Færslur

Mynd
..::Mannaskipti::. Við rétt náðum að hnusa af fiskimönnunum áður en það þurfti að fara inn í mannaskiptin. Mannaskiptin voru svipuð og alltaf, það þarf ekki að kvarta undan því að ekki sé skipulagningin í lagi hjá yfirfararstjóranum, vélin var á réttum tíma og allt leit dillandi vel út þangað til komið var til Máritaníu en þar varð smá töf út af bulli í hafnaryfirvöldum, bara normal miðað við hvar í veröldinni við erum staddir. Við múruðum saman þrír Janus Geysir og Sirius og gekk allt eins og smurð vél að koma mannskap að og frá skipunum, við félagarnir notuðum tímann til að kíkja yfir í Geysir og skoða nýjasta stýrimanninn Júlíu, hún er loðin og ferfætt og ákaflega krúttlegt eintak af ketti, en ósköp er hún nú lítil ennþá. Menn voru misjafnlega virðulegir í mannaskiptunum, ef farið er út í virðulegheit þá bar Boggi vinnslustjóri á Janusi af, og blikna Máritanskir herbúningar í samanburði við borðalagðan Top Gun búninginn sem hann var í. Boggi kom hingað yfir og sat í sófanum og spjal...
Mynd
..::Who said it would be easy?::.. Einhvernvegin er þetta allt búið að fara út um læri og maga hjá okkur undanfarið, löndunin tók miklu lengri tíma en svartsýnustu einstaklingarnir hérna um borð reiknuðu með, við vorum við ekki lausir frá fraktdollunni fyrr seint í dag og þá áttum við eftir að samrekkja við drottninguna “Reina” eitthvað fram eftir kvöldi og kannski fram á nótt. Reina er nýjasta þjónustuskipið í Kötluflotanum, á Spænsku þíðir Reina Drottning, þetta er krúttlega lítið frakskip 92m langt og kemur sú konungsborna til með að þjóna okkar dýpstu vonum og þrám í framtíðinni ásamt Yaizu og Orion. Samfarirnar við drottninguna gengu smurt og upp úr kvöldmat vorum við búnir að reima Drottninguna á síðuna og láta krókinn falla niður á hafsbotninn svo við lágum sama í friði og ró. Svo var hafist handa við að hífa úr henni góssið sem hún kom með handa okkur. Þótt ég hafi verið með vonið fullt af brjóstum þegar þetta verkefni með Reinu hófst þá segir mér svo hugur að eitthvað verði li...
Mynd
..::Nouakchott road!::.. Liggjum á legunni utan við Nouakchott og löndum, það gengur svona lala. Við byrjuðum að basla í þessu í fyrrinótt og verðum líklega að stauta við þetta fram á morgundaginn. Í gær skruppum við Gummi á tuðrunni í land til að sækja nýtt veiðileifi og 100lítra af bensíni á bátinn, ég notaði tækifærið og spurði umboðsmanninn okkar um verðið á bensíni og Diselolíu inni í Nouakchott, þar komst að því að það er örlítið ódýrara en heima á klakanum, bensínlíterinn kostar 92.60íslkr og Disellíterinn kostar 80.45íslkr miðað við núverandi gengi. Ferðin í land var ágæt en það hefði mátt vera örlítið betra veður, við vorum aldrei þessu vant ekki á hraðferð svo það fór ágætlega á þessu hjá okkur félögunum. Á bakaleiðinni keyrðum við fram á dauðan smáhval, veit ekki alveg hvort þetta var Höfrungur eða Hnísa, tókum samt einn hring í kring um kvikindið og töldum líkurnar vera 60 á móti 40 að þetta væri frekar hnísa, svo var haldið var áfram. Einn Breskur supercargo fékk að fljóta...
Mynd
..::Var nauðsynlegt að skjóta hann?::.. Það hefur verið merkilegt að hlusta á allt fárið sem skapaðist í kring um Hvítabjörninn sem heimsótti okkur Íslendinga um daginn, að mínu viti var ekki nema tvennt að gera í stöðunni, annað var að fanga greyið og setja hann í Húsdýragarðinn, eða bara lóga honum eins og gert var. Ekki veit ég hvernig það hefði gengið að fanga greyið án þess að limlesta hann og meiða, svo það var ekkert eftir í stöðunni annað en að skjóta greyið. Það er nú samt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vita mest og best hverig átti að gera þetta, þeir sömu eru yfirleitt ekki á staðnum til að meta aðstæður eða hafa á annað borð hugmynd um hvað þeir eru að tala um, mest er þetta gaspur og blaður engum til gagns. Einhvernvegin hef ég trú á því að þeir sem að mest hafa sig í frammi um allskyns dýravermd spái lítið í því hvort mannskepnan sé að drepast úr hungri og vosbúð einhverstaðar í veröldinni. Og svo eru alltaf einhverjir að spá í því hvað öðrum finnst, hvað halda a...
Mynd
..::Lítið að gerast::.. Sjómannadagurinn hjá okkur leið hjá án nokkurrra líkamlegra átaka, engin dagskrá í gangi hérna, ekki koddaslagur, ekki kappróður o.s.f.v. Hér óskuðu menn bara hvor öðrum til hamingju með daginn í stöðinni og lengra náðu hátíðarhöldin ekki. Annars er ekki mikið að frétta héðan, veðrið hefur verið ágætt eins og oftast hérna sunnan við mörk siðmenningar, en það hefur verið hunleiðinlegt að eiga við veiðarnar og höfum við ekki riðið feitum hesti frá þeim bardaga undanfarið. En við lifum í vonninni og trúum því að þetta sé allt framundan. Læt þetta duga í bili. Bið allar allar góðar vættir að vera með ykkur öllum...........
Mynd
..::Til hamingju með daginn!::.. Dagurinn í dag verður sjálfsagt ekki neitt öðruvísi en aðrir dagar hérna á hafinu þótt hann heiti Sjómannadagur heima á Íslandi. En þetta var nú einu sinni einn af aðaldögum ársins með gleði og miklu húllumhæi, nú skilst mér aftur á móti að þessi dagur sé víðast að gufa upp og lítið gert sem minnir á að það sé Sjómannadagur, samt eru einhver byggðarlög sem reina að halda haus og gera eitthvað í tilefni dagsins. það er miður hve illa hefur tekist að halda lífi í þessum degi. Af okkur er ekki mikið að frétta annað en að það er hálfgert dos yfir þessu öllu saman, yfir miðunum hefur legið hálfgerð ördeyða, svo þetta hefur ekki verið neitt spennandi síðan við komum um borð. Mynd dagsins er tekin í fyrradag og er af einmanna fugli á flugi yfir hafinu, hér eru líka nokkrar nýjar "myndir" . Vona að Guð gefi ykkur góðan dag og þið finnið einhverstaðar smá Sjómannadagsstemmingu.
Mynd
..::Komin um borð::.. Jæja þá er maður komin um borð aftur og það var ekki átakalaust að rífa sig af stað núna, búið að vera þessi líka bongóblíðan fyrir norðan og sumarið að skella á með öllum sínum þunga, morguninn áður en ég fór náði ég að slá lóðina í fyrsta skiptið í sumar. En það þarf fleira að gera en gott þykir. Ég keyrði suður aðfaranótt 27mai og var komin í bæinn um níuleitið um morguninn, það var sól og blíða heima á Dalvík þegar ég lagði af stað en svo smá dró af blíðviðrinu, sólin hvarf í Öxnadalnum og svo smá versnaði þetta, þegar ég var komin í Borgarnes var komin rigning og vindsperra. Um þrjú svifum við af stað frá Keflavík til Lanzarode, þar var farið á hótel og gist um nóttina, við náðum samt að vera það snemma að hægt var að fá sér að éta almennilega áður en skriðið var í koju. Um morguninn var svo flogið áfram með leiguvél til Máritaníu með millilendingu í Marocco. Við lentum í Nouakchott rétt eftir hádegi og fórum þaðan í Ölphu sem ferjaði okkur út, klukkan var or...
Mynd
..::Einhvernvegin svona var þetta::.. Það er þokkalegt hvað aldurinn hefur hitt mig í hausinn því eftir að ég komst á fimmtugs aldurinn hef ég ekki komið frá mér einum bókstaf hehe, en ég held samt að þetta komi aldrinum ekkert við, auðvitað er þetta bara leti. Annars er búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið, við Rúnar erum búnir að hjóla þó nokkuð, t.d fórum við á Siglufjörð eitt kvöldið og vorum að renna í bæinn um áttaleitið, auðvitað átti að snara sér í sjoppuna og gamsa í sig eina pulsu en sjoppumenning Siglufjarðar var nú ekki merkilegri en það að það var búið að loka sjoppunni klukkan átta, Rúnar var með Prins Pólo í vasanum svo þetta reddaðist. Á bakaleiðinni stoppuðum við í Ketilás og hittum þar tvo mótorhjólakappa frá Siglufirði, það var upplivelsi að hitta þessa kappa og veit ég að þessi litla uppákoma bjargaði hreinlega deginum fyrir Rúnari, förum ekki nánar út í það. En annað merkilegt við stoppið í Ketilás var verðið á Bensíni og Dieselolíu, það er greinilegt að Ket...
Mynd
..::1967 var árið sem......::.. Jú það var akkúrat það sem ég ætlaði að fara að gera, enda hálfskammast ég mín fyrir skriftletina. Laugardagur. Fermingarveisla í Ólafsfirði, matur mikill og góður, matur sem við tróðum okkur út af. Sunnudagur. Fermingarveisla á Dalvík og sama uppi á teningnum, matur sem rann ljúflega niður. Kannski ekki beint diet helgi en það verður tekið á því vandamáli seinna. Á mánudagsmorgun dreif ég mig í því að klára fléttuna á pallinum og var bara nokkuð snöggur að því, restin af deginum fór svo bara í eitthvað chill, ég fór aðeins á hjólið og þrusaði yfir í Ketilás og til baka, það er alltaf gaman að renna yfir Lágheiðina og fljótin á hjólinu. Í gær var svo aftur komin vinna og skóli svo ég notaði morguninn í að raka lóðina og tína upp rusl og drasl sem kom undan vetri, svo tók ég gamla trébotninn úr hjólageymslunni og kom honum í gámana ásamt öðru drasli sem átti þar heima. Það er á verkefnaskrá á steypa bílaplanið í sumar og því þarf að undirbúa það ferli aðe...
Mynd
..::Þarf þetta að vera svona?::.. Merkilegt með þetta eldsneytisverð hérna á klakanum, það er alltaf eins og það séu engar byrgðir til í landinu, útsöluverð á bensínstöðum fylgir núverandi heimsmarkaðsverði, en þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá eru alltaf svo miklar byrgðir til að það eru engar forsendur til að lækka, merkilegt. Eiga ekki að vera til hið minnsta tveggja mánaða eldsneytisbyrgðir í landinu? Þegar ég var að keyra á hafnarsvæðinu fyrir nokkrum dögum sá ég að það var verið að keyra steypubíl um borð í gömlu Grímseyjarferjuna, mér fannst það ögn merkilegt þar sem nýja ferjan lá á norðurgarðinum aðgerðarlaus. Eftir því sem ég kemst næst þá var verið að ferja þennan steypubíl út í Grímsey, en þar sem menn treystu ekki nýju ferjunni í þennan flutning þá var brugðið á það ráð að nota gömlu ferjuna. Það eru líklega ekki öll kurl komin til grafar í þessu ferjumáli, sjálfsagt eru landsmenn orðnir leiðir á þessum eilífu sorgarfréttum af þessari vesalings ferju og þegja þunnu hljóði þ...
Mynd
..::Samtíningur síðustu daga::.. Það er tími komin á nokkrar línur, það er náttúrulega er fullt búið að gerast í lífi mínu undanfarna daga, en því miður er það meira og minna er tínt úr huga mínum, svo ég ætla að reyna að stikla á þeim steinum sem enn standa upp úr minnisþokunni. Ég set kannski inn einhverjar myndir í kvöld ef ég verð í þeim gírnum :). Seinnipart á Fimmtudag komu Hana Dóra, Gunni og grislingarnir bílandi sunnan úr Hafnarfirði í helgarheimsókn til okkar. Föstudagsmorguninn fengum við Gunni okkur smá labb með krakkana, það var þvílíki skítakuldinn, maður var orðin krókloppinn á fimm mín, þessi göngutúr var hafður í styttri kantinum. Á laugardagsmorgun var loksins komið gott veður aftur og tilvalinn dagur í einhverja útiveru, Thumpinn var settur á kerruna og svo var brunað niður á sand þar sem við burruðum fram og aftur í tvo þrjá tíma, Rúnar og Arnar voru líka mættir svo það var mikið fjör, þetta var eitthvað fyrir Hauk litla frænda og var hann ekkert á því að hætta þess...
Mynd
..::WebCam og fl::.. Það er ekki mikið að frétta hjá okkur, við fórum í innflutningsgill hjá Ninnu og Gumma á Laugardagskvöldið og var þar samankomin allur vinahópurinn ;). Eldhúsborðið svignaði undan matnum, svo var rautt hvítt gult eða bolla fyrir þá sem vildu deyfa skynsemiskirtlana, ég lét mér nægja ölið enda hef ég verið frekar kjarklítill í BOLLU síðan við lentum í innflutningsgillinu hjá Jónínu og Pétri sælla minninga fyrir þá sem eitthvað muna eftir því, það er aftur á móti götótt minniskortið mitt frá seinnihelmings þeirrar veislu hehe. Sunnudagurinn var svo tekin á rólegu nótunum, fór aðeins á sleðann eftir hádegi en það var svo blint að ég fór fljótlega heim aftur, keyrði kannski 15km áður en ég gliðnaði á sleðapakkanum. Þá var ekkert annað í stöðunni en að skipta um skó, trekkja hjólið í gang og bruna út. Ég urraði Rúnari með mér og hjóluðum við fram allan Svarfaðardal fram í botn og til baka, það var helv... kalt en við létum okkur hafa það. Þegar við komum aftur til Dalla...
Mynd
..::Sleðaferð::.. Sólin var byrjuð að baka niður upp úr átta og við félagarnir vorum að gera okkur klára í sleðatúr, þetta er einn af þessum morgnum sem ekki blaktir hár á höfði og 100% veður í svona ferð. Klukkan níu erum við klárir til brottfarar, Villi Hagg fararstjóri, Rúnar, Gummi og ég. Við fórum upp frá Dalvík og héldum inn dalinn og upp á Reykjaheiðina, veðrið var frábært og við stoppuðum oft, Villi lét móðan mása enda þekkir hann hverja þúfu og stein á öllu svæðinu, það sat ákaflega lítið eftir af þessu fróðleik í hausnum á mér en samt vona ég að með tíð og tíma læri ég að þekkja eitthvað af þessum fjöllum og dölum með nafni :). Klukkan er rétt orðin hálf ellefu og við erum að njóta útsýnisins úr skarði sem að mig minnir er kallað Algleymingur, eftir dágott stopp spenntum við á okkur hjálmana og gerðum okkur klára í að fara af stað. Gummi byrjar að trekkja sleðann sinn í gang, sleðinn hrekkur í gang, festist í fullri gjöf og æðir af stað án þess að Gummi ráði við neitt, við ho...
Mynd
..::Allt að gerast::.. Hvar á eiginlega að byrja? Við keyrðum austur síðasta föstudag í bongóblíðu og sumarveðri, og vorum ekki nema rétt fjóra tíma alla leið austur á Eskifjörð. Einhvernvegin minnti mig að þetta væri miklu lengra ;). Það var vel tekið á móti okkur og gistum við hjá Valda og Unni “þau búa í höll” það var stjanað þvílíkt við okkur í gistingu mat og drykk að okkur langaði eiginlega ekkert heim í kofann okkar aftur hehe. Strákarnir fóru á bretti í Oddskarðið föstudag-laugardag-sunnudag og voru býsna sáttir við svæðið, en lyftuvörðurinn var eitthvað að bögga þá með einhverjum aðfinnslum hvar mætti renna sér o.s.f.v. Á laugardaginn heimsóttum við Pétur frænda og Gunnhildi og drukkum hjá þeim kaffi og fengum nýbakað ala Karl Steinar, svo keyrðum við út á sveit og rúlluðum aðeins yfir svæðið. Þetta hefur ekki breyst mikið, fjöllin og fjörðurinn allt á sínum stað og minni breyting á bænum en ég átti von á, aðalbreytingin þarna er Álverið og uppbyggingin á Reyðarfirði. Við skoð...
Mynd
..::Eskifjörður on the way::.. Þá er það Eskifjörður, loksins loksins en við ætlum að bruna austur í dag. Einar Már ætlar að nota tækifærið og skella sér í Austfirsku alpana og renna sér á bretti þar, þetta var nú bara kallað Oddskarð þegar ég var að pjakka á skíðum í den tid en það er víst löngu liðin tíð og nú hefur þetta svæði fengið stærra og virðulegra nafn. Mynd dagsins var tekin um það leiti sem ég flutti búferlum frá Eskifirði, gaman verður að sjá hvort það hafa orðið einhverjar breitingar. Læt þetta nægja í dag. Bið heilladísirnar að líta til með ykkur.
Mynd
..::Brúnn sigrar heiminn::.. Drifkeðjusagan endalausa endaði á þann hátt í gær að umboðið fyrir sunnan leysti ekkert út úr tolli í gær en sagðist sennilega gera það fyrir tvö í dag. Ég get ekki séð annað en að það verði orðið of seint fyrir mig, og verð ég víst að bíta í það súra epli að fá þetta bévítans rusl ekki fyrr en eftir helgi, núna er ég komin yfir þetta skúffelsi og nenni ekki að svekkja mig meira á þessu. Það verður sem sagt ongin sleði hafður með austur :(. En þótt gærdagurinn hafi ekki byrjað vel þá endaði hann alveg ágætlega, ég seldi gömul nagladekk sem ég var búin að gleyma að ég ætti. Dugði sú upphæð ríflega fyrir auknu hlutafé í trillunni, en hún hefur verið á floti í allan vetur og hafa hafnargjöldin hrannast upp svo allt var að komast í óefni. Ekki var annað í stöðunni en að hluthafar tækju sig saman í andlitinu og pumpuðu einhverju fjármagni inn í hlutarfjársjóð til öryggis svo að Dalvíkurhöfn sendi ekki Íslensku strandgæsluna á eftir okkur ef svo ólíklega vildi ti...
Mynd
..::Á móti blæs í blíðunni::.. Þetta gæti verið verra hugsaði ég í gær þegar strákurinn í sleðabúðinni sagði mér að keðjan yrði komin í hádeginu í dag, að vísu ekki rétta keðjan en hann þyrfti að stytta hana það tæki enga stund, meira þurfti ekki til að gleðja mig ;). Að vísu frábært sleðaveður í gær og fyrradag en ég lifði í voninni um að geta kannski gert eitthvað á morgun. Seinnipartinn í gær kippti ég svo nagladekkjunum undan hjólinu og fékk mér smá rúnt, bara frábært að taka aðeins í hjólið, á morgun fer ég með það inn á Akureyri í ventlastillingu. Það var ágætt að hreyfa það aðeins því ég þurfti að hita mótorinn aðeins áður en ég skipti um olíu, og náttúrulega að fá fílinginn. Hjólið er auðvitað málið þótt sleði(mótorknúið færiband) slái aðeins á mestu mótorfíknina ;). Í morgun setti ég svo hjólin á kerruna, KTM á leið í stillingu og Thumstarinn, ja hann var bara fyrir í skúrnum svo ég ákvað að taka hann með inneftir og setja hann á sölu. Klukkan 11 var ég svo mættur inneftir og ...
Mynd
..::Stutt gaman en skemmtilegt ;)::.. Það er löngu komin tími á að pikka einhverjar línur inn, en ég kom í frí 2apr og er því í fríi núna :). Þegar ég kom upp á Kanarí var Guðný mætt á svæðið og eyddum við einni viku í vellystingum á Las Palmas, það var lítið annað gert annað en að rölta um í sólinni og hafa það notalegt. Einn dag skruppum við yfir á ensku og heimsóttum Gumma og foreldra hans, Gummi var svo höfðinglegur að sækja okkur á nýja Bensanum niður til Palmas :). 8apr flugum við svo heim, á vellinum hitti ég skóla og fermingarbróður frá Eskifirði sem ég hef ekki séð síðan ég veit ekki hvenær, allavega var svo langt síðan að við höfum sést að það hringdi engum bjöllum hjá honum þegar ég kynnti mig, en þetta rifjaðist allt upp og var mikið gaman hitta hann aftur. Umræddur fermingarbróðir minn heitir Ævar Freyr og var þarna nýgiftur og lukkulegur á heimleið úr brúðkaupsferðinni. Þarna áttaði ég mig á því hvað það er mikil skömm að við höfum ekki haldið neinu sambandi, krakkarnir s...
Mynd
..::Sandur Ryk og drulla::.. Af okkur er það að frétta að í fyrradag náðum við að kroppa upp það sem vantaði í skipið. Í gærmorgun var því haldið inn á Nouakchott leguna og múrarð utan á fraktskip sem heitir Cooler Bay, hann tók af okkur fiskimjélið. Það hefur ekki gengið andskotalaust að losna við þetta mjél, við áttum að landa því síðast þegar við lönduðum frosnu en þessi volæðismjéldallur var á svo mikilli hraðferð að hann gat ekki beðið eftir okkur, hann hefði þurft að bíða 6-8klst en það var ekki möguleiki að skvísa hann í það. En þótt hann hafi staðið í hlandpollinum af stressi síðast þegar við vorum hérna að landa þá var ekki meira fararsnið á honum en það að hann var hérna enn þegar við komum inn í gær. En að vísu var hann alveg að fara og hafði varla tíma til að taka þetta mjél af okkur hehe, já það er ekki öll vitleisan eins. Við kláruðum mjélið um 18 í gær og þá var haldið á næsta skip sem tekur af okkur frosinn fisk. Eftir það eigum við eftir að taka olíu og umbúðir svo þet...
Mynd
..::Gleðilega Páska::.. Það er svo sem ekki mikið að segja um þessa páska hérna, við höfum hvorki farið á skíði eða borðað páskaegg, en í staðin höfum við tekið nokkur KitKat svona til að seðja mesta súkkulaðihungrið sem okkur hrjáir þessa dagana, en auðvitað langar okkur helst í Páskaegg það er ekki spurning ;). Nú styttist hratt í endalok þessa úthalds hjá okkur, ekki nema vika eftir :), það verða örugglega margir fegnir að komast heim. Dælan fína fór loksins af stað, degi á eftir áætlun, áætlun sem hafði verið í stanslausri seinkun í fleirri daga. Það var ótrúlegur munur að fá þessa dælu inn og satt best að segja munaði þetta miklu meira en átti von á. Það var orðið svo langt síðan að þessi dæludrusla stoppaði að elstu menn hérna um borð mundu ekki hvernig þetta hafði verið áður. Annað er ekki að frétta héðan. Bið Guð og gæfuna að vera með ykkur í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur.