtilegu körlum endurtekið gömul bros. Þar sem allt var komið á fullt í leit af gömlu skemmtilegu sjónvarpsefn...
Mynd
..::Loksins loksins!::.. Það hlaut að koma að því að það lyngdi hérna sunnan siðmenningar, dagurinn heilsaði okkur með koppalogni og sól. Það var ekki hægt annað en að fara út í sólina og virða fyrir sér alla dýrðina, hafflöturinn var eins og spegill í fyrsta skipti í fleiri vikur. Við Gunni röltum okkur fram á stefni og virtum fyrir okkur flugfiskana sem syntu makindarlega rétt undir yfirborðinu, það er gaman að fylgjast með þessum fiskum því þeir eiga það til að skjótast upp úr vatnsskorpunni og fljúga langar leiðir ef það kemur að þeim styggð, það er merkilegt hvað þessi kvikindi geta flogið langt ;). Að öðru leiti er ekki mikið að segja héðan annað en að úthaldinu hjá okkur er að ljúka við erum á síðustu metrunum, þessu verður ekki reddar héðan af ;);) Mynd dagsins er af flugfiski á flugi. Læt þetta nægja í bili. Bið þann sem öllu ræður og stjórnar að vísa ykkur leiðina, lífsins vegur er vandrataður og auðvelt að ana út í forað þrátt fyrir góðan ásetning í upphafi ferðar ;).
Mynd
..::Pass::.. Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja annað en að það er eins og einhver hafi algjörlega óvart rekið sig í on/off takkan sem stjórnar úthlutun til okkar á Siriusi úr fiskistofnum Máritaníu. Síðan við komum út úr síðustu löndun þá hefur verið tregt hjá okkur, við því er víst lítið annað að gera en að reina að anda með nefinu og halda áfram að reina og reina ;). Fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott og hefur Vírus notið góðs af fiskileysinu, í stað þess að ég huggi mig á súkkulaði þá hef ég frekar mokað hráu kjöti í Vírus. Í gærkvöldi keyri þó um þverbak þegar ég fyllti á skálina hans með nýsneiddu nautakjöti, félaginn stautaði útbelgdur yfir að skálinni, þefaði örlítið og lagðist svo niður sigraður á sál og líkama, þar lá hann góða stund áður en hann fór að reina að troða meira í sig, með herkjum hafði hann það af að mæða ofan í sig ¾ hluta af úthlutuðum skamti svo skreið hann í bælið sitt og lagðist fyrir. Segir nú frekar frekar fátt af ferfætlingnum um stundarsakir...
Mynd
..::Sandfréttir::.. 3júlí um tvöleitið hættum við veiðum og dóluðum áleiðis inn á Nouadhibou leguna nánar tiltekið inn að bauju no2. Þar kláruðum við að frysta og byrjuðum svo að landa yfir í Omega Bay um fjögur leitið í gær. Þær eru svipaðar þessar landanir, bara misjafnlega mikið vesen, en einhvern vegin siglir maður í gegn um þetta í lága drifinu. Nú erum við að vinna með fraktskipi sem heitir Omega Bay og klárum hann sennilega ekki fyrr en í nótt, þá verður farið á annað skip og haldið áfram að landa þar, eftir það fáum við okkur einn sjortara á drottningunni Reinu ;) áður en haldið verður til veiða aftur. Um miðjan dag í dag mætti lítill Rússatogari á hina síðuna á fraktskipinu til að landa, það er oft hundleiðinlegt að eiga við múringar hérna á legunni vegna straums og vinds og var það akkúrat þannig núna, við lágum þvert á vindinn og var straumurinn svo sterkur að litli Rússinn skrúfaðist upp að fraktaranum eins og hann væri með hliðarskrúfur að aftan og framan, það var ekkert h...
Mynd
..::Vöruskipti::.. Það hefur verið blíðuveður hérna hjá okkur síðan við komum úr löndun, kærkomin blíða eftir helv... bræluna sem var dagana fyrir löndun og i lönduninni. Þegar lognið hlær þá er lag að skjótast á milli skipa og skiptast á nauðsynjavörum, dagurinn í dag var einn af þessum dögum þar sem tuðrurnar voru notaðar í vöruskipti, fyrst mætti Gulli á Betunni og sótti trollsónar sem við vorum með handa þeim. Í leiðinni náðum við að skipta á tveimur ostakúlum og 8stk af AA batteríum, Gulli reið sæll og glaður heim á leið með ostakúlurnar og trollsónarinn á meðan Reynir frændi hans smælaði allan hringinn yfir batteríunum. Svo var það tuðran á Geysi sem kom og sótti pakka sem hér var í geimslu, Ingi vélstjóri ákvað að sigla stórbaug báðar leiðir og var ekki annað að sjá en þar væri sigldur heimshornamaður við stjórnvölinn. Auðvitað fylgdi þessari ferð smá bisness, í skiptum fyrir tímarofa fengu þeir eitt kíló af þurrkattarmat og tvær ostakúlur. Kattarmatnum á að reyna að koma ofan í...
Mynd
..::Herpinót::.. Jæja þá er komið að því ;), við kláruðum að landa um kvöldmatarleitið 26jún og í framhaldinu var haldið áleiðis á veiðar. Um það leiti sem við vorum að klára löndun renndi einn af þessum stóru tré Márabátum fram hjá okkur og kastaði nót “herpinót”. Mér fannst nú ekki vera neitt veður í þetta en þeir kalla ekki allt ömmu sína þessir jaxlar og þeir kláruðu hringinn sem mér fannst bara býsna langur, svo kom annar bátur og tók snurputógið og dróg það. Tæknin er ekkert að flækjast fyrir þeim á þessum bátum og ég held að það sé ekkert spil í þeim, hvorki hand né vélknúið. Allt dregið á höndum nema snurputógið sem hinn báturinn dró. Það var ekki laust við að ég vorkenndi þeim þegar þeir voru að bisa nótinni um borð aftur, bátskriflið saup oft á og það var nóg að gera í austri hjá körlunum milli þess sem þeir drógu nótina hægt og bítandi. Einhvernvegin hafðist þetta allt á endanum en árangurinn var ekki mikill í þetta skiptið, enda kannski ekki hægt að ætlast til þess þar sem ...
Mynd
..::Einn af þessum dögum::.. Liggjum enn á 10bauju og löndum, það hefur gengið afspyrnu seint og illa og fer misjafnlega í geðið á okkur. Rússadallurinn sem var að landa í sama skip og við var ekkert að flýta sér og blokkeraði okkur á eina lúku fram á miðjan dag, þar fyrir utan hefur þetta allt verið eins og sá svarti með hornin og klaufirnar hafi komist með klærnar í þetta. Í gær voru kafarar að vinna í Rússadallinum og við fengum þá svo til að hreinsa hjá okkur ristarnar á bógskrúfunni og sjóinntökin á skipinu, en þetta var allt orðið stíflað af skel og drullu og ekki vanþörf á því að skafa aðeins af þessu skelina. Þeir byrjuðu seinnipartinn í gær og komu svo aftur í dag til að klára þá vinnu. Klukkan var að verða fimm þegar Duvankoy loksins hundskaðist í burt seinna en von var á, hann hefði að öllu eðlilegu átt að vera farin fyrir þrem dögum en einhvernvegin tókst þeim að treina sér þessa löndun langt fram úr hófi, eiginlega var þetta komið út í bull en það er bara þannig, eitthvað...
Mynd
..::Siglt um netið!::.. Þar sem ég hef lítið annað að gera en að bíða eftir að löndun ljúki þá tók ég saman nokkra hlekki á heimasíður skipa sem gaman er að kíkja á, það eru alltaf fleirri og fleirri skip sem halda úti heimasíðum sem gaman að líta við á og sjá hvað menn eru að gera. Því miður er allt of algengt að menn skilji ekki eftir sig spor á þessu rápi og er það miður því ég veit hversu hvetjandi það er ef einhver sýnir því áhuga á því sem verið er að gera, það kostar ekkert að kvitta í gestabækurnar eða skilja eftir kvitt á commentunum. Ef þið vitið um einhverjar fleirri heimasíður skipa þá er ég mótækilegur fyrir hlekkjum á þær :). Hér eru heimasíður nokkurra Íslenskra skipa: Aðalsteinn Jónsson Arnar HU-1 Álsey Bjarni Ólafsson Baldvin Njálsson Brimnes RE 27 Börkur NK Björgvin EA-311 Faxi RE 9 Guðmundur í Nesi Guðmundur VE Huginn VE Hoffell SU Hákon EA 148 Jón Kjartansson Krossey SF Kap VE 4 Kleyfaberg Málmey SK-1 Margrét EA Snorri Sturlusson Sighvatur Bjarnason VE 81 Og hér eru...
Mynd
..::Nouadhibou Bouy 10::.. Samkvæmt gömlu Íslensku spakmæli þá er betra seint en aldrei :) svo nú hripa ég niður nokkrar línur. Seinnipart 22 Júní vorum við búnir að mæða í dallin fullan og ekkert annað í stöðunni en að hætta veiðum og halda til lands. Undanfarna daga var búið að vera skíta veður á miðunum og ekki hundi út sigandi, 18-22ms og þó nokkur hvika sem gerði okkur mjög erfitt fyrir að ná ásættanlegri ferð við veiðarnar, ég veit að þetta þykir sjálfsagt ekki mikið heima á Íslandi en hér við vesturströnd Afríku er þetta brara bræla. Við erum ekki vanir svona vinndperring hérna og því búnir að sníða okkur stakk eftir því veðurfari sem hér oftast ræður ríkjum, litlum vindi og sléttum sjó. 8050 hestarnir okkar dugðu engan vegin til þegar kom að því að draga veiðarfærið á móti þessu og þurfti því að draga fram úr erminni aukahesta frá einum af ljósmótorunum, það gerði ásandið bærilegra en samt enganvegin nógur kraftur í því að draga á móti veðri og vindum af þessari stærðargráðu, þ...
Mynd
..::Komin tími á skriftir::.. Þetta er náttúrulega ekki orðið hægt en ég ætla samt að reina að sýna smá lit og pústa aðeins út, heitir það ekki að skrifta á Kaþólsku ? Það hefur ýmislegt verið í gangi hérna hjá okkur eins og vanalega, Reynir og strákarnir fóru í að skera burt hryggandskota á dekkinu sem hefur verið að flækjast fyrir okkur lengi, þörf hreynsum sem við hefðum átt að vera búnir að framkvæma fyrir löngu. Betra er seint en aldrei og á tímum ofurolíuverðs er gott að losa dallinn við alla óþarfa þyngd. Annars hef ég lítið annað gert í tvo daga en að sóa olíu í tómt bull og vitleysu, þeir félagar mínir á kompanýskipunum hafa tekið mig þvílíkt í rassgatið fiskilega séð að ég hef þurft að standa grátbólgin við stólinn búin á sál og líkama;). Eins og Silfurskottan orðaði svo vel um árið þá segi ég “Minn tími mun koma” ef ekki í dag nú þá einhvertímann seinna, kannski á morgun :). Vírus er einn af þeim sem lætur aflaleysið ekki raska ró sinni, honum nægir að það sé matur og vatn í...
Mynd
..::Gömul Hús!!!::.. Héðan er ekki mikið að frétta annað en að það hefur verið þokkalegasta rjátl undanfarna daga. Halli á Stöðinni (Halli Hall) skipper á Viktoríu, fyrrverandi póstútburðardrengur, póstflokkari og Eskfirðingur stóð fyrir spurningarkeppni í gærkvöldi. Keppnin var um heiti á gömlum húsum á Eskifirði. Skemmst er frá því að segja að mér gekk ekkert of vel í keppninni en er margsfróðari á eftir, Guðni í Múla var krýndur sigurvegari í keppninni. Mynd dagsins er fengin í óleifi á netinu en er engu síður af Eskifirði þar sem lognið hlær ;). Thats it for to now. Vona að Guð og gæfan lufsist með ykkur lífsins leið.......
Mynd
..::Mannaskipti::. Við rétt náðum að hnusa af fiskimönnunum áður en það þurfti að fara inn í mannaskiptin. Mannaskiptin voru svipuð og alltaf, það þarf ekki að kvarta undan því að ekki sé skipulagningin í lagi hjá yfirfararstjóranum, vélin var á réttum tíma og allt leit dillandi vel út þangað til komið var til Máritaníu en þar varð smá töf út af bulli í hafnaryfirvöldum, bara normal miðað við hvar í veröldinni við erum staddir. Við múruðum saman þrír Janus Geysir og Sirius og gekk allt eins og smurð vél að koma mannskap að og frá skipunum, við félagarnir notuðum tímann til að kíkja yfir í Geysir og skoða nýjasta stýrimanninn Júlíu, hún er loðin og ferfætt og ákaflega krúttlegt eintak af ketti, en ósköp er hún nú lítil ennþá. Menn voru misjafnlega virðulegir í mannaskiptunum, ef farið er út í virðulegheit þá bar Boggi vinnslustjóri á Janusi af, og blikna Máritanskir herbúningar í samanburði við borðalagðan Top Gun búninginn sem hann var í. Boggi kom hingað yfir og sat í sófanum og spjal...
Mynd
..::Who said it would be easy?::.. Einhvernvegin er þetta allt búið að fara út um læri og maga hjá okkur undanfarið, löndunin tók miklu lengri tíma en svartsýnustu einstaklingarnir hérna um borð reiknuðu með, við vorum við ekki lausir frá fraktdollunni fyrr seint í dag og þá áttum við eftir að samrekkja við drottninguna “Reina” eitthvað fram eftir kvöldi og kannski fram á nótt. Reina er nýjasta þjónustuskipið í Kötluflotanum, á Spænsku þíðir Reina Drottning, þetta er krúttlega lítið frakskip 92m langt og kemur sú konungsborna til með að þjóna okkar dýpstu vonum og þrám í framtíðinni ásamt Yaizu og Orion. Samfarirnar við drottninguna gengu smurt og upp úr kvöldmat vorum við búnir að reima Drottninguna á síðuna og láta krókinn falla niður á hafsbotninn svo við lágum sama í friði og ró. Svo var hafist handa við að hífa úr henni góssið sem hún kom með handa okkur. Þótt ég hafi verið með vonið fullt af brjóstum þegar þetta verkefni með Reinu hófst þá segir mér svo hugur að eitthvað verði li...
Mynd
..::Nouakchott road!::.. Liggjum á legunni utan við Nouakchott og löndum, það gengur svona lala. Við byrjuðum að basla í þessu í fyrrinótt og verðum líklega að stauta við þetta fram á morgundaginn. Í gær skruppum við Gummi á tuðrunni í land til að sækja nýtt veiðileifi og 100lítra af bensíni á bátinn, ég notaði tækifærið og spurði umboðsmanninn okkar um verðið á bensíni og Diselolíu inni í Nouakchott, þar komst að því að það er örlítið ódýrara en heima á klakanum, bensínlíterinn kostar 92.60íslkr og Disellíterinn kostar 80.45íslkr miðað við núverandi gengi. Ferðin í land var ágæt en það hefði mátt vera örlítið betra veður, við vorum aldrei þessu vant ekki á hraðferð svo það fór ágætlega á þessu hjá okkur félögunum. Á bakaleiðinni keyrðum við fram á dauðan smáhval, veit ekki alveg hvort þetta var Höfrungur eða Hnísa, tókum samt einn hring í kring um kvikindið og töldum líkurnar vera 60 á móti 40 að þetta væri frekar hnísa, svo var haldið var áfram. Einn Breskur supercargo fékk að fljóta...
Mynd
..::Var nauðsynlegt að skjóta hann?::.. Það hefur verið merkilegt að hlusta á allt fárið sem skapaðist í kring um Hvítabjörninn sem heimsótti okkur Íslendinga um daginn, að mínu viti var ekki nema tvennt að gera í stöðunni, annað var að fanga greyið og setja hann í Húsdýragarðinn, eða bara lóga honum eins og gert var. Ekki veit ég hvernig það hefði gengið að fanga greyið án þess að limlesta hann og meiða, svo það var ekkert eftir í stöðunni annað en að skjóta greyið. Það er nú samt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vita mest og best hverig átti að gera þetta, þeir sömu eru yfirleitt ekki á staðnum til að meta aðstæður eða hafa á annað borð hugmynd um hvað þeir eru að tala um, mest er þetta gaspur og blaður engum til gagns. Einhvernvegin hef ég trú á því að þeir sem að mest hafa sig í frammi um allskyns dýravermd spái lítið í því hvort mannskepnan sé að drepast úr hungri og vosbúð einhverstaðar í veröldinni. Og svo eru alltaf einhverjir að spá í því hvað öðrum finnst, hvað halda a...
Mynd
..::Lítið að gerast::.. Sjómannadagurinn hjá okkur leið hjá án nokkurrra líkamlegra átaka, engin dagskrá í gangi hérna, ekki koddaslagur, ekki kappróður o.s.f.v. Hér óskuðu menn bara hvor öðrum til hamingju með daginn í stöðinni og lengra náðu hátíðarhöldin ekki. Annars er ekki mikið að frétta héðan, veðrið hefur verið ágætt eins og oftast hérna sunnan við mörk siðmenningar, en það hefur verið hunleiðinlegt að eiga við veiðarnar og höfum við ekki riðið feitum hesti frá þeim bardaga undanfarið. En við lifum í vonninni og trúum því að þetta sé allt framundan. Læt þetta duga í bili. Bið allar allar góðar vættir að vera með ykkur öllum...........
Mynd
..::Til hamingju með daginn!::.. Dagurinn í dag verður sjálfsagt ekki neitt öðruvísi en aðrir dagar hérna á hafinu þótt hann heiti Sjómannadagur heima á Íslandi. En þetta var nú einu sinni einn af aðaldögum ársins með gleði og miklu húllumhæi, nú skilst mér aftur á móti að þessi dagur sé víðast að gufa upp og lítið gert sem minnir á að það sé Sjómannadagur, samt eru einhver byggðarlög sem reina að halda haus og gera eitthvað í tilefni dagsins. það er miður hve illa hefur tekist að halda lífi í þessum degi. Af okkur er ekki mikið að frétta annað en að það er hálfgert dos yfir þessu öllu saman, yfir miðunum hefur legið hálfgerð ördeyða, svo þetta hefur ekki verið neitt spennandi síðan við komum um borð. Mynd dagsins er tekin í fyrradag og er af einmanna fugli á flugi yfir hafinu, hér eru líka nokkrar nýjar "myndir" . Vona að Guð gefi ykkur góðan dag og þið finnið einhverstaðar smá Sjómannadagsstemmingu.
Mynd
..::Komin um borð::.. Jæja þá er maður komin um borð aftur og það var ekki átakalaust að rífa sig af stað núna, búið að vera þessi líka bongóblíðan fyrir norðan og sumarið að skella á með öllum sínum þunga, morguninn áður en ég fór náði ég að slá lóðina í fyrsta skiptið í sumar. En það þarf fleira að gera en gott þykir. Ég keyrði suður aðfaranótt 27mai og var komin í bæinn um níuleitið um morguninn, það var sól og blíða heima á Dalvík þegar ég lagði af stað en svo smá dró af blíðviðrinu, sólin hvarf í Öxnadalnum og svo smá versnaði þetta, þegar ég var komin í Borgarnes var komin rigning og vindsperra. Um þrjú svifum við af stað frá Keflavík til Lanzarode, þar var farið á hótel og gist um nóttina, við náðum samt að vera það snemma að hægt var að fá sér að éta almennilega áður en skriðið var í koju. Um morguninn var svo flogið áfram með leiguvél til Máritaníu með millilendingu í Marocco. Við lentum í Nouakchott rétt eftir hádegi og fórum þaðan í Ölphu sem ferjaði okkur út, klukkan var or...