Færslur

Sýnir færslur frá 2005
..::Til umhugsunar við flugeldanotkun::.. Þessar hagnýtu flugeldaleiðbeiningar fann ég á Portal.fo, það er ekki annað að sjá en þetta ætti líka að ganga yfir flugeldanotkun á klakanum, gangi ykkur svo vel og farið varlega með flugeldana ;). Um handfaring av fýrverki. Fýrverk er vandamikið leikutoy, og rakettir eru spreingievni. Brúka fýrverk við skili og eftir hesum ráðum. Les brúkaravegleiðingina gjølla. 1.Brúka altíð verndarbrillur, vaksin sum børn. 2.Fýrverk skal brúkast uttandura og burtur frá fókatrunka. 3.Kasta ikki fýrverk eftir fólki ella djórum. 4.Fest bara í eitt skotevni ísenn. 5.Set rakettir í ein tryggan haldara, gjørdir til endamálið. 6.Ansa eftir, at rakettir fara beint uppeftir. 7.Hav ikki fýrverk í lummanum, men í plastikkposa. 8.Fest í fjúsið við strektum armi – bend teg ikki inn yvir fýrverk. 9.Far ikki aftur til fýrverk, rakett, sum ikki vildi ganga av. 10.Bið um vegleiðing á útsølustaðnum um verndarbrillur, raketthaldarar og trygdina annars. 11.Ansið eftir smábørnu...
..::Er ekki komin tími á eitthvað krafs??.::.. Síðustu dagar hafa verið alveg magnaðir, maður hefur troðið sig út af kræsingum hægri vinstri. Þetta átkast hefur staðið nánast linnulaust frá Skötuveislunni miklu. Á Aðfangadag var hamborgarahryggur og fugl, á jóladag var árlegt jólaboð hjá Ninnu og Gumma þar sem eldhúsborðið svignaði undan tertunum, á annan í jólum var svo jólahlaðborð(jólasjálftökuborð) í boði Péturs og Jónínu ekkert smá flott veisla!!. Já maður hefur lítið annað gert en að sofa og éta öll jólin hehe, en hvað er svo sem annað að gera en að troða belginn og láta sér líða vel? Maður tekur bara á þessu eftir áramótin :). Annars er lítið annað í fréttum, hryggurinn í mér lagast rólega en allar mínar vonir eru samt á þá leið að þetta fari að koma, það sama er um atvinnumálin en þar gerist eitthvað lítið sem er ekki beint gott fyrir Egóið :(, en enn vonar maður að eitthvað detti inn milli hátíða, ekki beint spennandi að leggja upp í nýtt á með allt á hælunum, þokkaleg byrjun ...
Mynd
Mynd
..::Skötuveisla ALA Gunni og Dísa::.. Vaknaði snemma og hélt uppi uppteknum hætti í lækningarmeðferðinni, staulaðist eina ferð að heiman og niður á sand, var eitthvað betri í morgun því ég náði sjálfur að reima á mig skóna hehe, en ég var eiginlega ekkert betri á bakaleiðinni svo að ég hef sett spurningarmerki við þessa sandtherapy sem ég er í :). Í dag var Þorláksmessa! = Skökuveisla hjá Gunna og Dísu og vorum við öll mætt þar í hádeginu, ilmurinn mætti okkur út á hlað en húsbóndinn stóð sveittur við suðugræjurnar í bílskúrnum og sauð Skötu, ég leit aðeins við í skúrnum og fékk útlistun á vestfirskri Skötu ala Gunni. Skatan var fín og þetta var hin besta skemmtun eins og alltaf á Þorlák, þetta er eiginlega matarboð með magaæfingum því það er yfirleitt svo mikið hlegið að magavöðvarnir fá alveg sinn skammt. Skötuveislan er eiginlega sá viðburður sem heldur deginum uppi, svo er náttúrulega skreytingin á trénu ilmurinn af hangikjötinu og allt það en ég held það myndi vanta mikið ef sköt...
Mynd
..::Örugglega gott að vera hryggleysingi::.. O doh, ekkert markvert í dag annað en að ég vaknaði allur skakkur og skældur í morgun, eitthvað hafði aflagast í hrygglengjunni á mér svo að allir tilburðir mínir til gangs bentu til þess að ég væri nær áttræðu heldur en fjörutíu sem er víst nær sannleikanum. Að mínu viti var ekkert annað í stöðunni að gera en að reyna að ganga þessa slæmsku úr sér, og ákvað ég að ganga heiman frá okkur og niður á sand. Það var ógeðslega hált í bænum og var ég komin að því að snúa við niður við fjölrita og fara bara heim og leggjast fyrir, það var eins og hníf hefði verið stungið í bakið á mér og væri svo honum snúið í hverju skrefi. En ég hélt áfram ákveðin í að holl og góð hreyfing væri allra meina bót. Ferðin eftir sandinum sóttist hægt og bítandi og var tíðindalítil niður að ósnum, ég var það snemma á ferðinni að enn var svartamyrkur en tunglbjart og meðan ég staulaðist áfram náði ég tveim stjörnuhröpum, hvort ég óskaði mér man ég ekki en þetta var nokku...
Mynd
..::Prufurúntur á harðfenninu::.. Ekki mikið að frétta héðan, litlujólin voru í skólanum hjá Einar Má í morgun og þar með er hann komin í jólafrí. Ég sparkaði hjólinu í gang í dag og fékk mér smá hressingarrúnt í góða veðrinu, fór nokkuð víða en hjarnið var ekki alveg nógu gott, það var frekar lint og víða nokkur snjór ofan á því svo gripið var gloppótt, ég hafði mig samt upp á dal og sá þar spor eftir Jólasveininn, hann var semsagt á ferðinni í nótt þótt hann hafi ekki komið við hjá mér :(. Ísinn á Hrísatjörninni var heldur ekki góður, það lá snjóþekja yfir öllum ísnum og svo var drullublaut vatnssósa ofan á ísnum, þetta var misskellótt sem gerði ísreið óskemmtilega. En maður setti allavega í gang :). Þetta verður að duga í dag ;).
..::Leti leti leti, leti leti ley::.. Nuddaðist fram úr fyrir átta og skutlaði grislingnum í skólann, fór svo heim og gapti á NFS til níu. Þá fór frúin í vinnuna og ég veslingurinn einn heima, stóri grislingurinn okkar er að vinna og maður sér hana lítið þessa dagana. Fór í gegn um rútínuverkin, búa um rúmin fara í tölvuna o.s.f.v, nennti ekki að hanga í tölvunni svo að ég fór niður í bílskúr og smíðaði eitt gluggahús, var að brasa í því fram að hádegi. Eftir hádegi afgreiddi ég nokkur símtöl milli þess sem ég hékk í tölvunni í tilgangslausu flettiríi um hinar og þessar síður meira og minna rammvilltur í þessu blessaða neti, já það er ekki mikil kúnst að flækja sig í þessum VeraldarKóngulóarVef. Seinnipartinn ákvað ég svo að kíkja aðeins undir mælaborðið á bílnum í leit að rofa sem ku gera fjarstartið á bílnum virkt, en við vorum að frétta það fyrir nokkrum dögum að bifreiðin væri útbúin með fjarstarti. Og þar með kom skýring á START takkanum á fjarstýringunni, en með þessu fylgdi líka...
..::Guðný keypti ekki kápu en við fórum bæði í klippingu:)::.. Einhvertímann í fyrndinni var forsíðufrétt í DV, “Regína kaupir kápu og Kalli fer í klippingu” ekki man ég hvort þetta var jólaklippingin á Kalla en fyrirsögnin að greininni situr allaf í minningunni. Í gær fórum við hjónin í klippingu sem er svo sem ekki til frásögu færandi nema ef vera skyldi fyrir hármagnið sem var komið á okkur, það var byrjað á að klippa mig og tók það dágóða stund að hafa sig niður á fast, en að lokum hafðist þetta og varð dillandi fínt. Svo var hafist handa að klippa frúna en klipparinn var orðin svo þrekuð af viðureigninni við lubbann á mér að hún ákvað að klippa Guðnýu í tveim áföngum, seinni og fyrri hálfleik ;);). Já þetta var nú það helsta sem á daginn dreif hjá okkur, ég eyddi svo kvöldinu í sjónvarpsgláp meðan frúin fór á seinnihálfleik í klippingu. Fleira var það ekki þennan daginn. Munið svo að vera þæg og góð svo þið fáið ekki kartöflu í skóinn :):).
Mynd
..::Sambands hangikjöt::.. Það er ekki mikið að segja annað en að maður hefur það dillandi gott, frúin og grislingarnir voru búin að öllu nema skreyta jólatréð þegar ég mætti heim af sjónum, það er fastur liður að skreyta tréð á þorláksmessukvöld og það stendur ekki til að breyta þeim sið. Ég kom sem sagt heim af sjó í frið og ró eins og þeir syngja á Kleifaberginu. En það er ekki mikið að segja ég tjöruþvoði bílinn í gærmorgun en eftir tvær bæjarferðir í gær var hann aftur orðin eins og svínastía að utan :(, svo það liggur fyrir að þvo aftur ef maður hefur sig í það upp úr öllum rólegheitunum. Sambands hangikjöt! Hvað segir þetta ykkur? Hehe mér fannst þetta bara fyndið þegar ég fór að velta merkingunni fyrir mér. Annað var það ekki í dag ;);).
Mynd
..::Tveir túrar á Kolmunna::.. Jæja þá er maður komin heim í Jólafrí, en ég lenti austur á Eskifjörð og fór tvo túra á Jón Kjartansson á Kolmunnann, það var gaman að kynnast þessum veiðiskap og rifja upp kynnin við gömlu félagana fyrir austan. Fyrri túrinn gekk mjög vel og settum við í dolluna í fjórum holum 1525tonn eða rúmlega 380tonn í holi. Seinni túrinn var svo frekar lélegur og höfðum við ekki nema ca 6-700tonn. En þetta er gangur lífsins og það eru víst ekki alltaf Jólin þó þau séu á næsta leiti :). Við komum inn um hádegisbil í gær og notaði ég daginn til að heimsækja ættingjana áður en ég brunaði norður, stoppaði aðeins og fékk mér kaffisopa í Mývatnssveitinni hjá frænkum mínum. En brunaði svo áfram og var komin heim um ½ ellefu. That´s it for to now.
Mynd
..::Murphy's Law::.. Ég held stundum að það sem er á ensku kallað “Murphy´s Law” eigi samheiti á Íslensku “Hólms Lög”, en það vanalega er meint með þessu er: Það sem hugsanlega getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis!. Nei svona er þetta bara og maður verður að lifa með þessu lagasafni :):). Lögmál Murphy´s 1. Ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá gerir það. 2. Ekkert er eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. 3. Allt tekur lengri tíma en þú bjóst við. 4. Ef sá möguleiki er fyrir hendi að eitthvað fari úrskeiðis, þá fer það úrskeiðis sem mestu tjóni veldur. 5. Sérhver lausn hefur ný vandamál í för með sér. 6. Brostu í dag, morgundagurinn verður verri. 7. Hlutirnir skemmast í réttu hlutfalli við verðmæti þeirra. 8. Ef þér sýnist hlutirnir ganga vel þá hefur þér yfirsést eitthvað. 9. Hafðu engar áhyggjur þótt þér líði vel, þú kemst yfir það. 10. Það er sama hvað þú leitar lengi að einhverjum hlut, þegar þú ert búin að kaupa hann finnur þú hann á útsölu einhverstaðar annarsstaðar. 11....
..::Brostnar vonir::.. Ekki eru allar ferðir til fjár, en að því komst ég hressilega í gær þegar ég mætti til skips í þennan bát sem ég ætlaði að ráða mig á. Greinilegt er að við mannfólkið lítum stundum ekki umhverfið sömu augum, það sem einhverjum sýnist fagurt og ómótstæðilegt er í augum annarra ljótt og fráhrindandi. En svona er lífið og til Guðslukku erum við ekki öll steypt í sama mótinu. Eftir stutt stopp í þessum svokallaða bát fór ég með skipstjóranum í mat, fiskibollur á Múlakaffi í boði útgerðarinnar, en eftir matinn afþakkaði ég plássið og bað hann að keyra mig upp á flugvöll. Þannig fór nú sjóferð sú. Ég tók myndavélina með suður en einhverra hluta þá var ég svo kjaftstopp að ég tók enga mynd í bátnum, kannski er bara best að eiga engar myndir hehe. Þegar ég var mættur á flugvöllinn var síðasta vél norður að fara í loftið og ég of seinn, ég hringdi í litlu systur sem sótti mig upp á völl, og gisti ég hjá henni Gunna og litla frænda í nótt, alltaf gott að koma í Stangarhol...
..::Nú held ég að það sé að koma::.. Jæja best að drulla einhverju á blað, en það hefur ekki gerst mikið hjá mér, setti upp nokkrar jólaseríur í gær og enn fleiri í dag. Svo núna er kofinn hægt og sígandi að breytast í glitrandi piparkökuhús hehe. Annars gerðust þau undur og stórmerki í gær að það var hringt í mig og mér boðið stýrimannspláss, þetta er einhver Grálúðunetabátur frá Rvík sem ætlar að taka þátt í að útríma Grálúðustofninum við Ísland, ég gat náttúrulega ekki sagt nei enda atvinnulaus, svo að það verður látið vaða á þetta með trukki og dýfu. Ég geri ráð fyrir að fljúga suður á morgun og fara á sjó fyrir helgi, svo verður bara að sjá hvernig þetta kemur út. Þessi djúpsynti gráslepjulegi flatfiskur verður bara kældur þarna um borð í þessum bát , öðru nafni ísaður. Ég vona að þetta verði aðeins léttara heldur en barningurinn á Tjaldinum þar sem allt var fryst “í höndunum” og burðast með allan aflann í höndunum fram og aftur um vinnsludekkið áður en hann komst í lestina. En sv...
Mynd
..::Chill og útskurður:)::.. Við frúin gerðum okkur dagamun og fórum inn á Akureyri í gær og fengum okkur flott að borða og gistum á svo á hóteli eina nótt, þetta var náttúrulega bara snilld og alveg frábært, svona síðbúinn hunangsmáni hjá okkur hjónum. Hjördís fór heim á bílnum og sótti okkur svo í morgun, það fylgja því vissulega kostir að Hjördís sé komin með bílpróf, því nú getur hún skottast með okkur gamlingjana út og suður. Þegar við komum heim þá fékk ég mér smá göngutúr í góðaveðrinu, labbaði upp í fjall og sá þar fjórar rjúpur. Á þeim tímapunkti var mér hugsað til foreldra minna sem þrá rjúpur í jólamatinn en það sér ekki vel út í þeim málum, en það hlýtur að reddast eins og allt annað ;). Svo var hinn árlegi laufabrauðsdagurinn hjá okkur í dag, þar sem öll fjölskyldan kemur saman hlustar á jólalög, sker og steikir laufabrauð, þetta var hjá Ninnu og Gumma og tókst hreint frábærlega eins og alltaf. Við vorum misjafnlega dugleg að skera en ég held samt að ég hafi verið lakastur...
Mynd
..::Netavertíðinni lokið í bili::.. Jæja þá er þessum túrnum lokið en við komum inn til Akureyrar í morgun klukkan 0600. Þetta var ágætistúr, en það þurfti að taka á því, bara helv.... púl megnið af túrnum. Maður var eiginlega búin að gleyma því hvernig það er að vera á netum enda hef ég ekki mikið stundað þann veiðiskap. Það gekk ágætlega að fiska og það var hálfgerð vertíðarstemming yfir þessu, menn stóðu frá 06 á morgnanna og langt fram á kvöld, frystingin er Akkelisarhællinn í þessu og fór mikill tími í hana, því miður var vinnslulínan ekki alveg í samræmi við restina af skipinu. En þetta hafðist nú allt fyrir rest og ég er komin heim aftur :). Læt þetta duga í bili. PS: Ég tók nokkrar myndir í túrnum og setti á myndasíðuna, þær eru undir myndum af sjónum, þær lentu aftast í albúminu svo þær eru á hérna og á næstu síðum , þær áttu að fara fremst en það klikkaði eitthvað og þarna eru þær núna hehe.
..::Vinna vinna::.. Í gær fékk ég símtal þar sem ég var beðin um að fara einn vikutúr á sjó, þótt það sé jú gott að liggja heima þá verður maður eitthvað að gera, þetta er það eina sem hefur dottið upp í hendurnar á mér svo það er ekkert annað að gera en að stinga sér til sunds og vona það besta. Mér skilst að það verði farið út í kvöld en fæ betri staðfestingu á því í á eftir. Hef ekki neinu við þetta að bæta.
Mynd
..::Sorgardagur::.. Sú sorgarfrétt barst mér í morgun að Bára frænka væri dáin, ég verð alltaf ósköp lítill og ráðalaus þegar mér berast svona fréttir, mig langar til að segja svo margt en kem engu frá mér. Ég ætla því að byrja á því að kveikja á kerti til minningar um Báru frænku, elsku frænka hvíldu í friði og ég vona að þér líði vel. Ég bið Guð að passa Kidda og börnin ykkar, alla daga.
Mynd
..::Ninna er orðin kettlingaamma!::.. Tjah ég held barasta að ég hafi komist í gegn um daginn skammastikalaust, annars hefur þeim nú fækkað skammastrika dögunum í seinni tíð þó þetta sé ekki alveg horfið. Einhvernvegin læðist að mér sá grunur að ef skammarstrikunum hefði verið safnað saman og dreift svo “eitt á dag” þá ætti ég enn inni skammt fyrir nokkur ár í viðbót, og gott ef maður yrði ekki að verða nokkur hundruð ára, þ.e.a.s ef það ætti að þynna skammastrikapakkann út í “eitt á dag” en nóg um það núna, ég var nefnilega að hugsa um að skreppa austur og þar eru ættingjar mínir duglegir að minna mig á fyrrnefnd afrek, afrek sem ég er yfirleitt fyrir löngu búin að gleyma hehehe. Já dagurinn leið sem sagt í ró og spekt, ég eyddi drjúgum tíma morgunsins fyrir framan tölvuna, svo keyrði ég gítarinn til Einars í skólann, en ég þurfti að ná í gítarinn og magnarann til Ninnu þar sem stífar hljómsveitaræfingar eru stundaðar í kjallaranum. Hjá Ninnu hafði fjölgað og voru komnir pínulitlir sæ...
Mynd
..::Þetta er alveg týpískur ÞÚ!!::.. Hún liggur yfir mér pestin en ég er samt skárri, t.d er flóðbylgjan gengin yfir hehe. Einar Már kom heim úr skólanum í morgun veikur, hann var að drepast í maganum og varð sjóveikur á þurru landi, það heitir víst ælupest hérna á fastalandinu, þetta gekk samt fljótt yfir hjá honum og var hann allur skárri seinnipartinn. Nú voru það snúrurnar sem áttu hug minn allan, og ég þurfti að kaupa nokkrar skrúfur og þá var ég tilbúin í framhaldsmeðferð á snúrunni, en vegna skrúfuleysis og flensu þá féll það verkefni niður um helgina, eitthvað þurfti að saga og bora áður en þær voru tilbúnar fyrir nýjar upphengilínur, en það var spanderað í það 4mm perlon stundum nefnt jólagarn hjá sjómönnum vegna útlitsins og mýktar :). Það fór mestur tíminn í að koma garninu á sinn stað en þetta hafðist samt allt fyrir rest, svo henti ég græjunni upp aftur. Nú erum við sem sagt komin með útisnúrur aftur, en ef þetta helv... drasl guggnar aftur þá fer þetta beina leið í gámana...
..::Verður ekki bara að virkja?::.. Vaknaði klukkan þrjú í nótt, og var allur að drepast, beinverkir hausverkur og allur pakkinn, sprangaði fram í eldhús og bruddi í mig einhverjar verkjatöflur svo aftur í bælið. Ekki vildi svefninn þýðast mig og svo var ég með þvílíkt nefrennsli að það hefði mátt sleppa Kárahnjúkavirkjun og bjarga eyjabökkum hehe, það hefði verið nóg að tengja túrbínurnar beint á nasirnar á mér, ég hef fulla trú á að Alcoa hefði getað sett af stað geimferðaáætlun því orkan sem hefði orðið til hefði nægt til að skjóta fína álverinu við Sómastaði út í geim. En það var hvorki virkjað né sett af stað geimferðaáætlun austur á fjörðum, ég varð bara að taka á móti flóðbylgjunni með eldhúspappír, og djö.. getur þetta verið pirrandi, ég gafst fljótlega upp og druslaðist á lappir. Það var ekki margt að gera í stöðunni svo að ég settist við tölvuna og fór að brasa eitthvað, milli þess sem ég reyndi að taka á móti mestu holskeflunum. Ég var að brasa við að gera hreyfimyndir sem é...
Mynd
..::Til hamingju með komuna frænka::.. Bjarminn í morgun og svo bleiki grísinn eftir hádegi. Hjördís kom með okkur í bæinn og við notuðum tækifærið og skruppum aðeins upp á fæðingardeild til að kíkja á litlu frænku, hún er agalegt krútt. Tók nokkrar myndir og setti tvær af pínulitlu frænku á myndasíðuna. Í kvöld var ég svo orðin drulluslappur af kvefdrullu :(, þetta var nú það helsta sem við gerðum í dag. Bið þann sem öllu ræður og stjórnar að senda ykkur aukaskammt af ljósi, er það ekki sem allir geta nýtt sér??
..::Guggnaði undan farginu::.. Þetta er náttúrulega ekki hægt, og ekki er hægt að segja að þetta sé hratt ;). Dagurinn í dag var svo sem ágætur ég var að mestu leiti heimavið, en um miðjan daginn skrapp ég í smá heimsókn í Bjarmann, það var alveg frábært og var ég ekki svikinn af þeirri heimsókn, höfum ekki fleiri orð um það hérna, frekari upplýsingar fást í beinlínusambandi við mig sjálfan ;);). Það var alveg rosalega fallegt veður í morgun og svignuðu trén undan snjónum sem sest hafði á þau í nótt og morgun, ég ætlaði nú að taka myndir af þessu en var ð of værukær því um hádegisbil hvessti og þá fauk þetta allt af. Því miður var einhver þvottur á útisnúrunni, þvottur sem var sligaður undan snjófarginu. Vesalings útsölu Álsnúrurnar hölluðu undir flatt þegar það vindaði, þetta var náttúrulega bölvað drasl sem kostaði lítið, en ég var nú samt að vona að þetta dygði lengur. Þessi niðurstaða var ekki til að auka álit mitt á þessum auma málmi sem kallast ÁL, en álið á að bjarga öllu á mínu...
..::Pattstaða::.. Enn gerist ekki neitt (í atvinnumálunum).Þrátt fyrir að það sé ósköp notalegt að vera ómagi á framfæri konunnar þá langar mér til að leggja eitthvað til með mér sjálfur. Ég rakst á eina atvinnuauglýsingu í bæjarpóstinum í dag, enen það var ekki almennur vilji í fjölskyldunni fyrir því að ég myndi sækja um það starf, enda kannski ekki beint starf sem hentaði mér “afgreiðslustarf í blómabúðinni ;)”. Lét mig samt hafa það að hringja eitt símtal og skrá mig hjá enn einu fyrirtækinu, það var ekki mjög líklegt að ég kæmist þar að. En þetta er eins og með happdrættin, þar er víst engin leið að vinna nema að eiga miða ;);), ég lít á þessa skráningu sem eitthvað svipað “miði er möguleiki”. Ég fékk póst í dag sem innihélt eftirfarandi: Eitt orð Lýstu mér í einu - Bara einu orði! Sendu mér það svo (bara mér), sendu þetta svo til allra vini þína og sjáðu hvaða skrítnu hluti fólki finnst um þig Svaraðu þessu það er gaman ! Ykkur er velkomið að svara þessu á comment kerfinu, ég ...
..::Skreppitúr::.. Lítið sem ekkert að frétta hjá mér, skrapp suður í dag fór klukkan níu í morgun og var komin aftur heim klukkan níu í kvöld. Það var fínt að keyra, autt alla leiðina og ágætisveður, síst var þó veðrið fyrir sunnan enda stoppaði ég ekki lengur en ég þurfti þar. Rakst á þessa síðu áðan, “Barmasíðan!” nafnið hleypir kannski hugmyndafluginu af stað en ekki er allt sem sýnist :). Guð geimi ykkur............
..:.Fljúgandi hálka::.. Mánudagur, ekki mikið í fréttum af mér og eða mínum. Það er bullandi þíða og hrikalega hált í bænum, ég staulaðist á svellbunkunum niður í vinnu til Guðnýar í morgun og sótti bílinn. Rúllaði svo inn á Akureyri og náði í Hjördísi sem nennti ekki að hanga innfrá í allan dag og hringi því í pabba “viltu sækja mig?” hún er búin snemma á mánudögum og vill náttúrulega komast heim. Eftir bæjarferðina fór ég til Brynju og heflaði aðeins af svalahurðinni hjá henni og lagaði læsinguna sem var að detta af, þar sem ég hafði ekkert annað að gera þá var þetta fín tilbreyting ;);). Að öðru leiti var dagurinn hverjum öðrum líkur, þ.e.a.s fyrir utan hálkuna. Læt þetta nægja núna. Farið varlega og passið ykkur í hálkunni..............
Mynd
..::Smakkari::.. Dúndrandi blíða í dag og ég lét mig hafa það að sparka í gang og fá mér sveiflu á ísnum, stoppaði samt frekar stutt þar sem maður var allur í strengjum eftir gærdaginn ;), spændi einn hring í sveitinni áður en ég hætti og gekk frá gripnum inn í skúr. Og ekki hefur enn hlaupið á snærið hjá mér í atvinnumálum en ég örvænti samt ekki það hlýtur að detta eitthvað inn á endanum. Annars var ég að velta því fyrir mér að sækja um sem smakkari í nýju bjórverksmiðjunni sem rísa á inni á Árskógsströnd :):). That´s it for to day.............
Mynd
..::Ice Age::.. Byrjaði daginn á andlegri upplyftingu í Bjarmanum. Lét svo vaða á Ísinn í dag og var það heljarinnar fjör, spændi og spólaði út um alla Hrísatjörnina eins og ég ætti lífið að leysa, neglingin virkaði betur en ég átti von en er náttúrulega ekkert í líkingu við ísdekkin sem kosta 20-25.000kr stykkið, en ég gat vel við unað enda kostaði þetta mig ekki svo mikið kannski 2000kr plús vinnuna við að koma þessu í togleðurshringina ;). Það sem ég er ekki vanur svona ísreið þá tók það mann smátíma að ná upp áræðni og lagni til að þeysa spólandi um á fullu gasi, en þetta kom ;), það var þunnt snjólag yfir öllum ísnum og sumstaðar örlítið þykkri skellur sem gáfu meira grip, þetta gerði þetta aðeins erfiðara en þar sem ég var nýgræðingur í þessu þá fannst mér þetta í lagi :). Það komu svo tveir á á krossurum með þessu fínu dekk, þar var gripið. Þeir áttu ekki í neinum vandræðum með að prjóna þótt þeir væru á ísnum, en munurinn var líka sá að þeir voru með þessu fínu verksmiðjuísdekk...
Mynd
..::Kalt á toppnum::.. Föstudagur ;), einhvertímann kallaði maður þetta flöskudag en það er óralangt síðan hehe. Það var kalt hjá okkur -12°C um hádegi í gær en svo linaðist þetta eitthvað og var ekki nema -9°C í gærkvöldi þegar ég leit á mælinn. Eyddi megninu af deginum innandyra sparkaði samt smá í gang og fór og tók bensín á hjólið, það var ekki að finna annað en að járningin virkaði vel og var mesta furða hver jarðtengingin var ;). Ég staulaðist út og smellti mynd af Dalvíkinni í haustbúningnum sem hún skartar núna, þið getið séð þessar myndir hérna . Annars er ekki mikið að segja. Vona bara að þið eigið góða helgi, og bið þann sem öllu stjórnar að líta til með ykkur svo þið anið ekki út í einhverja ófæru ;););).
..::Mótorfákurinn járnaður og yfirgefna commenta kerfið::.. Þessa dagana reynir maður að finna sér eitthvað gáfulegt að gera, en einhverra hluta vegna er það svo alls ekkert gáfulegt þegar upp er staðið ;). Fór með Guðnýu í vinnuna með þá hugmynd í farteskinu að tjöruþvo dekkin á bílnum niðri á verkstæði, en þegar þangað var komið þá nennti ég ekki að fara í þennan tjöruþvott. Ég fór heim og náði í mótorhjólið, fékk far í gröfunni hjá Ragga, ég hef ekki verið farþegi í svona farartæki síðan pabbi vann hjá bænum í den tid, en þá var voða sport að fá að vera með í Gröfunni Heflinum eða Ýtunni :). Lúsaðist svo í hálkunni á hjólinu niður á verkstæði það sem átti að negla, þar var allt til alls og ekki til setunnar boðið bara að drulla sér í að byrja. Ég byrjaði á afturdekkinu, það er betra og það virtist ágætis æfingarþema, það þurfti að bora allt dekkið fyrst og svo var nöglunum spýtt í dekkið með þar til gerðri maskínu, þetta gekk alveg ljómandi og var búið að hrækja 220nöglum í afturdek...
..::Eitt á dag kemur skapinu í lag::.. Var frekar latur í morgun, en eftir hádegið draslaði ég mér niður í bæ og talaði við þjónustufulltrúann minn hjá Sjóvá varðandi trygginguna á hjólinu. Svo tókst mér að ota fyrrverandi vinnslustjóranum mínum í nýtt pláss, en þetta gengur allt út á að þekkja menn sem þekkja menn sem þekkja menn. Það virðist allar atvinnuráðningar fara eftir þessháttar leiðum þessa dagana. Vonandi á ég einhverstaðar hauk í horni sem getur bent á mig sem álitlegan kost :). Við fórum svo inn á Akureyri í verslunarleiðangur(Bónus) en notuðum tækifærið og fórum í Símann til að færa frúarsímann yfir til símans, ég notaði tækifærið og gerði það sem Árni Finns benti mér á að gera fyrir 6árum, þ.e.a.s endurnýja símakortið mitt og fá nýtt sem væri með meira símaskráarplássi og einhverju fleira, gamla kortið mitt var t.d vitlaust en það nýja hefur vit ;). Þetta er nú það helsta sem ég hef afrekað þennan daginn. Annað var það ekki þennan daginn. Bið himnaföðurinn að vaka yfir y...
..::Tíðindalaust::.. Það er svo sem ekki mikið að frétta, maður er jú eitthvað að reyna að skanna vinnumarkaðinn með von um eitthvað bitastætt. Á meðan reynir maður að láta eitthvað gott af sér leiða, t.d tengdi ég nýja eldavél og setti upp viftu fyrir Ninnu . Svo tókst mér að laga eldhúskappaljós hjá Brynju. Að öðru leiti hefur þetta verið frekar tíðindalítið.
..::Mánudagur til mæðu::.. Vaknaði snemma og keyrði Einar og Bjarka í skólann, svo fór ég og kíkti á nýja Kawasaki hjólið hans Péturs, það var helv.. flott og mikil græja, ég mátaði mig aðeins á því og fittaði afturendinn á mér ágætlega í hnakkinn, ekki skemmdi það fyrir að vita af 1500cub mótor milli lappanna :). Seinnipartinn í dag ég svo staðfestingu á að biðin væri á enda varðandi hvað yrði gert við skipið sem ég hef verið á. Það liggur ekkert annað fyrir en að leita að annarri vinnu, það er svo sem ekkert meira um þetta að segja annað en að vonandi finnur maður eitthvað að gera því ekki lifir maður á loftinu einu saman. Svo stíflaðist svo niðurfallið í þvottahúsinu, þetta var bara að breytast í hamingjudag... Við fórum í Húsasmiðjuna og keyptum einhvern baneitraðan stíflueyði sem ég gusaði í gatið, lét bara allan brúsann vaða. Ekki get ég nú mælt með þessu sem lyktbæti, því að það gaus upp hræðileg lykt. En stíflan var enn til staðar og vildi hvergi fara. Nú varð ég að kippa garð...
..::Hundahreinsun tölvunnar::.. Ég tók daginn í strauja tölvuna og setja hana upp aftur, en sem betur fer hef ég aðgang að miklum tölvuséníum sem alltaf eru boðin og búin til að aðstoða mig þegar allt er komið í flækju ;). Það fór megnið af deginum í þessa hundahreinsun á tölvunni, en það var ekki vanþörf á því, tölvan var að gliðna af drasli og orðin mjög hæg og sljó. Á endanum hafðist þetta þó tölvan aftur á lappirnar, þökk sé þjónustuenglunum mínum í tölvubransanum :).
..::Komin heim aftur::.. Það er orðin stund síðan ég bloggaði síðast, en þá var ég á leið suður og gerði ráð fyrir því að fara á sjó í framhaldinu, ég mætti í vinnu á mánudagsmorgun. Vikan fór svo í bið sem endaði með því að ákveðið var að ég hundskaðist heim aftur í enn meiri bið. Ég átti flug á föstudeginum en það var hólmaraheppni yfir þeim degi og var allt flug fellt niður vegna veðurs, hvað annað hehe. Ég fór til Haddó og dvaldi þar í góðu yfirlæti, það var gaman að sjá hvað litli frændi hafði stækkað og var orðin mannalegur :). Mamma og Pabbi áttu svo leið í bæinn, Haddó dúðaði litla krílið upp og við fórum með foreldrum okkar niður í Þorstein Bergmann sem er skranbúð ofan við slippinn. Mamma og pabbi voru að koma úr Garðinum á sumardekkjunum og sagði pabbi að það væri MARAUTT!. Þetta slapp nú allt saman en við systkinin stóðum á bremsunum í aftursætinu megnið af leiðinni skelfingu lostin hehe. Eftir skranbúðarferðina fórum við heim í Stangarholtið, þá var búið að aflýsa öllu flu...
Mynd
Mynd
..::Mér kemur ekkert í hug sem ætti heima hér::.. Hrikalega hefur maður verið eitthvað andlaus undanfarið, það er með herkjum að maður nær að klambra einhverri vitleysu á blað öðru hvoru :(. Það er búið að vera þíða alla vikuna og er megnið af snjónum á undanhaldi, allar götur færar og meira að segja hafa verið sumarframkvæmdir hérna í bænum, en það var verið að malbika á fullu niður við byggðarsafnið í vikunni, já alltaf verið að fíniséra :). Ég náði að hrista af mér mesta letislenið í gær og druslaðist í að þvo og bóna bílinn, þetta framkvæmdi ég inni í kjallara í hlýjunni og var langt fram á kvöld að nudda í þessu, bíllinn var bara nokkuð góður á eftir ;). Í dag reyndi ég líka að gera eitthvað af viti svo að ég fór í kjallarann og safnaði saman drasli sem átt frekar heima í gámunum en í kjallaranum, þar kenndi ýmissa grasa og þurfti ég tvær ferðir með góssið á haugana. Á morgun er svo stefnan sett á höfuðborgina en þar ætlum við að dvelja um helgina, ég verð eftir fyrir sunnan en þa...
Mynd
..::Ég ætlaði ekki að gera þetta!::.. Nú er megnið af snjónum farið og þessi líka fína færðin í Dalvíkurbyggð ;). Við vorum með næturgest í nótt en Bjarki Fannar gisti hjá okkur síðustu nótt, þeir frændur snéru á mig og voru báðir sofnaðir í minni holu þegar ég ætlaði að skríða uppí, en það gerði ekki mikið til því að mér tókst að finna mér rúmstæði til að kúra í. Í morgun keyrði ég svo grislingunum í skólann, Guðnýu í vinnuna og brunaði svo inn á Akureyri í þessari líka frábæru haustblíðunni eins og þær verða bestar. Á Akureyri hitti ég aðeins Hemma netagerðarséní en eftir það kíkti ég í morgunkaffi í bakaríinu við brúna þar sem ég maulaði nýbakað sötraði kókómjólk og las nýprentað málgagn sjálfstæðismanna. Klukkan var ekki orðin ellefu þegar morgunkaffinu(drekkutímanum) lauk og enn drjúg klukkustund í að bleikaGrísnum(Bónus) þóknaðist að opna sig fyrir almenningi. Einhvernvegin varð ég að eyða tímanum svo að ég keyrði upp í Kjarnaskóg og labbaði þar einn hring í skóginum, einstakleg...
..::Þar fann ég að það kom!!::.. Loksins skall hitabylgjan á okkur með öllum sínum þunga, það varð náttúrulega til þess að flestar götur í bænum urðu illfærar, en ekki var verið að puðra skattpeningunum í snjómokstur og hitinn látinn vinna á þessu í rólegheitunum. That´s it for to now........
Mynd
..::Púff allt horfið!!!::.. Nennti ekki að blogga í gær en ákvað að reyna að gera betur í dag, það tókst líka þetta dillandi vel, var búin að plokka niður ca 1/5 blaðsíðu og koma því fyrir á þessu blessaða bloggi þegar bloggsíðan fraus og púff allt horfið, en það þíðir lítið að gefast upp. Það er allt hvítt hérna ennþá og bið eftir hitabylgjunni sem er víst á leiðinni. Guttarnir eru samt ekki ósáttir við þetta og nota tíma til að brettast í fjallinu :). Ég skapp uppeftir og smellit af nokkrum myndum í dag. Það er komin upp ný myndasíða og það ætti að vera nóg að klikka hérna til að komast þangað. Læt þetta nægja í bili. Gangið á Guðsvegum........
Mynd
..::Ofankoma::.. Enn kyngir niður snjónum og er þetta að verða eins og um hávetur hérna á Dalvíkinni. Fyrir nokkrum árum reyndu Dalvíkingar að setja upp snjóframleiðsluvélar á skíðasvæðinu, það fyrsta sem snjóaði á kaf þann veturinn voru þessar snjóframleiðsluvélar :(, voru þessir vetur sem þessar græjur voru hérna einir mestu snjóavetur sem sögur fara af á Dalvík :):). Næstu árin var svo lítið talað um snjóframleiðslu hehe enda þurfti nánast ekkert að framleiða, það sáu máttarvöldin um. Í haust var svo aftur farið í framkvæmdir og uppsetningu á snjóframleiðslubúnaði á skíðasvæði Dalvíkinga og lesa má um framkvæmdirnar á heimasíðu skíðafélagsins , það tefur þó fyrir framkvæmdum veðurfarið en nú er mun meiri snjór en undanfarin haust. Ég ætla að vona að þetta fari ekki á sama veg og síðast þegar menn ætluðu að framleiða hér snjó. Og það gekk vel hjá Hjördísi í bílprófinu í dag og geri ég ráð fyrir að afnotatími heimilisbifreiðarinnar rýrni hjá okkur Guðnýu við þennan áfanga hjá krílinu ...
Mynd
..::Hristist fram úr ;););)::.. Dagurinn byrjaði svona frekar óvenjulega, ég var rétt laus við Guðnýu og krakkana og kúrði yfir Ísland í bítið, þá allt í einu var eins og keyrt hefði verið á húsið, þvílíkur hnykkur sem kom og mér drullubrá :). Ég hef nú ekki oft fundið jarðskjálfta en þetta er einn af þeim sem ég tók eftir ;);). Og veðrið í dag var eins og um hávetur, snjóhríð og vindsperringur í allan dag, það hefur víða dregið í skafla og ég þurfti að moka frá útihurðinni í kvöld :(, en þetta er sjarminn við norðurheimskautslöndin og það eru alltaf einhverjir ljósir punktar ef vel er að gáð, t.d er aldrei betra að vera inni en einmitt í svona veðri :). Ég notaði daginn og tók aðeins tilá heimasíðunni, setti upp linka á nokkrar vefmyndavélar, þær eru sumar ansi góðar, en sú sem ber af í þessum hópi er myndavélin á hafnarvoginni á Höfn hún er best og uppfærist oftast, mér skilst að þeir eigi það líka til að snúa henni inn ef mannmargt er á morgnanna. Ég fann líka eina vél norður á Sval...
..::Biðstaða::.. Jæja þá er best að standa við stóru orðin og hripa eitthvað niður :):). Ég er semsagt komin heim fyrir nokkru eftir einn túr á Flæmska, en ákveðið var að koma heim með skipið til viðgerða og viðhalds, en eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með sjávarútvegi þá flá menn ekki feitan Gölt í þessum Rækju bransa þessa dagana, afurðarverð í sögulegu lámarki og olíuverðið í sögulegu hámarki. Ég er að vísu búin að heyra það einu sinni til tvisvar á ári síðastliðin ár að botninum sé náð í þessu Rækjuverði, en allt kemur fyrir ekki, ég er farin að hallast á að þetta sé botnlaust. Ég var komin heim á Dalvík 28september og hef lítið gert síðan annað en að fletta á sjónvarpsfjarstýringunni og dúlla mér heima við :). Fyrsta helgina sem ég var heima var helgi Rolluréttanna í Svarfaðardal, en þeim degi fylgja ýmsar hefðir, t.d er alltaf boðið upp á kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á nokkrum bæjum, við fórum á Jarðbrú eins og í fyrra, ég stóð mig örlítið betur á þessu ári og gat ge...
Mynd
..::Ég mæli með!!::.. Þetta er þrælsniðugt forrit sem þið getið sótt frítt á http://earth.google.com/ Forrit tengir ykkur við gervihnattamyndir af veröldinni, víða er hægt að stækka alveg ótrúlega, ég er aðeins búin að skanna þetta og hafði gaman af. Já já ég hef verið frekar latur á þessu bloggi undanfarið en kannski fer maður að hökta í gang :), en þetta er allavega viðleitni ;);).
Mynd
..::Helreið yfir Heljardalsheiði::.. Það var svipað bongó hjá okkur í dag eins og í gær, svo að ég áhvað að skella mér yfir Helju og klára mig niður í Skagafjörð. Það var brunað inn allan Svarfaðardal og upp í heiðina, heiðin var alveg hrikalega laus og erfið. Ekkert nema laust grjót og hundleiðinlegt að hafa sig áfram, ég var á tímabili að hugsa um að snúa við en þráaðist áfram. Þegar ég kom að síðustu brekkunni sá ég hvað olli þessari verkun á veginum, þar voru fimm jeppar misvelútbúnir sem voru á leið yfir, þeir höfðu greinilega ekki átt í minna veseni en ég og auðvitað skánaði vegurinn ekki við alla þessa umferð, þessi vegur er hundleiðinlegur því það er úr honum allt efni og ekkert eftir nema urð og grjót. En hvað um það, síðasta brekkan var full af snjó og átti síðasti jeppinn í einhverju basli með að komast upp, ég spólaði mig langleiðina upp og leiddi svo hjólið síðasta spottann, þeir hjálpuðu mér svo jeppakarlarnir að koma hjólinu upp á slóðann aftur. Heiðin var betri Skagafja...
Mynd
..::HA JÚ ÉG ER AÐ Bl.... ::.. Þetta fer að verða frekar tilviljunarkennt hvenær það aulast inn einhver blogg en svona er þetta bara, nóg annað að gera en að vera að einhverju bloggi. Þó ætla ég að pára inn einhverju núna. Ég lauk sem sagt við þann áfanga í sólpallinum sem ég ætlaði mér á þessu ári í síðustu viku og meiningin var að della viðarvörn í dekkið áður en ég færi á sjó en það ætlar ekki að takast vegna vætu :(. Síðasta helgi var nokkuð viðburðarrík chill á föstudagskvöld og svo giftingarveisla á laugardagskvöld. Sunnudagurinn var svo tekin eldsnemma og brunað yfir í Varmahlíð, þar fórum við í Rafting á sunnudagsmorgun sem var alveg frábært upplivelsi og eitthvað sem við hefðum ekki viljað missa af. Við fórum svo út á Krók á eftir og fengum okkur að borða áður en við keyrðum heim. Það voru sem sagt ekki mikil rólegheit yfir þessari helgi hehe. En þessi vika hefur verðið nokkuð náðug, Hjördís fór suður og erum við bara 3 í kotinu, við skelltum okkur í bíó með guttann í fyrrakvö...
..::Brjálað að gera::.. Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér undarfarnar tvær vikur og fátt annað komist að annað en smíðin á sólpallinum :), þó fékk ég mér frí yfir fiskidagshelgina :). Það þarf ekkert að taka fram að Fiskidagshelgin var hreint frábær, mamma og pabbi voru hjá okkur alla helgina og svo duttu inn nokkrir gestir. En nú er ég loksins búin að ljúka þeim áfanga sem ég ætlaði mér í pallinum þetta sumar, skjólveggirnir verða að bíða næsta sumars, kannski verður þetta klárt fyrir næsta Fiskidag?. Ég setti inn nokkrar myndir af Sólapallasmíðinni en þær vildi ekki vera í réttri röð en það segir sig nokkur vegin hvernig þetta þróaðist. Læt þetta nægja í bili.
..::Loksins byrjað á sólpallinum::. Jæja ætli maður verði ekki að skammast til að nudda einhverju á skjáinn, en það hefur farið lítið fyrir skriftum undanfarna daga. En það er svo sem búið að vera nóg annað að gera. Síðastliðið þriðjudagskvöld mætti Pétur vinur okkar með traktorsgröfu og fjögurra öxla vörubíl, var brennt í að moka burt óþarfa jarðvegi og útbúið plan fyrir komandi sólpall. Fjórum vörubílsförmum seinna var þetta farið að líta út eins og við ætluðum okkur :), en þetta var einhvernvegin mun meira jarðrask en ég átti von á, ég hélt í einfeldni minni að það þyrfti rétt að flysja ofan af þessu :):). Ætli það hafi ekki farið 30rúmmetrar af mold og drullu í burtu. Miðvikudaginn fór ég svo að viða að mér undirstöðuefni svo hægt væri að undirbúa fyrir undirstöðurnar, það tók náttúrulega allt sinn tíma því allt þurfti að mæla og pæla, svo varð að merkja upp á planið hvar hver staur átti að koma. Það var komið fram á kvöld þegar þetta var allt tilbúið. Pétur var aftur mættur á miðv...
..::Chilluð morgunganga::.. Það verður ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi leikið við okkur um helgina ;), við vorum komin inn í Leynishóla fljótlega upp úr hádegi á laugardaginn og veðrið var frábært, ekki skemmdi fyrir að staðurinn sem við völdum fyrir tjöldin var nýslegin og mjög snyrtilegur. Við vorum fljót að rusla upp tjaldinu og svo var legið í sólinni fram eftir degi. Grislingarnir þvældust um í skóginum og skemmtu sér ekki síður en þeir fullorðnu. Á laugardagskvöldið var svo grillað og chillað!. Það var sogið upp úr nokkrum baukum og setið við varðeldinn í góðu yfilæti fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var ég vaknaður fyrir allar aldir og gat með engu móti sofið, ég læddist út og fékk mér morgungöngu. Veðrið var ekki síðra en deginum áður og varla skýhnoðri á himni, ég rölti einn rúnt um svæðið og komst að því að það voru fimm bílar í skóginum, þannig að við vorum ekki ein þótt maður hafi lítið orðið var við umferð. Sumir höfðu greinilega komið svo seint að ekki hafði gefi...
Mynd
..::Dalvík Laugarfell::.. Jæja þá er að reyna að pota inn einhverjum línum. Veðrið er búið að vera gott undan farna daga og hefur tíminn verið notaður til að sinna garðinum ásamt öðru slugsi. Einar vinur minn kom til að landa rækju hérna í gær og dró ég hann heim og grillaði fyrir hann í hádeginu, það gekk stórslysalaust :), en gaskúturinn geispaði síðustu gasstununni um það leiti sem velta átti steikinni fyrsta gang og mátti ég bruna í hvelli niður í Olís og fjárfesta í nýrri áfyllingu. En svo kom þetta allt með trukki og dýfu og heppnaðist ágætlega. Sú gula var ekkert að glenna sig í gær þó veðrið hafi verið gott að öðru leiti, vantaði bara þá gulu hehe. Eftir kvöldmatinn spennti ég svo á mig allan búnaðinn og sparkaði hjólinu í gang, var fyrst að spá í að renna í mína árlegu Siglufjarðarferð, en snéri við út við Karlsá vegna þokusudda og brunaði alveg omvent við fyrstu ákvörðun, nú var kúrsinn settur inn Eyjafjörð og hafði ég hug á að skoða aðstæður inni í Leynishólum en þangað er f...
Mynd
..::Ekkert::.. Tjah það er nú bara ekkert að segja annað en að hér gengur lífið sinn vanagang :). En ég ætla að leifa ykkur að njóta brandara sem ég heyrði fyrir nokkrum kvöldum og fannst bara ansi góður: Þrír sjómenn sátu saman í borðsalnum og ræddu málinn. Jói segir: Ég var að kaupa nýjan Opel handa konunni 2.5milj og 8sek í hundraðið! Óli gat ekki verið minni og segir, ég var að kaupa nýlegan Porche handa minni konu, 5millur og 6sek í hundraðið! Nú var átti bara Jörundur eftir að tjá sig, Jói og Óli horfðu hróðugir á Jörund og hugsuðu að hann gæti ekki toppað þetta enda hafði hann aldrei átt bót fyrir rassgatið á sér eða sínum. Jörundur segir þá í rólegheitunum, ja strákar þetta er ekki neitt! Það sem ég keypti handa minni spúsu í landi síðast er rétt tæpa sek í hundraðið!. Þeir félagar horfa opinminntir á félaga sinn, og segja svo í einum kór “Þetta getur ekki verið rétt.” Jú segir Jörundur þetta er dagsatt!!. Og hvernig bíll er þetta og hvað kostaði hann? segja þeir í hæðnistón. B...
..::Útilega::.. Á föstudaginn var kúrsinn settur á Vaglaskóg þar sem við vorum búin að koma okkur fyrir um 4leitið í þvílíku blíðunni, sólin glennti sig á alla kanta og þetta gat ekki verið betra. Veðrið hélst svipað þangað til við fórum að huga að kvöldmatnum, en á meðan við grilluðum pylsurnar þá vindaði aðeins, það gekk þó stórslysalaust og það var komið koppalogn fljótlega aftur, það var fámennt en góðmennt í skóginum og frekar rólegt yfir þessu, við húktum á löppum fram undir ½ tvö en þá var skriðið í pokana, við vorum varla komin inn í tjald þegar byrjaði að hellirigna, og það buldi á tjaldinu fram til 4um nóttina en þá stytti upp. Á laugardagsmorgun var svo ágætisveður þótt sú gula næði ekki í gegn um skýjaþykknið, ég fór í smá æfingarakstur með Hjördísi en svo var stefnan sett á Húsavík, þegar þangað kom var sú gula búin að troða sér í gegn og veðrið yndislegt, við ákváðum að kíkja á Hvalasafnið sem var alveg frábært, kannski hefði mátt gefa sér aðeins betri tíma því þarna vor...
..::Í sól og sumaril...::.. Nú held ég að sumarið sé komið, er það ekki??. En hérna á Dalvíkinni hefur verið bongóblíða í gær og dag, smáþoka fyrripartinn í dag en svo bara blíða. Í gær kom Einar Gústa vinur minn að landa rækju hérna á Dalvík þ.e.a.s segja skipið sem hann er á núna, ég sótti hann niður á bryggju og rúllaði með hann um staðinn gaf honum kaffi og skrapp með hann í heimsókn til Kristjáns Aðalsteins en þeir er báðir fyrrverandi Nobbar hehe. Eftir að hafa skutlað Einari um borð fór ég heim og sló lóðina og hjálpaði svo Gumma að skipta um dekk á reiðhjóli, í gærkvöldi lölluðum við Guðný svo upp að Brúnklukkutjörn í góða veðrinu. Í þeim labbitúr sáum við svo Fálka sem var býsna spakur. Síðastliðna nótt átti svo litla systir svo pínulítið strákkríli, það er viðburður dagsins!! Vil ég nota tækifærið og óska Hönnu Dóru og Gunna til lukku með prinsinn. Það var búin að vera mikil spenna í loftinu vegna komu þessa grislings, ekki síður hérna hjá okkur en annarstaðar í fjölskyldunn...
..::Gideon kveður::.. Nokkrar myndir af því þegar Gideon kvaddi yfirborð sjávar á Flæmska í sumar. Klikka hérna!!
..::Út og suður::.. Jæja þá plokkar maður inn nokkrar línur ;);), en maður er frekar latur að liggja yfir tölvunni þessa dagana, ég ætlaði t.d að vera búin að henda inn einhverjum myndum en þar sem þessi vesalings vefmyndahýsing sem ég var með liggur niðri þá hefur það allt lent í biðstöðu, mér sýnist að ég verði að endurskoða þennan geymslumáta eitthvað og kannski endurbyggja myndavefinn okkar. Það er aftur á móti ekki á dagskrá næstu daga svo að enn verður einhver bið, þó er aldrei að vita hvað myndi gerast ef http://photos.heremy.com vaknaði að dvalanum sem sú síða liggur í núna. Og helgin, já á laugardaginn var ráðist á blómabeðin hjá Ninnu og Gumma og þau gjörsamlega þurrkuð út, svo var smíðaður blómakassi sem á í framtíðinni að halda utan um skautjurtirnar, Bjarki var okkur Gumma dyggur aðstoðarmaður við smíðina og stóð sig eins og hetja á söginni, um kvöldið grilluðum við svo öll saman og var mikið fjör. Lögreglan í Ólafsfirði hringdi á Laugardagskvöldið og tilkynnti að númerið...
..::Heyskapur::.. Gærdagurinn var blankó, en ég gerði svo sem ekki mikið, boraði út standarann á hjólinu braut hann og fékk hann steiktan saman :), tróð honum svo undir vélhestinn. Svo sló ég landareignina sem var ekki svo mikið verk en blessaður bakkinn ofan við stóð í okkur B&S en þegar búið var að setja græjuna í næst hæstu stöðu þá náðum við að nudda þessum stráum af, en það kostaði nokkrar ádrepur og oft þurfti að endurvekja B&S en allt hafðist þetta á endanum. Kjúllinn sem frúin eldaði í gærkvöldi fékk mann svo til að gleyma stað og stund :), það var ekkert Rússneskt við þennan og bragðaðist hann ca 1000sinnum betur en um-borð-eldaður án þess að ég sé neitt að kvarta yfir Rússneskri endamennsku. Taskan hennar Hjördísar birtist svo í gærkvöldi eftir næturdvöl í Eyjum, en þeir voru einstaklega almennilegir hjá flugfélaginu og gerðu allt sem þeir gátu til að klóra yfir handvömm sína :). Í morgun var svo hvasst á Dalvík en hlítt, en eftir hádegið skánaði þetta aðeins og var b...
..::Fyrirframgreiðsla::.. Hringdi í Frumherja og pantaði mér nýtt númer á hjólið í morgun, það tekur víst nokkra daga því fanganýlendan vinnur enga yfirvinnu hehe, ég varð að borga þetta fyrirfram annað kom ekki til greina. Þetta er kannski eitthvað sem koma skal, að maður byrji á að fá útborgað áður en maður byrjar að vinna, en líklega þarf maður að limlesta eða drepa einhvern áður en maður fær fyrirframgreitt fyrir vinnuna sína:):). Þar sem að það viðraði ekki nógu vel fyrir garðslátt þá var því sveiflað aftur fyrir og geymt til betri tíma “Ámorgun segir sá lati!” en til hvers að gera það í dag sem hægt er að geima til morguns?. Ég gerði aðra tilraun með reiðstígvélin í dag, slakaði aðeins upp á öllum smellum og þá gekk þetta mun betur, en þetta er ekkert ólíkt skíðaklossum, útbúnaðurinn á þessu dóti. Svo linaðist þetta aðeins þegar maður fór að ríða um í græjunum, ég hnoðaðist inn allan Svarfaðardal og upp Heljardalsheiði þangað til snjórinn stoppaði frekari landvinninga. Í kvöld s...
..::Ferðalok farangursins::.. Farangurinn minn var mættur til Dalvíkur eldsnemma í morgun, þetta var náttúrulega snilld því að þar leyndust hlutir sem búið var að bíða eftir :). Ég setti handhlífarnar á hjólið og mátaði nýju stígvélin, svo var sparkað í gang og farin smá prufutúr. Ekki líkaði mér vel við stígvélin en maður var eins og tréhestur í þeim og kom ég fljótlega heim til að skila þeim af mér, en kannski gerir maður aðra tilraun með þau seinna :). Ég brunaði svo sem leið lá út í Múla en þar sem vegurinn er í sundur þá fór ég göngin út í Ólafsfjörð, þar fyllti ég upp af eldsneyti og setti svo stefnuna á Lágheiðina með smá útúrdúrum hingað og þangað. Á Lágheiðinni voru miklar vegaframkvæmdir, ég skil það nú ekki alveg hvað er verið að punga peningum í Lágheiðina!, á ekki að fara að eyða 7miljörðum í Héðinsfjarðargöng ? Göng sem gera þennan Láheiðarforarslóða nánast óþarfan. En hvað sem því máli líður þá hossaðist ég yfir heiðina og yfir í Fljótin niður að stíflu en þar snéri ég v...
..:: ITEM LOCATED. AIRLINE IS CONFIRMING::.. Sem sagt farangurinn kominn í leitirnar, og félagarnir í farangursþjónustu Flugleiða hringdu í mig seinnipartinn í dag og tilkynntu að þetta myndi mæta á Dalvík ekki seinna en í fyrramálið :). Ekki slæmar fréttir það!!!. Annars var dagurinn rólegur, renndum í bæinn(Akureyris) og brösuðum aðeins, en það hellirigndi svo að það var ekkert spennandi að þvælast þar. Þegar ég kom heim reif ég blöndunginn úr hjólinu og stillti flotholtin samkvæmt forskrift úr viðgerðarbókinni, það fór í gang á eftir svo að þetta verður líklega í lagi hehe. Vonandi get ég mokað inn einhverjum myndum á morgun, þ.e.a.s ef myndasíðan sem hýsir myndirnar okkar virkar, það er alltaf í bulli. That´s it for to now ........................
..::Loksins komin heim í frí::.. Jæja þá er þessu úthaldi lokið og maður komin heim í frí, frí sem vonandi varir í tvo mánuði eða fram í endaðan ágúst. Ég ætlaði nú að moka inn einhverjum myndum, t.d seríu af því þegar Gideon kvaddi yfirborðið og lagðist til hvílu á Flæmska Hattinum, en því miður þá tapaðist allur farangurinn minn á leiðinni heim svo að nú bíður maður milli vonar og ótta um að þetta skili sér heim, já það hlaut að koma að þessu en hingað til hef ég sloppið við töskutap á þessum ferðalögum mínum, það verður sjálfsagt að teljast til heppni frekar en hitt. En þessi heimferð var eins og svo margar aðrar, maður flaug út og suður áður en lent var á Íslandi, það er frekar fúlt að geta ekki flogið beint frá Newfie sem tæki 3-3.5klst, nei það væri full einfalt, nú var rútan St.Johns-Toranto-London-Keflavík og fór rúmur sólarhringur í þetta pjakk með tilheyrandi töskutapi svefnleysi og vonbrigðum, en ljósi punkturinn er nú samt að maður hafði það heim á endanum hehehe. Já þetta ...