Færslur

Mynd
..::Gleðilega Páska::.. Það er svo sem ekki mikið að segja um þessa páska hérna, við höfum hvorki farið á skíði eða borðað páskaegg, en í staðin höfum við tekið nokkur KitKat svona til að seðja mesta súkkulaðihungrið sem okkur hrjáir þessa dagana, en auðvitað langar okkur helst í Páskaegg það er ekki spurning ;). Nú styttist hratt í endalok þessa úthalds hjá okkur, ekki nema vika eftir :), það verða örugglega margir fegnir að komast heim. Dælan fína fór loksins af stað, degi á eftir áætlun, áætlun sem hafði verið í stanslausri seinkun í fleirri daga. Það var ótrúlegur munur að fá þessa dælu inn og satt best að segja munaði þetta miklu meira en átti von á. Það var orðið svo langt síðan að þessi dæludrusla stoppaði að elstu menn hérna um borð mundu ekki hvernig þetta hafði verið áður. Annað er ekki að frétta héðan. Bið Guð og gæfuna að vera með ykkur í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur.
Mynd
..::Maybe to morrow::.. Það gengur rólega að mixa dæludrusluna í gangfært ástand, samt er vélagengið hérna með vonið fullt af brjóstum og segir alltaf þegar spurt er um þetta eilífðarverkefni “maybe to morrow” samt held ég nú að to morrow sé að renna upp og hef fulla trú á að þetta fari af stað í dag. Annars er ekki mikið að frétta héðan, þetta druslast sinn vanagang hjá okkur, þá er ekki ástæða til þess að kvarta :). Mynd dagsins er af rafurmagnsgilsaspili sem sett var upp í síðasta slipp, nú er þetta apperat orðið enn merkilegra en áður var. Bið svo þann sem öllu ræður og stjórnar að leiðbeina ykkur um vandrataða villustíga lífsins ;).
Mynd
..::Nýja Dælan::.. Komum út úr löndun seinnipartinn í gær, þetta var einhver leiðinlegasta löndun sem ég hef tekið þátt í, sem betur fer er hún búin og kemur aldrei aftur. En fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott. Við tókum Yaizu tvisvar í þessu löndunarstoppi, fyrst tókum við kost og varahluti úr henni en svo voru það umbúðir, í varahlutunum var langþráð spildæla. Það verður nú bara að segjast að ég átti nú ekki von á að þetta dæluhús væri svona útlítandi þótt það væri að koma frá Danmörku, en það var svo sem ekki við öðru að búast þar sem þessi ræfill fannst hjá brotajárnssölu, en þetta er það sem var í boði og þar við situr, vonandi virkar hún ;). Auðvitað þurfti þetta að vera allt öðruvísi en hitt dæluhúsið, það hefði verið allt of auðvelt ef þetta hefði passað, en vonandi verður vélagengið búið að smíða nýjar undirstöður og snikka þetta apperat til á morgun, svo verður að sjá til hvort þessi Danskættaða dæludama stendur undir þeim væntingum sem við gerum til hennar. Annars e...
Mynd
..::Aftur um jákvæðni::.. Í kvöld fékk ég senda lþessa litlu sögu í pósti, mér fanst hún alveg dillandi góð og tek mér því það bessaleifi að birta hana hérna á blogginu. Sjálfsagt sýnist hverjum sitt en hvað um það. Mynd dagsins sýnir jákvæðan einstakling. Gjörið svo vel: Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað. Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli. Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða við forel...
Mynd
..::Pósturinn:::.. Þá er það pistilinn :). Undanfarna daga hefur verið þokkalegt rjátl svona heilt yfir held ég, oftar en ekki hefur flotinn verið eins og mý á mykjuskán. Það má alltaf sjá eitthvað gott út úr öllu ef vilji er til, þessi samþjöppun varð t.d til þess að póstflutningar hafa gengið með besta móti og erum við nánast orðnir uppiskroppa með póst, eigum bara einhverja bréfsnepla eftir í þrjú skip. Gunnsteinn á Ölphu kom og sótti þeirra póst og tók eitthvað fyrir aðra í leiðinni, það var hvalreki á fjörur okkar að fá Gunnstein, hann lék við hvurn sinn fingur og fór á kostum í frásögn og leiktilburðum. Svo mættu Geysismen og tóku sinn póst, þá var farið að gola aðeins svo við létum póstinn síga niður til þeirra og slepptum upphífingu, hefði verið gaman að fá þá í heimsókn en það verður ekki við öllu séð. Í fyrrakvöld fékk ég að heyra sögu sem hreinlega bjargaði deginum ef ekki bara vikunni, með skemmtilegri sögum sem ég hef heyrt lengi, hún tengdist heimahögunum að austan, nánar...
Mynd
..::Jákvæðni já takk!::.. Enn bíðum við eftir stóru fiskgöngunni en hún lætur standa á sér, það verður sjálfsagt þokkalega bingóðið þegar holskeflan skellur á með fullum þunga, þangað til bíðum við félagarnir misjafnlega þolinmóðir. Í gær skottuðumst við inn til Nouakchott með veikann mann, í leiðinni sóttum við allskyns pappíra fyrir hin skipin ásamt því að við björguðum Ew.Cook um handlyftara sem þeir þurftu að fá lánaða frá okkur. Veðrið hefur verið með eindæmum gott hérna undanfarið svo það er ekkert yfir því að kvarta, en mannskepnan er misjafnlega gerð og sum okkar finna sér alltaf eitthvað til að kvarta yfir. Merkilegt hvað sumt fólk eyðir miklum tíma í að sjá leiðinlegu hlutina í kring um sig, af hverju ekki að horfa eftir því jákvæða og skemmtilega í fari anarra og umhverfinu. Sumir virðast nærast á því að tala illa um allt og alla. Mikið held ég að þetta sé erfitt að sjá ekkert nema myrkur og mannaskít í hverju horni, ég á engin svör við þessu önnur en að biðja Guð almáttugan...
Mynd
..::Plágur og Böl::.. Það er ekki hægt að segja annað en Nouakchott road hafi kvatt okkur með reisn, síðasta daginn sem við vorum þarna inni að landa lyngdi og þá fylltist allt af flugum. það var sem sé stríðsástand hérna í brúnni, útrýmingu á þessari flugnaplágu sem ásótti okkur tók tvo daga. Fíni flugnabaninn tók ákaflega fáa einstaklinga af lífi og ekki var meiri hjálp í kettinum, hann lét ekki neitt flugnasuð raska ró sinni og missti ekki mínútu svefn yfir þessari óværu. Við félagarnir skiptumst á að manna flugnaspaðann sem fékk nýtt og virðulegra nafn “tortímandinn”. Það var svo seint í gærkvöldi sem við töldum stríðið unnið og hvergi var flugu að sjá. En Adam var ekki lengi í Paradís, eftir flugnapláguna miklu tók við annað böl, nú sagði Asdikið upp og hefur ekki sinnt starfi sínu síðan í gær, ofan á það bættist svo ördeiða sem engan enda ætlar að taka huuh. En við trúum því samt sem áður að þetta gangi allt yfir eins og hver önnur magakveisa og verði á endanum ágætt. Guðmundur o...
Mynd
..::Hitt og þetta en aðallega hitt!::.. Í gær sigldum við inn á ytrihöfnina í Nouakshott og reimuðum dallinn utan á enn einn fraktarann og gerðum okkur klára til löndunar. Gummi hafði farið áður á léttbátnum/tuðrunni til að sækja Matta skipstjóra á Orion og Celine sölustjóra yfir í Ölfu, hann fleytti svo kerlingar með þau yfir eftir að múringin var yfirstaðin. Celine er að kynna sér aðstæður og hvernig þetta fer allt fram í raun en Matti vinur minn var nú bara að koma til að heimsækja vin sinn;), eftir kvöldmat skutluðum við Gummi svo Matta yfir í Orion. Það þurfti náttúrulega ekki að spyrja að því þegar Guðmundur stórtuðrukapteinn er við stórnvölinn, öll orka sem til er í mótorskvikindinu var nýtt til hins ýtrasta og flengdist truðrudruslan í loftköstum eftir ósléttum haffletinum svo að mér þótti nóg um hehe, það hefði ekki veitt af nýrnabelti í þessari stuttu ferð yfir í Orion. En Matti kvartaði ekki svo ég reindi að bera mig mannalega líka. Á bakaleiðinni tókum við á okkur smá krók ...
Mynd
..:Hei hei hó hó:::.. Í dag er konudagurinn, og vonandi hafa karlmennirnir í ykkar lífi verið rómantískari en ég þennan dag merkisdag. Ég reyni samt að klóra yfir skömmina með því að segja að ég hafi ekki verið heima, en veit innst inni að það dugir skammt ;). Héðan úr hitasvækjunni er ekki mikið fréttnæmt, ég held ég barasta að títuberja Mæja hefði að mestu verið heimavið ef hún hefði búið hér. Eins og allir sem horft hafa á Emil í Kattholti vita þá var sú sem sá um að koma fréttum milli bæja í Smálöndum í tíð Emils. Íslendingar eiga líka sína Mæju en hún var kölluð Gróa á Leiti og sá um fréttaflutning í bæjum og sveitum landsins ;). Þessar umræddu dömur Gróa og Mæja áttu það sameiginlegt að ef það var eitthvað sem þær ekki vissu þá hafði það einfaldlega ekki gerst. Þetta er allt saman í hálfgerðu dosi, flest kompanýskipin eru í löndun, og við þrír sem enn erum að rembast við veiðarnar erum dreifðir, það er dauft yfir þessu í dag og fáu við það að bæta. Ég var frekar fúll í gærkvöldi ...
Mynd
..::Heitt!!::.. Héðan er ekki mikið að frétta, gærdagurinn slapp fyrir horn og endaði ágætlega þótt á tímum liti út fyrir að þetta yrði einhver harmleikur. Það var dagur tvö í gær hjá drengjunum mínum í að koma nýjum netsonarkapli á kapalvinduna, það verk hefur tekið mun meiri tíma en okkur grunaði og því miður þá er því ekki lokið enn, en vonandi hefst það fyrir páska hehe. Seinnipart gærdagsins ákvað lágtíðniasdikið að hætta útsendingu í lit, og fyrir valinu varð mjög mjög daufur grár litur, þótt við félagarnir beittum okkur öllum þeim viljastyrk sem við bjuggum yfir þá var ekki nokkur leið að lesa nokkuð út úr því sem á skjáinn kom. Þetta var nú ekki það sem við þurftum, því var farið á fullt í að finna út hvað væri eiginlega að, ekki voru það afnotagjöldin því það var allt í lagi og reikningurinn löngu greiddur. Þá var ekkert annað eftir nema tæknihliðin, við félagarnir byrjuðum á að útiloka það sem okkar kunnátta bauð upp á, það var ekki stórt og fólst aðallega í endursetningu á a...
Mynd
..::Montana!::.. Gærdagurinn, ja hann var einn af þessum dögum sem sem betur fer er farinn og kemur aldrei aftur, það gekk allt á afturfótunum, tómt bras og vesen. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa gærdeginum, en mér dettur í hug tilsvör sem einn af hinum kynlegu útgerðarmönnum sem bögluðust við að gera út á Flæmska hattinn forðum fékk í andlitið. Drullukollan hans var nýkomin til hafnar í Argensia á Nýfundnalandi eftir vonlausan túr þar sem allt hafði farið úrskeiðis sem farið gat úrskeiðs. Útgerðarmaðurinn stóð sætmildur af öldrykkju á bryggjunni og sagði við stýrimanninn sem loksins hafði fast landur undir fótum eftir hreint ótrúlegan túr. Jæja Siggi minn hvernig var túrinn? Stýrimaðurinn sem var fyrrum togaraskipstjóri kjarnyrtur með afbrygðum og mikill fallbyssukjaftur svaraði um hæl. Sæmundur! þetta er það tímabil í lífi mínu sem ég helst vil gleima!. Svo mörg voru þau orð, stutt og laggott ;). En það var ekkert Montana hjá okkur í gær, Rússarnir nota þetta mikið til að...
Mynd
..::Sjaldnast launar kálfur ofeldið::.. Lítil dæmisaga: Ung dama sem ég þekki sótti um fjögurra klst frí hjá fyrirtæki sem hún vinnur hjá, hún þurfti að fá að hætta fyrr á föstudegi. Til að vera við öllu búin þá bað hún um þetta með löngum fyrirvara. Það var ekki til í dæminu að þetta væri hægt að hliðra til með þetta, hún fékk ekki þetta fjögurra klukkustunda frí. Djöfull fer í rassgatið á mér þegar stjórnendur fyrirtækja veruleikafyrrast svona í eigin loftköstulum. Ég sé nú ekki alveg skynsemina í þessu háttalagi því á endanum sitja þessir sömu stjórnendur uppi starfsfólkslausir, þá er orðið of seint að hugsa um hvað hefði betur mátt fara í stjórn. Þessi tiltekna dama hefur oft og iðurlega reddað þessum stjórnanda með því að vinna frameftir mætt á laugardögum o.s.f.v, en þegar dæmið snýst við og það kemur að því að liðka til fyrir henni þá situr allt fast. Sem betur fer eru þó enn til fyrirtæki af gamla skólanum þar sem mannlegi þátturinn hefur vinninginn, en þeim fer fækkandi því mi...
Mynd
..::Hver drekkur sjó??::.. Hann hefur marga fjöruna sopið!, þetta heyrir maður nokkuð oft í fjölmiðlum upp á síðkastið, eðlilega myndgerir maður það sem maður heyrir. Í mínu tilfelli tengdi ég þetta lífsreynslu eða einstakling með mikla reinslu, einhver sem er hokinn af reinslu eins og sagt er. En þar sem ég kunni ekki til hlítar skil á hugtaki þessu þá sá ég fyrir mér einhvern húkandi á hnjánum í fjöruborðinu drekkandi sjó, það er náttúrulega engin glóra í því. Allir vita að sjór er nánast ódrekkandi hehe ;). En við nánari eftirgrenslan í viskubrunn samferðamanna minna var ég leiddur í sannleikann, auðvitað er átt við lífsreyndan mann, það var rétt hjá mér. Þarna er vitnað í það þegar litlum árabátum var brimlent við misjafnar aðstæður, oft lentu þá skipverjar í sjónum og supu sjó í baráttunni við lífið sjálft. Sumir höfðu lent í þessu oft og víða, sem sagt marga fjöruna sopið :), ekki svo flókið þegar þetta er sett í rétt samhengi. En þetta vill nú oft fara út um læri og maga hvernig...
Mynd
..::Hjarðdýr::.. Ekki mikið að frétta af okkur annað en að slagurinn um þessa fáu fisktitti sem hér svamla er frekar snúinn, lítið hefur farið fyrir dreifingu og hanga flestir í afturendanum á þeim næsta, kannski af því að við erum svo mikil hjarðdýr eins einn félagi minn orðaði það þegar við fórum að spá í þessu. En ég held að það sé komin tími á að maður dreifi sér eitthvað ;), þefi út fyrir hópinn. Af dælumálum er það að frétta að einhver teikn eru á lofti um að þessi dæla sé kannski til einhverstaðar en meira veit ég svo sem ekki, en þetta fyllti okkur samt von, von sem nánast var horfin, og það er aldrei að vita nema þetta hafist á endanum ;). Mynd dagsins er af dæmigerðum hjarðdýrum. Þetta verður ekki lengra núna. Munið svo að fara varlega í hálkunni........................
Mynd
..::Allweiler my ass::. Nýjustu pumpufréttirnar voru ekki góðar. Fyrirtækið sem smíðar glussapumpurnar sem eru hérna um borð gefur sér fimm mánaða afgreiðslufrest á nýrri glussapumpu til okkar, maður getur lítið annað sagt annað en hvað er eiginlega í gangi? femm mánuðir. Þetta heimsþekkta fyrirtæki fær falleinkun hjá mér, og ég er ekki alveg að skilja þetta. þetta þarf samt ekki að þíða dauðadóm fyrir okkur því vonandi er einhverstaðar til ein svona dæla sem getur bjargað okkur, þangað til verðum við eins og halta Lotta og staulumst áfram í lífsins ólgusjó haltir og særðir. That´s all folks Mynd dagsins er af pumpu, hún er ekki samskonar og sú sem bilaði hjá okkur en mjög svipuð :). Vona svo heitt og innilega að Guð styðji við ykkur í hretvirði lífsins.
Mynd
..::Þorramatur::.. Frekar rólegur dagur á hafinu hjá okkur, en það sem lýsti upp annars daufdumbann dag var ísinn í hádeginu. Það er alltaf ís á sunnudögum, ekki það að ég hafi verið neitt sérstaklega hrifin af ís í gegn um tíðina en þetta er ágætis tilbreyting. Gummi spretti úr spori á tuðrunni og náði í kortin í nýju afruglarana yfir í Kristínu og svo Alexander Simrad sérfræðing yfir í Heineste. Að venju var Gummi fljórur í förum og dró ekkert af sér í hraðakstrinum, sumir vilja meina að það sé óþarfa bruðl að vera með stiglausa inngjöf á mótornum, Gumma myndi alveg duga fullt og stopp. Eins og flestir mörlandar eru uppvísir um hefur gengið yfir alda þorrablóta undanfarið og sitt sýnist hverjum um þau matföng sem þar eru fram borin, persónulega finnst mér þetta flest alveg ágætt, svona einu sinni á ári. Ég er ekki viss um að ég væri til í að éta þetta upp á hvern dag en auðvitað er það mín skoðun. Sonur minn segir t.d að hann skylji ekki af hverju það þurfi alltaf að hampa þessu óæti...
Mynd
..::Það er ekki öll vitleysan eins::.. Jæja þá eru við komnir suður, þetta fór ekki eins og í laginu með Bubba þar sem hann söng "aldrei fór ég suður", við silgdum suður í allan gærdag og stoppuðum ekki fyrr en við vorum komnir suður fyrir Nouakchott. Sjálfsagt sér einhver húmorinn í þessu og pundar á mig "aldrei fór ég austur", en ég er búin að ætla austur á Eskifjörð í hverju einasta fríi síðastliðin tvö ár en hef ekki enn komið því í verk ;), það er samt á teikniborðinu og stefnir í að verða að veruleika fyrr en seinna, ekki orð meira um það. Það virðist vera að okkur hafi tekist að hrista af okkur skemtikraftinn sem lagðist upp á okkur eins og hreppsómagi þegar við yfirgáfum Nouadhibou, gott að vera lausir við hann, enda var hann með endæmum leiðinlegur og með óskiljanlegan húmor. Skipin voru öll í einum hnapp í dag og gekk mönnum misjafnlega að lokka fiskkvikindin í veiðarfærin. Ég var á tímabili farin að trúa því að fína Sauðalitaspjaldið sem ég keypti á bondi...
Mynd
..::Nú skemmti skrattinn sér!::.. Seint í gær náðum við loksins að lalla af stað burt frá Nouadhibou við almennan fögnuð áhafnarinnar sem var satt best að segja búin að fá nóg af þessari bið. En Adam var ekki lengi í Paradís því það var sem sá svarti með klaufirnar og halann hefði slegist í för með okkur og ekki annað að sjá en hann ætlaði að skemmta sér. Við náðum ekki að koma trollinu í hafið áður en kapalinn á báðum kapalspilunum var slitinn og annað trollsónarinn komin í döðlur. Það var ekkert annað að gera en að spila trollið inn á dekk og bíða meðan við sleiktum sárin og reyndum að koma einhverju lagi á þetta dót. Á endanum hafðist svo trollið út og þá gekk ágætlega að ljúga einhver kvikindi í pokann, en það var sýnd veiði en ekki gefin því þegar við hífðum kom gat á pokann og megnið af aflanum bunaði aftur í hafið :(. Ofan á allt þetta bras er svo farin hjá okkur spildæla sem gerir það að verkum að við erum eins og hænan hans Emils í Kattholti sem kölluð var halta Lotta, það má ...
Mynd
..::Komin á hafið aftur::.. Jæja þá er fríið uppurið og ég er komin á hafið aftur, kom um borð í fyrradag eftir hundleiðinlegt og þreitandi ferðalag, flogið var Kef-Köben-Madrid-Las Palmas og svo áfram Las Palmas-Dakhla. Sirius beið eftir okkur í Dakhla nýbúin að landa og klár til brottfarar, en úthaldi í lögsögu Marocco var að ljúka og silgdum við beina leið niður til Nouadhibou í Máritaniu, þar tókum við mannskap og tilheyrandi leyfi. Einhvert basl var á spilkerfinu og var verið að skipta um rör og laga leka á spildælu, því var ekki lokið fyrr en seint í gærkvöldi og þá átti eftir að fylla á glussakerfið og loftæma það. Eftir miðnætti mætti svo olíudallur sem við spyrtum okkur við og erum í þessum töluðu orðum að ljúka við að sjúga úr honum eina miljón lítra af svartagullinu, vonandi sleppum við fljótlega af stað því þetta er orðið ágætt af töfum í bili. Annað er ekki í fréttum héðan í bili. Mynd dagsins var tekin í gær og skýrir sig sjálf. Bið svo Guð og gæfuna að vaka yfir sálum yk...
Mynd
..::Nýr bíll og fl skúbb::.. Já það er alltaf eitthvað að gerast hjá okkur en ég er ekki mjög duglegur að uppfræða ykkur um það sem er í gangi. Fyrir viku síðan síðastliðin fimmtudag flugum við hjónin suður og sóttum nýjan bíl sem við vorum að kaupa, dillandi fínan Nissan Qashqai. Við notuðum tækifærið og skruppum suður í Garð og heimsóttum Pabba og Mömmu og vorum þar í mat á fimmtudagskvöldinu, þar hömsuðum við í okkur þessar líka fínu Hreindýrabollur ala mamma sem smökkuðust alveg svakalega vel, á eftir var svo terta sem toppaði bollurnar ;). Við kíktum í Lindarbergið til Haddó og Gunna um kvöldið. Föstudagsmorgun fórum við aðeins til Dóru ömmu á Vífilstöðum áður en haldið var norður yfir heiðar. Það gekk fínt norður, við stoppuðum aðeins á Þorfinnstöðum hjá Jobba, Kibbu og grislingunum í leiðinni. Klukkan var farin að ganga ellefu á föstudagskvöld þegar við loksins komum heim. Laugardag og Sunnudag tókum við Rúnar frá í hjólasportið og var farið vítt og breitt um fjöll og dali á hja...