..::Í Styttra lagi::..
Þetta verður í styttra lagi hjá mér í dag enda er lítið að segja héðan í dag. Veðrið er til friðs í dag aldrei þessu vant og dýrin í hattinum auðvitað ánægð með það. Annað er ekki í fréttum héðan.
Abba babb ef þið eigið einhverja góða brandara eða skemmtilegar sögur sem ykkur langar að deila með öðrum þá þiggjum við það. En það þarf að vera í textaformi, myndabrandar og myndir eru bannaðar í póstinum okkar, "sorry" svona er það bara og ég bið ykkur að virða það :).
Megi Guð gefa ykkur öllum gleði og hamingjuríka helgi.
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Mikið eigum við bágt :)::..
Mikið eiga flestir skipstjórnarmennirnir á hattinum bágt í dag, maður situr bara með servéttuna og þurrkar framan úr sér tárin eftir að vera búin að hlusta á allar raunarsögurnar í stöðinni. Einn ónefndur átti þó meira bágt en hinir því miðjuvindan hjá honum var biluð og hann neyddist til að draga með einu trolli og fékk bara "EKKI NEITT!" ÆÆ veslingurinn en vonandi tekst þeim að laga þetta svo að hann þurfi ekki að ganga í gegn um fleiri svona svartnættisdaga, þetta hlýtur að vara agalega vont.
En annars er ekkert, við bíðum bara eftir góðu veiðinni sem er hinum megin við hornið og þegjum þunnu hljóði, það borgar sig ekki að tjá sig neitt í stöðinni því ekki vill maður græta neinn :).
Það snjóar á okkur i dag, og það er vestankaldi sem heiðrar okkur með blæstri sínum þennan daginn.
Við erum að kippa meðan þessir stafir límast á skjáinn, og trollmeistarinn bjástrar í að splæsa nýjar línur í upphalarana. Áður var hann að bjástra eitt...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vindblásna hundaþúfa::..
Það er fátt að segja af þessari vindblásnu hundaþúfu þennan daginn, ekki var ég sáttur við rækjuna eða árangurinn hjá okkur í gær svo við renndum okkur vestur yfir toppinn á þúfunni í nótt. Það átti að grípa rækjuna glóðvolga þegar henni rigndi niður í logninu, en ekki eru allar ferðir til fjár. Hvorki var logn né rækjuregn hjá okkur í dag og ég get ekki séð annað en þetta sé sama helv.... hörmungin allstaðar sem gripið er niður. Við vorum eitthvað að bera saman bækur okkar í morgun ég og Siggi Friðriks, karlinn dæsir og segir "það er bara eins og það geti ekki verið logn!". Þar er ég karlinum sammála en einhverra hluta vegna virðist veður aldrei geta verið til friðs.
Núna er litla systir mín flogin til Spánar þar sem hún ætlar að stunda skóla fram að næsta hausti, nú bíður maður spenntur eftir því að heyra hvernig henni gengur að eiga við spanjólana. Þeir verða sjálfsagt einmanna núna Gunni og Svali. En þetta er sjálfsagt ekkert öðruvísi en...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Nammidagur á Hattinum::..
Síðustu nótt notuðum við til að lappa upp á trolldrusluna á meðan við kipptum á norðurhornið, þar átt rækjan að vera í þykkum lögum samkvæmt Gróu á leiti. Eitthvað hefur nú Gróu orðið fótaskortur á tungunni, og ég nagaði mig í handakrikana yfir því að hafa látið glepjast af sögunum sætu :).
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla! Magnið á norðurhorninu var ekkert meira en þar sem við vorum áður, en það voru fleiri rækjur því verður ekki neitað. Einhvertímann hefði svona rækjurusl verið kallað hnerriduft eða neftóbak, en nú eru breyttir tímar og það þykir ekki tiltökumál að draga í þessu rusli á fleiriþúsundhestafla skipum með mörg troll í rassgatinu í einu. Ekki veit ég hver tilgangurinn með þeim veiðum, því mikið af þessum krílum fer bara í ruslið. Að vera eiða fjármunum tíma og peningum til að fiska og frysta eitthvað sem svo verður á endanum hent er skrítin pólitík, svo ekki sé talað um framtíð þessara rækjumiða ef þetta á að viðgangast til l...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Allur vindur úr mér::..
Jæja þar fór einn dagurinn enn og ekki var hann vindlaus, aftur á móti er allur vindur að verða úr mér :). Við Kiddi fórum yfir antikið frá A-Ö í gær ef vera skyldi að einhverstaðar leyndist eitthvað sem orsakað gæti aflaleysi okkar. Ekki urðum við margs vísir þó voru tvö lófastór göt á belgnum milli skilju og poka og náttúrulega mörg minni göt, það var kíttað í þau og druslan skoðuð enn betur. Aðeins var stytt í fótreipinu og svo datt mér í hug að líta aðeins á pottlokin sem, þar kom i ljós að lásinn sem tengir togvír við hlerana var að skrúfast úr brakketinu svo hann þurfti að herða og sjóða fastan. Það er nokkuð ljóst að maður verður alltaf að vera á ferðinni sjálfur til að fylgjast með að þetta sé í lagi, annars fer þetta smátt og smátt í döðlur. Venjulega hefur Kiddi séð um að allt væri í góðu lagi, en hann getur ekki klónað sig og því síður skipt sér. Þennan túrinn tekur vélgæslan sinn toll af dýrmætum tíma hans frá dekkinu. Einhvernvegin ætlar þett...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kalt bað::..
Ætli við byrjum ekki á gærkvöldinu :). Anton kemur í dyragættina og kallar "er ekki hægt að hífa? það er sprungið eitthvað rör niðri í vél!". Druslan var hysjuð upp og höfuðmótorinn stoppaður, veðrið var aldrei þessu vant að ganga niður svo það fór ekki illa á þessu á flatrekinu og tölti ég niður að kanna aðstæður. Í mótorhúsinu voru Anton og Kristvin að brasa við einhverja pípu á vélinni og var gasolíu subbið út um allt svo gólfin voru eins og skautasvell og erfitt að fóta sig. Þá byrjuðu þessi bölvuðu læti, bakborðshlerinn hafði lekið niður og ólmaðist aftan á dollunni eins og belja sem verið er að sleppa út eftir vetursetu. Ég hljóp upp að kanna aðstæður og leist ekki vel á það sem ég sá, það var ljóst að þetta endaði ekki með öðru en þessi þriggja tonna stálhamar lemdi allt í spað. Og spilkerfið óvirkt meðan höfuðmótorinn var úti Shit!!! En það varð að reina rafmagnsspildæluna, ég hljóp niður og startaði henni spýttist svo upp og reyndi að hífa, en það v...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Og þar fauk janúar út í buskann::..
Náðum að lemja trolldrusluna út seinnipartinn í gær en árangurinn var vægast sagt herfilegur og samtímis komst ég að því að möguleikarnir okkar til að fiska þegar stóru skipin setja tvö trollin út eru enn minni en ég hélt áður. Við áttum ekki séns á að draga á eftir þeim upp í goluna, þetta flaksaði bara aftan í dósinni eins og þvottur á snúru meðan hinir drógu burt út í buskann með sín tvö troll í rassgatinu sælir og glaðir. Já það er ekki tekið út með sældinni að reina að ná árangri á dósinni þessa dagana, en við höldum áfram að reina og gefumst ekki upp.
Um ellefuleitið í morgun lagaðist aðeins veðrið og við notuðum tækifærið til að ferja á milli dótið hans Óla vinnslustjóra á Onticu en matarbrettin var ekkert vit í að reina við. Ég held nú að flestir á bleyðunni hafi verið gáttataðir á að hægt hafi verið að koma þó þessu á milli í þessu veðri, en það má fara ansi langt á bjartsýninni. Svo sigldi Ontica af stað til Íslands en við reinum ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Komin með ælu fyrir brælu::..
Við komum á miðin í morgun en veðrið passaði ekki við útbúnað og afl dollunnar svo við sáum sæng okkar útbreidda, snérum nefinu upp í vindinn og dokum við. Eitthvað eru þeir að hjakka í þessu á stærri skipunum með lökum eða engum árangri en við höfum kosið að bíða og verð ég að standa og falla með þeirri ákvörðun :(. Á meðan læt ég drengina mína stoppa í antikið splæsa grandara og annað sem þarf að gera á svona dós. Það hefur aðeins bæst við í skipaflotan á Flemmish Lómurinn og Artic Swan bættust við á meðan við vorum í landi en Ontica er að fara heim í slipp á morgun, þetta svona kemur og fer :). Nú liggja þeir á bæn í Onticu um að það geri stund milli veðurstríða, svo þeir nái kostinum sem flaggarinn pantaði í óþökk allra á milli skipanna á morgun áður en þeir fara á stað heim. Það er mikil bjartsýni í því að láta senda vörum í þessu magni út með öðru skipi á þessum árstíma, maður skilur ekki alveg hvað er í gangi en vissulega getur þurft að koma ei...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Innivera aldarinnar::..,
Djéesus, þriðjudagsmorgunninn klukkan núll sex að staðartíma. Ég vakna viðað flaggarinn kallar á mig og segir "four miles left to go", fucking ekki var séns að ég fattaði hvað maðurinn var að meina, fysta skiptið í túrnum sem maður náði að sofa eins og engill alla nóttina og það var alveg brennt fyrir að ég vildi vakna. WHAT? "four miles left to go!" What? "four miles left to go!" OK OK ég er að ná þessu. Úff jæja það verður víst að draga rassgatið fram úr bælinu og koma dollunni upp að bryggju, ég staulaðist niður í borðsal og náði mér í tesopa áður en ég tók við vaktinni. Þegar ég nálgaðist bryggjuna sá ég að ekkert pláss var fyrir dolluna "allt upptekið" shit hvað er eiginlega í gangi, vikufyrirvari og svo er ekkert pláss. Arrg ég hringdi í frystigeymsluna, þar voru menn hissa á því að Dósin væri að koma ha hvað ha hvað, já það er ekkert pláss. Þetta endaði með því að ég mátti sigla út á fjörð aftur og bíða þar ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kokkurinn og kálhausinn::..
Í gærkvöldi tókum við síðasta holi í túrnum og þá var antikið rifið, eins gott að þeir frétti það ekki hjá fornleifastofu að ég hafi skemmt antikið. En það er búið að loka einum túrnum enn á Dollunni og sullumst við á útopnu í átt til lands. Það er bölvaður skælingur í dag, hliðarskella og rúllar belgfull Dósin eins og korktappi á úfnum haffletinum. Já það má segja að Dósin sé nánast belgfull en það þurfti sannarlega að hafa fyrir því þennan túrinn, og eru áhafnarmeðlimir Dósarinnar búnir að fá sig fullsadda af velting þennan túrinn. En þeir verða nú samt að sætta sig við þetta einhverjar klukkustundir í viðbót.
Áðan þegar ég skreið niður til að ná mér í tesopa varð ég vitni að nýrri íþrótta. Kokkurinn var á hlaupum út um allt eldhús á eftir kálhöfði sem hafði fengið líf, á tímabili leit ekki út fyrir að kokkurinn ætlaði að hafa þetta en hann rétt marði fyrstu lotu. Þetta var svona eins og í Harry Potter nema í stað gullnu eldingarinnar var kálhöfuð ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Næstum búið :) ::..
Jæja nú er þessari frægðarförinni að ljúka og aðeins dagurinn í dag eftir áður en við ryðjumst af stað til Newfie á flautandi túrbínunni :).
Maður er sjálfsagt orðin veðurskertur eftir öll þessi læti í veðrinu þennan mánuðinn :). Við vorum að toga með Salles í gærkvöldi og
vindlingurinn(vindhraðamælirinn) á Salles geystist upp í 30m/s í einhverjum vatnsveðurskilum sem gengu yfir okkur. Okkur á GúmmíÖndinni fannst alls ekki slæmt veður, þó vildi Bangsimon meina að það hafi aldrei farið undir 20m/s seinnipartinn og oftar hafi verið 25m/s. Seinna um kvöldið þegar mér þótti vera komin englablíða kallaði ég í Bangsimon og bað hann að lesa á vindlinginn því nú væri komið nánast logn ;) en niðurstaðan var 18m/s svo ég tel að annaðhvort sé ég orðin veðurskertur eða vindlingurinn í Salles á sunnudagsrúntinum.
Það er svo sem ekki mikið annað að segja, það var blíða fram yfir hádegi en þá fór að gusta úr austri, nú verður bara að liggja í austan þangað til við náum...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sjúkrasaga GráMávsins::..
Í gærkvöldi þegar ég átti leið um efradekkið utan við brúna rakst ég á Grámáv sem bar sig illa og var greinilega mikið slasaður, við nánari skoðun kom í ljós að greyið var illa fótbrotin. Ekki gat ég fengið af mér að lóga fuglsgreyinu og þaðan af síður að láta þetta afskiptalaust. Ég náði mér í hanska og fangaði greyið og fór með hann inn í brú. Þeir félagar og frændur Anton og Valgarður voru að reina að aðstoða mig en voru frekar hræddir við að fuglinn biti þá svo goggurinn var teipaður aftur til öryggis. Svo var sjúklingurinn lagður á bakið á kortaborðið og farið að kíkja á áverkann. Aðstoðarmaður númer eitt hélt við fuglinn og ég skoðaði fótbrotið eftir kúnstarinnar reglum, þetta var ljótt opið brot og sá ég enga leið til að bjarga fætinum :(. Eftir dálitla umhugsun þá ákvað ég að aflimun væri það eina sem hægt væri að gera í stöðunni, þegar þessi ákvörðun lá fyrir varð aðstoðarmaður númer eitt gráfölur í framan og krafðist tafarlausrar lausn frá starf...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
23.jan 2004
..::Bóndagur er það víst!::..
Það er víst bóndadagur svo vel er við hæfi að óska öllum karlmönnum til hamingju með daginn. Ekki hefði ég haft hugmynd um bóndadaginn ef mín ektakvinna hefði ekki óskað mér til hamingju með daginn í rafpósti, og í staðin fyrir blóm fékk fréttir af baggalút sem redduðu deginum og nýttust mér betur en blóm :). Annars var varla hægt að redda þessum degi og óttalega er nú innkoman rýr hjá bústjóranum á Erlu þennan blíðviðrisdaginn, já þetta er rétt lesið það er blíða á hattinum í dag. Ég ákvað að njóta dagsins og eiðileggja hann ekki með hífoppi fyrr en seinnipartinn, svo ég dró lengi lengi og fékk svo öngulinn á kaf í rassgatið ,). Ekki það að við séum ekki á miðunum fjarri því, við erum búnir að vera að hringla með stóru skipunum í dag og sannarlega hringlaði í trollpokanum þegar hífað var.
En maður verður bara að sætta sig við þetta og taka þessu að æðruleysi, þetta var bara það sem búast mátti við af þeim búnaði sem beitt var. Líklega he...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kóngulóarmaðurinn::..
Það var bræla á okkur í nótt og skriðu menn á veggjum, maður þyrfti að vera eins og kóngulóarmaðurinn til að geta borið sig þokkalega um þegar dósin fær æðisköstin. Við þær aðstæður duga engan vegin þeir útlimir sem manni voru úthlutaðir og þyrfti ef vel ætti að vera nokkrar hendur og fætur til viðbótar ;).
Veiðin er afspyrnuléleg í dag en veðrið er að skána og það er ekki svo galið veðurkortið fyrir morgundaginn.
Þetta verður að duga í dag.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og fylla á hjörtu ykkar með hamingju hlýju og kærleika :).
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
21 jan 2004
..::Hann á afmæli í dag!!!::..
Elsku Einar minn til hamingju með daginn!
Tíminn hendist áfram og í dag er Einar Már orðin ellefu ára, mér finnst vera svo stutt síðan hann var bara pínupons með fjólubláa blettinn á nefinu :), bletturinn hvarf og drengurinn minn er ekki lengur pínupons heldur stór og stæðilegur drengur :) ellefu ára. Í dag væri gaman að vera heima og geta fagnað þessum tímamótum með honum.
Ég ætla að vona að litli drengurinn minn eigi skemmtilegan afmælisdag og lífið haldi áfram að leika við hann. Það er löng leið fyrir höndum og margar freistingar sem verða á leiðinni, því vil ég biðja Guð og hans vermdarengla um að passa litla guttann minn fyrir mig og leiða hann rétta leið um vandrataða stíga lífsins.
það er margt sem við sjómennirnir missum af og margar ómetanlegar stundirnar sem glatast, en alltaf slangur af fólki sem í sinni vanþekkingu heldur að við séum ofaldir gullgrísir sem engan rétt eigum á sjómannaafslætti eða þeim launum sem við höfu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Löður::..
Í dag var komið að skuldadögum í þvottaveseninu og þvottapokinn minn troðfullur svo ekki komst einn sokkur meir í hann. Úff fatagarmar í kjaftfulla þvottavél, já maður er heimilislegur í sér ;). Sjálfsagt þætti það ekki fagmannslegt að demba öllu saman óflokkuðu í vél, en þetta hefur lukkast þokkalega hjá mér í seinnitíð. Það er oft þannig með það sem byrjar illa það endar vel, og maður er smátt og smátt að ná tökum á þessu eftir nokkur strönd og smá mislitun :).
Annars er lítið að frétta héðan annað en væll og aftur væll, eftir að vera búin að hlusta á hina skipstjórana á hattinum gráta í talstöðina í allan dag þá er maður niðurbrotin maður. Það þyrfti helst áfallahjálp eftir allar sorgarfréttirnar og aflaleysið, en björtu punktarnir í þessu eru að þetta getur varla versnað ,). Nema þá helst gráturinn í stöðinni sem fer dag versnandi og ekki sérð fyrir enda á því hvar það endar ;).
Í dag er vika eftir af túrnum ;) þetta er alveg að hafast hjá okkur..............se...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::TogleðursÖndin Bláa::..
Vindurinn sem hvarf svo skyndilega gaf sig fram eftir hádegi í dag og lætur móðan mása yfir okkur, Erlan skoppar á öldutoppunum eins og blá togleðursönd í baðkari. Og ábúendurnir eru andarinnar eru sælir og pattaralegir eftir blíðuna í gær, inni í dýpstu sálarkytrunum lifir sú von að kannski eigi blíða gærdagsins eftir að endurtaka sig ,).
Smátt og smátt fjölgar skipunum eins og farfuglum á Íslensku vori, en það eru bara nokkrir undanvillingar komnir. Ég á ekki von á að það fjölgi að ráði fyrr en í lok febrúar, þangað til verða þessir undanfarar vorsins að tínast á bleyðuna einn og einn.
Megi Vermdarenglar himnaföðurins færa ykkur alla þá hamingju kærleik og hlýju sem þið getið tekið á móti ,). Munið að vera jákvæð og kát og þakkið fyrir það sem þið hafið því það er alls ekki sjálfsagður hlutur. Það sakar ekki að reina að láta eitthvað gott af sér leiða, hrós klapp á bakið eða bara bros getur gert ótrúlega hluti fyrir aðra............
Lengra verður...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Mistök::..
Ég held að það hafi átt vel við heilaleysis titilinn í gær, allavega var reiknisdæmið um trollaldurinn ekki upp á marga fiska, en hvað er helmingsskekkja milli vina?. Hjá sumum verður að deila með tveim í allt sem sagt er til að komast nálægt sannleikanum, þá náunga þekkja flestir og ef maður hefur stuðulinn þá kemst maður nálægt sannleika þeirra ;). Mamma reyndi að berja inn í hausinn á mér að sannleikurinn væri sagna bestur og hef ég reynt að halda mig við það að fremsta megni ,).
Það hafa sennilega orðið hroðaleg mistök hjá veðurguðunum seinnipartinn í gær því það var allur vindur úr þeim og um miðnætti var komið LOGN! Já ég sagði logn og var ekki að grínast. Það læddist að manni grunur um að þetta væri eitthvert svikalogn, en er á meðan er og þetta er eins og þegar barni (og sumum fullorðnum) er rétt sælgæti, maður ræður sér varla fyrir kæti og veit ekkert hvernig á að taka þessari óvæntu hamingju ;).
Fyrir hádegi tók ég Tona vin minn og klippti hann, þetta er...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Heilalaus::..
Það er lítið að segja í dag og ég er alveg Heilalaus fyrir blogginu, kem ekki staf á blað, sennilega er sú litla glóra sem til var fokin veg allrar veraldar ;).
Það var þokkalegasta veður fram að hádegi í dag en þá fauk blíðan burt í særokinu. Trolldruslan andvarpaði og var hvíldinni á dekkinu fegin. Rækjutroll verða yfirleitt ekki eldri en tveggja ára, svo að ef maðurinn lifir að jafnaði áttatíu ár þá ætti trolldruslan okkar að vera um það bil fjögurhundruð og áttatíu ára umreiknað yfir í mannsár ,) og miðað við þá staðreynd þá þarf engin að vera hissa á að druslan andvarpi að loknu dagsverki ;).
Annars er ekkert í fréttum héðan, túrinn styttist smá saman og er maður farin að sjá fyrir endann á að fyrri hálfleik úthaldsins, en það eru eitthvað um níu dagar eftir af þessum túr.
Þetta verður að duga ykkur í dag.
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur. Munið eftir að vera þæg og góð við allt og alla, líka ljótu og leiðinlegu hrekkjusvínin ;). Öll erum við jö...