Færslur

Ekki flögruðu heilladísirnar yfir okkur í gær frekar en fyrri daginn, ég ætlaði að prufa nýja trollaugað og slakaði því í sjóinn, kveikti svo á skjánum en þá poppaði upp rauður gluggi sem á stóð “Botnstykki skammhleypt rás”. SHIT SHIT ég hringdi beint í Scanmar og vorum við staks settir í að ómmæla kapalinn niður í botnstykkið, þær mælingar komu mjög illa út svo að næsti leikur í stöðunni var kafari. Kafararnir komu svo seinnipartinn og voru þræl vel útbúnir, með myndavél sem allt var tekið upp á, ekki var kafarinn búin að vera lengi niðri þegar stóri dómurinn var staðfestur, en skápurinn sem botnstykkin eru í hafði orðið fyrir höggi og beyglast svo að skanmar botnstykkið var sprungið, venjulega eru skip með þrjú scanmar botnstykki en hérna var náttúrulega eitt, þessi skápur er undan furuno höfuðlínmælinum sem ekki er til lengur, og eru tvö furuno botnstykki í skápnum en þau sluppu auðvitað. Það er engin leið að laga þetta nema í slipp ;(, og það er ekki laust pláss í slippnum í St....
Var þetta hálfgerð synd hjá mér að blogga ekki í gær? En letin varð framkvæmdum yfirsterkari. Það var byrjað að landa hjá okkur kl 09:30 lokal og voru þeir búnir að kroppa þessi kvikindi upp um miðjan dag. Það var náttúrulega allt á fullu í skipinu, járnsmiðirnir frá Land and Sea voru að færa blakkirnar og taka niður ísgálgana, ásamt því að þeir óku keflin í vírastýrunum milliblakkirnar og byrjuðu að smíða undir upphalaravindurnar. Jeff Walsh frá M.I.R var svo í lensudælunum og sjódælunum ásamt fleiru. Við fengum trésmiði um borð til að snikka hér og þar og byrjuðu þeir á klefanum mínum, fyrst lokuðu þér loftinu og svo lét ég þá mjókka kojuna mína og koma henni í upphaflegt form, þá komu allar skúffur og hirslur í ljós svo að núna er þetta orðið eins og klefi aftur en ekki hjónaherbergi, þetta var svo breitt að það var ekki nokkur leið að hemja sig á dýnunni í veltingnum á þessari dollu,en núna er þetta orðið dillandi fínt, og er ég búin að skera utan af dýnunni og gista eina nótt ...
Vorum komnir inn fyrir St.Cape Francis þegar ég drullaðist fram úr bælinu í morgun, hún Erla klóraði sér svo mikið í nótt að maður svaf frekar illa, ætli það geti verið að hún sé með njálg?. Ég talaði svo við Jeff og við áhváðum að við yrðum inni í Bay Roberts kl 14:00 á Nufy time sem er –3.5klst frá Íslenskum tíma. Þegar við komum svo inn á höfnina þá var okkur sagt að bíða út á þangað til við fengum frekari fyrirmæli, við vorum svo á reki í höfninni í 1klst en þá kom kallið og við drusluðumst upp að. Það fylltist skipið af allskyns fólki og það þurfti að sinna hverjum og einum, en þetta hafðist allt og vorum við lausir við herinn klukkan hálf sex, það á svo að byrja að landa á morgun klukkan átta á Kanada tíma. En ég er eins og tussa breidd á klett í augnablikinu, það var bara eins og það hafi verið slökkt á mér og ég er bara að leka niður, líklega er þetta léttirinn við að vera búin að skrifa fyrsta kaflann í þessari sögu, sögu sem hingað til hefur verið hálfgerð hryllingssaga e...
Vaknaði kl 05:30 í morgun við kunnuglega skruðninga skelli og dynki, við vorum komnir í landsins forna fjanda “Hafísinn” ég náði samt að berja mig niður aftur og druslaðist ekki á lappir fyrr en kl 09:30 en þá fór ég og fékk mér morgunteið og lallaði svo upp í brú. Við vorum á kafi inni í ísnum en mjökuðumst hægt en örugglega áfram ;), ég sá á radarnum að það var skip aftur út og kallaði á það, það var þá Sunna frá Sigló að pjakka út á Hatt, hann var búin að vera að pjakka síðan 4:00 um nóttina og átti ca 15sml eftir út úr þykkasta ísnum. Við sluppum einhverra hluta betur því að það tók okkur ekki nema 2tíma að hjakka í gegn ;). Það var nokkuð af sel á ísnum en aðallega voru þetta kópar og sumir voru ekki gengnir úr snoðinu, hvítir og krúttlegir. Það var gaman að fylgjast með þegar þeir voru að baksa áfram eftir jökunum ;). Erlan er upphaflega smíðuð fyrir Grænlendinga og er 26mm frá stefni og aftur á rassgat, byggð fyrir svona aðstæður, svo að við settum á fulla ferð um leið og við...
Í gærkvöldi breyttum við trollinu aftur til fyrra horfs i von um að við næðum að hengja meiri afla. Hvort það var til bóta eða ekki vitum við ekki, en aflinn var engu að síður aðeins skárri. Við melduðum okkur inn í lögsögu Kanada á morgun með 24tíma fyrirvara. Við lullum af stað í land í kvöld um miðnættið, þá ættum við að komast í gegn um versta ísinn í björtu á morgun ;). Það er hellingur af skipum á slóðinni Eistar Litháar Lettar og Færeyingar en ekki eitt einasta Íslenskt skip, það séu Íslendingar við stjórnvölinn á þeim flestum. Og við erum á fullu við að afla þessum þjóðum aflareynslu sem nýtist mörlandanum ekkert ;(. Dagurinn hjá okkur var öðrum líkur og fátt markvert gerðist, að vísu rifnaði höfuðlínan af skvernum á trollinu þegar við hífuðum í dag, en það var Rúskað saman á no time og bíður betri tíma, þeir geta stautað í þessu á stíminu. Veðrið hefur verið til friðs í dag en seinnipartinn var komin suðvestan golukaldi, en þó veðrið hafi verið gott í dag þá er fattarin...
Drullubræla það er orð dagsins, en það er búið að vera kolvitlaust veður hjá okkur í allan dag 20-27m/s frá því í morgun, það er helst núna um kvöldmatarleitið sem eitthvað er farið að dúra á þetta. Ekki vildi ég vera kokkur á svona veltikollu, það hlýtur að vera hrikalega slítandi að reina að halda öllu í skorðum í eldhúsinu og elda mat í svona velting. Við höfum lítið gert annað en að halda okkur í dag, með kjafti og klóm ;). Það var ansi blautt á frænda á dekkinu í dag, en hann stendur sig eins og hetja þarna úti með þeim félögum og kvartar lítið. Það er búið að vera bölvað ísböggl á skipunum sem hafa verið að koma úr landi og fara út frá Nufy, svo ég reikna með að við pjökkum af stað aðfarnótt mánudags og gefum okkur góðan tíma í þetta ferðalag, ekki veitir víst af tímanum, svo verður líklega einhver vestanfíla í nefið á dollunni ef kortið gengur eftir. En það hlýtur að styttast í vorið og góða veðrið. Þetta verður allt og sumt í dag. Guð veri með ykkur.
Ofurvélstjórinn okkar muldi kyndararæfilinn af stað í gærkvöldi, ekki veit ég hvaða galdraþulur hann hefur farið með yfir kyndingunni því að það voru allir búnir að dæma hana úr leik. Við komum á hattinn í morgun, og köstuðum rétt hjá skipunum kl 05:00 í morgun, en ekki átti það að liggja fyrir okkur að hitta í rækju í dag, því að þegar ég kom upp í morgun vorum við komnir langt norður fyrir skipin, og tók okkur allan daginn að draga til þeirra aftur. Á meðan við vorum að gaufast til þeirra þá voru þeir að mokfiska ;(. En svona er þetta bara og ekkert við þessu að gera. Það er ekki hátt á manni risið eftir þennan daginn, en það verður að taka þessa daga líka eins og kerlingin sagði. Á morgun spáir svo einverjum kalda á okkur svo að það verður sjálfsagt einhver skælingur á þessu á morgun. Læt þetta nægja í dag. Gangið á Guðsvegum................................
Ís, þoka og blíðviðri þannig mætti þessi dagurinn okkur á Erlunni, við erum enn á Nafo svæði 3L en ætlum að færa okkur yfir á Flæmska í kvöld. Það er búið að vera reytingur í dag og gær svo að brúnin er aðeins léttari á mannskapnum. Það var tekin ákvörðun um að fresta landtöku okkar á Nýfundnalandi um tvo daga, svo við verðum ekki inni fyrr en á miðvikudag, þetta ver eitthvað út af varahlutasendingum frá Íslandi en þeir berast víst ekki fyrr en á fimmtudag. Þetta breytti litlu fyrir okkur, gefur okkur bara aðeins meiri tíma til að reina að ná önglinum úr borunni á mér. Miðstöðvarketilinn sagði upp störfum í gærkvöldi og tortímdi brennaranum svo illa að ég efast um að kraftaverkavélstjórinn okkar nái lífi í kyndinguna aftur ;(, en það þíðir nú lítið að væla yfir því og ekkert annað að gera en að taka fram kuldagallan og vera í honum ;), ég sé að þetta er miklu betra, maður var alltaf að drepast ofan í klofið á sér ef maður kíkti út þegar trollið var tekið, en eftir að maður fór að ve...
Komum á nýja svæðið rétt fyrir hádegi í morgun, veðrið var og er alveg yndislegt blankalogn og það má spegla sig í haffletinum. Það er á svona dögum sem það mætti skilja hvers vegna menn leggja það á sig að gerast sjómenn, en því miður eru ekki allir dagar á sjónum svona, en einhverra hluta vegna þá er maður alltaf fljótur að gleyma brælunum og brasinu, og þegar horft er um öxl þá sér maður aðallega gott veður og gott fiskirí, hitt er ekki svo merkilegt að það borgi sig að vera eiða geymsluplássi á harða disknum undir það ;). Það er íshrafl rétt vestan við okkur og það gerir það að verkum að hafflöturinn er mun sléttari en búast hefði mátt við fleiri hundruð mílur úti í hafi. Það var viðtal við einhvern speking frá Kanadísku strandgæslunni áðan í útvarpinu, og sagði hann að núna væri mesti ís sem verið hefði við Nýfundnaland undanfarin 15-20 ár. En það er ekki verra austan á Nýfundnalandi en undanfarin ár, þetta liggur aðallega í miklum ís vestan og norðan við. Við megum samt eiga v...
Logn blíða og hæð yfir þúfunni, og eftir veðurkortinu þá ætti það að haldast fram yfir miðnætti á morgun en lengra nær spáin ekki ;). Gærdagurinn var skásti dagurinn síðan við komum á hattinn en það bilaði ekkert stórt í gær og við gátum varið að veiðum allan síðasta sólarhring. Ekki skemmdi það að veiðin var ágæt á okkar mælikvarða. Aftur á móti hefur veiðin í dag verið lök en veðrið því betra. Í kvöld ætlum við svo að sigla yfir á annað svæði og reina að taka kvótann sem við eigum þar, ef við gerum það ekki þá lokast hann inni í þrjá mánuði, en það svæði lokast 31mars og er lokað í þrjá mánuði. Andvari hefur verið að skrattast hérna með okkur í austurkantinum, og get ég ekki séð annað en að það sé þó nokkuð af rækju á ferðinni hérna á hattinum það okkur vantar bara almennilegt skip til að geta tekið á þessu af einhverju viti ;). Við erum bara eins og léttabátur innan um öll þessi stóru skip, en það eru 4 svona lítil skip á hattinum núna Andvari, Erla, Eyborg og Sonar en hitt eru ...
Eitthvað heilsaði þessi dagurinn okkur vel, en aldrei þessu vant þá var blíðuveður í morgun og sól þegar leið á daginn. Við erum að basla í austurkanti með Andvara og er veiðin svona la la. Höfðingjarnir á Andvara lánuðu okkur gamla höfuðlínustykkið sitt svo að núna erum við ekki blindir á trollinu lengur ;). Maður þorir varla að minnast á það nema voða lágt, “en það hefur ekkert bilað hjá okkur í dag ;)”. En ég vona að þetta snúist ekki í höndunum á okkur og endi í einhverju basli. Maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að sér að vera maður er svo vanur orðin baslinu og vandræðunum, en vonandi erum við farnir að uppskera eftir allt erfiðið ;). Annars hafa það allir gott, rafvirkinn sat frammi í borðsal áðan og spjallaði svo að hann er að hressast. En mikið rosalega er hann samt druslulegur karlanginn hann var nú ekki á barnskónum fyrir en núna lítur hann út fyrir að vera tuttugu árum eldri. Við fengum uppgefin löndunarstaðin í dag og er það Bay Roberts, við vorum að vona að ...
Loksins komst Hannes yfir í Arnarborgu en hann yfirgaf okkur í gærkvöldi og er hans sárt saknað, hann var á fullu í rafmagnsviðgerðum fram á síðustu stundu. Þegar Hannes var farin þá hífðum við trollið en þegar lengjan var rétt komin inn þurfti að drepa á vélinni og urðum við að tuttla belginn inn á auto dælunni. Vélstjórarnir voru svo að brasa í vélinni í alla nótt, og komst trollið ekki aftur í sjóinn fyrr en níu í morgun. Það var þokkalegt veður í morgun og kom Borgin með einn áhafnarmeðlim handa okkur úr landi og sótti pakka sem við komum með fyrir þá frá Íslandi. Fljótlega eftir að sá nýi kom fór að hvessa , um kaffileitið hífðum við svo trollið og þá flaut bölvaður pokinn upp og var aflinn nánast ekkert nema smákarfi arrg. En við því var litið að gera og eftir smá kipp var kastað aftur, enn hvessti og um fimmleitið var veðurhæðin komin upp í 25 m/s og vaxandi sjór. Já þetta ætlar ekki að verða endasleppt með veðrið, við höfum ekki náð einum heilum degi með góðu veðri síðan við ...
Og ekki kom blíðan enn þó svo að spáin hafi nánast lofað blíðu ;(. Aflinn eftir nóttina var rýr og sama var að segja um næsta hol, en þá vildi ekki betur til en að trollið hengilrifnaði inni á dekki allt vegna athugunarleysis, arrg arrg. Og á meðan við vorum að gera við trollið þá þurfti vélstjórinn endilega að vilja stoppa vélina svo nú er trollið klárt en við á reki að bíða eftir að það verði klárt í vélarúminu, á meðan fjarar dagurinn út og þar með veiðilíkurnar. Já einn dagurinn enn með krókinn á kafi í rassgatinu. Við Hannes fundum gamlan GPS niðri í skúffu og nú er búið að koma loftnetinu fyrir hann upp og koma honum af stað ;). En stóra talstöðin bilaði ;( Hannes er búin að liggja yfir henni og varð að játa sig sigraðan þar. Okkur sýnist á spánni að það verði lítið veður til flutninga á morgun svo að ef við eigum að koma Hannesi yfir þá verður það að gerast í kvöld. Polling systemið hökti af stað hjá okkur í dag, en það gerir NAFO kleift að skoða staðsetningu okkar hvenær ...
Ekki kom góða veðrið sem við vorum að vonast eftir i dag ;(. Og það er búin að vera skítabræla í dag en kortið fyrir morgundaginn lofar betra veðri ;). Í morgun þegar við tókum trollið þá var svo þung aldan að önnur bakstroffan í stjórnborðshleranum slitnaði í látunum, þegar draslið var komið inn þá tókum við hlerann inn til að skipta um keðju. Það var ekki þrautalaust því að dollan ólmaðist eins og sólborgari á e-töflum. Svo þegar við ætluðum að henda hleranum út aftur þá virkaði ekki spilkerfið ;) en Jón fann út úr því og korter í tvö var druslan komin í botninn aftur. Það er eiginlega ekkert veiði veður fyrir Erlu en það verður að reyna að pjakka í þessu í von um að veðrið verði skárra þegar hífað verður. Í dag var svo ákveðið að við yrðum í landi 31mars, því fylgdi náttúrulega bullandi pappírsvinna því að tilkynna þarf löndun mannaskipti áætlaðan afla og allt það með 10daga fyrirvara til Nufy, svo þarf aftur að hnykkja á því með fjögurra daga fyrirvara og enn og aftur sólarhring...
Einn brasdagurinn enn að kvöldi komin og ekkert lát á vandamálunum í Erlu. Í morgun þegar við hífuðum var komin kaldaskítur með tilheyrandi velting og látum, við ætluðum aldrei að ná trollinu inn því að hlerarnir voru alltaf inni í rennunni og ef ekki þá lokuðu þeir algjörlega rennunni ;( ekki var hægt að kasta við þessar aðstæður og pjökkuðum við upp í veður og vind á meðan reynt var að græja þetta aðeins betur, við fórum í að logskera burt einhverjar stýringar á gálganum sem við töldum að væru til vandræða, það versnaði við það ;(. Á endanum hengdum við hlerana í græjur á meðan kastað var til að fá þá út úr rennunni, svo var rafsuðumaðurinn settur í að rafsjóða rör þvert yfir rennuna til að reyna sporna gegn þessu, en vandamálið er samt ekki leist með þessu og þetta verður til vandræða þangað til að við finnum lausn til að koma hlerunum utar á rassgatið á skipinu. Við köstuðum svo seinnipartinn og nú erum við að reyna að toga en vindur og straumur vill ráða ferðum okkar svo að nú ...
Í gærkvöldi þegar hífað var þá fékk maður vægt áfall en það er búið að vinna nokkuð vel úr flestum vandamálunum sem þá komu upp ;). En á tímabili féllust manni alveg hendur ;) og maður sá engan vegin út úr bilana og vandræða súpunni ;). Í nótt klukkan fjögur var svo trollinu gusað út aftur og togað til hádegis, aflinn var þokkalegur og veðrið hreint ljómandi. Þar sem að gírinn í gasolíuskilvindunni varð tannlaus í nótt og hún þar með úr leik. Varð ég að keyra yfir að Lómnum og sækja varahluti í skilvinduna og fl sem kom út með honum. Í framhaldi af því gerðum við nokkrar breytingar á trolli og hlerum og köstuðum svo druslunni kl 1700. Nýja fína Scanmar trollaugað entist í heilar fjórar klukkustundir og liggur nú bilað inni í skáp engum til gagns en mér til mikillar armæðu. Svo er fyrirliggjandi að sansa hlutina til og fá allt til að snúast og virka, en líklega tekur það einhvern tíma að fá þetta í almennilegt horf. Róm var ekki byggð á einum degi og þar við situr. Farþeginn er...
I morgun sigum við upp á norðurhornið á Flæmska Hattinum og klukkan eitt var trollið komið í botninn ;). Við fyrstu sýn þá virðist þetta virka 7-9-13 bank bank en ég ætla samt að koma frá mér blogginu áður en fyrsta holið verður innbyrgt ;). Það er búið að vera kaldaskítur í dag og heyrði ég að stóru dasarnir voru að tala um 15-20m/s en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, okkur finst þetta ekki svo slæmt eftir það sem á undan er gengið. Þegar á reyndi þá vinnur suðupotturinn ekki og er nokkuð ljóst að eldhólfið sem reynt var að klastra í heima er ónýtt ;(. Hannes er búin að standa í ströngu í dag og er búin að vera á kafi í köplum og tengingum undir brúnni í mest allan dag, þar þurfti að taka til hendinni ;). Veslings vélstjórinn minn er búin að vera svartur upp fyrir haus í allan dag, það eru allskyns vandamál að hrella hann og af nógu að taka. Sjálfsagt koma upp enn fleiri vandamál þegar híft verður svo að ég sá mér leik á borði og losa mig við bloggið áður en stóri hvellu...
Síðastliðna nótt fengum við þann mesta velting sem við höfum fengið á leiðinni ;) og var ein og maður væri í rússíbana. En um hádegi var svo komið þokkalegt veður en haugasjór og veltingur, þetta er svo smátt og smátt að fjara út. Við reiknum með að geta kastað druslunni um hádegisbil á morgun. Það eru allir búnir að vera á fullu í að gera við og lagfæra og er engum hlíft, veslings farþeginn er misnotaður hrapalega og er hann alltaf eitthvað að laga fyrir okkur ;). ‘I dag tengdi hann Gýrókompásinn inn á 24v og svo var eitthvað fleira sem hann lagfærði í rafmagninu. Rafvirkinn liggur bara fyrir og ber sig aumlega, ég kíkti á karlinn í dag og var komin út myndarlegasti marblettur á bakinu á karlgreyinu. Að öðru leiti hefur dagurinn verið öðrum líkur hjá okkur. Megi himnaföðurinn passa ykkur.
Ekki væsti um mann á gólfinu í nótt, þetta var bara eins og í útilegu ;). Það var þokkalegt veðrið í gærkvöldi svo að við stoppuðum og Jón lagaði einhvern olíuleka á höfuðmótornum og breytti einhverju í lögnunum að eimaranum, núna framleiðir eimarinn um fimm tonn á dag svo að það er besta mál. Það er ekki amalegt að vera með rafeindavirkja um borð, í gærkvöldi bilaði einn tölvuskjárinn í brúnni og Hannes var snöggur að kippa honum niður og gjörsamlega spaðaði græjuna í smáparta ;) á endanum fann hann bilunina og reddaði því með stæl. Eitthvað ber Rafvirkinn sig illa eftir byltuna og þurftu félagarnir að bera hann á kamarinn í morgun ;(. Í morgun byrjaði svo að hvessa og um hádegi var komin skítabræla eina ferðina enn, ég var í sambandi við Skúla Elíasar á Otto og vildi hann meina að við hlytum að fara verða búnir með brælukvótann, ég er honum sammála og verð að segja að þetta ferðalag er alveg með ólíkindum hjá okkur, við eru tvisvar sinnum búnir að fá þokkalegt veður dagsstund sí...
Kannski er maður bara að verða vanur þessum brælum, nema veðrið hafi verið aðeins skárra eftir hádegi í dag. Kyndingin er enn og aftur að stríða okkur og hefur ekki verið hiti á skútunni síðan í nótt ;). Það var bölvuð óþverrabræla í nótt og míglak vatnsausturinn í kojuna hjá mér svo að maður var hundblautur og druslulegur þegar maður aulaðist fram úr í morgun, that´s it og nú veður þetta loft rifið niður og reynt að komast fyrir vandann. Við fengum upplýsingar frá Ölfu sérfræðing um keyrslu höfuðmótorsins og kom þá í ljós að við vorum með óþarfa áhyggur af afgas og skollofts hita og nú er hægt að keyra aðeins meira. Í hádeginu datt svo rafvirkinn niður stigann á neðri ganginum og lá lengi emjandi í gólfinu, við vorum helst á því að hann væri rifbrotinn. Ég guðaði í hann einhverjum verkjalyfjum og hringdi svo í læknir. Eftir samtal við lækninn kom í ljós að lítið er hægt að gera annað en að gefa honum verkjalyf og sjá til, þeir drusluðu honum svo inn í klefa. Seinnipartinn þegar ég...