
..::Stiklað á stóru::.. Ég ætla að byrja á því að óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir allt gamalt og gott í gegnum tíðina, vonandi heldur áfram að vera gaman hjá okkur öllum í framtíðinni. Við verðum bara að passa okkur á því að gleima ekki barninu í okkur og reina að sjá spaugilegu hlutina í lífinu, þeir eru allstaðar, við þurfum bara að veita þeim athygli:). Árið hjá mér hefur verið ágætt, ég byrjaði Janúar á 24m löngum Snuddupung frá Dalvík, en í Febrúar var ég svo komin til Afríku á 105m langan frystitogara, sem ég hef verið á síðan ;) með reglulegum hléum. Ég endurnýjaði mótorhjólið og fjárfest í nýju hjóli á árinu KTM EXC 525 og svo keyptum við feðgarnir okkur eitt lítið leikhjól Thumpstar 110. Guðný keypti handa okkur kerru svo við feðgarnir gætum tekið leikföngin okkar með í ferðalög, og nýttum við okkur það aðeins. Sólpallurinn kláraður að mestu, það rétt hafðist fyrir fiskidag ;), Kristbjörn trésmiður var mér innanhandar í því og reddaði því sem reddað var, annars hefði é...