Færslur

Sýnir færslur frá 2008
Mynd
..::Gleðileg Jól::.. Kæra fjölskylda ættingjar og vinir. Mig langar til að óska ykkur gleðilegra Jóla, stútfullum af gleði hamingju og kærleika. Með þökk fyrir allt gamalt og gott á liðnum árum og megi nýja árið veita ykkur lífsgleði og kátínu í áður óþekktu magni . Þessum jólum eyði ég á hafinu sem er í sjálfu sér ekki svo slæmt, við vitum þetta með löngum fyrirvara og þetta er eitthvað sem þarf að gera. Það er samt ekki hægt að segja að þetta sé auðvelt, hvorki fyrir mig né mína nánustu, en við reynum að sigla í gegn um þetta eins og annað, það koma önnur Jól og þá verður bara meira gaman. Aðfangadagurinn hjá mér er ekki ósvipaður öðrum dögum hér um borð, ég vakna og mæti á mína vakt, borða svo hádegismat sem er ekkert frábrugðin öðrum máltíðum. Við reynum að hlusta eitthvað á útvarpið ef það er hægt og hringjum í fólkið heima. Um kvöldið eldum við Hangikjöt með uppstúf Ora grænum baunum rauðkáli og þess háttar dúlleríi, ekkert laufabrauð.Við borðum saman þessir fjórir Íslendingar og...
Mynd
..::Jólatúrinn hafinn::.. Þá er maður komin á hafið aftur og svo sem ekki mikið um það að segja. Ég átt gott frí heima og það var frekar erfitt að slíta frá því og rífa sig af stað aftur, sérstaklega á þessum tíma. Heima var allt komið á fullt í jólaundirbúning búið að skreyta hús pakka inn gjöfum og skrifa jólakortin, maður er rétt að komast í jólagírinn þá er kippt úr sambandi. En svona er þetta bara og það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vinna um jólin ;). Annars var fínt að koma um borð, skipið nýlega komið úr slipp nýmálað og fínt, komið í jólalitina rautt með hvítum röndum, en sumir vilja meina að það sé Coca Cola look á skipinu. Það var margt nýtt sem þurfti að læra á, einhvern tíma tekur sjálfsagt að koma sé inn í það allt en ég hef trú á því að það hafist á endanum. Annars er ekki mikið að segja ég kom um borð í skipið á miðunum og vorum við nokkra daga á veiðum áður en við fórum inn á ytri höfnina í Nouakchott í löndun, nú liggjum við á legunni og hífum fiskinn yfir í frak...
Mynd
..::Nokkurskonar Hugbúnaðarstólpípa!::.. Jæja það er komin tími á smáupplýsingar. Ég hef haft það alveg dillandi fínt undanfarið, og lítill tími verið fyrir bloggskrif ;). Við Rúnar tókum einn næturenduro túr um daginn, fórum af stað í -5°C og var stefnan sett upp að kofa í Böggvisstaðardal. Gekk sú ferð vonum framar þótt það væri svolítið um basl og brölt, það var þó nokkur laus snjór ofan á hjarninu sem sumstaðar hafði skafið í illfæra skafla. Við höfðum okkur samt upp að kofanum og þá ákvað himnaföðurinn að verðlauna okkur fyrir dugnaðinn. Vinningurinn var sá að hann felldi samstundis allt frost niður og var komin +6°C hiti með de samme. Ferðin til baka gekk stóráfallalaust og tókum við góðan aukarúnt í fjallinu á heimleiðinni, klukkan var að verða ellefu þegar ég loksins skreið heim sæll og glaður eftir velheppnaðan túr :). Á miðvikudagsmorgun, ákvað gamla heimilistölvan að hætta að sinna starfi sínu. Hún var orðin sársjúk af eitruðum vírusum sem gerðu henni lífið nær óbærilegt, ég...
Mynd
..::Næturenduro::.. Í byrjun vikunnar fékk ég loksins sendinguna í hjólið sem ég var búin að bíða eftir síðan í Ágúst, en sú pöntun hafði farið eitthvað forgörðum hjá Íslenska umboðsaðilanum og þurfti ég því að hnykkja á pöntuninni þegar ég kom til landsins. Í pakkanum var ný HID (senon) ljóskúpa með tveim ljósum í 30W púnktljósi og 40W dreifiljósi, breytingarsett sem breytir kerfinu úr AC (riðstraum) yfir í DC (jafnstraum), það innihélt nýjan stator sem framleiðir mun meira rafmagn en forverinn og regulator til að vinna úr pakkanum. Ljósið sem upprunalega kom með hjólinu lýsti ákaflega illa og innihélt 35W glóðarperu, ljósmagnið frá því ljósi réðst mikið af snúningshraða mótorsins og var aldrei gott. Þetta á hvorki að vera flókið verk eða taka langan tíma að koma þessu fyrir, en ég var lengur að bisa við þetta en ég hafði gert ráð fyrir, en allt gott gerist hægt og á endanum kom ég þessu saman og sá ljósið :). En mikill vill meira og því fannst mér gráupplagt að setja aukarofa svo ég ...
Mynd
..::Heimsók á Mývatn::.. Aðeins að láta vita af mér og mínum, um síðustu helgi skruppum við Guðný austur í Mývatn og hittum Valda og Unni. Við vorum tvær nætur á hóteli og nutum náttúrunnar og Jarðbaðanna. Þetta var fín helgi á Mývatni, veðrið lék við okkur og við gerðum margt skemmtilegt, t.d löbbuðum við hring í Höfðanum en það hef ég aldrei gert áður en á eftir að gera aftur, svo skoðuðum við Grjótagjá og Bensakofa. Ég er eiginlega ekki í skifgírnum svo ég læt þetta duga í bili. Mynd dagsins er tekin um síðustu helgi þegar við löbbuðum hring í Höfðanum einni af náttúruperlum Mývatns. Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.
Mynd
..::Obama meikaði það :)::.. Ég ætlaði að vera búin að blogga fyrir löngu síðan en einhvern vegin hefur það farið út um læri og maga og ég ekki komið stafkrók frá mér. Fjármálakrísuumræðan, þar finnst mér allt einkennast af bulli og ráðaleysi, kúkurinn er farin að fljóta upp á yfirborðið og ekki er annað að heyra en íslenskt efnahagskerfi hafi verið orðið gegnsýrt af spillingu græðgi og siðleysi. Það voru góðar fréttir sem ég fékk í gærmorgun, Guðný færði mér í rúmið fréttir af því að Obama hefði sigrað forsetakosningarnar í BNA, einhverjar bestu fréttir sem ég hef fengið lengi og tel ég þetta hafi verið gæfuspor fyrir heimsbyggðina alla. Ég hef aldrei skilið hvernig stóð á því að jafn illa gefinn maður og Bush komst til valda, en Guði sé lof þá er því tímabili lokið. Samkvæmt skoðunarkönnunum eru 40% Bandaríkjamanna sem geta ekki bent á hvar Bandaríkin eru á heimskorti ef þeir eru spurðir, þarna er meira að segja til fólk sem heldur að í gamla daga hafi allt verið í SVARTHVÍTU! ég flo...
Mynd
..::Gapastokk aftur?::.. Þrælaði mér á sleðann í gær og spændi upp um allt fjall í mjög skemmtilegu færi, það versta við annars fína ferð var að ég var bara einn að skemmta mér, en þetta var fín keyrsluæfing og ágætis líkamsrækt. Í morgun var svo komin sunnanfræsingur og asahláka, hlákan þyrfti eiginlega að vara nokkra daga, svo mætti frysta og gera gott hjarn. Miðað við allt bullið og vitleysuna á Íslandi undanfarið þá finnst mér þarft inlegg í umræðuna hvort ekki eigi að taka gapastokkinn upp aftur. Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu Gapastokkur er refsitól sem var notað til að niðurlægja afbrotamenn og var oft gert úr klofnum og götuðum stokk eða viðarborðum. Refsiþoli hafði hendur og háls í götum gapastokksins og stundum jafnvel fætur eða aðeins fætur. Gapastokkur gat þó einnig verið aðeins staur með hálshring, en þeir gengu undir nafninu stjaki. Á Íslandi var gapastokkur refsitæki um tíma, sérstaklega við minniháttar afbrotum og óhlýðni. Fyrst er lagt til að hann verði tekinn í n...
Mynd
..::Helgarferð::.. Við frúin skruppum í langa helga ferð til Dublin á Írlandi, keyrðum suður á miðvikudaginn gistum í nýja húsinu hjá Haddó Gunna og grislingunum of flugum svo út seinnipart á fimmtudag. Við voru ekki komin á hótelið fyrr en seint á fimmtudagskvöld svo maður skolaði ekki niður mörgum Guiness á fimmtudagskvöldinu, ferðin var ágæt og það er ekki hægt að segja að Íslendingarnir hafi verið að flækjast fyrir okkur því það er varla hægt að segja að við höfum séð Mörlanda um helgina. Veðrið var þokkalegt þótt aðeins hafi rignt og ekki var verra að vera í þykkri peisu því veðurfarið var ekki ósvipað Íslensku haustveðri, við eyddum helginni í ráp milli verslana veitingarstaða og kaffihúsa, ásamt því að við skelltum okkur í bíó og sáum myndina The Boy in the Striped pyjamas. Bíóferðin var kannski ekki til frásagnar nema fyrir það að Írarnir voru búnir að breyta klukkunni og það hafði alveg farið fram hjá okkur, við vorum mætt að við héldum korter fyrir sýningu en þar sem við miss...
Mynd
..::Þæfingsfærð::.. Það var kafaldssnjór hérna á Dalvík í morgun, ég þurfti að moka tröppurnar, svo bjargaði ég garðhúsgögnunum inn því þau voru bókstaflega að snjóa í kaf. Ætli veturinn sé mættur til að vera, eða er hann bara að sína klærnar? Þær voru frekar vetrarlegar fréttirnar í morgun, ófært á Víkurskarði og snjóflóð á veginum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, fussum svei. Og enn og aftur af kreppunni, ég heyrði einn ágætan kreppubrandara í morgun. Jón og Siggi voru að ræða saman. Jón: Þessi helvítis kreppa er verri en skilnaður! Siggi: Nú hvað áttu við? Jón: Ég er búin að tapa helmingnum af öllu og sit enn uppi með kerlinguna! Myndin er tekin í morgun....... Þetta verður að duga í bili. Þegar ástandið er orðið svo slæmt að maður heldur að það geti ekki orðið verra, þá er það líklega að byrja að skána. Munið eftir brosinu, það kostar ekki neitt.............
Mynd
..::Á ferð og flugi::.. Ferðalagið heim gekk vonum framar, við fórum systurskipi Síriusar upp til Dakhla, þar vorum við ferjaðir á gúmmíbát yfir í Oríon sem er lítið fraktskip í eigu fyrirtækisins. Oríon er lítill og afllítill en hefur sinnt sínum verkefnum stórslysalaust. Ég tel að litla greyið henti frekar til siglinga á litlum innhöfum eða á vötnum frekar en til úthafsflutninga í Norður Atlandshafi en greinilega voru fyrri eigendur fyrirtækisins ekki á sömu skoðun og ég. Orion skilaði okkur upp að bryggju í Dakhla athugasemdalaust og satt best að segja hreifst ég af aflinu í bógskrúfunni á honum þegar Eiríkur kapteinn var að möndla greyinu upp að. Það gekk fljótt og vel að koma okkur í upp á flugvöll og þaðan flugum við í einum hlandspreng yfir til Cran Canary, í ferðinni með okkur yfir var fjölskylda frá Marocco, þrjár kerlingar og einn karl. Segir nú ekki frekar af ferðum okkar fyrr en við komum í flugvallarrútuna, við vorum flestir komnir inn í rútuna þegar Marocco maðurinn mætti...
Mynd
..::Hvalreki::.. Morgunstund gefur gull í mund segir einhver staðar, ég veit samt ekki hvort það átti við þennan morguninn. Ég vaknaði við það að stýrimaðurinn var komin inn í klefa til mín og sagði, “Hordur we catch Whale, ég var ekki að átta mig á því hvað félaginn var að meina og sagði ha!, yes we catch Whale but he is dead, maybe we cut some rope in trawl?. Þetta var alveg nóg til þess að ég drattaðist á fætur og skottaðist á brókinni upp í brú til að berja þessa uppákomu augum. Það fór ekki á milli mála að það var hvalshræ í trollinu, útblásið hvalshræ sem einhvernvegin hafði flækst í trollinu, sem betur fer slitnaði þessi ódráttur úr áður en dekkliðið féll í öngvit af pestinni sem steig upp að hræinu. þegar útbelgt hvalshræið flaut í burt var það ekki ólíkt því sem hvalfriðunarsinnarnir blása upp og eru með til áherslu þegar þeir básúna hvalfriðun, kannski ögn verr lyktandi en svipað samt. Á eftir fór ég að kanna hvort ekki hefðu verið teknar einhverjar myndir af þessari uppákomu...
Mynd
..::Dakhla Road::.. Dallurinn fullur og við enn og aftur komnir inn á Dakhla road til löndunar, komum hingað um miðjan dag í dag í skítaveðri. Eitthvað fer þetta nú rólega af stað, og ég gat ekki annað séð en að Kristján væri orðin frekar pirraður á því hvernig þetta væri allt. Ég er aftur á móti löngu hættur að gera mér einhverjar væntingar um að þetta löndunarbull geti einhvertímann gengið upp eins og við myndum vilja, maður les þetta orðið nokkuð strax í mooringunni , í dag tók 40mín að taka á móti tveim endum frá okkur, fraktjaxlarnir náðu að glutra endunum tvisvar í sjóinn og fannst mér á þessum fyrstu kynnum að þetta yrði eitthvað sögulegt, svo er bara að sjá hvað verður. Við erum tveir að riðlast á þessum fraktara, Heineste er á hinni síðunni og mér skildist á Páli í dag að fraktdósin hafi verið full ágeng í nótt, hún bæði beit og kyssti , það þarf greinilega tvo til að hemja hana þessa. Annars eru flestir sem ég hef heyrt í í dag í hálfgerðu losti yfir því hvernig fjármálakrísa...
Mynd
..::Það gefur auga leið!::.. Þegar ég staulaðist á stjórnpall í morgun benti stýrimaðurinn mér á að það væri eitthvað athugavert við annað augað í mér, þetta hafði alveg farið fram hjá mér þegar ég burstaði tennurnar í morgun, enda þarf ekki mikið að spegla sig við þá iðju. En þar sem það var greinilega eitthvað athugavert við ásjónu mína þá var ekki undan því skorast að kíkja á hvað mönnum þætti svona merkilegt, þegar ég leit í spegilinn þá sá ég að það hafði sprungið æð í öðru auganu og var það aðeins rauðleitt, ekki merkilegur skaði að mínu mati og fannst ekki ástæða til að fjasa meira yfir þessu. Vaktfélagi minn linnti samt ekki látum fyrr en hann hafði þvingað mig til heimsóknar til læknisins, þessi heimsókn var hvalreki á annars rekalitlar fjörur doksa, nú fann karl til sín og dró fram augndropa sem hann tjáði mér að ég yrði að pumpa í augað á klukkustundar fresti það sem eftir væri dags. Ég þakkaði lækninum fyrir og kvaddi sæll og glaður með dropana fínu í vasanum. Þegar ég mæt...
Mynd
..::Grásleppan að hverfa::.. Það er ekki annað að heyra en það sé allt að fara til fjandans heima á klakanum, kóngurinn farin að kalla á þjóðstjórn og gjaldmiðilinn okkar í frjálsu falli. Læt þetta nægja núna, og já ég veit að þetta var ódýrt, ekki grásleppu virði. Bið þann sem öllu stjórnar að líta til með þeim sem sigla hriplekri þjóðarskútunni í átt til glötunar, það væri kannski ekki úr vegi að biðja himnaföðurinn um að leiðbeina þeim til hafnar þar sem þeir virðast vera komnir í tómar ógöngur og hafvillur......
Mynd
..::Nokkrir stafir::.. Vladimir annar stýrimaður sagði mér að Brezhnev heitinn hefði sagt „Það sem er met í dag er NORMAL á morgun“ nokkuð til í því hjá karlinum ;). En þá að okkur: Dagurinn hjá okkur einkenndist af fiskileysi, en svona er þetta bara í þessari baráttu, þetta gengur upp og niður. Við notum máltækið WILL BE á svona aðstæður, ef ekki í dag þá kannski á morgun „WILL BE! :). That’s it for today. Bið himnaföðurinn og alla hans hirð að vera með ykkur í brauðstritinu......
Mynd
..::Hvar liggur hundurinn grafinn?::.. Ég ætlaði að reyna að koma frá mér einhverjum línum en fæðingin er með þeim erfiðari sem ég hef tekið þátt í, tveir í útvíkkun og allt steinstopp á þessum bænum hehe, og endar sjálfsagt í fæðingarþunglindi ef þetta skánar ekki fljótlega. Ég held að ritstólpípa dugi ekki á þessa stíflu, og satt best að segja þá held ég að Póllandsferð myndi ekki heldur hjálpa mér út úr þeim ógöngum sem ég virðist komin í á ritvellinum. En það verður að taka verkið fyrir viljann, ég heyrði einhvertíma sagt að maður fengi einn fyrir að skrifa nafnið sitt rétt ;), samkvæmt þeim góða mælikvarða þá ætti ég að vera komin upp í tvo. Þetta verður bara að duga ykkur í dag.................... Bið Guðs engla að flögra í námunda við ykkur, bæði dag og nótt.
Mynd
..::Það er nú það::.. Það var þokkalega djúpt á þessu bloggi og ég eiginlega dauðsá eftir því að hafa lofast til að skrifa einhverjar línur, já letin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn, Það er með letina eins og öfundina, hún er þeim verst sem hana ber! Annars er ekki mikið að segja annað en að við erum enn á veiðum í Morocco og búnir að landa tvisvar það sem af er þessu úthaldi, veiðar og vinnsla hafa verið upp og niður eins og gengur. Af Vírusi er það helst að frétta að hann dafnar vel. Honum þykir best að kúra og tekur í það 16-18 klst á dag, og það er engin bilbugur á honum í ketátinu enda eru þurrfóðurbyrgðir nú í sögulegu lámarki um borð í skútunni. Í hans huga er lífið alls ekki saltfiskur eða fiskur yfir höfuð, það er hrátt nautaket og hana nú. Annars lenti félaginn í smá hrakningum í dag, hann hafði troðið sér undir segl sem notað er til að breiða yfir tóg rúllur, þar virðist hann hafa lent í sjálfheldu og var tíndur fram eftir degi, vorum við félagar hans orðnir ve...
Mynd
..::Lífsmark::.. Ég fékk mér frí frá tölvunni í sumar og setti ekki staf inn, sé svo sem að það hafi skipt neinu, allavega kvartaði enginn. En hvað sem því líður þá átti ég alveg rosalega gott frí heima á Islandi, mér fannst ég hafa náð að gera meira en oft áður þótt það liggi ekki mikið eftir mig í sýnilegum verkum. Ég er enn þjakaður af skriftleti en vonandi næ ég að hrista hana af mér fljótlega. Það eru nokkrir dagar síðan ég kom um borð aftur og erum við núna að byrja löndun utan við Dakhla (West Sahara), þetta er allt sama sniði og áður hér um borð, eiginlega allt eins, kötturinn á sínum stað og allir ánægðir ;). Læt þetta duga í bili. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur......................
Mynd
..::Ég fer í fríið ;)::.. Höfum legið hérna inni á legunni rembst við að landa, það er best að fara ekki mörgum orðum um það verk, en það er morgunljóst að hér falla engin Afríkumet í löndunarhraða :). En veðrið hefur verið eins og best er á kosið, brakandi blíða með logni og tilheyrandi skemmtilegheitum, ég notaði tækifærið og smellti léttbátnum út, svo flengdist ég á honum fram og aftur um spegilsléttan hafflötinn dágóða stund. Skrapp aðeins yfir í Geysi sem var hérna inni að landa fiskiméli, aumingja Júlíus var ekki mikið fyrir kött að sjá og greinilegt að hann hafði ekki átt sjö dagana sæla, mér fanst eins og ræfillinn væri bara að drepast en þeir vilja meina að stólpípurnar hafi gert honum gott og hann sé allur að braggast, hann er líka komin í einhverja lyfjameðferð svo það er ennþá von. Eftir Geysisheimsóknina brunaði ég heim á leið en stoppaði örstutta stund hjá Máritönskum fiskimönnum sem voru að draga net hérna á legunni, tæknin var ekki að flækjast fyrir þeim blessuðum, allt...
Mynd
..::Stutt gaman::. Það stóð ekki lengi yfir góða veðrið og var lognið komið á fulla ferð í morgun, helv.. vindsperra endalaust. Í morgun hættum við veiðum og héldum áleiðis inn á tvö bauju þar sem landað verður úr skipinu, teknar umbúðir, vistir og skipt um Íslendinga. Hér um borð eru tveir altmulig menn sem sinna trésmíðum flísalögn og fleiri viðgerðum sem gera þarf innanskips, þessir karlar minna okkur stundum á klaufabárðana Pat & Mat sem einu sinni voru sýndir í sjónvarpinu heima, þetta er ekki illa meint en fyndið hvað þeir eru líkir þessum skemmtilegu sjónvarpshetjum. Auðvitað fór ég að reyna að gramsa eitthvað um þetta upp á netinu og fann fyrir rest heimasíðu Pat & Mat , þar voru þessir þættir til sölu á DVD eða Videospólum. Flottir þættir sem gaman væri að eignast, ég hélt áfram að leita og fann nokkra þætti á YouTube þar geta þeir sem gaman hafa af þessum skemmtilegu körlum endurtekið gömul bros. Þar sem allt var komið á fullt í leit af gömlu skemmtilegu sjónvarpsefn...
Mynd
..::Loksins loksins!::.. Það hlaut að koma að því að það lyngdi hérna sunnan siðmenningar, dagurinn heilsaði okkur með koppalogni og sól. Það var ekki hægt annað en að fara út í sólina og virða fyrir sér alla dýrðina, hafflöturinn var eins og spegill í fyrsta skipti í fleiri vikur. Við Gunni röltum okkur fram á stefni og virtum fyrir okkur flugfiskana sem syntu makindarlega rétt undir yfirborðinu, það er gaman að fylgjast með þessum fiskum því þeir eiga það til að skjótast upp úr vatnsskorpunni og fljúga langar leiðir ef það kemur að þeim styggð, það er merkilegt hvað þessi kvikindi geta flogið langt ;). Að öðru leiti er ekki mikið að segja héðan annað en að úthaldinu hjá okkur er að ljúka við erum á síðustu metrunum, þessu verður ekki reddar héðan af ;);) Mynd dagsins er af flugfiski á flugi. Læt þetta nægja í bili. Bið þann sem öllu ræður og stjórnar að vísa ykkur leiðina, lífsins vegur er vandrataður og auðvelt að ana út í forað þrátt fyrir góðan ásetning í upphafi ferðar ;).
Mynd
..::Pass::.. Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja annað en að það er eins og einhver hafi algjörlega óvart rekið sig í on/off takkan sem stjórnar úthlutun til okkar á Siriusi úr fiskistofnum Máritaníu. Síðan við komum út úr síðustu löndun þá hefur verið tregt hjá okkur, við því er víst lítið annað að gera en að reina að anda með nefinu og halda áfram að reina og reina ;). Fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott og hefur Vírus notið góðs af fiskileysinu, í stað þess að ég huggi mig á súkkulaði þá hef ég frekar mokað hráu kjöti í Vírus. Í gærkvöldi keyri þó um þverbak þegar ég fyllti á skálina hans með nýsneiddu nautakjöti, félaginn stautaði útbelgdur yfir að skálinni, þefaði örlítið og lagðist svo niður sigraður á sál og líkama, þar lá hann góða stund áður en hann fór að reina að troða meira í sig, með herkjum hafði hann það af að mæða ofan í sig ¾ hluta af úthlutuðum skamti svo skreið hann í bælið sitt og lagðist fyrir. Segir nú frekar frekar fátt af ferfætlingnum um stundarsakir...
Mynd
..::Sandfréttir::.. 3júlí um tvöleitið hættum við veiðum og dóluðum áleiðis inn á Nouadhibou leguna nánar tiltekið inn að bauju no2. Þar kláruðum við að frysta og byrjuðum svo að landa yfir í Omega Bay um fjögur leitið í gær. Þær eru svipaðar þessar landanir, bara misjafnlega mikið vesen, en einhvern vegin siglir maður í gegn um þetta í lága drifinu. Nú erum við að vinna með fraktskipi sem heitir Omega Bay og klárum hann sennilega ekki fyrr en í nótt, þá verður farið á annað skip og haldið áfram að landa þar, eftir það fáum við okkur einn sjortara á drottningunni Reinu ;) áður en haldið verður til veiða aftur. Um miðjan dag í dag mætti lítill Rússatogari á hina síðuna á fraktskipinu til að landa, það er oft hundleiðinlegt að eiga við múringar hérna á legunni vegna straums og vinds og var það akkúrat þannig núna, við lágum þvert á vindinn og var straumurinn svo sterkur að litli Rússinn skrúfaðist upp að fraktaranum eins og hann væri með hliðarskrúfur að aftan og framan, það var ekkert h...
Mynd
..::Vöruskipti::.. Það hefur verið blíðuveður hérna hjá okkur síðan við komum úr löndun, kærkomin blíða eftir helv... bræluna sem var dagana fyrir löndun og i lönduninni. Þegar lognið hlær þá er lag að skjótast á milli skipa og skiptast á nauðsynjavörum, dagurinn í dag var einn af þessum dögum þar sem tuðrurnar voru notaðar í vöruskipti, fyrst mætti Gulli á Betunni og sótti trollsónar sem við vorum með handa þeim. Í leiðinni náðum við að skipta á tveimur ostakúlum og 8stk af AA batteríum, Gulli reið sæll og glaður heim á leið með ostakúlurnar og trollsónarinn á meðan Reynir frændi hans smælaði allan hringinn yfir batteríunum. Svo var það tuðran á Geysi sem kom og sótti pakka sem hér var í geimslu, Ingi vélstjóri ákvað að sigla stórbaug báðar leiðir og var ekki annað að sjá en þar væri sigldur heimshornamaður við stjórnvölinn. Auðvitað fylgdi þessari ferð smá bisness, í skiptum fyrir tímarofa fengu þeir eitt kíló af þurrkattarmat og tvær ostakúlur. Kattarmatnum á að reyna að koma ofan í...
Mynd
..::Herpinót::.. Jæja þá er komið að því ;), við kláruðum að landa um kvöldmatarleitið 26jún og í framhaldinu var haldið áleiðis á veiðar. Um það leiti sem við vorum að klára löndun renndi einn af þessum stóru tré Márabátum fram hjá okkur og kastaði nót “herpinót”. Mér fannst nú ekki vera neitt veður í þetta en þeir kalla ekki allt ömmu sína þessir jaxlar og þeir kláruðu hringinn sem mér fannst bara býsna langur, svo kom annar bátur og tók snurputógið og dróg það. Tæknin er ekkert að flækjast fyrir þeim á þessum bátum og ég held að það sé ekkert spil í þeim, hvorki hand né vélknúið. Allt dregið á höndum nema snurputógið sem hinn báturinn dró. Það var ekki laust við að ég vorkenndi þeim þegar þeir voru að bisa nótinni um borð aftur, bátskriflið saup oft á og það var nóg að gera í austri hjá körlunum milli þess sem þeir drógu nótina hægt og bítandi. Einhvernvegin hafðist þetta allt á endanum en árangurinn var ekki mikill í þetta skiptið, enda kannski ekki hægt að ætlast til þess þar sem ...
Mynd
..::Einn af þessum dögum::.. Liggjum enn á 10bauju og löndum, það hefur gengið afspyrnu seint og illa og fer misjafnlega í geðið á okkur. Rússadallurinn sem var að landa í sama skip og við var ekkert að flýta sér og blokkeraði okkur á eina lúku fram á miðjan dag, þar fyrir utan hefur þetta allt verið eins og sá svarti með hornin og klaufirnar hafi komist með klærnar í þetta. Í gær voru kafarar að vinna í Rússadallinum og við fengum þá svo til að hreinsa hjá okkur ristarnar á bógskrúfunni og sjóinntökin á skipinu, en þetta var allt orðið stíflað af skel og drullu og ekki vanþörf á því að skafa aðeins af þessu skelina. Þeir byrjuðu seinnipartinn í gær og komu svo aftur í dag til að klára þá vinnu. Klukkan var að verða fimm þegar Duvankoy loksins hundskaðist í burt seinna en von var á, hann hefði að öllu eðlilegu átt að vera farin fyrir þrem dögum en einhvernvegin tókst þeim að treina sér þessa löndun langt fram úr hófi, eiginlega var þetta komið út í bull en það er bara þannig, eitthvað...
Mynd
..::Siglt um netið!::.. Þar sem ég hef lítið annað að gera en að bíða eftir að löndun ljúki þá tók ég saman nokkra hlekki á heimasíður skipa sem gaman er að kíkja á, það eru alltaf fleirri og fleirri skip sem halda úti heimasíðum sem gaman að líta við á og sjá hvað menn eru að gera. Því miður er allt of algengt að menn skilji ekki eftir sig spor á þessu rápi og er það miður því ég veit hversu hvetjandi það er ef einhver sýnir því áhuga á því sem verið er að gera, það kostar ekkert að kvitta í gestabækurnar eða skilja eftir kvitt á commentunum. Ef þið vitið um einhverjar fleirri heimasíður skipa þá er ég mótækilegur fyrir hlekkjum á þær :). Hér eru heimasíður nokkurra Íslenskra skipa: Aðalsteinn Jónsson Arnar HU-1 Álsey Bjarni Ólafsson Baldvin Njálsson Brimnes RE 27 Börkur NK Björgvin EA-311 Faxi RE 9 Guðmundur í Nesi Guðmundur VE Huginn VE Hoffell SU Hákon EA 148 Jón Kjartansson Krossey SF Kap VE 4 Kleyfaberg Málmey SK-1 Margrét EA Snorri Sturlusson Sighvatur Bjarnason VE 81 Og hér eru...
Mynd
..::Nouadhibou Bouy 10::.. Samkvæmt gömlu Íslensku spakmæli þá er betra seint en aldrei :) svo nú hripa ég niður nokkrar línur. Seinnipart 22 Júní vorum við búnir að mæða í dallin fullan og ekkert annað í stöðunni en að hætta veiðum og halda til lands. Undanfarna daga var búið að vera skíta veður á miðunum og ekki hundi út sigandi, 18-22ms og þó nokkur hvika sem gerði okkur mjög erfitt fyrir að ná ásættanlegri ferð við veiðarnar, ég veit að þetta þykir sjálfsagt ekki mikið heima á Íslandi en hér við vesturströnd Afríku er þetta brara bræla. Við erum ekki vanir svona vinndperring hérna og því búnir að sníða okkur stakk eftir því veðurfari sem hér oftast ræður ríkjum, litlum vindi og sléttum sjó. 8050 hestarnir okkar dugðu engan vegin til þegar kom að því að draga veiðarfærið á móti þessu og þurfti því að draga fram úr erminni aukahesta frá einum af ljósmótorunum, það gerði ásandið bærilegra en samt enganvegin nógur kraftur í því að draga á móti veðri og vindum af þessari stærðargráðu, þ...
Mynd
..::Komin tími á skriftir::.. Þetta er náttúrulega ekki orðið hægt en ég ætla samt að reina að sýna smá lit og pústa aðeins út, heitir það ekki að skrifta á Kaþólsku ? Það hefur ýmislegt verið í gangi hérna hjá okkur eins og vanalega, Reynir og strákarnir fóru í að skera burt hryggandskota á dekkinu sem hefur verið að flækjast fyrir okkur lengi, þörf hreynsum sem við hefðum átt að vera búnir að framkvæma fyrir löngu. Betra er seint en aldrei og á tímum ofurolíuverðs er gott að losa dallinn við alla óþarfa þyngd. Annars hef ég lítið annað gert í tvo daga en að sóa olíu í tómt bull og vitleysu, þeir félagar mínir á kompanýskipunum hafa tekið mig þvílíkt í rassgatið fiskilega séð að ég hef þurft að standa grátbólgin við stólinn búin á sál og líkama;). Eins og Silfurskottan orðaði svo vel um árið þá segi ég “Minn tími mun koma” ef ekki í dag nú þá einhvertímann seinna, kannski á morgun :). Vírus er einn af þeim sem lætur aflaleysið ekki raska ró sinni, honum nægir að það sé matur og vatn í...
Mynd
..::Gömul Hús!!!::.. Héðan er ekki mikið að frétta annað en að það hefur verið þokkalegasta rjátl undanfarna daga. Halli á Stöðinni (Halli Hall) skipper á Viktoríu, fyrrverandi póstútburðardrengur, póstflokkari og Eskfirðingur stóð fyrir spurningarkeppni í gærkvöldi. Keppnin var um heiti á gömlum húsum á Eskifirði. Skemmst er frá því að segja að mér gekk ekkert of vel í keppninni en er margsfróðari á eftir, Guðni í Múla var krýndur sigurvegari í keppninni. Mynd dagsins er fengin í óleifi á netinu en er engu síður af Eskifirði þar sem lognið hlær ;). Thats it for to now. Vona að Guð og gæfan lufsist með ykkur lífsins leið.......
Mynd
..::Mannaskipti::. Við rétt náðum að hnusa af fiskimönnunum áður en það þurfti að fara inn í mannaskiptin. Mannaskiptin voru svipuð og alltaf, það þarf ekki að kvarta undan því að ekki sé skipulagningin í lagi hjá yfirfararstjóranum, vélin var á réttum tíma og allt leit dillandi vel út þangað til komið var til Máritaníu en þar varð smá töf út af bulli í hafnaryfirvöldum, bara normal miðað við hvar í veröldinni við erum staddir. Við múruðum saman þrír Janus Geysir og Sirius og gekk allt eins og smurð vél að koma mannskap að og frá skipunum, við félagarnir notuðum tímann til að kíkja yfir í Geysir og skoða nýjasta stýrimanninn Júlíu, hún er loðin og ferfætt og ákaflega krúttlegt eintak af ketti, en ósköp er hún nú lítil ennþá. Menn voru misjafnlega virðulegir í mannaskiptunum, ef farið er út í virðulegheit þá bar Boggi vinnslustjóri á Janusi af, og blikna Máritanskir herbúningar í samanburði við borðalagðan Top Gun búninginn sem hann var í. Boggi kom hingað yfir og sat í sófanum og spjal...
Mynd
..::Who said it would be easy?::.. Einhvernvegin er þetta allt búið að fara út um læri og maga hjá okkur undanfarið, löndunin tók miklu lengri tíma en svartsýnustu einstaklingarnir hérna um borð reiknuðu með, við vorum við ekki lausir frá fraktdollunni fyrr seint í dag og þá áttum við eftir að samrekkja við drottninguna “Reina” eitthvað fram eftir kvöldi og kannski fram á nótt. Reina er nýjasta þjónustuskipið í Kötluflotanum, á Spænsku þíðir Reina Drottning, þetta er krúttlega lítið frakskip 92m langt og kemur sú konungsborna til með að þjóna okkar dýpstu vonum og þrám í framtíðinni ásamt Yaizu og Orion. Samfarirnar við drottninguna gengu smurt og upp úr kvöldmat vorum við búnir að reima Drottninguna á síðuna og láta krókinn falla niður á hafsbotninn svo við lágum sama í friði og ró. Svo var hafist handa við að hífa úr henni góssið sem hún kom með handa okkur. Þótt ég hafi verið með vonið fullt af brjóstum þegar þetta verkefni með Reinu hófst þá segir mér svo hugur að eitthvað verði li...
Mynd
..::Nouakchott road!::.. Liggjum á legunni utan við Nouakchott og löndum, það gengur svona lala. Við byrjuðum að basla í þessu í fyrrinótt og verðum líklega að stauta við þetta fram á morgundaginn. Í gær skruppum við Gummi á tuðrunni í land til að sækja nýtt veiðileifi og 100lítra af bensíni á bátinn, ég notaði tækifærið og spurði umboðsmanninn okkar um verðið á bensíni og Diselolíu inni í Nouakchott, þar komst að því að það er örlítið ódýrara en heima á klakanum, bensínlíterinn kostar 92.60íslkr og Disellíterinn kostar 80.45íslkr miðað við núverandi gengi. Ferðin í land var ágæt en það hefði mátt vera örlítið betra veður, við vorum aldrei þessu vant ekki á hraðferð svo það fór ágætlega á þessu hjá okkur félögunum. Á bakaleiðinni keyrðum við fram á dauðan smáhval, veit ekki alveg hvort þetta var Höfrungur eða Hnísa, tókum samt einn hring í kring um kvikindið og töldum líkurnar vera 60 á móti 40 að þetta væri frekar hnísa, svo var haldið var áfram. Einn Breskur supercargo fékk að fljóta...
Mynd
..::Var nauðsynlegt að skjóta hann?::.. Það hefur verið merkilegt að hlusta á allt fárið sem skapaðist í kring um Hvítabjörninn sem heimsótti okkur Íslendinga um daginn, að mínu viti var ekki nema tvennt að gera í stöðunni, annað var að fanga greyið og setja hann í Húsdýragarðinn, eða bara lóga honum eins og gert var. Ekki veit ég hvernig það hefði gengið að fanga greyið án þess að limlesta hann og meiða, svo það var ekkert eftir í stöðunni annað en að skjóta greyið. Það er nú samt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vita mest og best hverig átti að gera þetta, þeir sömu eru yfirleitt ekki á staðnum til að meta aðstæður eða hafa á annað borð hugmynd um hvað þeir eru að tala um, mest er þetta gaspur og blaður engum til gagns. Einhvernvegin hef ég trú á því að þeir sem að mest hafa sig í frammi um allskyns dýravermd spái lítið í því hvort mannskepnan sé að drepast úr hungri og vosbúð einhverstaðar í veröldinni. Og svo eru alltaf einhverjir að spá í því hvað öðrum finnst, hvað halda a...
Mynd
..::Lítið að gerast::.. Sjómannadagurinn hjá okkur leið hjá án nokkurrra líkamlegra átaka, engin dagskrá í gangi hérna, ekki koddaslagur, ekki kappróður o.s.f.v. Hér óskuðu menn bara hvor öðrum til hamingju með daginn í stöðinni og lengra náðu hátíðarhöldin ekki. Annars er ekki mikið að frétta héðan, veðrið hefur verið ágætt eins og oftast hérna sunnan við mörk siðmenningar, en það hefur verið hunleiðinlegt að eiga við veiðarnar og höfum við ekki riðið feitum hesti frá þeim bardaga undanfarið. En við lifum í vonninni og trúum því að þetta sé allt framundan. Læt þetta duga í bili. Bið allar allar góðar vættir að vera með ykkur öllum...........
Mynd
..::Til hamingju með daginn!::.. Dagurinn í dag verður sjálfsagt ekki neitt öðruvísi en aðrir dagar hérna á hafinu þótt hann heiti Sjómannadagur heima á Íslandi. En þetta var nú einu sinni einn af aðaldögum ársins með gleði og miklu húllumhæi, nú skilst mér aftur á móti að þessi dagur sé víðast að gufa upp og lítið gert sem minnir á að það sé Sjómannadagur, samt eru einhver byggðarlög sem reina að halda haus og gera eitthvað í tilefni dagsins. það er miður hve illa hefur tekist að halda lífi í þessum degi. Af okkur er ekki mikið að frétta annað en að það er hálfgert dos yfir þessu öllu saman, yfir miðunum hefur legið hálfgerð ördeyða, svo þetta hefur ekki verið neitt spennandi síðan við komum um borð. Mynd dagsins er tekin í fyrradag og er af einmanna fugli á flugi yfir hafinu, hér eru líka nokkrar nýjar "myndir" . Vona að Guð gefi ykkur góðan dag og þið finnið einhverstaðar smá Sjómannadagsstemmingu.
Mynd
..::Komin um borð::.. Jæja þá er maður komin um borð aftur og það var ekki átakalaust að rífa sig af stað núna, búið að vera þessi líka bongóblíðan fyrir norðan og sumarið að skella á með öllum sínum þunga, morguninn áður en ég fór náði ég að slá lóðina í fyrsta skiptið í sumar. En það þarf fleira að gera en gott þykir. Ég keyrði suður aðfaranótt 27mai og var komin í bæinn um níuleitið um morguninn, það var sól og blíða heima á Dalvík þegar ég lagði af stað en svo smá dró af blíðviðrinu, sólin hvarf í Öxnadalnum og svo smá versnaði þetta, þegar ég var komin í Borgarnes var komin rigning og vindsperra. Um þrjú svifum við af stað frá Keflavík til Lanzarode, þar var farið á hótel og gist um nóttina, við náðum samt að vera það snemma að hægt var að fá sér að éta almennilega áður en skriðið var í koju. Um morguninn var svo flogið áfram með leiguvél til Máritaníu með millilendingu í Marocco. Við lentum í Nouakchott rétt eftir hádegi og fórum þaðan í Ölphu sem ferjaði okkur út, klukkan var or...