Færslur

Og ekki kom blíðan enn þó svo að spáin hafi nánast lofað blíðu ;(. Aflinn eftir nóttina var rýr og sama var að segja um næsta hol, en þá vildi ekki betur til en að trollið hengilrifnaði inni á dekki allt vegna athugunarleysis, arrg arrg. Og á meðan við vorum að gera við trollið þá þurfti vélstjórinn endilega að vilja stoppa vélina svo nú er trollið klárt en við á reki að bíða eftir að það verði klárt í vélarúminu, á meðan fjarar dagurinn út og þar með veiðilíkurnar. Já einn dagurinn enn með krókinn á kafi í rassgatinu. Við Hannes fundum gamlan GPS niðri í skúffu og nú er búið að koma loftnetinu fyrir hann upp og koma honum af stað ;). En stóra talstöðin bilaði ;( Hannes er búin að liggja yfir henni og varð að játa sig sigraðan þar. Okkur sýnist á spánni að það verði lítið veður til flutninga á morgun svo að ef við eigum að koma Hannesi yfir þá verður það að gerast í kvöld. Polling systemið hökti af stað hjá okkur í dag, en það gerir NAFO kleift að skoða staðsetningu okkar hvenær ...
Ekki kom góða veðrið sem við vorum að vonast eftir i dag ;(. Og það er búin að vera skítabræla í dag en kortið fyrir morgundaginn lofar betra veðri ;). Í morgun þegar við tókum trollið þá var svo þung aldan að önnur bakstroffan í stjórnborðshleranum slitnaði í látunum, þegar draslið var komið inn þá tókum við hlerann inn til að skipta um keðju. Það var ekki þrautalaust því að dollan ólmaðist eins og sólborgari á e-töflum. Svo þegar við ætluðum að henda hleranum út aftur þá virkaði ekki spilkerfið ;) en Jón fann út úr því og korter í tvö var druslan komin í botninn aftur. Það er eiginlega ekkert veiði veður fyrir Erlu en það verður að reyna að pjakka í þessu í von um að veðrið verði skárra þegar hífað verður. Í dag var svo ákveðið að við yrðum í landi 31mars, því fylgdi náttúrulega bullandi pappírsvinna því að tilkynna þarf löndun mannaskipti áætlaðan afla og allt það með 10daga fyrirvara til Nufy, svo þarf aftur að hnykkja á því með fjögurra daga fyrirvara og enn og aftur sólarhring...
Einn brasdagurinn enn að kvöldi komin og ekkert lát á vandamálunum í Erlu. Í morgun þegar við hífuðum var komin kaldaskítur með tilheyrandi velting og látum, við ætluðum aldrei að ná trollinu inn því að hlerarnir voru alltaf inni í rennunni og ef ekki þá lokuðu þeir algjörlega rennunni ;( ekki var hægt að kasta við þessar aðstæður og pjökkuðum við upp í veður og vind á meðan reynt var að græja þetta aðeins betur, við fórum í að logskera burt einhverjar stýringar á gálganum sem við töldum að væru til vandræða, það versnaði við það ;(. Á endanum hengdum við hlerana í græjur á meðan kastað var til að fá þá út úr rennunni, svo var rafsuðumaðurinn settur í að rafsjóða rör þvert yfir rennuna til að reyna sporna gegn þessu, en vandamálið er samt ekki leist með þessu og þetta verður til vandræða þangað til að við finnum lausn til að koma hlerunum utar á rassgatið á skipinu. Við köstuðum svo seinnipartinn og nú erum við að reyna að toga en vindur og straumur vill ráða ferðum okkar svo að nú ...
Í gærkvöldi þegar hífað var þá fékk maður vægt áfall en það er búið að vinna nokkuð vel úr flestum vandamálunum sem þá komu upp ;). En á tímabili féllust manni alveg hendur ;) og maður sá engan vegin út úr bilana og vandræða súpunni ;). Í nótt klukkan fjögur var svo trollinu gusað út aftur og togað til hádegis, aflinn var þokkalegur og veðrið hreint ljómandi. Þar sem að gírinn í gasolíuskilvindunni varð tannlaus í nótt og hún þar með úr leik. Varð ég að keyra yfir að Lómnum og sækja varahluti í skilvinduna og fl sem kom út með honum. Í framhaldi af því gerðum við nokkrar breytingar á trolli og hlerum og köstuðum svo druslunni kl 1700. Nýja fína Scanmar trollaugað entist í heilar fjórar klukkustundir og liggur nú bilað inni í skáp engum til gagns en mér til mikillar armæðu. Svo er fyrirliggjandi að sansa hlutina til og fá allt til að snúast og virka, en líklega tekur það einhvern tíma að fá þetta í almennilegt horf. Róm var ekki byggð á einum degi og þar við situr. Farþeginn er...
I morgun sigum við upp á norðurhornið á Flæmska Hattinum og klukkan eitt var trollið komið í botninn ;). Við fyrstu sýn þá virðist þetta virka 7-9-13 bank bank en ég ætla samt að koma frá mér blogginu áður en fyrsta holið verður innbyrgt ;). Það er búið að vera kaldaskítur í dag og heyrði ég að stóru dasarnir voru að tala um 15-20m/s en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, okkur finst þetta ekki svo slæmt eftir það sem á undan er gengið. Þegar á reyndi þá vinnur suðupotturinn ekki og er nokkuð ljóst að eldhólfið sem reynt var að klastra í heima er ónýtt ;(. Hannes er búin að standa í ströngu í dag og er búin að vera á kafi í köplum og tengingum undir brúnni í mest allan dag, þar þurfti að taka til hendinni ;). Veslings vélstjórinn minn er búin að vera svartur upp fyrir haus í allan dag, það eru allskyns vandamál að hrella hann og af nógu að taka. Sjálfsagt koma upp enn fleiri vandamál þegar híft verður svo að ég sá mér leik á borði og losa mig við bloggið áður en stóri hvellu...
Síðastliðna nótt fengum við þann mesta velting sem við höfum fengið á leiðinni ;) og var ein og maður væri í rússíbana. En um hádegi var svo komið þokkalegt veður en haugasjór og veltingur, þetta er svo smátt og smátt að fjara út. Við reiknum með að geta kastað druslunni um hádegisbil á morgun. Það eru allir búnir að vera á fullu í að gera við og lagfæra og er engum hlíft, veslings farþeginn er misnotaður hrapalega og er hann alltaf eitthvað að laga fyrir okkur ;). ‘I dag tengdi hann Gýrókompásinn inn á 24v og svo var eitthvað fleira sem hann lagfærði í rafmagninu. Rafvirkinn liggur bara fyrir og ber sig aumlega, ég kíkti á karlinn í dag og var komin út myndarlegasti marblettur á bakinu á karlgreyinu. Að öðru leiti hefur dagurinn verið öðrum líkur hjá okkur. Megi himnaföðurinn passa ykkur.
Ekki væsti um mann á gólfinu í nótt, þetta var bara eins og í útilegu ;). Það var þokkalegt veðrið í gærkvöldi svo að við stoppuðum og Jón lagaði einhvern olíuleka á höfuðmótornum og breytti einhverju í lögnunum að eimaranum, núna framleiðir eimarinn um fimm tonn á dag svo að það er besta mál. Það er ekki amalegt að vera með rafeindavirkja um borð, í gærkvöldi bilaði einn tölvuskjárinn í brúnni og Hannes var snöggur að kippa honum niður og gjörsamlega spaðaði græjuna í smáparta ;) á endanum fann hann bilunina og reddaði því með stæl. Eitthvað ber Rafvirkinn sig illa eftir byltuna og þurftu félagarnir að bera hann á kamarinn í morgun ;(. Í morgun byrjaði svo að hvessa og um hádegi var komin skítabræla eina ferðina enn, ég var í sambandi við Skúla Elíasar á Otto og vildi hann meina að við hlytum að fara verða búnir með brælukvótann, ég er honum sammála og verð að segja að þetta ferðalag er alveg með ólíkindum hjá okkur, við eru tvisvar sinnum búnir að fá þokkalegt veður dagsstund sí...
Kannski er maður bara að verða vanur þessum brælum, nema veðrið hafi verið aðeins skárra eftir hádegi í dag. Kyndingin er enn og aftur að stríða okkur og hefur ekki verið hiti á skútunni síðan í nótt ;). Það var bölvuð óþverrabræla í nótt og míglak vatnsausturinn í kojuna hjá mér svo að maður var hundblautur og druslulegur þegar maður aulaðist fram úr í morgun, that´s it og nú veður þetta loft rifið niður og reynt að komast fyrir vandann. Við fengum upplýsingar frá Ölfu sérfræðing um keyrslu höfuðmótorsins og kom þá í ljós að við vorum með óþarfa áhyggur af afgas og skollofts hita og nú er hægt að keyra aðeins meira. Í hádeginu datt svo rafvirkinn niður stigann á neðri ganginum og lá lengi emjandi í gólfinu, við vorum helst á því að hann væri rifbrotinn. Ég guðaði í hann einhverjum verkjalyfjum og hringdi svo í læknir. Eftir samtal við lækninn kom í ljós að lítið er hægt að gera annað en að gefa honum verkjalyf og sjá til, þeir drusluðu honum svo inn í klefa. Seinnipartinn þegar ég...
Við Jón vorum að brasa í mótorhúsinu fram til fögur í nótt, við rifum skolloftsblásarana og skoðum þá en þar var ekkert athugavert. Þar sem lekin yfir kojunni minni var horfinn þá flutti ég í fletið aftur og svaf eins og engill fram til ellefu í morgun. Það var náttúrulega komin suðvestan skítabræla í morgun og hefur það staðið í allan dag, en ef kortið gengur eftir þá verður kannski smá stund milli stríða á morgun. Loksins hafðist eimarinn af stað og er hann nú farin að framleiða vatn handa okkur, að vísu eru afköstin í minna lagi en það von um að afköstin aukist. Við heyrðum aðeins í Skúla á Otto í talstöðinni í dag og er þokkalegt veður og veiði á hattinum núna, en það er einhver Lægðarpussa sem er eitthvað að igla sig og gæti gert usla á laugardag. Hitamálin hafa verið í góðu lagi síðan í gær en núna um kvöldmatarleitið var eitthvað pat á því ;(. Það er verst að ekki skuli vera hægt að virkja þennan velting eitthvað, ef svo væri þá myndi ekki skorta kraftinn hjá okkur. Veiðar...
Miðstöðin er búin að vera úti síðan í gærkvöldi en þá kvaddi hún með miklu búmmi og allt hvarf í sóti og drullu í vélarúminu. Þá var ákveðið að fresta frekari viðgerðum fram til morguns. Það var komið þokkalegt veður í morgun svo að veltingurinn var innan marka velsæmis, og gangurinn á dollunni var svona la la. Unnnið var við lamaða eimarann í allan dag og ekki er komin nein niðurstaða úr því. Kyndarinn hökti af stað seinnipartinn og fóru þá ofnarnir að volgna í Erlunni ;). Hvort það heldur einhvern tíma veit enginn, en við eigum von á varahlutum sem fara til Kanada á morgun, vonandi leggja þeir svo af stað á miðin á laugardag. Ekki hefur enn unnist tími til að fara í vatnslekan yfir kojunni minni svo að ég kúrði á bekknum í nótt og var það ekki góð vist. Ætli ég fari ekki í að rífa niður loftplöturnar yfir kojunni í kvöld og þá kemur sjálfsagt eitthvað skemmtilegt í ljós. Seinnipartinn var svo farið að blása úr vestsuðvestri en vonandi er ekki ein brælutussan enn að skella á ;(...
Ekki entist góða veðrið lengi og klukkan níu í morgun var komin suðvestan skítabræla með tilheyrandi velting og gangleysi. Ekki var það heldur til að auka ánægjuna að helv olíukyndingin fyrir hitan á skipinu bilaði svo að við höfum ekki haft hita né heitt vatn í dag, en vonandi rætist úr því. Um miðjan dag komst olíuskilvindan af stað svo að þar fór eitt atriðið út 7-9-13 knok knok ;). En þar sem að svo miklar bilanir og verkefni liggja fyrir hafa menn ekki komist í að athuga lekan yfir kojunni minni og var svo komið í morgun að ég mátti fjarlægja dýnuna og alles svo að það færi ekki allt á floti ;( og svo verður maður bara að norpa á bekknum þangað til að tími vinst til viðgerða. Ég veit ekki hvaða helvítis ófriður þetta er alltaf í þessu veðri en þetta var alls ekki það sem við höfðum gert ráð fyrir, og ef þetta lagast ekki þá verður Erla sjálfsagt vorskipi á Hattinum þetta árið, plotterinn er að tifa á 6-9dögum eftir á miðin ef ekkert breitist. Og ekki auðvelda þessi anskotans læ...
Nóttin hjá okkur var þyrnum stráð og valt dollan alveg ógurlega, er vægt til orða tekið að það hafi verið allt á rúi og stúi í Erlu í morgun. Í brúnni losnaði skjárinn fyrir standard-C og var flaggarinn víst fastur við hann í fjórar klukkustundir ;) hann þorði ekki að sleppa skjánum og skorti það sem þurfti til að leysa málið á annan hátt, gott að ekkert var á vegi okkar á meðan, einnig slitnaði stólinn fyrir ritvinnslutölvuna upp úr gólfinu en það voru full stuttar stuttar skrúfur sem festu hann. Það er allt á floti hjá kokknum og plammar hann á stígvélum í konungsríki sínu, en meinið er að það bullar eitthvað upp úr niðurfallinu á veltunni. Svo varð mengunarslys í einni af útstöðvum kokksins (þurrgeimslunni) en þar hafði tæknilókurinn laumast til að geima blekið fyrir stimpilpúðana og ekki vildi betur til en að hálfs líters búsi strauk úr hillunni og ólmaðist á gólfinu frelsinu fegin. Þar ólmaðist hann þangað til hann sprakk, og slettist gumsið úr honum út um allt í þurrgeymslu ko...
Sunnudagur. Ekki byrjaði þetta nú bærilega hjá okkur því að við vorum komnir á rek upp úr eitt í nótt, en maður átti von á að það yrði bras svo að ég hrökk ekki langt ;). Svo er líka skítaveður svo að ekkert liggur á, ég ætlaði að gefa Jóni tíma til að fara í skilvinduna, og leifa strákunum að gera togvírana klára átromlunum áður en við förum út úr faxaflóanum, aðalmarkmiðið var að komast út og sjá hvernig þetta plummaði sig svo verður þetta bara að koma með kaldavatninu ;). Við Jón fórum ekki í koju fyrr en kl sjö í morgun þá settum við á rek og ætlar Nonni að skoða skilvinduna og fá betri upplýs um gírinn. Ég vaknaði svo klukkan tíu og fór að skoða hvað hefði komið út úr skilvindumálinu en Júri ætlaði að rífa hana í morgun, það voru farnir í henni einhverjir kúplingaklossar og er möguleiki á að skítmixa það saman ;). Eftir hádegi settum við í gang og slökuðum út togvírunum og strekktum þá á tromlunum, svo tókum við trollið klárt. Það er bölvaður norðaustan vindsperringur og lík...
Laugardagur. Laugadagur til lukku, segir máltækið ;) vonandi gengur það eftir. Í morgun var verið að ljúga saman síðustu vinnslulínupörtunum og setja upp síðustu lagnirnar, svo var prufukeyrt. Auðvitað komu upp vandamál og var strax farið að vinna úr þeim. Kiddi fór í að pakka trollinu og hífa það um borð svo hengdu þeir hlerana á skutinn. Seinniparturinn fór í að taka til og hífa í land dót. Um fjögurleitið átti svo að prufa pottinn og þá virkaði ekkert, og varð að kalla til rafmagnssérfræðinga í verkið, voru þeir að fram til ellefu, og kl hálftólf var dollunni sleppt og við tussuðumst út úr höfninni. Það er að vísu einhver vandamál með skilvinduna en Jón hlýtur að redda því. Læt þetta nægja um laugardaginn. Bið Guð að passa ykkur.
Það er búið að vera brjálað að gera síðustu dag svo að bloggið mitt hefur legið niðri vegna tímaskorts, en ég er að reyna að bæta mig og vonandi verður þetta mjög götótt í framatíðinni. Í gærmorgun var dagur heilbrigðis en þá var mættur kvenkyns útsendari heiðbrigðiseftirlitsins frá Lettlandi til að taka út skipið, það gekk bara nokkuð vel og fá atriði sem þurfti að laga. Seinnipartin lenti það á mér að reyna að halda henni selskap og gera eitthvað fyrir hana, ubbs ég vissi ekkert hvernig ég átti að snúa mér í því svo að ég fór með hana í Perluna og rúntaði með hana um bæinn og sýndi henni það markverðasta, um kvöldið fór ég með hana á Tvo Fiska og kýldi í hana skötusel og skutlaði henni svo á hótelið, kíkti svo á Haddó og Gunna og þaðan um borð í bælið. Í morgun byrjaði svo allt kl átta og var allt á yfirsnúning kl tíu þegar ég fór að sækja heilbrigðisútsendarann og keyrði með hana í Blue Lagoon , það var ansi gaman að koma þangað og mæli ég með að þeir sem ekki hafa farið þangað far...
Sprengidagurinn leið án baunasúpu og saltkjöts um borð í fröken Erlu. Það var svínasniðsel í hádeginu og gúllas í kvöld ;). Þetta mjakast alltaf lengra og lengra og nú er farið að grilla í markið, menn eru farnir að tala um að líklega sé hann að koma Föstudagurinn sem svo oft er búið að nefna á undanförnum vikum. Það var nóg að gera hjá okkur í dag, um kaffileitið mætti vörubílstjórinn loksins með lengjurnar á trollið, hann ætlaði að vera fyrir hádegi. En það sakaði ekki því að við vorum eldsnöggir að smella þessu saman og korter yfir fjögur var trollið næstum komið á lengjuna. Seinnipartin í dag var lognið í Reykjavík á enda og byrjað að hvessa úr suðaustri, í kvöld var svo komin þónokkur strekkingur. Nonni er að verða betri og betri í fingrinum og ef allt væri eðlilegt ætti hann að verða vinnufær eftir ca viku, en hann hefur samt verið að vinna allan tíman og gerir lítið úr fingurmeininu. Það er allt orðið klárt hjá okkur í brúnni og ekkert til fyrirstöðu að hún fari, en það e...
Bolludagurinn, og ég slapp í gegn um hann óbollaður ;). Var komin á lappir um átta og þá var þetta allt að síga af stað hérna í Erlunni, fékk mann frá fjarskiptaeftirlitinu til að fara yfir talstöðvadótið og í framahaldi af því kom DNV pappír upp á heilbrigði þess búnaðar. Á vinnsludekkinu gekk bara nokkuð vel í dag og eru blikur á lofti um að það gæti orðið klárt á miðvikudag, eiginlega þarf það að verða orðið klárt þá því að heilbrigðiseftirlitið í Lettlandi ætlar að senda skoðunarmanneskju til að taka dolluna og vinnsludekkið út á miðvikudag, eins gott að maður verði búin að skrúbba klósettið í skipstjóraklefanum svo maður verði ekki tekin í Lettnenska landhelgi ;) fyrir sóða og subbuskap ;). Veðrið í Reykjavík var alveg frábært í dag, logn og glampandi sól, það er frekar óvenjulegt ef maður miðar við undanfarnar vikur. Siggi í Stálvídd mætti með rjómabollur á línuna í dag og var því vel fagnað, það má segja að ef hann hafi átt einhverjar syndir þá gleymdust þær allar á þeim tím...
Ekki tókum við hvíldardaginn heilagan um borð í Erlunni og var mannskapurinn byrjaður að brasa rétt upp úr átta í morgun. Allt saltið var tekið af bryggjunni og úr lestinni og sett í stíu á millidekkinu, þetta voru ca 200x20kg pokar svo að það tók dágóða stund að bisa öllu saltinu á sinn stað. Þegar því var lokið þá kláruðu þeir að saga niður plankana í flugbrautina og er það bara helvíti flott á eftir. Ég setti í þvottavél í morgun og það hafðist af nokkuð vandræðalaust en þegar kom svo að því að setja tuskurnar í þurkarann vandaðist málið og á endanum fékk ég kokkinn til að koma honum af stað fyrir mig ;). Ég fór svo með flaggaranum í að gera áhafnarlista það tók sinn tíma eins og allt annað. Klukkan fjögur sveik ég svo lit og skrapp á Skódanum upp í Kringlu og keypti mér sokka og naglaklippur, fékk mér svo kaffi á einhverjum kaffibar og gluggaði í blöðin, þá hringdi Maggi og vildi fá mig í að flytja með sér vinkla rör og ýmislegt járnadót sem hentað gæti hérna um borð. Þar ...
Þá er febrúar fokin og mars byrjaður, það eina sem alltaf er á fullu gasi er tíminn, hann æðir áfram eins og meinagemlingur. Þetta er búið að vera eins og á vitlausraspítala í allan dag hjá okkur og manni fannst eins og allt þyrfti að gerast á sama augnablikinu. Kallarnir voru að brasa við hitt og þetta og margt nýtt að skoða og spekúlera fyrir þá nýju, ég ætla ekki að gefa neitt comment á þessa nýju og reyni að byrja með þá á núlli, þá geta þeir ekkert annað en potast upp á við ;). Við Kiddi fórum í að taka gömlu vírana af togvindunum, ætluðum að byrja á því kl níu en það gekk ekki eftir og endaði með því að við rétt náðum þeim af fyrir hádegi. Svo var höfuðmótorinn stopp til hálfþrjú og þá gátum við byrjað að spila inn nýja vírinn það var búið upp úr fimm. Stálvídd var að vinna í vinnslulínunni margumræddu, ekki hélt það að þeir kláruðu í dag ;( og þegar ég spurði hvenær þeir reiknuðu með að klára þá sögðu þeir, “talaðu við okkur á þriðjudagskvöld”. Maggi sótti mig og fékk ég...
Brjálaður dagur í Erlunni. Þetta fer að verða eins og rispuð plata með vinnslulínuna ;) en mér sýnist að þetta sé að koma núna og þetta helvíti flott á endanum. Við fengum togvírana í dag og stefnan er sett á að spóla gamla ruslinu upp á flottromluna á morgun og spila nýja vírinn inn á spilin. Leifi setti lokan við spilgírinn og svo kíktum við á tannhjólin í keðjukassanum fyrir vírastýrið, það var náttúrulega ekki eins og það átti að vera og var búið að strekkja keðjuna stb megin svo mikið að hún passaði ekki lengur í tannhjólið vegna slits, einnig var eitthvað skítmix á keðjunni bb megin svo að Leifi fór og keypti nýja keðju á bæði spilin sem við hendum í á morgun. Ég skrapp upp í Fiskafurðir og náði í skattkortið mitt í morgun, þar hitti ég Sigga R og á honum gat ég ekki heyrt annað en að það breyttist lítið andrúmsloftið Far east. Restin af köllunum kemur seint í kvöld svo að það verður hægt að byrja að jaska út úr þeim á morgun ;). Og það verða líklega ekki vandamál að finna ...