Færslur

Mynd
..::Heimsreisa::.. Seint í gærkvöldi skriðum við inn á leguna utan við Nouakchott og múruðum við fyrri fraktarann sem ætlar að taka úr okkur aflann, þetta var ósköp venjuleg aðgerð og gekk vel fyrir sig, upp úr miðnætti byrjuðu svo drengirnir okkar að hífa fyrstu heysin á milli. Unnið var við löndun í alla nótt en um tíu í morgun mætti svo annar fraktari og tókum við hann á stb síðuna og græjuðum okkur til að landa einnig í hann. Nú vorum við eins og Önd sem tekur ungana sína undir vængina, en þessar fraktdollur eru frekar ræfilslegar utan á okkur, ekkert ósvipaðar litlum ungum ;).. Sjóli var mættur í dag færandi hendi eins og vanalega og í þetta skipti færði hann okkur nýjan eftirlitsmann og jólagjafirnar fá kompaníinu, alltaf gaman að fá pakka og ekki var annað að sjá en að allir ljómuðu yfir gjöfunum sínum þótt stund sé síðan jólin hurfu á vit gleymskunnar, allavega hér um borð. En þótt Jólin séu búin þá erum við samt alltaf tilbúnir fyrir síðbúnar jólagjafir og höfnum engu :). Dag...
Mynd
..::Grashopper::.. Hæhæ, veit ekki hvort ég nokkuð að vera að fjölyrða um þessa flensu sem lagði mig flatan ekki einu sinni heldur tvisvar :(, já mér sló þokkalega niður og er ég rétt að rísa upp úr öskustónni núna. Það hefur svo sem ekki mikið gerst hjá mér annað en að ég hef legið í kojunni og engst sundur og saman eins og ormur á krók þangað til seinnipartinn í gær en þá fór að rofa aðeins til í þessu veikindastússi mínu. Dagurinn í dag hefur svo verið þokkalegur, að vísu hafa verið aðeins magaverkir enda hef ég ekki getað étið neitt í einhverja daga, en það er víst ekki litið á það sem neitt vandamál á tímum offitu. T.d þykir bara fínt í dag að fá ælupest hehe. Mynd dagsins er af Grashoppara (Engisprettu) sem heimsótti okkur áðan. Já ég hef ekki miklu við þetta að bæta núna, bara rétt að láta vita af mér. Vona svo heitt og innilega að þið lendið ekki í þessari flensuholskeflu sem yfir mig gekk.
Mynd
..::Á ég að speyta hanum?::.. Þar sem ég sveik ykkur á bloggi sökum sjúkleika í gær, þá reyni ég bara að gera betur í dag ;). Já dagurinn hjá mér byrjaði klukkan 0600 en þá var skipslæknirinn mættur með töfluskammtinn hitamælinn og þessa líka fínu sprautu. Fyrst tók ég töflurnar svo mældi karlinn mig, tek það fram að ég var ekki rassamældur :), en handakrikamæling leiddi í ljós að ég væri bara með 4kommur. Nú og svo sprautaði karl mig með einhverju vítamíni sem lífgað getur hest upp frá dauðum skildist mér. Ég kúrði svo langleiðina fram undir hádegi enda var ég alveg að sálast í höfðinu, einkennilegt hvað kemst mikið fyrir af verkjum í ekki stærri líkamsparti. Ég staulaðist svo upp í brú um hádegisbil og ætlaði að líta yfir stöðuna en sá að fyrst ég væri komin upp og gæti staðið í lappirnar þá gæti ég alveg eins staðið vaktina ;). Mig langar að deila með ykkur brandara sem Vægi vinur minn skipstjóri á Maí sagði mér í fyrradag, hann er auðvitað neðanbeltis eins og flestir þeir brandarar...
Mynd
..::Inflúensa::.. Ég verð nú ekki oft veikur, en þegar ég lendi í því þá kemur það með trukki og dýfu. Aðfaranótt gærdagsins var ég frekar slappur og svaf lítið, en staulaðist samt á vaktina og var eitthvað að þráast við fram eftir degi, læknirinn var búin að gefa mér einhverjar pillur svo ég hélt að mér væru allir vegir færir, en þetta versnaði og versnaði þangað til ég gafst upp og fór í koju, ég hélt hreint út sagt að það myndi eitthvað springa í hausnum á mér í gærkvöldi og það slokknaði á perunni, en sem betur fer þá hélt ég þetta út en ég man ekki eftir að hafa liðið aðrar eins kvalir, ég var komin í síðbrók og búin eins og ég væri að fara á jökul en samt hríðskalf ég eins og hrísla undir sænginni. Ég svaf lítið í nótt en var samt skárri í morgun, samt enn með dúndrandi hausverk en hitalaus svo að þetta er vonandi að koma :). Mynd Bloggsins er tekin í fyrradag, þarna vorum við að mæta Betu Maí og einhverjum rússa. Jamm og jæ þetta er það helsta sem af mér er að frétta.
Mynd
..::Nammi namm!!::.. Nú verður að taka þetta með trukki og dýfu því ég nenni ekki að eyða miklum tíma í þetta blogg núna. Dagurinn hefur verið öðrum líkur nema að því leiti að það hefur verið mun meiri traffík í dag en undanfarið. Allt fullt af skipum í kring um okkur í morgun þegar ég stakk hausnum upp í brú, allar stærðir og gerðir af togskipum, sumir að draga tvö troll á bómum á meðan aðrir pungar bisuðust áfram á rólegri ferð. Við erum að draga á 5-6sml ferð og það hentar ekki alltaf að vera mikið innan um þessa smápunga sem ekkert komast áfram, en þeir eiga sinn tilverurétt eins og við svo það er ekki mikið við því að segja þótt þeir séu að reyna á sömu slóð og við, það hefur gengið blessunarlega að eiga samleið með þessum pungum hingað til, hvað sem svo framtíðin ber í skauti sér ;). Annars einkenndist dagurinn brasi, en það verður víst að taka þá daga líka og allt fer þetta í reynslubankann sem er nánast vaxtalaus eins og í bankakerfinu heima, þ.e.a.s innlögnin. En ég veit ekki ...
Mynd
..::Ný hitakanna::.. Það er víst ekki hægt að mótmæla því að allir áhafnarmeðlimir sem létu sig hafa það að fara út í dag urðu rykaðir, þvílíkt sandryk og drulla sem legið hefur í loftinu í gær og dag, þó var þetta verra í gær en í dag. það hefur örrugglega verið strekkingur í eyðimörkinni í gær og fyrradag miðað við allt rykið sem berst á haf út.. Það sér ekki högg á vatni hjá veslings bátsmanninum okkar sem berst við sandhaugana eins og DonKi Kode barðist við vindmillurnar um árið sem hann missti hárið og vitið ;), þ.e.a.s Donki Kode, við vonum að Bátsmaðurinn haldi sönsum þótt það kyngi niður sandi eins og snjó í lognmollu. Annars var dagurinn ágætur, við fengum t.d þessar fínu hraðsuðukönnur með Sjóla, en það var orðin verulegur skortur á þessháttar munaði hérna um borð, ég var búin að hösla aðra könnuna úr matsalnum en hún lifði því miður ekki fyrstu vikuna í vistinni hjá mér. Eftir andlát hitakönnunnar nálgaðist ég heitt vatn til telögunar með hálfgerðri hundsmigu sem hægt er að...
Mynd
..::Næstum orðlaus!!::.. Fussum svei, ég veit bara ekkert hvað ég á að bulla í dag, stend á gati eins og lappalausa konan orðaði það :):). Í nótt lauk ég við að lesa síðustu jólabókina mína, var hún ágætis afþreying og hreint ekki svo galin af Íslenskri bók að vera ;), ekki það að Íslenskar bækur séu neitt af verra tagi en aðrar bækur. En ég er sem sagt orðin uppiskroppa með lesefni, en það reddast nú væntanlega þar sem Gummi trollmaster var að koma um borð í gær og hann er yfirleitt fulllestaður af DVD myndum og tónlist, ekki amalegur kostur að róa með þannig manni. Við köllum það að fara á myndbandaleiguna þegar maður fer í heimsókn í klefann til Gumma ;). Nú að öðru leiti er svo sem ekki mikið að frétta af okkur, daglegt líf hérna um borð er að komast í réttar skorður eftir mannaskiptin en það tekur alltaf smá tíma að fá allt í gang eftir mannaskipti, einhverjir nýir koma og svo eru menn að koma úr löngu fríi og það þarf átök að rífa sig af stað eftir löng frí. Það er erfitt að kveð...
Mynd
..::Mestir og bestir!!::.. Merkilegt hvernig fréttaflutningur getur stundum verið, t.d finnst mér athyglisvert hvernig fréttirnar af aflaverðmæti Engeyjar hafa verið matreiddar ofan í mörlandann undanfarið og sá samanburður sem er í fréttum um hvað skipið hafi verið að gera gott á síðasta ári. Það dettur samt engum fréttamiðli í hug að minnast á það að skipið var meira og minna með fleiri skip í vinnu til fiska fyrir sig á meðan önnur skip sem höfð eru til samanburðar þurftu flest að hafa fyrir öllum veiðunum sjálf. Ég held að það sé ekki mikil kúnst að setja einhver aflaverðmætismet ef maður getur bara legið á krók undir Garðskaga og beðið eftir að önnur skip fyrirtækisins komi og dæli aflanum um borð svo hægt sé að halda uppi fullri vinnslu, en einhverra hluta vegna er þessu slegið upp í fréttamiðlum þannig að engin hafi tekið þátt í þessu nema viðkomandi skip. Hákon var númer tvö í þessari aflaverðmætiskeppni og var hann með 1170milj/fob en títt umrædd Engey var með 1451milj/fob, e...
Mynd
..::Taxinn::.. Það var rólegt hjá okkur í nótt veiðilega séð, fullt rör frá miðnætti til tíu í morgun en þá tókum við tvær stuttar prufusköfur áður en við fórum í Sjóla. Sjóli var mættur til Nouadhibou og beið eftir okkur við hengdum okkur saman um kvöldmatarleitið í kvöld, og síðan hefur allt verið á fullu í uppskipun. Matti Sigursteins er skippari á Sjólanum en hann leysti mig af á Erlunni forðum daga, við höfum þekkst lengi og alltaf gaman að hitta gamla kunningja, hann rétt náði að líta upp úr fraktstressinu og kíkja á mig í nokkrar mínútur núna rétt fyrir miðnættið. Hann var hífður á milli í búri sem við köllum Taxann, en það er sá háttur sem hafður er á hérna þegar koma þarf mannskap á milli skipanna, þetta er ekki ósvipað fuglabúri og svínvirkar í þetta verkefni. Það var frekar kalt hérna seinnipartinn þegar við komum, ekki nema 20°C og ég sá ástæðu til þess að fara í peisu, en hitinn var 29°C suður við Nouakchott þar sem við vorum í gær, en svo leit ég á hitann á Akureyri og sá...
Mynd
..::Málfræði!!::.. Byrjaði daginn á því að taka stöðuna í brúnni en svo fór ég rölt á trolldekkið í góða veðrinu og spjallaði aðeins við mína menn, fékk líka aðeins að taka í nál. Hefði maður ekki viljað skipta á hitanum og blíðviðrinu hérna og brælunum og frostinu heima hérna áður fyrr, kannski var bara betra að maður kynntist þessar sjómennsku ekki fyrr því það hefði ekki gert manni gott að hafa samanburðinn. Oft var maður búin að bölva bévítans veltingnum og kuldanum þegar maður húkti krókloppin eins og girðingarlykkja yfir gauðrifnum trolldruslum, og svo ultu þessir koppar eins og tvinnakefli til að auka enn á hamingjuna ;). En mannskepnan er einhvern vegin forrituð þannig að hún er fljót að laga sig að aðstæðum og sjálfsagt gæti maður endað aftur í frostinu og brælunum hver veit, það er erfitt að segja til um framtíðina, ég á alveg nóg með nútíðina ;). Hádegisumræðan snérist svo um Íslenska málfræði, eignarfall, þollfall, þágufall,niðurfall og yfirfall og hvað þetta nú allt heitir...
Mynd
..::Teflt við Pá....::.. Í dag var ég að gramsa í einni skúffunni í brúnni og fann þetta líka fína taflborðið ásamt taflmönnum, þetta tafl var greinilega með mikla reynslu því að sumir taflmennirnir voru heimatilbúnir úr gúmmípjötlu og pappír en voru fínir staðgenglar fyrir þá sem horfið hafa úr upprunalega liðinu. Þessi Hvalreki á fjörur mínar var til þess að ég dreif mig í að leita uppi kunnáttumenn í þessum mæta leik, ekki þurfti að leita lengi og áhuginn var greinilega til staðar, Reynir var meira að segja með taflklukku með sér. Læknirinn var nú sjanghæjaður í hraðskák við Reyni og var ekki annað að sjá en að þeir væru á svipuðu róli í taflmennskunni. Það var gaman að fylgjast með þeim félögum og rifjaðist upp í huga mér sú mikla elja og vinna sem minn gamli skólastjóri lagði í taflmennsku og að troða þessu í hausinn á okkur, ekki vorum við nú alltaf sáttir við hvorn annan en ég lét mig nú samt hafa það að tefla eitthvað þegar ég var krakki, ég bjó að þeirri reynslu í dag þegar ég...
Mynd
..::Slakaðu á maður!!::.. Ætli ég verði ekki að byrja á að skrifta, biðjast afsökunar á bloggi gærdagsins ;), auðvitað átti ég ekki að segja kerlingar því þetta á ekki bara við kerlingar heldur allt kvenfólk, hefði kannski betur sagt “best að spræna eins og dama!” en ég vona nú að engin hafi móðgast mikið yfir þessu hehe. Dagurinn í dag var ekki ólíkur öðrum dögum hjá okkur hérna á slóðum frumbyggjanna þótt náttúrulega engin dagur sé eins ef farið er út í þá sálma. En við erum að reina að pjakka í þessu og er ég aðallega í því þessa dagana að skapa trollmeisturunum vinnu, en ég hef verið ansi duglegur við að skemma veiðarfærin í gær og dag. Stórmerkilegt hvað þessir fisktittir virðast hafa ánægju af því að troða sér ofan í einhverjar gjótur nú eða liggja utan í einhverjum tindum, óþverrabotn eins og við köllum það á sjómannamáli. Ég hélt að það væri alltaf talað um að gullfiskar hefðu 7sek minni, en það hlýtur að vera tóm þvæla því ég sé ekki annað en að flestir fiskar hafi vit á að t...
Mynd
..::Mígum eins og kerlingar!::.. Þá er komið að kvöldsögunni ;), þessi dagur var ekki mjög líkur gærdeginum, slapp samt fyrir horn, en það var basl á okkur allan seinnipartinn. Það var vindsperra á okkur í morgun en lygndi svo upp úr hádegi og síðan hefur verið bongó, það er allt undirlagt ofandekks í sandi og bátsmaðurinn hefur nóg að gera í að reyna að halda skipinu hreinu, en hann er seigur karlinn og gefur sandsköflunum langt nef ;), háþrýstidæla, endalaus elja og þolinmæði gerir það að verkum að þetta er alltaf nokkuð hreint hjá karlinum. Eftir hádegisfréttirnar í dag snérist umræðan um baðherbergi. Vildi einn af okkur meina að það væri ekki nóg að vera með klósett á baðherbergjum, þar þyrfti líka að vera hlandskál. Þessu til rökfærslu sagði hann: Það míga allir karlmenn útfyrir!, venjuleg klósett eru bara fyrir litla stráka að míga standandi í, þetta er bara allt of lágt fyrir fullvaxna karlmenn! Hver kannast ekki við það að standa framan við klósettið og ætla að míga en sökum þe...
Mynd
..::Með Stefnuljós!!!!::.. Heilladísirnar ákváðu að sturta úr hamingjupokanum yfir okkur í dag, og gekk dagurinn vonum framar, rúsínan í pylsuendanum var svo ágætishol sem við náðum að slíta upp í kvöld og kom okkur öllum í opna skjöldu þar sem við áttum ekki von á því, ég varð þvílíkt glaði með þetta, og ef það hefði rignt þá hefði það lent ofan í nefið á mér og ég sjálsagt druknað í framhaldinu, en sem betur fer fyrir mig og mína þá ringdi ekki, það rignir mjög sjaldan hérna nánast aldrei ;). Þetta var bara eins og þegar ég fékk fyrsta reiðhjólið, það var sko ekkert slor, með stefnuljósum og allan pakkann, Pabbi hafði fundið það á öskuhaugunum og séð í því framtíð, hann málaði það setti á það ný dekk og smíðaði nýtt sæti, svo setti hann fram og afturljós dínamódrifin þau lýstu rosalega, og flottu stefnuljósin sem gengu fyrir batteríum voru toppurinn á þessu öllu. Ég man enn hvað ég var montinn með hjólið, og strákarnir slefuðu alveg yfir stefnuljósunum ;). En það eru breyttir tímar o...
Mynd
..::Flugdrekahlauparinn::.. Sveltur sitjandi Kráka, fljúgandi ............ ég man ekkert hvernig þessi málsháttur á að endar, en hvað sem því líður þá erum við búnir að vera á flugi í allan dag, ef hægt er að skilgreina þetta ferðalag okkar sem flug yfir hafsbotninum ;). Og ég er búin að klára Flugdrekahlauparann, sérstök bók sem skilur engan eftir ósnortin. Fyrir mig þá opnaði þessi bók gægjugat inn í heim Múslima og þær hörmungar sem gengu yfir Afgönsku þjóðina. Við sem búum við þá gæfu að vera fædd og uppalin á Íslandi eigum erfitt með að skilja hvernig svona hlutir geta átt sér stað, en því miður er grimmd mannskepnunnar ótakmörkuð. En ég get mælt með þessari bók, hún fór frekar rólega af stað en hélt mér svo föstum allt til enda. Þessi áfangi að vera búin að lesa þessa bók verður kannski til þess að ég svíf í draumalandið fyrir 03-04 í nótt. Undanfarnar nætur hef ég ætlað að fara snemma að sofa en svo byrja ég að lesa og áður en ég veit af er klukkan orðin 03. Ég eftir eina bók se...
Mynd
..::West Afrika:.. Það er svo sem ekki mikið að segja í dag, það var frekar hvasst hérna í morgun og kalt, svona miðað við Afríku, seinnipartinn hægði svo en þá lá mistur yfir, þetta er ekki ólíkt þoku en er sandryk frá Sahara, ryk sem stundum leggst yfir allt eins og þoka og smýgur inn um allt. Ég geng með veiki í dag sem heitir skriftleti og þjáist verulega hehe, þess vegna ætla ég að hafa þetta stutt í báða enda. Mynd dagsins er af Mauritaniu ekki mikið meira um það að segja. Læt þetta nægja í dag. Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur..........................
Mynd
..::Í friði og ró úti á Sjó!::.. Jæja þá er gamla árið fokið burt, það fór ekki með hvellum og eldglæringum hjá okkur, kannski sem betur fer ;), en við náðum samt að fylgjast með áramótaskotunum heima á vefmyndavélinni á Akureyri, það var skásta vélin í þetta verkefni. Já gamlársdagur leið hjá okkur í friði og ró úti á sjó eins og þeir syngja hljómsveitin Roðlaust & Beinlaust, og enduðum við daginn á því að gúffa í okkur Konfekti í boði útgerðarinnar þangað til maður stóð á blístri. Í morgun vaknaði maður svo endurnærður eftir nætursvefninn, Reynir var búin að vera á fullu í að undirbúa Hangikjötsveislu tvö, en nú höfðum við hangikjötið kalt og finnst mér það ekki síðra þannig, í þessari veislu gátum við haft þetta ögn jólalegra þar sem við vorum komnir með jólaskraut og jólaservíettur ekkert smá flott hehe. Það er nú varla að maður trúi því að það sé komið 2007 en maður verður víst að sætta sig við það eins og hvert annað hundsbit, ótrúlegt hvað árin spýtast áfram, mér finnst svo...
Mynd
..::Stiklað á stóru::.. Ég ætla að byrja á því að óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir allt gamalt og gott í gegnum tíðina, vonandi heldur áfram að vera gaman hjá okkur öllum í framtíðinni. Við verðum bara að passa okkur á því að gleima ekki barninu í okkur og reina að sjá spaugilegu hlutina í lífinu, þeir eru allstaðar, við þurfum bara að veita þeim athygli:). Árið hjá mér hefur verið ágætt, ég byrjaði Janúar á 24m löngum Snuddupung frá Dalvík, en í Febrúar var ég svo komin til Afríku á 105m langan frystitogara, sem ég hef verið á síðan ;) með reglulegum hléum. Ég endurnýjaði mótorhjólið og fjárfest í nýju hjóli á árinu KTM EXC 525 og svo keyptum við feðgarnir okkur eitt lítið leikhjól Thumpstar 110. Guðný keypti handa okkur kerru svo við feðgarnir gætum tekið leikföngin okkar með í ferðalög, og nýttum við okkur það aðeins. Sólpallurinn kláraður að mestu, það rétt hafðist fyrir fiskidag ;), Kristbjörn trésmiður var mér innanhandar í því og reddaði því sem reddað var, annars hefði é...
Mynd
..::Fer þessu ekki að ljúka??::.. Bíddu nú við er ekki árið 2006 ?? nei ég bara hélt að hengingar hefðu aflagst einhvertímann fyrr á öldinni, en ég hef greinilega haft rangt fyrir mér þar. Já þeir hengdu Saddam síðastliðna nótt og þetta var sýnt í sjónvarpi út um allan heim, sem mér finnst frekar ógeðfellt. Ekki skilja þetta svo að ég telji Saddam einhvern engil, langt frá því, en mér fannst hann samt sleppa vel frá þessu, það hefði frekar átt að láta hann kveljast í fangelsi þangað til hann dræpist úr elli. Svo er það líka spurning hvort það hefði ekki átt að hengja einhverja fleiri fyrst það þurfti nú endilega að fara þessa leið, mér er nefnilega sagt að það sé mun meiri eymd í Írak núna en nokkru sinni fyrr, og einhverstaðar hef ég heyrt tölur um 5-600.000 óbreyttir borgarar í Írak séu fallnir í þessum stríðsleik fjölþjóðahersins. Ég held að þetta séu tölur sem maður skilur ekki og nær engan vegin að átta sig á umfanginu, þetta er eins og það væri búið að slátra allri Íslensku þjóð...
Mynd
..::Ekkert helv... væl!::.. Þetta er nú búin að vera meiri dagurinn, einn af þessum sem manni langar helst til að gleyma hehe, en það góða við hann er það að hann er að verða búin og kemur aldrei aftur, já þetta var ekki minn dagur, ég verða að segja eins og Jóhanna “minn dagur mun koma!”. Já ég veit ekki alveg hvað skal segja um þessa úthlutun af degi, almættið hlýtur að hafa gert einhver mistök í þessari úthlutun, ég get ekki ímyndað mér annað en þessi dagur hafi verið ætlaður einhverjum misyndismanni eða einhverju þaðan af verra, hann hefur bara lent hjá mér fyrir mistök. Annars veit ég ekki hvað maður er að væla, það eru sjálfsagt margir sem hafa átt mun verri dag en ég og eru ekki hágrenjandi yfir því hehe, maður þarf ekki annað en að fara hérna í land þar sem veslings fólkið hírist í einhverjum bárujárnsskriflum fullum af skít og drullu, ekki er það allt hágrenjandi. Það virðast vera sátt og er ekkert að væla, brosir bara :). Já það er ótrúlegt að sjá hvað mikið af þessu fólki vi...