Þá er febrúar fokin og mars byrjaður, það eina sem alltaf er á fullu gasi er tíminn, hann æðir áfram eins og meinagemlingur.
Þetta er búið að vera eins og á vitlausraspítala í allan dag hjá okkur og manni fannst eins og allt þyrfti að gerast á sama augnablikinu.
Kallarnir voru að brasa við hitt og þetta og margt nýtt að skoða og spekúlera fyrir þá nýju, ég ætla ekki að gefa neitt comment á þessa nýju og reyni að byrja með þá á núlli, þá geta þeir ekkert annað en potast upp á við ;).
Við Kiddi fórum í að taka gömlu vírana af togvindunum, ætluðum að byrja á því kl níu en það gekk ekki eftir og endaði með því að við rétt náðum þeim af fyrir hádegi.
Svo var höfuðmótorinn stopp til hálfþrjú og þá gátum við byrjað að spila inn nýja vírinn það var búið upp úr fimm.
Stálvídd var að vinna í vinnslulínunni margumræddu, ekki hélt það að þeir kláruðu í dag ;( og þegar ég spurði hvenær þeir reiknuðu með að klára þá sögðu þeir, “talaðu við okkur á þriðjudagskvöld”.
Maggi sótti mig og fékk ég...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Brjálaður dagur í Erlunni.
Þetta fer að verða eins og rispuð plata með vinnslulínuna ;) en mér sýnist að þetta sé að koma núna og þetta helvíti flott á endanum.
Við fengum togvírana í dag og stefnan er sett á að spóla gamla ruslinu upp á flottromluna á morgun og spila nýja vírinn inn á spilin.
Leifi setti lokan við spilgírinn og svo kíktum við á tannhjólin í keðjukassanum fyrir vírastýrið, það var náttúrulega ekki eins og það átti að vera og var búið að strekkja keðjuna stb megin svo mikið að hún passaði ekki lengur í tannhjólið vegna slits, einnig var eitthvað skítmix á keðjunni bb megin svo að Leifi fór og keypti nýja keðju á bæði spilin sem við hendum í á morgun.
Ég skrapp upp í Fiskafurðir og náði í skattkortið mitt í morgun, þar hitti ég Sigga R og á honum gat ég ekki heyrt annað en að það breyttist lítið andrúmsloftið Far east.
Restin af köllunum kemur seint í kvöld svo að það verður hægt að byrja að jaska út úr þeim á morgun ;). Og það verða líklega ekki vandamál að finna ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Einn dagurinn enn fokin út um gluggann ;) og hann kemur aldrei aftur, það verður bara til afrit af honum á harðadisknum í okkur, svona einhvern tíma.
Lífið um borð í Erlunni lufsast áfram og alltaf virðist vera af nógu að taka, endalaust má laga og betrumbæta, en líklega verður þetta helvíti gott fyrir rest.
Það hefur verið ótrúlegt ástand á þessu hérna, en menn eru sammála um að hún hafi ekki verið í svona góðu ásigkomulagi til margra ára “blessunin”.
Vinnsludekkið skánar með hverjum deginum og það styttist óðfluga í að það verði klárt, það á víst að vinna í því á laugardaginn en þá ætla þeir sem smíðuðu línuna að klára, svo verður bara að sjá hvort það gengur eftir.
Eftir hádegi í dag ætluðum við að spóla vírnum af togspilunum upp á flotvinduna en það varð töf á að koma höfuðmótornum í gang, fór hann ekki í gang fyrr en kl þrjú, þá virkaði ekki flottromlan því að Leifi var ekki búin að skipta um bilaða lokan sem setur inn G16 dælurnar, en þær knýja grandaraspilin og tromluna ;(...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Eitthvað fór nú lítið fyrir bloggi hjá mér í gær, en það var allt á fullu hjá okkur í allan gærdag og komst ég ekkert í að blogga ;) Ég var að brasa fram að miðnætti svo að ég sleppti bara degi úr ;).
Vinnsludekkið þokast í rétta átt og segjast þeir verða búnir með það á föstudag, en líklega verður þá eftir einhver lagnavinna og fíniseringar svo að við gerum ekki ráð fyrir brottför fyrr en eftir helgi. Restin af mannskapnum kemur á föstudagskvöld frá Lettlandi.
Við vonumst til með að geta gert troll og víra klárt um helgina.
Jón vélstjóri hefur lítið getað verið við hérna út af fingurslysinu, en samkvæmt læknisskoðun í dag þá leit þetta ekki illa út og ef hann passar upp á puttann þá sleppur þetta vonandi, annars á hann að mæta aftur á föstudag og þá kemur þetta endanlega í ljós.
Í dag hefur allt verið á fullu og vorum við að prufukeyra spilin og gekk það þokkalega fyrir utan smávægilegan glussaleka á gilsavindu og einum biluðum segulloka, en það þarf að lagað áður en við förum, a...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Síðastliðin nótt var fyrsta nóttin mín um borð í Erlu og fór ágætlega um mig.
Ég var komin á fætur kl hálfátta í morgun og fljótlega fór liðið að tínast til vinnu.
Var allt gengið mætt og nú verður að taka á því ef þetta á að nást saman í vikunni, það var svipur á sumum þegar ég sagði að þetta yrði að verða klárt á föstudagskvöld, ég veit ekki hvort menn telja að þetta hafi átt að verða að æfistarfi þeirra að smíða og setja upp þessa vinnslulínu, urr urr.
Hvað um það allt hefur sinn gang, radarinn fór af stað í dag og er bara nokkuð góð mynd á honum, autotrollið á eftir að fá lokaprófun og frágang en það eltir allt hvað annað og nú er verið að skipta um einhverja termoloka fyrir sjókælinn á aðalvélinni svo að það er ekki hægt að keyra vél í augnablikinu.
Það má segja að Jón vélstjóri hafi verið ljónheppin að missa ekki fingur í dag, en hann sneiddi framan af vísifingri á vinstri hönd, flibbinn var saumaður á uppi á slysó og var Jón mættur í vinnu aftur eftir hádegi. Ég spurði kalli...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Konudagurinn ;).
Óska öllum dömunum sem lesa þetta til hamingju með daginn.
Ekki verður hægt að segja að maður sé mjög rómantískur því að ég færði minni ekta kvinnu ekki blóm á konudaginn, og ekki morgunkaffi í rúmið ;) en ég fór frammúr fyrstur og hellti uppá kaffi ;) en það er varla hægt að stæla sig af því ;(. Ég verð að skammast mín og lofa mér því að standa mig betur á næsta ári ;).
Fór svo í að skófla ruslinu mínu saman í ferðakoffortið og gera mig kláran í flugið suður. Kvaddi svo allt gengið “eina ferðina enn” og Guðný keyrði mig svo inn á völl.
Ég fór svo í loftið á réttum tíma og hristumst við suður á fimmtíu mínútum, það var ekki tekin séns á að bjóða upp á kaffi í vélinni vegna flugskilyrða en þetta var samt ekki svo slæmt, og svo væri það ekki rétt að vera með kvart og kvein því að þetta var svo ódýrt flug ;).
Ég fór beint um borð með draslið þegar ég kom og tróð belginn hjá Lettnenska kokknum ;). Hringdi svo í Einar Gústa og mælti mér mót við hann í bænum, við löptu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Eyddi deginum í rólegheitum heima.
Skrapp og reyndi að redda Guðmundi Óla með jeppann en hann varð olíulaus á leiðinni með Álfgrím í pössun til okkar, við náðum í olíu á bílinn en það hafði lent loft inn á kerfið svo að við urðum að skilja bílinn eftir, eftir ítrekaðar tilraunir til gangsetningar.
Ég fór svo í að koma hjólinu saman og setti það aðeins í gang en það er svo mikil hálka að ég gat ekkert prufað það.
Ég var svo latur að nennti ekki einu sinni á snjósleðamótið sem var haldið í bænum í dag.
Seinnipartinn tókum við Guðný svo til í herberginu hans Einars Má og var það tveggja manna tak, þegar ég hugsa til baka þá minnist ég þess ekki að það hafi verið svona mikið rusl í herberginu mínu þegar ég var lítill, en maður man líklega bara það sem maður vill muna ;).
Nenni ekki að skrifa meira í dag.
Guð veri með ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Það munaði engu að Skódan snjóaði í kaf í nótt :-) en hann rauk í gang í fyrsta starti og malaði eins og hamingjusamur köttur á meðan ég hreinsaði af honum snjóinn.
Það var allt í svipuðum gír hjá okkur í dag, unnið á millidekkinu, autotrollinu, radarnum, ásamt því að strákarnir frá F.A.J komu stýris og GPS málunum í lag.
Einar Gústa heimsótti mig í morgun og Krummi kíkti við, hann ætlar að hafa það af að komast á stað á undan mér bölvaður refurinn, líklega fer hann af stað frá Akureyri á Mánudag þriðjudag.
Við byrjuðum svo að prufukeyra spilin í dag en það voru einhver vandamál með bremsuna á öðru spilinu ásamt því að það vantaði á kerfið og svona smá vandræði eins og vanalega þegar eitthvað er búið að standa eitthvað :-( en þetta er bara svona og ekkert annað að gera en að bretta upp ermar og svífa í að koma þessu í lag.
Það var skítaveður í allan dag fyrir sunnan og var ég nánast viss um að flugið mitt færi í einhverja vitleysu, ég var svo að vinna um borð fram á síðasta séns en...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Dagurinn byrjaði á því að Jón sótti mig og brunuðum við á bláa Súbbanum um borð.
Morguninn fór svo í ýmislegt stúss og reddingar .
Gaukurinn frá R.S var að vinna í uppsetningunni á radadarnum í dag og gekk það þokkalega þó að það sé ekki búið, klárast kanski á morgun.
Svo kom maður frá Scanmar til að líta á Scanmar skjáinn. Scanmar móttakarinn var bilaður ásamt því að þar þurfti að uppfæra forritið í honum, hann tók einhver prentbretti og kapal og fór með það til aðhlynningar.
Einnig fékk ég mann til að kíkja á Sjálfstýringuna ;( og stýrisvísinn, hann var eldsnöggur að finna út úr sjálfstýringunni (þurfti að víxla tveim endum 6 og 9) og þá virkaði hún "ÚBBS". En stýrisvísinn ætlar hann að koma og laga á morgun ásamt því að laga fyrir mig GPS útgangana en það er allt í tómu bulli og vitleisu.
Eftir hádegið fór ég og herti norðmanninn fyrir nýju stb togblökkina, ég þurfti að sitja uppi á gálganum og spyrna rörtönginni með fætinum til að ná þessu og var með afbrygðum fagleg...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Enn einn dagurinn í undirbúningnum endalausa fyrir brottferðina fokin út í veður og vind ,).
Tókum niður gamla ónýta radar skannerinn í morgun og maður frá R.Sigmundsson byrjaði að setja upp nýja skannerinn og undirbúa uppsetninguna á nýja radarnum.
Allt gekk sinn vanagang á vinnsludekkinu endalausa og seinnipartinn mætti suðupotturinn ásamt tveim færiböndum sem enn á eftir að breyta.
Ég er reyna að hætta að svekkja mig á þessum seinagangi. Smæla bara framan í heiminn og sósast í gegn um þetta. Þetta hlýtur að taka enda fyrir rest. Er það ekki ?.
Páli kom með nýju togblakkirnar og við hengdum þær upp. Það er mikill munur að sjá almennilegar blakkir aftan á dollunni og ekki skemmir að núna er þetta ekki eins og andsk.... hafi klórað þetta upp fyrir aftan rassgatið á sér.
Það er nóg að gera hjá Lettunum í flugbrautarsmíðinni og núna vantar ekkert nema lendingarljósin, hver veit nema flugleiðir sæki um lendingarleifi á brautinni ;).
Seyðfirðingurinn var búin að græja fyrir mig link...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Jón vélstjóri pikkaði mig upp klukkan átta og fórum við beint um borð í drottninguna, þar var allt á fullu ;) eða þannig.
Leifi kom aðeins, en stjórnlokin fyrir autoið er ekki komin svo að hann kemur með hann á morgun og þá getum við prufukeyrt spilin.
Norðmennirnir fyrir togblakkirnar eru komnir upp í toggálgan og tilbúnir til að taka á móti blökkunum fínu.
Lettarnir voru að sjóða upp vinklana fyrir flugbrautina stjórnborðsmegin í dag, það þurfti fá þá til að rétta þetta aðeins því okkur fannst Rússakeimur á þessu öllu saman ;) allt skakkt skælt og snúið. Maður vissi ekki hvort maður var rangeygður eða tileygður þegar maður bar þetta járnvirki augum. Þetta var ekki einu sinni fjarska fallegt því að þetta versnaði í fjarlægð. Þegar Jón var búin að blása úr öryggislokanum og lína þetta upp með trollgarni var ekkert því til fyrirstöðu að laga það sem hægt var að laga með góðu móti og á endanum var þetta orðið la la. Með góðum vilja og jákvæðni má alveg lifa með þessu, það er óþarfi að...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Vaknaði kl 08 en fór ekki fram úr bælinu fyrr en 08:30 Viðar sótti mig og keyrði mig um borð í dolluna.
Eftir morgunsopann byrjaði ég að aðstoða Leifa í Autoinu og var farið í að tengja teljarana og finna réttu endana uppi í brú.
Það var allt á fullu á millidekkinu í dag, en mér finnist vera vandræðagangur á þessari vinnslulínu en það er nú kannski vitleysa í mér.
Eftir hádegið var svo Scantrol autoið ræst með pompi og prakt og kom þessi fína mynd á skjáinn ;) það er allt á réttri leið sýnist mér en einhverjar fínpússun er samt eftir áður en við getum farið að prófa, vonandi gerist það á morgun.
Kiddi kom seinnipartinn og var eitthvað að spá í spilin varðandi vinnsluna og það sem að því batteríi snýr, Nonni var á fullu í allan dag eins og venjulega ;).
Þeir virðast vera nokkuð góðir þessir kallar sem komu á föstudaginn og erum við komnir með suðumann sem virðist við fyrstu sýn vera nokkuð klár að sjóða.
Kokkurinn var sveittur við kabyssuna í allan dag og það má segja honum til h...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Við Einar vöknuðum kl 08:30 0g kúrðum þangað til Svampur Sveinsson byrjaði í sjónvarpinu. Horfðum svo á hann, fljótlega birtist Hilmar og þeir fóru að leika sér með Lord of the Rings kallana. Ég drattaðist fram og hitaði kaffi og ristaði brauð á línuna. Það var sól og blíða með 9°C hita á Dalvíkinni en samkvæmt veðurspánni þá er kolvitlaust hvassviðri um allt land og mér sýnist á textavarpinu að allt flug liggi niðri í augnablikinu en þetta á víst að ganga niður í kvöld.
Ég get ekki sagt að ég hafi orðið hissa enda virðast forlögin haga því þannig að ef ég á flug þá er allt í fári, seinkanir eða aflýsing ;(.
Hvað um það maður stjórnar ekki veðrinu og verður að láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað í henni veröld.
Ég græjaði Vöflur í kaffitímanum og gengu þær ágætlega út. Strákarnir eru búnir að vera úti að leika í mest allan dag enda er nú veðrið til þess á Dalvík.
Hjördís fór með skólanum í bíó inn á Akureyri en það var búið að fresta því tvisvar áður vegna veðurs, ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Svaf frekar illa í nótt og var vaknaður kl 07:30. Fór beint í textavarpið og kíkti á flugið. Jú þar var allt á áætlun og fyrsta flug kl 08:30 ég bustaði tanngarðana sturtaði í mig einu vatnsglasi og hringdi á Taxa og brunaði út á völl. Þar náði ég í fyrstu vél og fórum við í loftið á réttum tíma, auðvitað var sama lesefnið í sætisvasanum og verið hefur frá áramótum ;) við lentum svo á Akureyri kl 09:15 en þar þurfti ég að bíða til 10 eftir Brynju en hún sótti mig vegna þess að Guðný var í nuddi.
Ég var svo komin heim rétt fyrir ellefu loksins loksins......
Dagurinn fór svo í ýmislegt stúss, ég kippti linkunum úr afturgafflinum á hjólinu enda búin að nálgast 17mm fastalykil og svo var stórafmæli hjá Ninnu systur Guðnýar þar sem við fórum og tróðum okkur út af tertum og kræsingum ;).
Einar og Hilmar voru svo á flakki á milli Ægisgötunnar og Goðabrautar og endaði það með því að þeir fóru með Svölu fram á Bakka í kvöld að horfa á valið fyrir Eurovision og hitta hundinn, ég ætla svo að r...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Arrg!! fluginu mínu var aflýst ásamt öllu flugi frá Rvík í kvöld og er athugun í fyrramálið, á textavarpinu (nota bene) ekki hringja.
Þetta er nú meiri andsk þjónustan hjá þessari einokunarstofnun fyrst þarf maður að hanga klukkutíma í símanum eftir að vera búin að fara í gegn um fáránlegan “ ýttu á hina og þessa takka” já þetta fyrirtæki er ekki á topp tíu listanum hjá mér þessa dagana, og þegar maður loksins kemst í þessar gripaflutningavélar hjá þeim með hnéið í andlitinu og öxlina uppí næsta manni þá bíður mans sex mánaða gamalt skýjum ofar blað í sætisVasanum sem lítur út fyrir að hafa verið dregið á eftir hestvagni hálfan hnöttinn ;(.... og allir landsmenn búnir að lesa tvisvar sinnum ;(..
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Dagurinn byrjaði á því að ég skutlaðist upp í Klukkurima og náði í Bryndísi (konu Viðars) og dæturnar þeirra og keyrði svo um borð en hún tók svo bílinn ;).
Ég var svo að brasa með Leifa í morgun í að sannreyna kaplana í þrýstiskynjarana fyrir spilin og gekk það þokkalega, við notuðum gemsana í samskiptin en það þurfti náttúrulega að hringja hjá mér aldrei þessu vant svo að það var á tali þegar Leifi ætlaði að ná sambandi og svo slokknaði á símanum hjá mér ;(. En þetta hafðist fyrir rest. Ég tengdi svo margumrædda sjálfstýringu með nýjum köplum svo að nú á hún að vera í sama ástandi og áður ;) nema á nýjum og betri stað, svo færði ég GPS tækin og tók til í brúnni. Ekki veitti nú af því, það var allt á kafi í sagi og rusli.
Kosturinn kom í dag en hann var óskaplega raunarmæddur rafsuðumaðurinn með þetta matarstúss enda var karlgreyið nú ekki ráðin sem kokkur þó að hann hafi lent í þessu verki. Annars var ekkert tekið fram hvað hann átti að rafsjóða og við erum ekki með gas svo allur m...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ætli ég verði ekki að byrja bloggið á að tilkynna dauðsfallið í fjölskyldunni.
Aumingja Stuart hamsturinn hans Einars varð bráðkvaddur í gærdag og flögrar hann nú um með hinum hamstra englunum, blessuð sé minning hans.
Og ekki byrjaði þessi dagurinn glæsilega hjá mér. Vaknaði við síman kl 09 en þá hafði ég sofið yfir mig, en það var ekki til skaða enda var ég komin um borð 10min seinna.
Leifi var í víraflækjunni inni í púltinu framm að hádegi og ég var eitthvað að reyna að hjálpa honum en það var svo mikill gestagangur og ónæði að það fór allt út um læri og maga hjá mér. Það voru mættir menn í vinnsluna og þar var allt í syngjandi sveiflu í dag þó að lítil mynd sé komin á þetta ennþá.
Og mál dagsins var að ég reif mig upp úr volæðinu og fór í að teikna upp tengingarnar í sjálfstýringuna merkti svo allt upp aftengdi draslið skrúfaði hana niður. Færði hana svo á betri stað og skrúfaði hana svo upp ;). Og nú er ekkert annað eftir en að útbúa nýja kapla og tengja draslið aftur.
Í kv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Það er mikið búið að gerast hjá okkur í dag þó svo að ekki hafi ég lagt í sjálfstýringuna enn, en ég er búin að taka fyrir hana gatið svo að nú styttist í flutninginn.
Ég setti upp tölvuna fyrir autotrollið í dag, það var nokkuð bras en ég þurfti að fella krossviðarplötu yfir gat í innréttingunni og taka svo gat í plötuna sem tölvan féll í, þetta var fúskað saman og leit bara nokkuð vel út á eftir þó að ég segi sjálfur frá ;).
Svo setti ég upp skjáinn fyrir autoið og brasaði hitt og þetta.
Í dag var svo byrjað að koma upp norðmönnunum í toggálgann fyrir togblakkirnar og klárast það verk vonandi á morgun, en mesta skúffelsi dagsins var þegar að vinnslulínu hönnuðurinn taldi að hann hefði hlaupið á sig í gær og ætti enga möguleika á að klára þetta í næstu viku, Jeesuus hvað er eiginlega í gangi en ég en reyndi jafnframt að anda með nefinu og missa mig ekki upp á snúning ;), seinna leystist þetta svo með því að við fáum aðra til að setja línuna niður og tengja glussa og sjólagnir en ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Einn dagurinn enn að kvöldi komin.
Ég náði að tengja alla snákasúpuna í nýju plotter tölvuna setja upp MaxSea og koma öllu af stað ;). Leifi var á fullu í autoinu í allan dag og miðar því verki jafnt og þétt.
Og ekki má gleyma því að MarStar forritið kom í morgun svo að nú erum við komnir með emil og er það erla@sjor.it.is
Seinnipartinn var svo farið í að opna ferskvatnskælinn fyrir höfuðmótorinn en borið hafði á leka á kælikerfinu, kælirinn átti að vera nýupptekin svo að vélstjórinn átti ekki von á neinu surprice en langaði samt að útiloka kælinn. Þegar loksins lokið náðist af þá varð helmingurinn af stýringunni á lokinu eftir inni í kælinum og nokkuð ljóst var að þessi kælir hafði ekki verið opnaður árum ef ekki öldum saman og þarf hann einhverrar aðhlynningar áður en hann fer saman aftur, en sem betur fer kom þetta upp núna en ekki út í sjó.
Ekki lét vinnslulínan sjá sig í dag frekar en fyrri daginn og er þetta orðið frekar fúlt svo ekki sé meira sagt, en vonandi fer eitthvað...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Djöfull var hvasst í morgun það verður engu logið þó að Reykvíkingar tali um vindgang, meira segja sveitamanninum að norðan/austan fannst nóg um ;). En það hefur samt aldrei blásið svo mikið að ekki lygni aftur og seinnipartinn var komið ágætisveður.
Á morgun á svo að vera einhver vestan fræsingur svo að þessu er ekki alveg lokið.
Leifi var á fullu í autoinu í dag og er að koma mynd á það, ég var settur sem handlangari og snattari í kring um Leifa ásamt því að ég var í að setja upp nýju plotter tölvuna í hjáverkum, en á eftir að fíniséra það verk örlítið. það felst aðallega í að koma snákasúpunni snyrtilega fyrir og apperatinu af stað.
Svo er ég að safna kjarki til að færa sjáflstýringuna en mér hryllir við ormunum úr henni. Þá þyrfti að aftengja og lengja, það er eins og kjarkurinn minki með árunum, kannast ekki einhver við það? eða er ég einn um þessa tilfinningu?
Þeir ætluðu að koma frá Radíómiðun og setja upp Marstar fyrir emil samskiptin en því var frestað til morguns.
Hra...