Færslur

Mynd
..::Þarf þetta að vera svona?::.. Merkilegt með þetta eldsneytisverð hérna á klakanum, það er alltaf eins og það séu engar byrgðir til í landinu, útsöluverð á bensínstöðum fylgir núverandi heimsmarkaðsverði, en þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá eru alltaf svo miklar byrgðir til að það eru engar forsendur til að lækka, merkilegt. Eiga ekki að vera til hið minnsta tveggja mánaða eldsneytisbyrgðir í landinu? Þegar ég var að keyra á hafnarsvæðinu fyrir nokkrum dögum sá ég að það var verið að keyra steypubíl um borð í gömlu Grímseyjarferjuna, mér fannst það ögn merkilegt þar sem nýja ferjan lá á norðurgarðinum aðgerðarlaus. Eftir því sem ég kemst næst þá var verið að ferja þennan steypubíl út í Grímsey, en þar sem menn treystu ekki nýju ferjunni í þennan flutning þá var brugðið á það ráð að nota gömlu ferjuna. Það eru líklega ekki öll kurl komin til grafar í þessu ferjumáli, sjálfsagt eru landsmenn orðnir leiðir á þessum eilífu sorgarfréttum af þessari vesalings ferju og þegja þunnu hljóði þ...
Mynd
..::Samtíningur síðustu daga::.. Það er tími komin á nokkrar línur, það er náttúrulega er fullt búið að gerast í lífi mínu undanfarna daga, en því miður er það meira og minna er tínt úr huga mínum, svo ég ætla að reyna að stikla á þeim steinum sem enn standa upp úr minnisþokunni. Ég set kannski inn einhverjar myndir í kvöld ef ég verð í þeim gírnum :). Seinnipart á Fimmtudag komu Hana Dóra, Gunni og grislingarnir bílandi sunnan úr Hafnarfirði í helgarheimsókn til okkar. Föstudagsmorguninn fengum við Gunni okkur smá labb með krakkana, það var þvílíki skítakuldinn, maður var orðin krókloppinn á fimm mín, þessi göngutúr var hafður í styttri kantinum. Á laugardagsmorgun var loksins komið gott veður aftur og tilvalinn dagur í einhverja útiveru, Thumpinn var settur á kerruna og svo var brunað niður á sand þar sem við burruðum fram og aftur í tvo þrjá tíma, Rúnar og Arnar voru líka mættir svo það var mikið fjör, þetta var eitthvað fyrir Hauk litla frænda og var hann ekkert á því að hætta þess...
Mynd
..::WebCam og fl::.. Það er ekki mikið að frétta hjá okkur, við fórum í innflutningsgill hjá Ninnu og Gumma á Laugardagskvöldið og var þar samankomin allur vinahópurinn ;). Eldhúsborðið svignaði undan matnum, svo var rautt hvítt gult eða bolla fyrir þá sem vildu deyfa skynsemiskirtlana, ég lét mér nægja ölið enda hef ég verið frekar kjarklítill í BOLLU síðan við lentum í innflutningsgillinu hjá Jónínu og Pétri sælla minninga fyrir þá sem eitthvað muna eftir því, það er aftur á móti götótt minniskortið mitt frá seinnihelmings þeirrar veislu hehe. Sunnudagurinn var svo tekin á rólegu nótunum, fór aðeins á sleðann eftir hádegi en það var svo blint að ég fór fljótlega heim aftur, keyrði kannski 15km áður en ég gliðnaði á sleðapakkanum. Þá var ekkert annað í stöðunni en að skipta um skó, trekkja hjólið í gang og bruna út. Ég urraði Rúnari með mér og hjóluðum við fram allan Svarfaðardal fram í botn og til baka, það var helv... kalt en við létum okkur hafa það. Þegar við komum aftur til Dalla...
Mynd
..::Sleðaferð::.. Sólin var byrjuð að baka niður upp úr átta og við félagarnir vorum að gera okkur klára í sleðatúr, þetta er einn af þessum morgnum sem ekki blaktir hár á höfði og 100% veður í svona ferð. Klukkan níu erum við klárir til brottfarar, Villi Hagg fararstjóri, Rúnar, Gummi og ég. Við fórum upp frá Dalvík og héldum inn dalinn og upp á Reykjaheiðina, veðrið var frábært og við stoppuðum oft, Villi lét móðan mása enda þekkir hann hverja þúfu og stein á öllu svæðinu, það sat ákaflega lítið eftir af þessu fróðleik í hausnum á mér en samt vona ég að með tíð og tíma læri ég að þekkja eitthvað af þessum fjöllum og dölum með nafni :). Klukkan er rétt orðin hálf ellefu og við erum að njóta útsýnisins úr skarði sem að mig minnir er kallað Algleymingur, eftir dágott stopp spenntum við á okkur hjálmana og gerðum okkur klára í að fara af stað. Gummi byrjar að trekkja sleðann sinn í gang, sleðinn hrekkur í gang, festist í fullri gjöf og æðir af stað án þess að Gummi ráði við neitt, við ho...
Mynd
..::Allt að gerast::.. Hvar á eiginlega að byrja? Við keyrðum austur síðasta föstudag í bongóblíðu og sumarveðri, og vorum ekki nema rétt fjóra tíma alla leið austur á Eskifjörð. Einhvernvegin minnti mig að þetta væri miklu lengra ;). Það var vel tekið á móti okkur og gistum við hjá Valda og Unni “þau búa í höll” það var stjanað þvílíkt við okkur í gistingu mat og drykk að okkur langaði eiginlega ekkert heim í kofann okkar aftur hehe. Strákarnir fóru á bretti í Oddskarðið föstudag-laugardag-sunnudag og voru býsna sáttir við svæðið, en lyftuvörðurinn var eitthvað að bögga þá með einhverjum aðfinnslum hvar mætti renna sér o.s.f.v. Á laugardaginn heimsóttum við Pétur frænda og Gunnhildi og drukkum hjá þeim kaffi og fengum nýbakað ala Karl Steinar, svo keyrðum við út á sveit og rúlluðum aðeins yfir svæðið. Þetta hefur ekki breyst mikið, fjöllin og fjörðurinn allt á sínum stað og minni breyting á bænum en ég átti von á, aðalbreytingin þarna er Álverið og uppbyggingin á Reyðarfirði. Við skoð...
Mynd
..::Eskifjörður on the way::.. Þá er það Eskifjörður, loksins loksins en við ætlum að bruna austur í dag. Einar Már ætlar að nota tækifærið og skella sér í Austfirsku alpana og renna sér á bretti þar, þetta var nú bara kallað Oddskarð þegar ég var að pjakka á skíðum í den tid en það er víst löngu liðin tíð og nú hefur þetta svæði fengið stærra og virðulegra nafn. Mynd dagsins var tekin um það leiti sem ég flutti búferlum frá Eskifirði, gaman verður að sjá hvort það hafa orðið einhverjar breitingar. Læt þetta nægja í dag. Bið heilladísirnar að líta til með ykkur.
Mynd
..::Brúnn sigrar heiminn::.. Drifkeðjusagan endalausa endaði á þann hátt í gær að umboðið fyrir sunnan leysti ekkert út úr tolli í gær en sagðist sennilega gera það fyrir tvö í dag. Ég get ekki séð annað en að það verði orðið of seint fyrir mig, og verð ég víst að bíta í það súra epli að fá þetta bévítans rusl ekki fyrr en eftir helgi, núna er ég komin yfir þetta skúffelsi og nenni ekki að svekkja mig meira á þessu. Það verður sem sagt ongin sleði hafður með austur :(. En þótt gærdagurinn hafi ekki byrjað vel þá endaði hann alveg ágætlega, ég seldi gömul nagladekk sem ég var búin að gleyma að ég ætti. Dugði sú upphæð ríflega fyrir auknu hlutafé í trillunni, en hún hefur verið á floti í allan vetur og hafa hafnargjöldin hrannast upp svo allt var að komast í óefni. Ekki var annað í stöðunni en að hluthafar tækju sig saman í andlitinu og pumpuðu einhverju fjármagni inn í hlutarfjársjóð til öryggis svo að Dalvíkurhöfn sendi ekki Íslensku strandgæsluna á eftir okkur ef svo ólíklega vildi ti...
Mynd
..::Á móti blæs í blíðunni::.. Þetta gæti verið verra hugsaði ég í gær þegar strákurinn í sleðabúðinni sagði mér að keðjan yrði komin í hádeginu í dag, að vísu ekki rétta keðjan en hann þyrfti að stytta hana það tæki enga stund, meira þurfti ekki til að gleðja mig ;). Að vísu frábært sleðaveður í gær og fyrradag en ég lifði í voninni um að geta kannski gert eitthvað á morgun. Seinnipartinn í gær kippti ég svo nagladekkjunum undan hjólinu og fékk mér smá rúnt, bara frábært að taka aðeins í hjólið, á morgun fer ég með það inn á Akureyri í ventlastillingu. Það var ágætt að hreyfa það aðeins því ég þurfti að hita mótorinn aðeins áður en ég skipti um olíu, og náttúrulega að fá fílinginn. Hjólið er auðvitað málið þótt sleði(mótorknúið færiband) slái aðeins á mestu mótorfíknina ;). Í morgun setti ég svo hjólin á kerruna, KTM á leið í stillingu og Thumstarinn, ja hann var bara fyrir í skúrnum svo ég ákvað að taka hann með inneftir og setja hann á sölu. Klukkan 11 var ég svo mættur inneftir og ...
Mynd
..::Stutt gaman en skemmtilegt ;)::.. Það er löngu komin tími á að pikka einhverjar línur inn, en ég kom í frí 2apr og er því í fríi núna :). Þegar ég kom upp á Kanarí var Guðný mætt á svæðið og eyddum við einni viku í vellystingum á Las Palmas, það var lítið annað gert annað en að rölta um í sólinni og hafa það notalegt. Einn dag skruppum við yfir á ensku og heimsóttum Gumma og foreldra hans, Gummi var svo höfðinglegur að sækja okkur á nýja Bensanum niður til Palmas :). 8apr flugum við svo heim, á vellinum hitti ég skóla og fermingarbróður frá Eskifirði sem ég hef ekki séð síðan ég veit ekki hvenær, allavega var svo langt síðan að við höfum sést að það hringdi engum bjöllum hjá honum þegar ég kynnti mig, en þetta rifjaðist allt upp og var mikið gaman hitta hann aftur. Umræddur fermingarbróðir minn heitir Ævar Freyr og var þarna nýgiftur og lukkulegur á heimleið úr brúðkaupsferðinni. Þarna áttaði ég mig á því hvað það er mikil skömm að við höfum ekki haldið neinu sambandi, krakkarnir s...
Mynd
..::Sandur Ryk og drulla::.. Af okkur er það að frétta að í fyrradag náðum við að kroppa upp það sem vantaði í skipið. Í gærmorgun var því haldið inn á Nouakchott leguna og múrarð utan á fraktskip sem heitir Cooler Bay, hann tók af okkur fiskimjélið. Það hefur ekki gengið andskotalaust að losna við þetta mjél, við áttum að landa því síðast þegar við lönduðum frosnu en þessi volæðismjéldallur var á svo mikilli hraðferð að hann gat ekki beðið eftir okkur, hann hefði þurft að bíða 6-8klst en það var ekki möguleiki að skvísa hann í það. En þótt hann hafi staðið í hlandpollinum af stressi síðast þegar við vorum hérna að landa þá var ekki meira fararsnið á honum en það að hann var hérna enn þegar við komum inn í gær. En að vísu var hann alveg að fara og hafði varla tíma til að taka þetta mjél af okkur hehe, já það er ekki öll vitleisan eins. Við kláruðum mjélið um 18 í gær og þá var haldið á næsta skip sem tekur af okkur frosinn fisk. Eftir það eigum við eftir að taka olíu og umbúðir svo þet...
Mynd
..::Gleðilega Páska::.. Það er svo sem ekki mikið að segja um þessa páska hérna, við höfum hvorki farið á skíði eða borðað páskaegg, en í staðin höfum við tekið nokkur KitKat svona til að seðja mesta súkkulaðihungrið sem okkur hrjáir þessa dagana, en auðvitað langar okkur helst í Páskaegg það er ekki spurning ;). Nú styttist hratt í endalok þessa úthalds hjá okkur, ekki nema vika eftir :), það verða örugglega margir fegnir að komast heim. Dælan fína fór loksins af stað, degi á eftir áætlun, áætlun sem hafði verið í stanslausri seinkun í fleirri daga. Það var ótrúlegur munur að fá þessa dælu inn og satt best að segja munaði þetta miklu meira en átti von á. Það var orðið svo langt síðan að þessi dæludrusla stoppaði að elstu menn hérna um borð mundu ekki hvernig þetta hafði verið áður. Annað er ekki að frétta héðan. Bið Guð og gæfuna að vera með ykkur í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur.
Mynd
..::Maybe to morrow::.. Það gengur rólega að mixa dæludrusluna í gangfært ástand, samt er vélagengið hérna með vonið fullt af brjóstum og segir alltaf þegar spurt er um þetta eilífðarverkefni “maybe to morrow” samt held ég nú að to morrow sé að renna upp og hef fulla trú á að þetta fari af stað í dag. Annars er ekki mikið að frétta héðan, þetta druslast sinn vanagang hjá okkur, þá er ekki ástæða til þess að kvarta :). Mynd dagsins er af rafurmagnsgilsaspili sem sett var upp í síðasta slipp, nú er þetta apperat orðið enn merkilegra en áður var. Bið svo þann sem öllu ræður og stjórnar að leiðbeina ykkur um vandrataða villustíga lífsins ;).
Mynd
..::Nýja Dælan::.. Komum út úr löndun seinnipartinn í gær, þetta var einhver leiðinlegasta löndun sem ég hef tekið þátt í, sem betur fer er hún búin og kemur aldrei aftur. En fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott. Við tókum Yaizu tvisvar í þessu löndunarstoppi, fyrst tókum við kost og varahluti úr henni en svo voru það umbúðir, í varahlutunum var langþráð spildæla. Það verður nú bara að segjast að ég átti nú ekki von á að þetta dæluhús væri svona útlítandi þótt það væri að koma frá Danmörku, en það var svo sem ekki við öðru að búast þar sem þessi ræfill fannst hjá brotajárnssölu, en þetta er það sem var í boði og þar við situr, vonandi virkar hún ;). Auðvitað þurfti þetta að vera allt öðruvísi en hitt dæluhúsið, það hefði verið allt of auðvelt ef þetta hefði passað, en vonandi verður vélagengið búið að smíða nýjar undirstöður og snikka þetta apperat til á morgun, svo verður að sjá til hvort þessi Danskættaða dæludama stendur undir þeim væntingum sem við gerum til hennar. Annars e...
Mynd
..::Aftur um jákvæðni::.. Í kvöld fékk ég senda lþessa litlu sögu í pósti, mér fanst hún alveg dillandi góð og tek mér því það bessaleifi að birta hana hérna á blogginu. Sjálfsagt sýnist hverjum sitt en hvað um það. Mynd dagsins sýnir jákvæðan einstakling. Gjörið svo vel: Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað. Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli. Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða við forel...
Mynd
..::Pósturinn:::.. Þá er það pistilinn :). Undanfarna daga hefur verið þokkalegt rjátl svona heilt yfir held ég, oftar en ekki hefur flotinn verið eins og mý á mykjuskán. Það má alltaf sjá eitthvað gott út úr öllu ef vilji er til, þessi samþjöppun varð t.d til þess að póstflutningar hafa gengið með besta móti og erum við nánast orðnir uppiskroppa með póst, eigum bara einhverja bréfsnepla eftir í þrjú skip. Gunnsteinn á Ölphu kom og sótti þeirra póst og tók eitthvað fyrir aðra í leiðinni, það var hvalreki á fjörur okkar að fá Gunnstein, hann lék við hvurn sinn fingur og fór á kostum í frásögn og leiktilburðum. Svo mættu Geysismen og tóku sinn póst, þá var farið að gola aðeins svo við létum póstinn síga niður til þeirra og slepptum upphífingu, hefði verið gaman að fá þá í heimsókn en það verður ekki við öllu séð. Í fyrrakvöld fékk ég að heyra sögu sem hreinlega bjargaði deginum ef ekki bara vikunni, með skemmtilegri sögum sem ég hef heyrt lengi, hún tengdist heimahögunum að austan, nánar...
Mynd
..::Jákvæðni já takk!::.. Enn bíðum við eftir stóru fiskgöngunni en hún lætur standa á sér, það verður sjálfsagt þokkalega bingóðið þegar holskeflan skellur á með fullum þunga, þangað til bíðum við félagarnir misjafnlega þolinmóðir. Í gær skottuðumst við inn til Nouakchott með veikann mann, í leiðinni sóttum við allskyns pappíra fyrir hin skipin ásamt því að við björguðum Ew.Cook um handlyftara sem þeir þurftu að fá lánaða frá okkur. Veðrið hefur verið með eindæmum gott hérna undanfarið svo það er ekkert yfir því að kvarta, en mannskepnan er misjafnlega gerð og sum okkar finna sér alltaf eitthvað til að kvarta yfir. Merkilegt hvað sumt fólk eyðir miklum tíma í að sjá leiðinlegu hlutina í kring um sig, af hverju ekki að horfa eftir því jákvæða og skemmtilega í fari anarra og umhverfinu. Sumir virðast nærast á því að tala illa um allt og alla. Mikið held ég að þetta sé erfitt að sjá ekkert nema myrkur og mannaskít í hverju horni, ég á engin svör við þessu önnur en að biðja Guð almáttugan...
Mynd
..::Plágur og Böl::.. Það er ekki hægt að segja annað en Nouakchott road hafi kvatt okkur með reisn, síðasta daginn sem við vorum þarna inni að landa lyngdi og þá fylltist allt af flugum. það var sem sé stríðsástand hérna í brúnni, útrýmingu á þessari flugnaplágu sem ásótti okkur tók tvo daga. Fíni flugnabaninn tók ákaflega fáa einstaklinga af lífi og ekki var meiri hjálp í kettinum, hann lét ekki neitt flugnasuð raska ró sinni og missti ekki mínútu svefn yfir þessari óværu. Við félagarnir skiptumst á að manna flugnaspaðann sem fékk nýtt og virðulegra nafn “tortímandinn”. Það var svo seint í gærkvöldi sem við töldum stríðið unnið og hvergi var flugu að sjá. En Adam var ekki lengi í Paradís, eftir flugnapláguna miklu tók við annað böl, nú sagði Asdikið upp og hefur ekki sinnt starfi sínu síðan í gær, ofan á það bættist svo ördeiða sem engan enda ætlar að taka huuh. En við trúum því samt sem áður að þetta gangi allt yfir eins og hver önnur magakveisa og verði á endanum ágætt. Guðmundur o...
Mynd
..::Hitt og þetta en aðallega hitt!::.. Í gær sigldum við inn á ytrihöfnina í Nouakshott og reimuðum dallinn utan á enn einn fraktarann og gerðum okkur klára til löndunar. Gummi hafði farið áður á léttbátnum/tuðrunni til að sækja Matta skipstjóra á Orion og Celine sölustjóra yfir í Ölfu, hann fleytti svo kerlingar með þau yfir eftir að múringin var yfirstaðin. Celine er að kynna sér aðstæður og hvernig þetta fer allt fram í raun en Matti vinur minn var nú bara að koma til að heimsækja vin sinn;), eftir kvöldmat skutluðum við Gummi svo Matta yfir í Orion. Það þurfti náttúrulega ekki að spyrja að því þegar Guðmundur stórtuðrukapteinn er við stórnvölinn, öll orka sem til er í mótorskvikindinu var nýtt til hins ýtrasta og flengdist truðrudruslan í loftköstum eftir ósléttum haffletinum svo að mér þótti nóg um hehe, það hefði ekki veitt af nýrnabelti í þessari stuttu ferð yfir í Orion. En Matti kvartaði ekki svo ég reindi að bera mig mannalega líka. Á bakaleiðinni tókum við á okkur smá krók ...
Mynd
..:Hei hei hó hó:::.. Í dag er konudagurinn, og vonandi hafa karlmennirnir í ykkar lífi verið rómantískari en ég þennan dag merkisdag. Ég reyni samt að klóra yfir skömmina með því að segja að ég hafi ekki verið heima, en veit innst inni að það dugir skammt ;). Héðan úr hitasvækjunni er ekki mikið fréttnæmt, ég held ég barasta að títuberja Mæja hefði að mestu verið heimavið ef hún hefði búið hér. Eins og allir sem horft hafa á Emil í Kattholti vita þá var sú sem sá um að koma fréttum milli bæja í Smálöndum í tíð Emils. Íslendingar eiga líka sína Mæju en hún var kölluð Gróa á Leiti og sá um fréttaflutning í bæjum og sveitum landsins ;). Þessar umræddu dömur Gróa og Mæja áttu það sameiginlegt að ef það var eitthvað sem þær ekki vissu þá hafði það einfaldlega ekki gerst. Þetta er allt saman í hálfgerðu dosi, flest kompanýskipin eru í löndun, og við þrír sem enn erum að rembast við veiðarnar erum dreifðir, það er dauft yfir þessu í dag og fáu við það að bæta. Ég var frekar fúll í gærkvöldi ...
Mynd
..::Heitt!!::.. Héðan er ekki mikið að frétta, gærdagurinn slapp fyrir horn og endaði ágætlega þótt á tímum liti út fyrir að þetta yrði einhver harmleikur. Það var dagur tvö í gær hjá drengjunum mínum í að koma nýjum netsonarkapli á kapalvinduna, það verk hefur tekið mun meiri tíma en okkur grunaði og því miður þá er því ekki lokið enn, en vonandi hefst það fyrir páska hehe. Seinnipart gærdagsins ákvað lágtíðniasdikið að hætta útsendingu í lit, og fyrir valinu varð mjög mjög daufur grár litur, þótt við félagarnir beittum okkur öllum þeim viljastyrk sem við bjuggum yfir þá var ekki nokkur leið að lesa nokkuð út úr því sem á skjáinn kom. Þetta var nú ekki það sem við þurftum, því var farið á fullt í að finna út hvað væri eiginlega að, ekki voru það afnotagjöldin því það var allt í lagi og reikningurinn löngu greiddur. Þá var ekkert annað eftir nema tæknihliðin, við félagarnir byrjuðum á að útiloka það sem okkar kunnátta bauð upp á, það var ekki stórt og fólst aðallega í endursetningu á a...